Search

Framboðslisti Hugins 2021 - 2022

Hér má sjá framboðslista Hugins 2021 - 2022


Inspectrix scholae / Forseti


Elísa Þóreyjardóttir

Hæ allir!


Ég heiti Elísa Þóreyjardóttir, ég er að ljúka öðru ári á mála- og menningarbraut og ég er að bjóða mig fram sem Inspectrix scholae 2021-2022.


Í þessi tvö ár sem ég hef gengið í MA hef ég alltaf haft gaman að því að leika mér og taka þátt í félagslífinu. Ég er meðal annars stoltur stofnandi Biblíufélags Busanna sem tók söngkeppni MA 2020 með trompi, steig svo á svið með LMA og sat síðan í stjórn leikfélagsins núna í ár.


En það er einmitt það sem mér finnst skipta máli í menntaskólagöngunni: Að leika sér, hafa gaman og gera það besta úr þeim stutta tíma sem við fáum að vera í Menntaskólanum á Akureyri. Ég veit að ég gæti séð til þess að betrumbæta umhverfið í MA, alveg sama á hvaða forsendum þú sækir skólann eða á hvaða sviðum þú sérhæfir þig.


Ég er metnaðarfull en svo er ég líka mjög skipulögð og treysti engum jafn mikið og ég treysti Personal Planner bókinni minni. Ég er viss um að það sé kostur.


Viljið þið forseta sem er tilbúin til að rífa félagslífið aftur í gang? Kjósið þá rétt og setjið X við Elísu í forseta Huginsstjórnar 2021-2022.Exuberans Inspector / Varaforseti


Aron Snær Eggertsson

Kæru skólasystkini,


Aron Snær Eggertsson heiti ég og gef kost á mér í embætti varaforseta (Exuberans inspector) Huginsstjórnar 2021-2022. Ég valdi MA út af félagslífinu og hef ég lagt mitt af mörkum til þess að taka virkan þátt í því. Hvort sem það er að taka þátt í Leiktu betur, söngkeppni skólans, verkum LMA síðustu tvö ár eða fara upp og niður lyftur fyrir gott málefni. Í ár gegndi ég hlutverki meðstjórnanda í stjórn LMA ásamt því að vera yfir markaðsteyminu með Halldóri Jökli og í leikhóp. Þar með er ég vanur miklu álagi og margsnúnum hlutverkum.


Sá sem gegnir starfi varaforseta þarf einmitt að geta sinnt margsnúnum verkefnum og vera tilbúinn að hlaupa í skarðið fyrir alla stjórnarmeðlimi, ásamt því að sjá um gullfallegu vefsíðu Hugins og að auglýsa viðburði. Hef ég fulla trú á því að ég sé sjomlinn í þetta. Væri það sannur heiður að fá að taka við þessu starfi sem varaforseti Huginsstjórnar næstkomandi skólaár.


Bless kex.

- AronQuaestor scholaris / Gjaldkeri


Kolbrún Perla Þórhallsdóttir

Heil og sæl elsku MA-ingar.


Kolbrún Perla heiti ég og er á öðru ári á náttúrufræðibraut og er ég að bjóða mig fram sem gjaldkera, Quaestor scholaris, Huginstjórnar næstkomandi skólaár. Eftir að hafa kynnt mér starf gjaldkera geri ég mér grein fyrir að þetta er ábyrgðarfullt starf en tel ég mig full hæfa og tilbúna til að taka á mig þá ábyrgð, og ekki skemmir minn gríðarlegi áhugi á fjármálum. Mitt markmið sem gjaldkeri er að gera góða kostnaðaráætlun og passa að peningun verði eytt skynsamlega og allir MA-ingar fái að njóta góðs að því, af því við eigum það svo heldur betur skilið.


Að mínu mati er eitt mikilvægasta hlutverk Hugins stjórnar að virkja nemendur til þátttöku í okkar fjölbreytta og æðislega félagslífi. Covid hefur sett flest allt félagslíf á stopp hjá okkur, en bráðum verðum við flest komin með bóluefni og getur þá félagslífið vonandi farið aftur á fullt aftur með stæl. Með því munu örugglega skapast nýjar og skemmtilegar hefðir í bland við þær gömlu góðu og ég er alveg viss um að næsta ár verður æðislegt.


