top of page
Search

Framboðslisti Hugins 2025-2026

Inspector/Inspectrix scholae / Forseti


Ásdís Lind Vigfúsdóttir


Eins og áður kom fram heiti ég Ásdís Lind, ég er uppalinn í Borgarnesi og var í grunnskóla þar. Ég var formaður nemendaráðs  í 10.bekk og síðan upplýsinga stýra í Ungmannaráði Borgarbyggða.  Ég gekk við skóla MA 2023 og hef blómstrað á margvisslega hætti í kjölfarið. Ég hef alltaf verið með mikla réttlætiskennd, vilja til að breyta til hins betra og  bara politísk almennt (en ég er samt með húmor.)



Eyþór Nói Tryggvason


Ég heiti Eyþór Nói Tryggvason og er í 2.X

Ég sæki um forseta huginn af því ég trúi því að ég gæti haft jákvæð áhrif á meðal skóladaginn og skóla líf nemenda MA almennt. Ég áætla að gera það með því að fá Þröst söngvara á söngsali, og bæta í við þetta magnaða félagslíf sem er í MA.  












Viltė Petkutė


Hæ elskurnar, ég heiti Viltė Petkutė og er að ljúka mínu öðru ári á heilbrigðisbraut. Ég hef

ákveðið að gefa kost á mér sem forseti Hugins fyrir næstkomandi skólaár og ég væri

sjúklega þakklát ef þið mynduð treysta mér fyrir þessu draumastarfi.

Þegar ég labbaði inn í MA sem týndur busalingur vissi ég ekki að ég væri að labba inn í

heim sem myndi stela hjartanu mínu. Það sem byrjaði sem venjulegur skóli með

kennurum, prófum og námsbókum breyttist fljótt í mitt annað heimili!

Á þessum tveimur árum sem ég hef verið í MA hef ég prófað margt. Ég hef verið tvö ár í StemMA, tvö ár í danshóp LMA, ritari PríMA og tók þátt í Bragabikar fyrir hönd þess, var

kynnir söngkeppni MA í vor og meðlimur í öðrum skemmtilegum félögum eins og SauMA.

Ef ég fæ tækifæri til að vera forseti Hugins lofa ég að leggja hjartað mitt og sál í þetta

starf og reyna mitt allra besta til að gera félagslífið okkar enn skemmtilegra, opnara og

örlítið fyndnara. Svo ef þið eruð til í smá fjör þá endilega setjið X við Viltė í forseta

Hugins.



Exuberans Inspector/Inspectrix / Varaforseti



Kjartan Valur Birgisson


Komið þið margsæl og blessuð, kæru samnemendur! Ég heiti Kjartan Valur Birgisson en þið þekkið mig sennilega betur sem „Kjartan galdrakarl“ eða „Gettu betur gæjann sem er ekki rauðhærður“. Nú er ég að klára annað árið mitt á raungreina- og tæknibraut og hef ákveðið að gefa kost á mér sem varaforseti Hugins á næsta skólaári.

Eins og hefur komið fram, þá er ég ekki rauðhærður, sem er vissulega dálítið vesen þar sem varaforseti þarf að vera rauðhærður samkvæmt reglunum. Í reglunum stendur hins vegar líka að varaforseti skuli a.m.k. vera rauðhærður í anda, og ég get svo sannarlega lofað ykkur því!

Ég hef tekið virkan þátt í félagslífinu allt frá því að ég kom í skólann og verið duglegur að mæta á alla viðburði. Allt þetta félagslíf hefur gert síðustu tvö ár bestu ár lífs míns hingað til, og ég er staðráðinn í því að gera næsta ár enn skemmtilegra!

Ég hef verið í Gettu Betur liði skólans tvisvar ásamt því að vera markaðsstjóri Munins. Ég tel að ég hafi sinnt báðu af mikilli samviskusemi og dugnaði, enda er ég bæði samviskusamur og duglegur. Það mun koma sér vel í öllum verkefnunum sem eru framundan ef þið kjósið mig.

Helsta ástæðan fyrir þessu framboði er sú að MA hefur gefið mér ómetanlega reynslu og óteljandi góðar minningar, og nú er komið að mér að gefa til baka og þjóna skólanum. Ég mun gera mitt allra besta til að gera félagslífið og annað tengt skólanum sem allra skemmtilegast.

Það er bara eitt val, kjósið Kjartan Val!




