Þessi síða er verk í vinnslu. Ef þú hefur geggjaða mynd af einhverjum viðburð eða hefur áhuga á því að skrifa texta, endilega hafið samband.
Nýnemavika
Upphafið. Þar sem allir menntskælingar eru fæddir.
Ógleymanleg vika þar sem nýnemar fá að kynnast skólanum og hefja göngu sína í Menntaskólanum á Akureyri. Busavikan samanstendur af nokkrum viðburðum sem efla bekkjaranda og hjálpa til við að brjóta ísinn á milli nýnema.
Dæmi um viðburði eru busagangan, busadansinn og auðvitað íþróttamótið í lok vikunnar.
Það er eins gott að taka þátt og setja metnað í busadansinn því að sá bekkur sem vinnur fær vegleg verðlaun!
Menningarferð
Menningaferðin er árlegur viðburður þar sem sveitalubbar Menntaskólans á Akureyri gera sér ferð í borg óttans og upplifa þá menningu sem sjaldséð er á landsbyggðinni. Kunningjar okkar í Verslunarskólanum bjóða okkur gistingu í eina helgi og við fáum tækifæri til þess að skemmta okkur í þessu lífríka umhverfi. Huginn býður upp á allskyns skemmtilegar afþreyingar á meðan ferðinni stendur og hvetjum við nemendur að taka þátt í eins miklu og þau kæra sig um. Í ár á ferðin sér stað helgina 3. til 5. október, takið hana frá!
Viðarstaukur
texti
Árshátíð
Það er óhætt að segja að árshátíðin sé stærsti viðburður ársins. Menntskælingar taka yfir Íþróttahöllina í eitt kvöld og skemmta sér eins og enginn er morgundagurinn! Gómsætur matur og hellingur af landsþekktu tónlistarfólki. Það þyrfti kraftaverk til þess að klúðra þessu. Auk þess eru TóMA, PríMA og SauMA með skemmtiatriði sem toppa sig alltaf á milli ára. Mesta stemningin er þó ekki í aðalsalnum, hana er að margra mati að finna í gömlu dönsunum. Þar getur maður auðveldlega gleymt sér og dansað fram á nótt.
Það sem gerir árshátíðina sérstaka er að hún er öll skipulögð af nemendum, frá byrjun til enda, svo að það er stór hópur sem er alla vikuna í höllinni til að gera og græja. Hópurinn sinnir öllu á milli himins og jarðar og vinnur hörðum höndum svo að hægt sé að halda ógleymanlega árshátíð í lok vikunnar.
Eitt kvöld, endalausar góðar minningar.
Morfís
texti
Gettu Betur
texti
Söngkeppni MA
Söngkeppni MA er einn stærsti viðburður skólaársins. Í samvinnu með TóMA setjum við upp eina glæsilegustu söngkeppni landsins í okkar eigin kvos. Hæfileikaríkir nemendur stíga á svið og sýna listir sínar fyrir framan stútfulla kvos og margreynda dómara. Sigurvegari söngkeppninar fær þann heiður að keppa í söngvakeppni framhaldsskólana fyrir hönd MA!
Ratatoskur
Í norrænni goðafræði er Ratatoskur íkorni sem ber upplýsingar upp og niður hinn gífurlega Ask Yggdrasils. Þessi viðburður snýst einmitt um það að miðla kunnáttu!
Nemendur halda og mæta á margslungin og skemmtileg námskeið sem koma í staðinn fyrir hefðbundna kennslu í tvo daga. Námskeiðin eru allskonar, og eru aðeins takmörkuð af ímyndunarafli nemanda. Þetta má vera allt frá væmnum hlutum svo sem aukatímum í efnafræði, yfir í algjört stuð svo sem fótboltamót, pub quiz eða annað flipp!
Góðgerðarvika
Góðverk á dag kemur skapinu í lag!
Það er eins gott að þetta eigi við þig því að góðgerðarvikan snýst, ótrúlegt en satt, um góðverk!
Nemendur kjósa eitt gott málefni til að safna fyrir og setja svo sjálfir áheit til þess að safna fyrir málefnið sem verður fyrir valinu. Undanfarin ár hafa nemendur skólans safnað í kringum einni milljón árlega með því að setja skemmtileg áheiti.
Það eina sem takmarkar áheitin sem þú getur sett er þitt eigið ímyndunarafl, svo leyfðu hugmyndafluginu að skína og láttu gott af þér leiða!
Söngsalir
Hápunktur skólagöngunnar eru söngsalirnir. Þessa hefð má rekja heilmörg ár aftur í tíman og hefur verið mikilvægur fasti MA’inga. Nemendur safnast saman við skrifstofu skólameistara og láta í sér heyra að þau vilji halda söngsal. Ef skólameistari samþykkir þá safnast nemendur saman í kvos og syngja saman. Þetta lífgar svo sannarlega upp á skóladaginn og er undirstaða alls félagslífs við MA.
Kvöldvökur
Fílar þú fríar pizzur?
Á kvöldvökum er sko nóg af pizzum, og þær kosta þig ekki krónu!
En kvöldvökur eru svo miklu meira en bara fríar pizzur, þær eru á meðal skemmtilegustu viðburða skólans. Í kvosinni eru sýnd skemmtiatriði, myndbandafélög sína myndbönd og allskonar skemmtilegar uppákomur.
Munið bara að skilja kvosina eftir hreina!