top of page
Search

Framboðslisti Hugins 2024-2025


Inspector/Inspectrix scholae / Forseti


Bjartmar Svanlaugsson

 

Halló kæru samnemendur ég er kallaður ýmsum nöfnum á við Bjartmaus, BJ,

Ógeðslegur en oftast bara Bjartmar. Ég er að bjóða mig fram sem forseta Hugins og

vona að þið elskið mig nóg og mikið til þess að kjósa mig.


Ég tel mig fullkominn í þetta starf þar sem ég er mikill pólitíkus. Ég hef verið í skólaráði í

fyrsta og öðrum bekk sem þýðir að ég funda um ýmsa mikilvæga hluti eins og tilveru MA

kattarins, en er einnig í skemmtó og AmMA. Ég er nokkuð viss um að ég sé guð og tel mig þess vegna fullkominn. Ég hef verið kynnir á söngkeppni MA tvisvar þar sem ég hef ekki tímt því að keppa sjálfur þar sem ég syng svo vel að hinir keppendurnir ættu í raun engan séns.


En nóg um mig, ég get lofað því að þið munið öll sofa betur ef þið kjósið mig svo upp á

líkamlega og andlega heilsu er í raun bara eitt val.


Ég er mikill dýra vinur eins og þið getið séð á myndinni hér til hliðar en ef það er eitt sem

ég elska meira en dýr þá ert það þú <3. Ég lofa ykkur mátulega skemmtilegu og góðu

skólaári ef ég sigra þessar kosningar. Ég mun sinna starfinu mínu svo vel að þið fáið

fráhvarfs einkenni þegar þar næsta Huginsstjórn tekur við.


Eigið góðan dag og kjósið rétt :).



Emilía Dagbjört Guðmundsdóttir 


Hæhæ kæru MA-ingar. Ég heiti Emilía Dagbjört Guðmundsdóttir og er við það að ljúka mínu öðru ári á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram í stöðu forseta Huginsstjórnar eða Inspectrix scholae fyrir næstkomandi skólaár.


Alveg síðan ég byrjaði í MA hefur mér þótt virkilega vænt um skólann og þá

sérstaklega um allt félagslífið okkar sem, að mínu mati, gerir MA að einum af

bestu skólum á landinu. Því er gríðarlega mikilvægt að halda vel í og upplyfta

öllum frábæru hefðunum sem við erum með og passa að þær gleymist ekki á

komandi árum. Forseti Hugins er rödd ykkar nemenda innan skólans og ber

sömuleiðis ábyrgð á öllu því sem skólafélagið gerir og ég tel mig mjög hæfa í

það starf. Ég er skipulögð, metnaðarfull og vil gera næsta skólár eitt það besta

sem fólk hefur upplifað. Ég mun passa upp á að allir sem koma í MA finni sinn

stað innan skólans og líði vel.


Viljið þið eiga æðislegt næsta skólar? Kjósið þá rétt og setjið X við Emilíu í

forseta Huginsstjórnar 2024-2025!



Sessilía Sól Kristinsdóttir


Sælir kæru menntskælingar, ég heiti Sessilía Sól Kristinsdóttir en er oft kölluð Sessa. Ég er að klára mitt annað ár á heilbrigðisbraut í 2. S og er að bjóða mig fram í stöðu forseta Huginstjórnar eða Inspector Scholae fyrir komandi skólaár.


