top of page
Search

Framboðslisti fyrir forseta undirfélaga 2025-2026

Updated: 2 days ago

Ritstjóri/stýra Munins


Helga Margrét


Hæ yndislegu samnemendur! Ég heiti Helga Margrét Eyfells og ég er að sækja um sem ritstýra Munins. Til að kynna mig smá þá er ég í 2.AF á félagsfræðibraut og ég er frá Keflavík (kannski fáiði frían miða til Tene ef þið kjósið mig wink wink).  Síðan ég var á vandró táninga tímabilinu mínu í grunnskóla hef ég elskað að teikna, og í rauninni allt tengt því sviði. Grafísk hönnun og myndlistin sem ég geri er það sem ég er mest stolt af og geri best ásamt öðrum hlutum sem ég stunda, þannig þið mynduð vera að velja réttu manneskjuna trust me!  En ekki bara það, heldur er ég líka mjög fyndinn og skemmtileg ég lofa 😁! Ég tel mig geta haldið mjög vel utan um félagið og vinn mjög vel undir krefjandi aðstæðum. Ég er tilbúin að leggja allt hjartað mitt í að gera blaðið spennandi, fönníí, sillíí, fallegt og mest af öllu, skemmtilegt að lesa. Ég gerði kápuna fyrir haustblaðið á þessu ári sem var svo skemmtilegt og big achievement og ég er einnig að fara að gera kápuna á næstkomandi vorblaðinu! Það myndi ekkert gleðja mig meira en að koma listrænu hliðinni minni á framfæri ásamt restinni af Muninn nefndinni og sjá til þess að ÞIÐ skemmtið ykkur konunglega að lesa blöðin :) Þess vegna mæli ég eindregið með að setja X við mig Helgu Margrét sem ritstýru Munins! XOXO <3 


Elísabet Guðmundsdóttir


Ég heiti Elísabet Nótt Guðmundsdóttir og er í 2. ári mínu í Menntaskólanum á Akureyri á félagsgreinabraut. Allt frá því að ég kom í skólann hefur skólablaðið Muninn heillað mig. Ég tók stóru ákvörðunina að bjóða mig fram í fyrra og fékk þann heiður að vera partur af þessu yndislega félagi. Síðast liðið árið sem ég hef eytt með Muninn hefur verið alveg topp tier! Ég er með fullt af skemmtilegum og frumlegum hugmyndum sem ég get ekki beðið eftir að fá að koma á framfæri og hvernig mig langar að betrumbæta félagið. Þar sem skólablaðið krefst mikillar vinnu og ábyrgðar,  tel ég mig vera færa um að taka á móti þeirri stöðu. Skólablaðið svo sannarlega stað í hjarta mér og þess vegna langar mig að fá að bjóða mig fram í Ritstýru Munins.


Takk fyrir mig! 



Fulltrúar tilvonandi annars bekkjar í Hagsmunaráð


Benóní Meldal


Ég heiti Benóní Meldal og ég er í 1.G. Ég vill sækja um í hagsmunaráðið því að allir eiga rétt á því að koma sínum skoðunum á framfæri. Ég trúi því að allir eiga sína sögu og viðhorf. Ég gæti mig á því að vera opin og virðufullur fyrir öllum skoðunum sem koma til mín, þess vegna held ég að ég væri fullkominn í þetta starf. 








Fulltrúar tilvonandi þriðja bekkjar í Hagsmunaráð


Dagbjört Rós Hrafnsdóttir


Sæl og blessuð aftur kæru samnemendur, ég er Dagbjört eða Dabba og er að bjóða mig fram í hagsmunaráð sem fulltrúi þriðja bekkjar. MA skiptir mig ótrúlega miklu máli og félagslífið þá sérstaklega. Ég vil því stuðla að því að öllum líði vel innan veggja skólans og að allir muni eftir þessum árum sem þeim bestu. Þess vegna bið ég ykkur að setja X við Döbbu.


