Sigurður Örn Davíðsson                                   

Sæl, ég heiti Sigurður Örn og ég er að bjóða mig fram í Varaformann Hugins. Mig hefur alltaf langað að vera í Huginn stjórn síðan ég byrjaði í MA og ákvað að bjóða mig fram. Ég geri mig full greindan að starfið sé erfitt og krefjandi en geri ég ykkur fullvissa að ég sé undirbúin að taka við áskoranir sem fylgja starfinu. 
















Quaestor scholaris / Gjaldkeri



Birkir Leví Kristinsson


Komiði sæl, kæru samnemendur.

Ég heiti Birkir Leví Kristinsson og er að bjóða mig fram í starf gjaldkera Hugins (Quaestor

scholaris). Ég er á öðru ári á heilbrigðisbraut í 2.T. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tölum, alveg frá því að ég var lítill en það er líklega ástæðan fyrir því að ég sótti um á heilbrigðisbraut þar sem uppáhalds fögin mín eru efnafræði og stærðfræði. Ég verð alltaf glaður þegar ég sé stærðfræðidæmi inn á Tiktok og elska að sjá tölur hækka #Nerd. Gjaldkeri nemendafélagsins sér um peninga félagsins og hefur yfirsýn yfir fjármál undirfélaga. Peningur Hugins fer í félagslífið, eins og kvöldvökur, rútur og gotterí fyrir gleðidaga (YAY). Ég tel mig mjög hæfan í þetta starf því að ég er mjög ákveðinn, hugsa fram í tímann og geri allt sem ég tek að mér með style! Það þarf að spara krakkar og ég mun gera það, en auk þess mun ég reyna mitt allra besta til að skapa glæsilegar stundir á eins lágu verði og hægt er! Ég vona innilega að þið setjið X við Birki í gjaldkera Hugins 2025-2026



Ásgerður Ólöf Júlíusdóttir


Ég heiti Ásgerður Ólöf Júlíusdóttir og er í 2.U. Mig langar að sækja um að verða gjaldkeri Hugins. Ég hef áður tekið virkan þátt í félagsmálum og mér finnst það gefandi og skemmtilegt. Ég er dugleg, hugmyndarík og held að ég sé eðal nemandi í þessa stöðu. Mig langar að vera hluti af skemmtilegri Huginsstjórn sem heldur fjölbreytta og skemmtilega viðburði s.s. söngsal og gleðidaga, svo eitthvað sé nefnt. Ég heiti því að ég mun leggja mig alla fram til að gera skólaárið 2025-2026 frábært.












Þorsteinn Skaftason


Sæl veriði ég heiti Þorsteinn, oftast kallaður Steini og er í 2.AF, á Félagsgreinabraut. Einnig er ég markvörður í handbolta með KA.

Ég er að bjóða mig fram sem gjaldkera stjórnar Hugins eða Quaestor scholaris, fyrir næstkomandi skólaár. Félagslífið hér í

MA er eitthvað sem ég hef sérstaklega gaman af og er duglegur að sækja í. Aðal ástæður fyrir framboðinu mínu eru þær að ég hef mikinn áhuga á því sem  Huginn Stjórnendur eru að gera og vil vera partur af því. Mér finnst mikilvægt að fylgja þeirri sýn sem ég hef, að fara vel með fjármuni ykkar um leið og félagslífið fær að blómstra og eflast enn frekar. Það að vera gjaldkeri í Huginn þýðir að maður fær þá ábyrgð að halda utan um bókhald tengt viðburðum, semja um laun við MORFÍs þjálfara, Gettu betur liða skólans svo eitthvað sé nefnt. Seinasta haust flutti ég til Nýja-Sjálands í rúmt hálft ár. Þegar ég var úti setti ég mér það stórfenglega markmið að komast inn í MA, þannig að ég tók fjarnám frá Versló og FÁ. Ég lærði margt af þessu ævintýri, t.d. það að prófa eitthvað nýtt og láta bara vaða út fyrir þægindarammann.  Þó svo að ég sé nú tiltölulega nýr hér í skólanum tel ég mig vera mikinn MA-ing. Ég elska þennan skóla og allt sem hann hefur uppá að bjóða. Næsta skólaár verður nýtt og spennandi og ég verð orðin stór strákur, þess vegna langar mig til að taka þátt í að gera það skemmtilegt. Ég tel mig vera fullkominn í þetta verkefni því áður en ég kom í MA var ég tvær annir á viðskipta- og hagfræðibraut í VMA og lærði þar til dæmis vel á excel, fjárhagsáætlanagerð og fleira bókhaldstengt. Íris (fyrrum viðskiptafræði kennarinn minn, geitin í leiknum) getur vottað fyrir það að ég er skipulagður,jákvæður, metnaðarfullur og auðvitað mikilvægast af öllu, stemningsmaður. Gjaldkerinn er mikil ábyrgðarstaða sem krefst aga, skipulagningar og að finna lausnir sem ég hef öðlast bæði í lífinu á Nýja Sjálandi og í handboltanum. Ég vil nýta þetta tækifæri til að kynnast skólanum betur og takast á við

