top of page
Search

SÖNGKEPPNI MA VAR LIT

Þann 30. janúar síðastliðinn var Söngkeppni MA haldin í Hofi. Á bak við keppnina eru nemendafélagið Huginn og tónlistarfélagið TóMA. Undirbúningur fyrir keppnina byrjaði snemma í desember. Styrktar söfnun fyrir keppnina gekk vel og margir styrktaraðilar komu að keppninni. Kynnar kvöldsins voru þeir Ólafur Tryggvason og Zakaria Soualem. Kvöldið gekk með prýði, en alls komu 14 atriði fram. Dómarar kvöldsins voru Regína Ósk Óskarsdóttir, Sumarliði Helgason og Bergþór Pálsson og tónlistarstjóri keppninnar var Guðjón Jónsson.

Mikið fjör var á keppninni, en uppi stóð Brynjólfur Skúlason sem sigurvegari Söngkeppni MA 2020 með lagið “Nobody”. Í öðru sæti var Emilía Ýr með lagið með lagið “Bruises” en í 3. sæti voru Aron og Elísa með lagið “I will survive”. Aron og Elísa unnu einnig kosningar áhorfenda um vinsælasta atriðið.

Árlega dansatriði Hugins og TóMA sló í gegn og var þá Sunneva Kjartansdóttir sem sá um kóreógrafíu. Einnig tilkynnti TóMA viðburð við mikinn fögnuð, tónlistarmaðurinn Auður kemur í Kvosina 13 febrúar. 

Við í Huginn og TóMA þökkum kærlega fyrir okkur, alla þá sem komu að keppninni og fyrir góða mætingu í Hof.


33 views0 comments

Comments


bottom of page