Forseti Umhverfisnefndar


Ragga Rix


Kæru samnemendur, ég heiti Ragnheiður Inga og gef kost á mér sem forseti

umhverfisnefndar. Ég er nemi á nátturfræðibraut í 1.V og busi í umhverfisnefnd.

Mér þykir vænt um það göfuga starf sem nefndinn vinnur og alla þá snillinga sem eru

í nefndinni í ár, algjörir dúllubossar. Sem forseti umhverfisnefndar ætla ég að taka fleiri inn í nefndina, leggja meiri áherslu á sjálfboðaliðastarf, gera MA umhverfisvænni og grænni en Shrek og fá alla til að fokka með að flokka.

Ekki vera sóði, kjóstu umhverfisvænni MA og mig sem forseta.



Forseti Leikfélagsins


Tryggvi Sveinn


Hæ, hæ, kæru samnemendur, ég heiti Tryggvi Sveinn Eyjólfsson og er á félagsfræðibraut í 2.AF og er að sækja um í forseta LMA. Ég hef haft mikinn áhuga á leikfélaginu og hef tekið þátt í síðustu tveim sýningum. Á fyrsta ári tók ég þátt í Gosa þar sem ég var í markaðsteyminu og svo tók ég einnig þátt í Galdrakarlinum í Oz þar sem ég starfaði sem eignarstjóri LMA. Ég hef mjög mikinn áhuga á LMA og því væri það minn allra mesti heiður að fá að sitja í embætti forseta LMA.


Ég vona innilega að þið nýtið kosningaréttinn og setjið X- við Tryggva í forseta LMA.



Forseti Málfundafélagsins


Manda Ómarsdóttir


Hæhæ kæru MA-ingar! 

Manda heiti ég og gef kost af mér sem forseti virtasta undirfélags Menntaskólans á Akureyri, Málfó. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir á þessu skólaári þá brilleraði ég, ásamt Málfó stjórn, í að gera félagslífið í MA ennþá betra! 

Ef að þið, kæru nemendur, viljið banger Bragabikar, glæsilegar Gettu betur keppnir og magnificent MORFÍs keppnir þá skulið þið ekki hika við að kjósa mig sem forseta Málfundafélags Hugins! 







Forseti Dansfélagsins


Auður Gná


Hæ alle sammen ég heiti Auður Gná Sigurðardóttir er í 2. L, og er að sækja um í forseta PríMA. Og engar áhyggjur ég get lesið hugsanir ykkar í gegnum þennan texta, ég veit að þið eruð öll að hugsa núna hver er þessi rauðhærða DIVA, tja ef þið þekkið mig vitiði að ég er algjör stuðbolti og veit ekkert skemmtilegra en að tjútta og tvista 🕺. Dans er lífið mitt, tilvera, ándjóks loftið sem ég þarf til þess að anda, ég hef verið Breaking out them mooooveees á d-d-d-daaaans gólfinuuuuuu!!!!! Síðan ég var 4 ára (pew💥🕺🏻peww✨🕺🏻peew💥🕺🏻peewww🕺🏻✨!!!!!!!), var danskennari, keppti í heimsmeistaramóti tvisvar, er varaforseti PríMA, var tvö ár í danshóp LMA og í ár samdi Ásta María og ég ALLA dansana í Galdrakarlinn í OZ. Ég hef alltaf haft ástríðu á dansi og að semja dansa og því veit ég innst inni  að PríMA er fyrir mig. Á fyrsta ári tók ég þátt í PríMA og það var FOKKING HELLAÐ og vildi vera meira með ASAP svo ég sótti um í stjórn og komst inn, og var varaprezzz💪 svo ég er með góða reynslu í reynslubankanum til að taka að mér stöðuna sem PríMA prezzz. Príma er ekki bara einhver stjórn hún er besta, frábærasta og unaðslegasta félagið í MA, og ef þú vilt að það haldi áfram að vera besta og fjölmennasta félagið þá skaltu setja X við undursamlegu PriMA-Donuna Auði Gná í forseta PríMA. 



Forseti Íþróttafélagsins


Elena Soffía


Ég heiti Elena Soffía og er í 2.U.