nýjar áskoranir. 

Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum fyrir ykkur.

Setjið X við Þorstein í gjaldkeran.



Scriba scholaris / Ritari



Anna Lydia Guðjónsdóttir


Helloo hææ kæru MA-ingar!

Ég heiti Anna Lydia Guðjónsdóttir og er í 2.AF á mála- og menningarbraut. Ég er að bjóða mig fram í stöðu ritara Hugins skólaárið 2025-2026! JIBBYY JEYYY🥳🥳

Síðan ég var lítill busi í fyrsta bekk og fór í skreytó, hefur mig dreymt um að skipuleggja og skreyta árshátíðina í þriðja bekk. Eftir að hafa séð fyrri ritara plana árshátíðirnar síðustu tvö skólaár, hef ég séð hversu krefjandi starfið er, ennn þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, ég er svakalega skipulögð, rosalega hugmyndarík og mjöggg metnaðarfull. Þannig ég er fullviss um að ég muni standa mig vel! En auðvitað snýst ritara starfið ekki bara um árshátíðina, heldur þarf ritarinn líka að rita á fundum… duh😅, en sem betur fer er ég rosaaa hraður typer og snilli á word skjöl (not to toot my own horn)

Ég er með frábærar hugmyndir fyrir árshátíðina sem hafa verið að malla lengi, og ég hef mikla trú á því að ef þið setjið X við Önnu Lydiu sem Ritara Hugins 2025-2026, þá getið þið búist við hellaðri árshátíð, veeel rituðum fundum og frábæru skólaári!

Takk fyrir mig og peace out <33😚



Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýra



Róbert Bragi Kárason


Heil og sæl! Ég heit Róbert Bragi Kárason, ég er á félagsfræðibraut og er í 2.AF. Ég sæki hér með um í embætti Skemmtanastjóra Hugins (Erus gaudium). Ég hef haft mikinn áhuga á þessu embætti síðan í fyrsta bekk, þess vegna bauð ég mig fram í stjórn Skemmtó. Langar nú að bjóða mig fram sem skemmtunarstjóra þar sem ég tel mig vera hæfan og hef reynslu í stjórninni. Mig langar að efla félagslíf Ma-inga og auka samheldni okkur Ma-inga enn meira. Ég sem skemmtunarstjóri mun vera með frábærustu kvöldvökur sem sögur fara af, bestu lög Skemmtó og bestu atriðin á kvöldvökum. Smá klisjukennt í lokin, menntaskóla árin eiga að vera eftirminnileg og umfram allt skemmtileg þar mun ég sinna mínu embætti með gleðibankann með mér í liði.



Collega scholae / Meðstjórnandi



Hugrún Birta Bergmannsdóttir


Heil og sæl, Hugrún Birta Bergmannsdóttir heiti ég og er í 2. AF.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í Huginstjórn í hlutverk meðstjórnanda! Mér finnst mjög mikilvægt að vera með jákvætt viðhorf gagnvart skólamenningunni og láta það sjást! Þess vegna langar mig að vera meðlimur Huginstjórnar og leggja áherslu á skemmtun og að allir geti tekið virkan þátt í félagslífinu  Fjölbreyttar skemmtanir, bæði á skólatíma og utan skólans og stuðla að vellíðan. Ég er mjög skipulögð, stundvís  og jákvæð í samskiptum og mig langar til að nýta það í Huginstjórn!!

