Stjórn huginns 2025-2026

​Huginn er skólafélag MA. Huginn hefur yfirsýn yfir félagslífinu í MA, en félagslífið er einn mikilvægasti hlekkur skólastarfsins og erum við mjög stolt af því. Huginsstjórn spilar stóran hlut í skipulagningu og umhaldi alls þess starfs. Innan stjórnarinnar eru átta embætti sem sinna öll mismunandi hlutverkum.

Texta-logo skólafélagið huginn

Huginsstjórn er þó alls ekki ein í því að byggja það fjölbreytta og sterka félagslíf sem finna má við MA. Á vegum skólafélagsins starfa ótal undirfélaga, hvert með sín markmið og tilgang. Sögu sumra þeirra má rekja heilmörg ár aftur í tímann og skara þau jafnan fram úr á sínum sviðum, sem dæmi Málfundafélagið, Muninn, PríMA, SauMA, LMA, ÍMA og TóMA .

Hugin sér um að halda nokkra stóra viðburði yfir skólaárið. Stærstu þeirra eru árshátíðin, söngkeppnin og Ratatoskur. En það sem okkur finnst skipta mestu máli eru litlu viðburðirnir, allar rótgrónu hefðirnar, sem við í MA höfum haldið við í áratugi. Þá ber að nefna nýnemamóttökuna, söngsali, gleðidaga, og kvöldvökur.