Ég er að sækja um í ÍMA vegna þess að ég held að þetta sé frábært og skemmtilegt starf og getur bætt félagslífið og hópstemningu sérstaklega á milli bekkja. Ég stefni á að fá tíma í íþróttahöllinni til að geta haft mót allavega einu sinni í mánuði. Ég er nú þegar byrjuð að hafa samband við starfsfólk hallarinnar til að fá staðfestann tíma. 





Þórir Hrafn Ellertson


Ég heiti Þórir Hrafn Ellertsson og er í 2. Z. Ég ætla að sækja um í forseta íþróttafélagsins af því að ég hef brennandi áhuga á íþróttum. Ég ætla að halda helluð íþróttamót sem enginn mun geta toppað.

Ég er svíji í grunninn, en þrátt fyrir það var ég í íslenskum yngri landsliðum í handbolta þangað til ég hætti á toppnum. Ég er margfaldur íslands og bikarmeistari í handbolta og fótbolta. 















Forseti TóMA


Íris Ísafold


Hæhæ kæru samnemendur mínir, ég heiti Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir. Ég er nemandi á kjörnámsbraut með áherslu á tónlist og er í 1.L. Ég er að bjóða mig fram sem forseti TóMa fyrir næstkomandi skólaár.

Ég kom hingað í MA alla leið frá Stykkishólmi af því að ég var búin að heyra hvað þetta er æðislegur skóli. Aðalhljóðfærið mitt er píanó og ég hef æft á það í u.þ.b. 10 ár. Eftir öll þessi ár hef ég lokið miðprófi í klassískum

píanóleik og grunnprófi í rythmískum píanóleik, auk þess að hafa

lokið grunnprófi á saxófón. Í dag læri ég rythmískan píanóleik í

tónlistarskólanum á Akureyri og stefni að miðprófi. Þetta fyrsta

skólaár í MA er búið að vera eins og ævintýri og bæta mikilli reynslu í

sarpinn. Þó að hún hafi verið svolítil fyrir þar sem ég hef komið tvisvar

fram á Samfés, verið tæknimaður þar jafn oft, spilað á og séð um ýmsa viðburði og verið í gífurlega mörgum hljómsveitum. Í ár tók ég

þátt á Viðarstauk, var í húsbandinu á Söngkeppni MA, spilaði með

hljómsveit LMA og er búin að kynnast fullt af æðislegu fólki<3.

Það sem mig langar að gera sem forseti TóMa er að gera viðburðina enn stærri og

skemmtilegri og gefa ykkur tækifæri til að láta ykkar innri tónlistarmann blómstra. Ég hef

gríðarlegan áhuga á tónlist og trúi því að ég geti sinnt þessu verkefni vel. Ég er skipulögð,

metnaðarfull og legg mig alla fram í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég væri ofboðslega

þakklát ef þið kjósið mig sem forseta TóMa og ég lofa að ég mun gera mitt allra besta til að

gera félagslífið ennþá betra. :)



Forseti femínistafélagsins


Aðalheiður Anna


Hææ! Ég heiti Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, ég er í 2.G og ég er að bjóða mig fram í forseta femma! Ég hef verið í femma síðan eg var lítill busalingur og mér hefur fundist það alveg geggjað siðan þá!! Mér þykir svo vænt um þetta félag og hefur alltaf fundist starfsemin góð, en ef ég verið kosin ætla ég mér að taka femMA á næsta plan! Áætlunin er að gera félagið virkara sem undirfélag og fá fólk til að kynnast því aðeins betur!









Forseti Fastanefndar


Amelia


Hææ ég heiti Amelia og ég er í 2.G og er að sækja um í fastanefnd fyrir næsta ár.

Síðan í fyrsta bekk langaði mig að sækja um í fastanefnd og núna eru liðin 2 ár þannig hey reynslan er í hámarki núna. Ég held að ég sé tilvalin í nefndina og mér finnst það sem nefndin gerir t.d. lagabreytingarnar mjög mjög mikilvægar og mjög mjög spennandi.
