Frá því að ég var í grunnskóla í litlum hafnarbæ á suðausturhorninu var ég staðráðin í að leita til höfuðborgar Norðurlandsins og þar kom enginn annar skóli en MA til greina þar sem ég hef ætíð dáðst að möguleikunum og félagslífinu þar. Ég er semsagt ættuð héðan að norðan (Eyjafjörður ON TOP) og því á ég nokkra ættingja sem hafa fengið að upplifa þetta dýrðlega andrúmsloft og hef ég eingöngu heyrt frábæra hluti af þeirra menntaskólagöngu. Seinustu tvö ár hafa verið toppurinn á námsferli mínum og hef ég verið svo lánsöm að fá að taka þátt í allskonar hlutum sem MA hefur uppá að bjóða. Ég fékk að vera hluti af uppsetningu Gosa með LMA, ég sat í stjórn myndbandafélagsins DraMA, ég var meðlimur ÍMA og svo ótal margt fleira. Og núna veit ég að fellow MA ættingjar mínir voru bara ALLS ekki að ljúga. En til að kynnast mér aðeins betur þá hef ég mikinn áhuga á náminu mínu, elska bíómyndir, útiveru og svo má ekki gleyma því að ég held með Liverpool. Ég ætla heldur ekki að fara að skrifa upp alla kosti mína því þá myndi þessi texti aldrei taka enda..... neiii DJÓK, en að öllu gamni slepptu þá getið þið treyst á þrautseigju mína, dugnað og einna mikilvægast þá hef ég áhuga og metnað fyrir þessu mikilvæga verkefni og vil ég gera félagslífið enn betra fyrir YKKUR.

Það væri mér sannur heiður að fá að vera hluti af  áframhaldandi uppbyggingu félagslífsins og vaxandi orðspori skólans. Það verður krefjandi en það verður líka þroskandi (froskandi?) og það er einmitt þess vegna sem ég vona að ég fái þetta tækifæri því ég elska áskoranir!

Að því sögðu væri alveg kjörið ef þið mynduð setja X við Sessilíu Sól sem forseta Hugins, ást og friður.



Exuberans Inspector/Inspectrix / Varaforseti


Rósanna Marín Valdemarsdóttir


Hææ ég heiti Rósanna Marín Valdemarsdóttir.

Ég er í 1.G og ég er að bjóða mig fram sem Exuberans Inspector/Inspectrix / Varaformaður Huginstjórnar.

Mig finnst það vera mjög mikilvægur partur af skólagöngu hér í MA að vera í góðu og skemmtilegu félagslífi. Í staðinn fyrir að velta því fyrir mér seinna hvernig það hefði verið að fara í félagið ætla ég bara að láta vaða.



Þórdís Kristin O’Connor


Hæ kæru menntskælingar!

Ég heiti Þórdís Kristin O’Connor og er í 2.G. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem varaforseti Huginsstjórnar eða Exuberans inspectrix fyrir næstkomandi skólaár 2024-2025. Það gæti vel verið að þið séuð að horfa á myndina mína og hugsið “Hmm hún er ekki rauðhærð?” En hakuna matata! Ég lofa að ég er rauðhærð í anda. Ég hef alltaf verið mjög félagslynd alveg síðan ég man eftir mér og þess vegna dróst ég að MA af því ég frétti af þessu frábæra félagslífi sem ríkir hér. Helsta ástæða mín fyrir framboðinu er sú að ég vil vera partur af því að skipuleggja viðburði og gera skólaárið ógleymanlegt fyrir alla. Ég hef verið í LMA, ég er stjórn FemMA og sit meðal annars sem staðgengill á jafnréttis fundum, er núverandi formaður Heimavistarráðs og var formaður nemendafélagsins í grunnskóla. Ef þið viljið stuð, stemningu og snáð í kvos frá mér, byrjið þá hér og setjið x við Þórdís O’Connor í varaforseta.




Quaestor scholaris / Gjaldkeri


Benjamín Þorri Bergsson


Kæru MA-ingar. 

Benjamín Þorri heiti ég, oftast kallaður Benni. Ég er að klára mitt annað ár á raungreina og tæknibraut og ég býð mig fram til Quaestor scholaris, gjaldkera Huginsstjórnar, fyrir næsta skólaár.

Staða gjaldkera er ábyrgðarstaða. Það er mikilvægt starf að passa peningana ykkar og að sjá til þess að þeim sé varið í skemmtilega viðburði fyrir YKKUR kæru samnemendur. Auk þess að græja fjárhagsáætlun fyrir komandi skólaár, er það m.a. verk gjaldkera að leiða launaviðræður við þjálfara MORFÍs og Gettu betur liða skólans. 