Með von um góðar viðtökur,Birta






Anna Lóa Sverrisdóttir


HÆÆ! Ég heiti Anna Lóa, er í 2.U á heilbrigðisbraut og ég er að bjóða mig fram í meðstjórnanda Hugins tvöþúsuntuttogfimm/tuttogsex og ekki að ástæðulausu. Ég hef alltaf verið mikil félagsvera og er félagslífið í MA mér mjög kært og ég vil að það haldi áfram að blómstra eins og það gerir svo vel hér í skólanum okkar. Ég tel mig vera fullkomna í meðstjórnandann því ég veit býsna margt um það hvernig það er að vera í undirfélagi þar sem ég hef verið í ýmsu. Bæði sem meðlimur og í stjórn StemMA, í stjórn Príma, ég hef tvisvar verið í danshóp LMA, í umhverfisnefnd, stofnað mitt eigið félag EggMA með vinkonum mínum af því af hverju ekki og verið hella dugleg að taka þátt í öllu félagslífinu sem skólinn hefur upp á að bjóða. 

Mig langar að geta veitt öllum undirfélögum hjálparhönd þegar babb kemur í bátinn og hjálpað þeim í gegnum allt. Tilhugsunin um að vera í Huginn hefur hrifið mig alveg síðan litli busalingurinn Anna Lóa steig sín fyrstu skref inn í þennan skóla og ég lofa, ég myndi gefa ykkur gott og eftirminnilegt skólaár með góðum og hlýjum minningum<3 

Ég er búin að vera cooka einhverjar flottar hugmyndir sem ég myndi gera sem meðstjórnandi og ættuð þið að kjósa mig þar sem ég er líka skipulögð, legg metnað í verkin, er alveg frekar mega hress og ég myndi gera ALLT fyrir MA! Lengi lifi fræga félagslífið okkar :D 

Njótið lífsins og munið að kjósa rétt ;) 




Dagbjört Rós Hrafnsdóttir


Sæl og blessuð kæru samnemendur, ég heiti Dagbjört Rós og er á mínu öðru ári í skólanum á raungreina- og tæknibraut í 2. Z. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Hugins í hlutverk meðstjórnanda eða Collega Scholae fyrir næstkomandi skólaár. Ástæðan fyrir því að ég hef boðið mig fram er vegna þess að mér finnst mjög mikilvægt að halda félagslífi MA uppi þvi það er, jú það sem skilgreinir skólann okkar. Ástæðan afhverju ég ákvað að fara í MA er vegna þess að mér fannst félagslífið vera svo aðlagandi og því langar mig núna að vera stór partur af því og halda stemningunni áfram uppi, og svo þar sem ég er algjör stemningskona er dálítið meant to be að ég fari í stjórn. Hlutverk meðstjórnanda er að vera tengiliður undirfélaganna og mér finnst ég vera rétt í það hlutverk. Ég er hjálpsöm og metnaðargjörn og gefst ekki auðveldlega upp og legg mig alla fram að hlutirnir séu gerðir vel. En síðast og ekki síst er ég góð í samskiptum, ég er traust og mjög góð í að hlusta, en það eru einnig kostir sem meðstjórnandi þarf að hafa. Því biðla ég til ykkar allra, setjið x við Dagbjörtu og ég skal lofa ykkur þvi að næsta ár verður legendary!


Erus pactum/ Markaðsstjóri/stýra



Rósanna Marín Valdemarsdóttir


Hæ! Ég heiti Rósanna Marín Valdemarsdóttir betur þekkt sem Rósý.

Ég er í 2.G á félagsgreinabraut og er að bjóða mig fram sem markaðsstýru Huginsstjórnar eða Erus pactum.

Þetta er í annað skipti sem ég býð mig fram, því ég trúi að maður á alltaf að reyna allavega tvisvar eins og hann Thomas Edison sagði:

“Our greatest weakness lies in giving up. The most certain way to succeed is always to try just one more time.”

Það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera hluti af góðu og skemmtilegu félagslífi, og það er að stórum hluta ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja um í MA og bjóða mig fram í Huginn. Smá um mig, ég hef búið á Akureyri allt mitt líf. Ég á hund sem heitir Neró (shoutout á Neró Nammi besta hundanammi í heimi!) 

Ég gefst ekki léttilega upp og auðvitað reyni ég alltaf mitt besta og það er nákvæmlega það sem ég mun gera ef ég vinn!