Forsetar myndbandafélaga


AmMA


Þórarinn


Sælir, Þórarinn heiti ég og býð mig fram í forseta AmMA.

 Sum ykkar gætu þekkt mig úr Málfó, MORFÍs eða sem írska gæjann úr busa dansinum, og þar sem ég hef verið í stjórn Málfó hef ég svolitla reynslu á undirfélögum. Sem stemningsmaður get ég lofað ykkur heimsklassa sketsum og gæða lögum ásamt skemmtilegum “samkomum”…

Þetta er í raun ekki flókið mál, ef þú villt stemningsár, free drinks og goodshit content á næsta ári þá er langbest að kjósa Þorra. Tzakk.





Matthías Logi


Sælir kæru Sigmas í MA, ég heit Matthías Logi oftast kallaður Matti morgun, er í 2.L og er að sækja um sem forseti AmMA. Sjálfur er ég engin amma en mig hefur alltaf dreymt um að verða það, svo þegar ég var lítill busi sá ég í fyrsta skiptið AmMA strákanna og þá vissi ég að ég hafði tækifæri til að verða loks amma. Ég stefni á það að gera helluð myndbönd með helling af klikkuðum sketzum og lögum, enda er söngrödd mín alveg brjáluð. Ég er sjálfur frekar þekktur í grín myndbanda bransanum, þar sem ég var nefnilega besti upptökumaður Íslands og enginn annar en 12:00 fengu mig til að taka upp fyrir þau. Það var enginn annar en ÉG sem var bakvið „Hendur upp“ music myndbandið frfr marr. Nei en án spaugs endilega setjið x við Matthías Loga svo ég gæti lifað draumnum mínum að vera amma.




Dawid Saniewski




AsMA


Eva Hrund


Hæ, ég heiti Eva Hrund og er í 2.H. Ég er að bjóða mig fram sem forseti AsMA. Ég hef verið í AsMA sem meðlimur og ég hef svo gaman að þessu og mun ég gera mitt besta að skemmta öðrum og gera fleiri góð video. 



















DraMA


Katla Sig


HEYYY, ég heiti Katla Sigurjónsdóttir í 2.G og var forseta DraMA 24/25 :). Er að sækja um aftur því DraMA var svo geggjað á þessu skóla ári og ég plana að gera það enn betra. 

 


















MdMA


Styrkár 


Hæ, ég heiti styrkar baldvinsson og er í 2.h ,ég er að bjóða mig fram í forseta mdma og tel mig vera hæfur i það verkefni






















StemMA


Manda Ómarsdóttir


Heyooo!  

Ég heiti Manda, en þið gætuð þekkt mig sem ‘Almond’ þar sem það stendur aftan á treyjunni minni. Ég er búin að vera meðlimur í Stemma í eitt ár núna og vááá hvað þetta er búið að vera skemmtilegt! Ég hef aðallega séð um það að edita myndböndin okkar og hef nú komið fyrir í nokkrum áhugaverðum sketsum…heh.  

Ooog þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem forseta StemMA, ég dýrka þetta félag og ef þið kjósið mig get ég

lofað ykkur góðu contenti og sick lögum. :-)  


SviMA


Mikael Breki

Ég heiti Mikael breki Þórðarson er í 2. G og ég og mínir brósar ætlum að gera einhverja goodshi veislu á næsta ári  








Forseti SauMA


Adam


Ég heiti Adam Joseph og ég er að bjóða mér fram í forseta SauMA. Ég var í TóMA allan Annan bekk og er að sækja um í stjórn aftur þriðja árið. Ég hef verið í tveimur hjólmsveitum og hef tekið þátt á ýmsum tónlistaratburðum MA, þannig að ég hef ég hef einhverja reinslu í tónlist og að syngja. Ég er næst elstur af 8 systkinum þannig að ég er góður að vera yfir hópum og halda fínu skipulagi. Þannig að mér finnst að ég passi mjög vel í þetta starf. Á þeim nótum Setjið X við Adda og Sauma skal radda.