Þar sem ég er X-ari er ég alltaf með reiknivélina við höndina sem er jú gagnlegt fyrir gjaldkera. Ég er talnaglöggur og ábyrgðarfullur og með munninn fyrir neðan nefið, enda er ég búinn að eyða dágóðum tíma af skólaárinu í að rífast fyrir hönd skólans í MORFÍs. Ég er einnig í stjórn Málfó þar sem ég er tengiliður skólans við Gettu betur keppnina og er forseti VMA (veiðifélagsins, ekki skólans). 

Allt krefst þetta tíma og þar kemur sér vel að ég er gríðarlega skipulagður og nýti tíma minn vel. Ég er þægilegur í samvinnu og almennt frekar næs gaur. Við MA-ingar vitum að félagslífið spilar stóran þátt í að gera MA að þeim frábæra skóla sem við þekkjum og elskum. En félagslífið kostar peninga og útsjónarsemi við ráðstöfun þeirra og þar kæmi ég sterkur inn. Ég vil nýta eiginleika mína og reynslu frá undirfélögum í þágu félagslífsins okkar og hjálpa til við að gera næsta skólaár eins skemmtilegt og viðburðaríkt og mögulegt er. Þið verðið ekki svikin af því að setja X við Benjamín á kjördag. Ég vonast eftir þínu atkvæði. Takk fyrir mig. 



Herdís Mist Kristinsdóttir


Sæl kæru samnemendur, 

Ég heiti Herdís Mist og er á öðru ári á Heilbrigðisbraut í 2.S. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti gjaldkera eða Quaestor Scholaris ef við ætlum að vera formleg. Ég geri mér fulla grein fyrir mikilvægi hlutverksins og ábyrgðinni sem því fylgir en ég tel mig fullfæra til að sinna þessu starfi þar sem ég er ekki aðeins ábyrg heldur er ég líka metnaðarfull og vel skipulögð. Áhugi minn liggur í raungreinum og hefur gert það alveg frá því í fyrsta bekk í grunnskóla þegar ég þurfti að reikna út hvað Palli myndi eiga mörg epli eftir ef Stína tæki 3 í burtu.  

 

Huginstjórnin hefur það starf að halda utan um félagslíf skólans ásamt mörgu öðru og félagslífið hér í skólanum er það sem gerir MA að MA. Það er ekki hægt að líkja neinu við því að labba niður tröppur skólans að morgni til og sjá ljúffenga kleinuhringi á gleðidegi eða að heyra í bjöllunni hringja þegar óvæntur söngsalur kemur í hús. Þetta eru litlu hlutirnir sem mér þykir alveg ofboðslega vænt um og ég vil halda þessum hefðum skólans með því að sjá til þess að peningur skólans mun ekki aðeins vera notaður á skynsamlegan hátt heldur líka sem skemmtilegastan. 

 

Ég vona að þið nýtið kosningaréttinn ykkar og setjið X við Herdísi í gjaldkera <3 



Scriba scholaris / Ritari


Arndís Sara Sæþórsdóttir


Góðan daginn blessuðu samnemendur og kennarar. Ég heiti Arndís Sara og er að bjóða mig fram í ritara. Ég er í 2.T, á heilbrigðis braut eins og mjög margir sem eru að bjóða sig fram í dag. Ætli það sé tilviljun eða hreinlega góður eiginleiki í frambjóðenda það veit engin. Ég stoltur Þingeyingur og Aðaldælingur sem ef þú spyrð mig er bara enn einn góður eiginleiki í frambjóðanda. Ég er að bjóða mig fram í ritara ekki útaf því mér finnst eitthvað rosalega gaman að skrifa heldur meira útaf hlutverki ritarans að setja upp árshátíðina. Ég var í skreytó á þessu ári og heillaði allt ferlið mig samstundis meðal annars vegna skapandi hugar vinnunni sem fór í hana, dugnaðinum í fólkinu sem hjálpaði við uppsetningu og andrúmsloftið í kringum þennan flotta hóp í ár. Einnig fékk ég að sjá hversu mikið Heiðrún gaf í þetta verkefni og var það ein af ástæðunum sem leiddi mig að bjóða mig fram í dag í þeirri von að ég fái að gera hið sama. Skólafélagið Huginn vann sér inn mína virðingu með öllu sem þau gera og er það mín ósk að ég fái að taka þátt í að passa að sú flotta vinna haldi áfram. 