Ég mun gera allt sem ég get til að næsta skólaár veriði ógleymanlegt fyrir okkur öll, svo ef þú treystir mér fyrir því kæri kjósandi settu þá X- við Kolbrúnu Perlu í gjaldkera.Scriba scholaris / Ritari


Sóley Brattberg Gunnarsdóttir


Sælir kæru MA-ingar,


Sóley Brattberg heiti ég og gef kost á mér í stöðu ritara eða Scriba scholaris í stjórn Hugins næstkomandi skólaár. Þegar ég sótti um í MA var félagslífið stór þáttur í mínu vali og hef ég tekið virkan þátt í því síðustu tvö ár. Ég hef meðal annars setið í stjórn Málfundafélagsins, verið uppsetningarstýra Munins og tekið þátt í LMA. Þetta hefur sett mikinn svip á skólagöngu mína og án efa gert hana margfalt betri. Að sitja í stjórn Hugins myndi gera mér kleift að hjálpa öllum nemendum MA að fá góða upplifun af skólanum og félagslífinu og gera næsta skólaár eftirminnilegt.


Ég geri mér grein fyrir að starf ritara er mikið og krefst skipulags, vinnusemi og metnaðar. Ég tel mig gædda þessum kostum og hef reynslu sem undirbýr mig vel fyrir þetta starf og öllu sem því fylgir. Það væri mér því heiður að fá að rita geggjaðar fundargerðir næsta skólaár og halda frábæra árshátíð sem við eigum öll svo sannarlega skilið.


Því vona ég að þið nýtið kosningaréttinn og setjið X við Sóleyju í stöðu ritara.Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýra


Jóhannes Óli Sveinsson


Sælir kæru menntskælingar.


Ég heiti Jóhannes, er í 2.A og gef kost á mér í stöðu skemmtanastjóra Huginsstjórnar, skólaárið 2021-2022. Þegar ég valdi að sækja um MA þá var mér ekki margt annað í huga en þeir frábæru hlutir sem ég hafði heyrt um félagslífið og það olli ekki vonbrigðum.


Félagslífið í skólanum okkar er eitt það sterkasta á landinu og það er mikilvægt að halda áfram að byggja ofan á þann frábæra grunn sem til er. Kvöldvökurnar eru mikilvægur partur af því, að við gerum okkar allra besta til að gera þær eins fjölmennar, skemmtilegar og fjölbreyttar eins og mögulegt er.


Það verður stórt og spennandi verkefni fyrir næstkomandi Huginsstjórn að koma nemendum skólans inn í þær hefðir sem við höfum, því stór partur skólans hefur ekki upplifað þær. Ég er úrræðagóður, skemmtilegur og hugsa í lausnum.


Þess vegna treysti ég mér fullkomlega í þetta hlutverk og vona að þú gerir það líka, settu X við Jóhannes í Skemmtanastjóra ef þú vilt fjölbreytt og frumlegt félagslíf.Svanhildur Marín Valdimarsdóttir


Sælir kæru MA-ingar.


Svanhildur Marín Valdimarsdóttir heiti ég og er á öðru ári á náttúrufræðibraut. Ég er að gefa kost á mér í embætti skemmtanastýru (Erus Gaudium) Huginsstjórnar skólaárið 2021-2022.


Eitt af því mikilvægasta við Menntaskólann á Akureyri er félagslífið en það hefur verið af skornum skammti síðastliðið skólaár vegna Covid. En nú þegar bólusetning landsmanna er langt komin fer ég inn í næsta skólaár með fulla trú á því að félagslífið geti náð sér á flug aftur og orðið jafnvel enn sterkara en áður. Þar sem félagslíf skólans er aðallega búið að fara fram á netinu hafa margar af þeim rótgrónu hefðum skólans ekki fengið að láta ljós sitt skína og ég tel það afskaplega mikilvægt að gleyma þeim ekki og gera þær aftur sýnilegar. Sem skemmtanastýra væri ég til í að leyfa öllum að heyra sín óskalög í kvos ásamt real bangers og einnig að halda hellaðar kvöldvökur með slæsum og skemmtilegum uppákomum.


Fyrir viðburðaríkt og skemmtilegt skólaár settu X við Svanhildi í skemmtanastýru!Collega scholae / Meðstjórnandi


Sóley Úa Pálsdóttir


Sælir kæru samnemendur


Ég heiti Sóley Úa Pálsdóttir og er á öðru ári á félagsgreinabraut. Ég er að bjóða mig fram í embætti meðstjórnanda í huginsstjórn.


Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir félagslífinu í MA og er það einmitt þess vegna sem ég valdi skólann, frá því að ég byrjaði hef ég reynt að taka þátt í sem flestu sem tengist félagslífi skólans, ég hef meðal annars tekið þátt í LMA bæði árin mín í MA og svo var ég vararitstýra í ritstjórn munins þetta skólaár sem mér fannst bæði mjög gefandi og skemmtilegt. Mér finnst gott félagslíf gera skólagönguna betri og langar mig þess vegna kæru samnemendur að gera næsta skólaár viðburðaríkt og skemmtilegt og gera mitt allra besta til þess að efla okkar ástkæra félagslíf, við þurfum öll á því að halda ;)


Aðalhlutverk meðstjórnanda er að vera tengiliður hugins við undirfélögin og einnig að tryggja að gott samstarf sé þeirra á milli. Ég veit að starf meðstjórnanda krefst vinnu og tel ég þetta starf henta mér vel þar sem ég er metnaðarfull og mjög skipulögð.

Ef þú vilt æði skólaár settu X við Sóleyju í meðstjórnandaMalín Eyfjörð


Sælir elsku samnemendur,


Ég heiti Malín Eyfjörð og er í 2. A. Ég gef kost á mér sem meðstjórnandi

Huginsstjórnar næstkomandi skólaárs.


Ég elska félagslífið í MA og undirfélögin eiga stóran þátt í því. Það er einmitt þess vegna sem mig langar að vera meðstjórnandi Huginsstjórnar. Starf meðstjórnanda felst nefnilega í því að vera tengiliður Huginsstjórnar við undirfélögin. Ég tel mig vera tilvalda í það starf þar sem ég hef verið mjög virk í undirfélögum árin mín í MA. Ég er í stjórn FemMA, PrideMA og PitMA, var ræðumaður í MORFÍs liðinu og tók þátt í uppsetningum á leikritum LMA bæði í fyrsta og öðrum bekk.


Á næsta ári langar mig að leggja ennþá meira að mörkum til félagslífs skólans og að vera meðstjórnandi Huginsstjórnar er góð leið til þess. Elsku menntskælingar, ef þið kjósið mig mun ég gera mitt allra besta til að efla félagslífið enn meira og gera næsta skólaár ógleymanlegt.

Þess vegna vona ég að þú setjir X við Malín í meðstjórnanda.Erus pactum/ Markaðsstjóri/stýra


Arndís Erla Örvarsdóttir


Góðan daginn kæru samnemendur, ég heiti Arndís Erla Örvarsdóttir og er á öðru ári á félagsgreinabraut og ég gef kost á mér í embætti markaðstýru (Erus Pactum) Hugins-stjórnar næstkomandi skólaár.


Það besta við MA að mínu mati er klárlega félagslífið. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsu á þessum tveimur árum, til að nefna var í ég í SauMA á fyrsta ári og tók svo við sem formaður þar á öðru ári, einnig var ég í markaðshóp LMA og lærði þar fjölmargt um markaðssetningu. Sú reynsla mun eflaust nýtast mér vel í embætti markaðsstjóra og tel ég mig vera fullkomna í það verkefni. Eftir þetta viðburðasnauða ár þurfum við að standa saman til á ná félagslífinu aftur á rétta braut.


Ég vonast eftir þínu atkvæði til þess að ég fái að sinna þessu mikilvæga starfi fyrir okkur öll.

Setjið x við Arndísi í Erus Pactum


Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráðs


Magnea Vignisdóttir


Komiði sæl elsku samnemendur.


Ég heiti Magnea Vignisdóttir og er nemandi í 3.U. Ég er að bjóða mig fram í embætti Presidium discipulus eða forseta hagsmunaráðs Huginsstjórnar skólaárið 2021-2022. Ég er félagslynd og með sterka réttlætiskennd sem mér þykir góðir eiginleikar til þess að sinna störfum hagsmunaráðs. Ég ákvað að taka námið á 4 árum vegna álags og kvíða. Ég veit að flestir MA-ingar hafa upplifað það og þá er gott að geta leitað til hagsmunaráðs. Mér þykir fátt leiðinlegra en þegar það er brotið á hagsmunum mínum eða samnemenda minna. Mig langar að gera hagsmunaráð eins aðgengilegt og traust og hægt er. Við höfum öll þurft að venjast öðruvísi lífi í MA en hagsmunir okkar eru alltaf jafn mikilvægir. Ég treysti mér mjög vel til þess að sinna þessu embætti og vernda hagsmuni ykkar.


Settu X við Magneu í hagsmunaráð!
711 views0 comments