Hjördís Inga


Hæhæ kæru samnemendur, Ég heiti Hjördís Inga Garðarsdóttir og er að klára annað árið mitt á sviðslistabraut. Þið þekkið mig kannski sem stelpan 

sem vann söngkeppni MA eftir að vera búin að vera busi í skólanum í 1 mánuð eða kannski þekkiði mig sem gellan í iconic duo - inu úr galdrakarlinum í OZ, 

hver veit kannski þekkiði mig ekki neitt yfir höfuð! En er þá ekki tilvalið að ég kynni mig smá. Ég er fædd og uppalin á Húsavík en flutti hins vegar í Kópavoginn árið 2023. Ég hef verið í tónlistarskóla frá því í 1. bekk í grunnskóla og er hvergi nærri hætt. Ég lærði söng í tónlistarskóla húsavíkur, tónlistarskóla kópavogs og er núna í tónlistarskóla Akureyrar. Ég hef verið í kór, farið á kóramót í útlöndum, keppt í aðeins of mörgum söngvakeppnum eins og söngkeppni framhaldsskólanna, söngkeppni MA, söngkeppni samfés, tónkvísl og norðurorg, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi minn á söngi er gríðarlegur en það sem ég hef ennþá meiri áhuga á er félagslíf! Ég er MJÖG félagslynd og elska að vera í kringum fólk. Það sem aðlagaði mig mest að MA er klárlega félagslífið! Ég hef verið í stjórn SAUMA síðastliðið ár og var það svo gaman. Ég tel mig vera tilbúna fyrir næsta skref og að verða forseti. SAUMA er virkilega búið að blómstra síðast liðna ár og vil ég halda því áfram. Ef þið viljið geggjað árshátíðar atriði og geggjað SAUMA ár þá endilega setjið X - Hjördís í forseta SAUMA.



Forseti PrideMA


Máni Freyr


Sælir kæru samnemendur, ég heiti Máni Freyr Þorsteinsson og ég er í 2. L. Þegar ég var í fyrsta bekk var ég PrideMa busi og í ár var ég varaforseti félagsins þannig að ég hef ákveðið að taka næsta skref og bjóða mig fram sem forseta. Hinseginn málefni brenna mjög heitt í mínu hjarta og ég vil að allir nemendur upplifi öryggi í skólanum okkar.







Sjoppuráð


Forseti



Ísold Rún


Hæ, ég heiti ísold rún og er í 2.L og ég er að bjóða mig fram í forseta sjoppuráðs. Ég elska sjoppuna og er búin að eyða of miklum pening þar, ég lofa banger

sjoppu á næstu önn og ég er búin að lofa litlum mjólkur fernum í sjoppuna #mjólk í sjoppu.











Gjaldkeri


Hjördís Inga Garðarsdóttir


Hæææ kæru samnemendur! Ég heiti Hjördís Inga Garðarsdóttir og er að bjóða mig fram í gjaldkera sjoppuráðs! Ég elska sjoppuna og eyði aðeins of miklum pening þar þannig mig langar ekkert eðlilega

mikið að vera gjaldkeri sjoppuráðs. Ég hef mikinn áhuga á bókhaldi og að fara vel með peninga. Ég mun leggja mig alla fram í þetta og gera þetta starf vel.

Ef þið viljið BANGER sjoppu á næsta ári setjið þá X- Hjördís sem Gjaldkeri sjopppuráðs. <3







Innkaupastýra


Ingibjörg Arna Friðriksdóttir


Ester Glóey Oddsteinsdóttir




þriðjabekkjaráð

Forseti


Sunna Þórveig


Hæhæ ég heiti Sunna Þórveig Guðjónsdóttir og er í 2. U. Ég er

að sækja um stöðu formanns í þriðjabekkjarráðinu árið 2025/2026, ég tel mig vera með góða í þetta verkefni þar sem

ég var í bæði nemendaráði og skólaráði í grunnskóla. Mér finnst ógeðslega gaman að fara til útlanda og langar mér fara í

bestu og skemmtilegustu útskriftarferð sem MA hefur farið í.