Endilega kjósið mig, x við Arndísi Söru í ritara 



Álfrún Hulda Bergþórsdóttir


HÆ! Ég heiti Álfrún Hulda Bergþórsdóttir og er í 2. A. Ég er að bjóða mig fram sem ritari Hugins eða Scriba Scholaris næstkomandi haust. JEIIIIIII!!!! Ég elska ykkur, ég elska MA, ég elska félagslífið, ég elska árshátíðina, elska líka toppmannavikuna og þess vegna myndi ég ELSKA að fá að plana næstkomandi árshátíð. Ég hef verið í skreytó bæði árin mín í MA og var hella dugleg þar og geri mér grein fyrir hvað ritarinn er krefjandi starf (er líka ekkert eðlilega hröð á lyklaborðinu). Ég tek líka virkan þátt í félagslífinu og vil að félagslífið blómstri á næsta ári og með hjálp minni væri það hægt. Ég er skipulögð, jákvæð, metnaðarfull og get unnið með hverjum sem er sem er að mínu mati virkilega mikilvægt. Það væri sannur heiður að vera kosinn í Huginn og ég treysti mér fullkomlega við að takast á við allar þær áskoranir sem verða á vegi mínum. Ég myndi elska það ef þið settuð X við Álfrún!

OKEI BÆÆÆÆÆ <3333

 


Katla Marín Þorkelsdóttir


Hæhæ elsku bestu MA-ingar. Ég heiti Katla Marín og er að klára mitt annað ár á náttúrufræðibraut í 2.V og ég hef ákveðið að bjóða mig fram í Scriba Scholaris eða ritara Huginsstjórnar 2024-2025. Þegar ég hóf mína skólagöngu í MA dáðist ég að því hvað þessi skóli er mikið meira en bara námið. Það má segja að það að hafa valið MA hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið hingað til.

Félagslífið í Menntaskólanum á Akureyri er líklega það sem gerir hann að einum af þeim bestu á landinu og langar mig að hjálpa til við það að gera þennan frábæra skóla enn betri.

Starf ritara er að sjálfsögðu að rita niður alla skemmtilegu og áhugaverðu fundi Huginsstjórnar, en ritari Hugins fær einnig þann heiður að skipuleggja og setja upp árshátíð MA.

Ég er skipulögð, ábyrg, metnaðarfull og ég lofa að ég er alveg smá fyndin og skemmtileg líka hehehe. Síðan vinn ég líka mjög vel í hópum og veit þess vegna að ég eigi eftir að standa mig mjög vel í stöðu ritara. 

Ég er meira en tilbúin í að leggja á mig þann tíma og vinnu sem þarf til að passa uppá að allt gangi smurt fyrir sig. Einnig mun ég gera mitt allra besta að tryggja að næsta skólaár verði ógleymanlegt.

Árshátíðin síðustu tvö ár hefur verið alveg geggjuð og ég skal lofa ykkur því að ég mun passa að hún verði það líka á næsta skólaári, ef ekki betri.

Ef að þið, kæru samnemendur viljið frábæra árshátíð, fleiri geggjaða gleðidaga, sturlaða söngsali og ennþá betra félagslíf næsta skólaár ættuð þið að setja X- við Kötlu Marín í ritara Hugins <3



Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýra


Trausti Hrafn Ólafsson


Heil og sæl kæru menntskælingar, ég heiti Trausti Hrafn og er í 2.U. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í skemmtunarstjóra Huginsstjórnar á næstkomandi skólaári. Ég orti hérna eitt stutt ljóð sem hljómar svo:


Skemmtun hér og skemmtun þar,

skemmta sér á skemmtó stað.