Svo ég vona að þið nýtið kosningarréttinn ykkar og veljið mig, Rósý sem markaðsstýru Huginsstjórnar <3



Alexandra Rós Cortés


Halló krakkar. Ég heiti Alexandra Rós Cortés og er á heilbrigðisbraut í 2.T. Ég segi með stolti að ég bið mig fram sem markaðsstýru Hugins (Erus pactum) á skólaárinu 2025-2026. Sem markaðsstýra ætla ég að tryggja að þið, dásamlegu blankir námsmenn,fáið bestu tilboðin sem þið getið hugsað! Frábærir afslættir, trylltir gjafaleikir og mögnuð samstarfsfyrirtæki sem munu útvega okkur afþreyingu og viðburði sem gera þetta skólaár ógleymanlegt!

Markaðsstýra Huginsstjórnar sér m.a. um eignir skólafélagsins og fjáraflanir. Stór hluti af því starfi er að hafa gott skipulag á hlutunum og ég tel mig meira

en hæfa til að sinna því starfi vel. Félagslífið í MA er stór hluti af því sem gerir skólann svona frábæran og ég vil vera með í því að halda því lifandi og skemmtilegu! Ég hef fulla trú á mér í þetta verkefni og vona að þú gerir það líka.  Ef svo er smelltu þá á X við Alexöndru.



Tinna Kristinsdóttir


Hæ, ég heiti Tinna og er í 2. U, á heilbrigðisbraut. Ég er að sækja um sem markaðstýra og ef ég verð kosin er ég mjög spennt að láta ljós mitt skína í þessu spennandi verkefni. Ég hef áhuga á því að sækja um sem markaðstýra vegna þess að ég tel mig hafa góðan hæfileika við að kynna og vekja athygli á viðburðum og nýjar hugmyndir fyrir þetta hlutverk. Einnig finnst mér ég geta notað minn áhuga á samfélagsmiðlum. Ég er nokkuð viss um að mér eigi eftir að finnast þetta ferli mjög skemmtilegt, skapandi og lærdómsríkt. 

Hér eru undirskriftirnar sem ég safnaði og mynd af mér.





Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráðs



Elvar Björn Ólafsson


Heil og sæl elsku bestu samnemendur! Ég heiti Elvar Björn Ólafsson og er á raungreina og tæknibraut, loud and proud 2. ZETARI, og ég býð mig fram sem forseta hagsmunaráðs.


Ég geng undir mörgum titlum: bróðir, vinur, LMA-ingur, skiptinemi og nölli, en öllu fremur er ég MA-ingur. Ég elska MA með öllu mínu hjarta og þá er það félagslífið sem skín í gegn. 

Ég er mikill jafnréttissinni og vil ég að allir upplifi sig velkomna í MA,  að allir fá að upplifa ferðalagið sem skólagangan er á skemmtilegan og jákvæðan hátt. Þar kemur framboð mitt til sögu.


 Hagsmunaráð er gríðarlega mikilvægt ráð sem kemur að því að öllum líði vel í skólanum. Það kljáir mál sem koma að skólastarfinu hvort að það sé tengt félagslífinu eða náminu, með algjörum trúnaði. Hagsmunaráðið er hlekkurinn á milli nemenda og starfsmanna skólans til þess að tryggja að við nemendurnir höfum rödd í flóknum málefnum og breytingum. Ég er metnaðarfullur og ég lofa að vinna öll þau störf sem koma af miklum aga.


Ég var í hagsmunaráði sem busi, og trúnaðarmaður í leikfélaginu í ár og tel ég mig góðan kost í þetta embætti. Ég hef séð jákvæða þróun á ráðinu síðustu árin og er það mín ætlun að halda þessari þróun áfram.

X við Elvar í forseta hax!



Linda Björk Vilmundardóttir


Hæhæ allir mínir æðislegu samnemendur!! Ég heiti Linda Björk og er í öðrum bekk á kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistum (ég er MASSA leiklistar og sviðlistarnörd) en hef ákveðið að bjóða mig fram sem forseti hagsmunaráðsins fyrir næstkomandi skólaár! Ég er búin að vera í hagsmunaráðinu í ár núna og það er búið að koma mér á óvart hversu vænt mér þykir um þetta. Mér finnst þessir fundir og þessi samtöl um hvernig við getum passað að okkar fólki líði vel og sé öruggt í sínu samfélagi vera mjög mikilvægir. Ég vil halda þessu áfram og taka næstu skref í því að sjá um hagsmuni nemenda. Ef þið viljið meira traust og sterkara félagslíf mæli ég með að setja X við Lindu og munið að Linda hax kemur strax ;)







 














 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page