Svo langar mér líka búa til flottustu skólaföt sem til eru. Kjósið mig!!!













Aníta Mist 


Hææ ég heiti Aníta Mist og er að bjóða mig fram sem forseta 3 bekkjarráðs á næstkomandi skólaári. Mig langar að vera partur af því að plana hellaða

útskriftarferð, síðan er ég ekkert eðlilega skipulögð og er sjúllaður multitasker. Allir að kjósa mig <3
















Gjaldkeri


Kolfinna


Hæhæ bestu! Ég heiti Kolfinna og er að klára annað ár á raungreinabraut, ég er að bjóða mig fram sem gjaldkera þriðjabekkjarráðs þar sem mér finnst  gaman að vinna með peninga, góð í að skipuleggja og einnig er ég mjög góð að vinna í hóp. Ég mun sko sannarlega passa að þið fáið að fara í bestu útskriftarferð hingað til, á frábæru verði😉. Ég mun einnig sjá til þess að skólafötin verði flott og þægileg. Endilega kjósið mig!














Ásgerður Ólöf 


Hæ! Ég heiti Ásgerður Ólöf Júlíusdóttir og er í 2.U. Mig langar að sækja um að verða gjaldkeri Þriðjabekkjarráðs. Ég er algjör snillingur á excel og elska ábyrgð. Ég vil leggja mitt af mörkum í þessa stöðu og gera næsta skólaár súba æði.

 















Ritari


Salka Rannveig


Hææ fallega fólk ég heiti Salka og er í 2.G og ég er að bjóða mig fram sem ritara í þriðjabekkjarráð fyrir næsta ár. Ég veit ekkert betra en að ferðast og finnst því tilvalið að setja saman eina ILLAÐA útskriftarferð til útlanda, hvað með að við skellum okkur öll saman til Brasilíu (djók).  












Harpa Hrönn


Hæææ! Ég heiti Harpa Hrönn og ég er að klára mitt annað ár á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram sem ritara þriðjabekkjarráðs 2025/2026. Ég býð mig fram því ég er skipulögð, góð í samskiptum og vinn vel í hóp. Ég ætla að plana hellaða útskriftarferð og auðvitað er líka mikilvægt að fá flott og þægileg skólaföt. Kjósið mig!

 

  















Margrét Lilja


Ég heiti Margrét Lilja Skarphéðinsdóttir og er í 2U. Ég hef brennandi áhuga á að fara í þriðjabekkjaráðið og er viss um að ég yrði frábær í þetta ráð. Ég er skipulagsfrík, vinnusöm og mér finnst geggjað gaman að hafa gaman og mun sjá um að útskriftarferðin okkar verði sturluð. Ég lifi, dýrka og dái hettupeysur og mun sjá til þess að MA-fötin okkar verði í fyrsta lagi flott og í öðru lagi ógeðslega þægileg. Ef þið viljið magnaða útskriftarferð og sturlaðar hettupeysur þá kjósið Margréti Lilju í ritara næsta þriðjabekkjaráðs. 



Samskiptastjóri/stýra


Dagbjört Rós


Blessuð og sæl elsku bestu samnemendur. Ég heiti Dagbjört Rós oftast kölluð

dabba og hef ákveðið að gefa kost a mer í samskiptastýru þriðjabekkjarráðs. Ég tel

mig vera góða í þá stöðu þar sem ég er frábær í samskiptum og svo þar sem ég

eeeeelska útlönd er ekkert skemmtilegra en að fá að sjá um að skipuleggja

útskriftarferðina hjá tilvonandi þriðja bekk. Þess vegna segji ég bara allir að kjósa mig!!!!!













Rebbekka nótt


Hæææ, ég heiti Rebekka Nótt og er í 2.AF og eg er að bjóða mig fram í samskiptastýru 3.bekkjarráðs🤗 ég býð mig fram vegna þess að ég er skipulögð, góð í samskiptum og elska augljóslega að ferðast (ég er í skiptinámi á Spáni rn😍) Kjósið mig!🫶🏻😚




Klara Parraguez





 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page