top of page
HUGINNSIDA.png

Huginn er skólafélagið í MA. Skólafélagið sér um félagslífið í MA, en félagslífið er einmitt það sem gerir MA að því sem hann er. Huginsstjórn skipuleggur og heldur utan um þetta allt, en innan hennar eru átta embætti. Stjórn skólafélagsins er að finna hér. Hægt er að skoða hver embættin eru og hvaða hlutverk þeim fylgja í lögum skólafélagsins. 

 

En stjórnin sér ekki ein um þetta allt. Á vegum skólafélagsins starfar haugur af undirfélögum, hvert með sinn tilgang og markmið. Það eru nokkur félög sem hafa verið lengi í MA og eru alltaf jafn vinsæl, eins og Málfundafélagið, Muninn (skólablaðið), PríMA (dansfélagið), SauMA (sönfélagið), LMA (leikfélagið), ÍMA (íþróttafélagið) og TóMA (tónlistarfélagið). En hægt er að skoða öll undirfélög, nefndir og ráð hér.

 

Stærstu viðburðirnir á vegum Hugins eru árshátíðin, sem er alltaf haldin helgina sem næst 1. desember, söngkeppnin og ratatoskur, sem kannski er hægt að bera saman við opna daga í öðrum skólum. Síðan tökum við að sjálfsögðu þátt í Leiktu betur, Gettu betur og MORFÍs. En það sem mestu máli skiptir eru þessir litlu viðburðir, þessar hefðir, sem við í Menntaskólanum á Akureyri höfum haldið við í áratugi. Nýnemamóttaka, söngsalir, gleðidagar, kvöldvökur, allt þetta og meira, í MA. 

IMG_8990.jpg
kjarnafaedi_logo_transparent.png
Domino's_pizza_logo.svg.png
Krambud-logo-560x434px-01-560x434.png
nova-svart.png
bottom of page