Glens og gleði, ég hiklaust geri,

auðvitað getur þú treyst á það. 

Góðir tímar blómstra gjarnt

með góðri tónlist í löngu.

Kvosin sæl og framandi samt

fólk með stæl og fuglasöngur.


Allskonar lygum munu aðrir lofa

en kemur það senn undir ljósið.

Þegar aðrir á staðin seinna koma

svo veljið rétt og kjósið.



Collega scholae / Meðstjórnandi  


Freydís Lilja Þormóðsdóttir 


Veriði sæl og blessuð kæru samnemendur.

 

Ég heiti Freydís Lilja Þormóðsdóttir og er ég á mínu öðru ári á félagsgreinabraut í 2.H. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í stöðu meðstjórnanda Huginsstjórnar, Eða Collega Scholae fyrir næstkomandi skólaár. Ég hef verið með brennandi áhuga fyrir þessu starfi og að vera partur af skólafélaginu alveg síðan að ég steig fæti inn í þennan skóla. Ég hef alltaf verið mikið fyrir félagslíf og hef ég alltaf verið með þá skoðun um að hún skipti eitt að mestu máli hér í skólanum, en afhverju finnst mér það? Jú, félagslífið í Menntaskólanum á Akureyri er það sem skilgreinir skólann okkar og er hann einmitt þekktur fyrir það. Það að öllum er velkomið og að við öll eigum að geta fundið eitthvað sem við getum verið partur af er það mikilvægasta af öllu. Meðstjórnandi Huginstjórnar hefur það verk í höndum sér að vera tengiliður undirfélagana, og tel ég mig vera sú rétta í það starf.

 

Ég hef núna seinustu tvö ár tekið eins mikinn þátt og ég get í félagslífinu og mætt á alla þá viðburði skólans sem að ég hef getað komist á. Ég hef verið partur af Skreytó og LMA á þessu skólaári og í stjórn FemMA seinustu tvö ár. Ég hef tekið eftir því hvað það skiptir rosalega miklu máli að það séu traust og góð tengsl milli undirfélagana og meðstjórnanda í þessum skóla og þarf allt að geta gengið sem best. Ég er góð í að taka eftir einhverju sem þarf að bæta og fara strax að vinna í því máli, einnig er ég jákvæð, dugleg, vinnusöm, metnaðarfull, skipulögð og góð í samskiptum. 

 

Að lokum vonast ég til þess að þið getið beint trausti ykkar til mín og setjið X við Freydísi Lilju í meðstjórnanda Hugins



Erus pactum/ Markaðsstjóri/stýra


Hákon Snorri Rúnarsson


Ég heiti Hákon Snorri og er á heilbrigðisfræði-braut í öðrum ess. Ég hefákveðið að gefa kost á mér í markaðsstjóra Hugins fyrir komandi skólaár 2024 - 2025,

Þegar busalingurinn Hákon steig sín fyrstu skref í MA tók hann ekki annað í mál en að taka eins mikinn þátt í félagslífinu og hann gat. En á mínum tveimur árum hef ég leikið í báðum sýningum LMA, verið kynnir á söngkeppni

MA, sungið á jólatónleikum TóMA, gegnt embætti eignarstjóra í LMA stjórn ásamt því að vera yfir báðum markaðsteymum þar, og ritað fundi í myndbandafélaginu AmMA svo eitthvað sé nefnt. Ég sem markaðsstjóri myndi sjá til þess að þið fátæku námsmenn fáið mest djúsí díla sem þið hafið litið augum á! Awesom afslættir, geggjaðir gjafaleikir og sturlaðir styrktaraðilar sem munu sjá okkur fyrir afþreyingu og viðburðum á

skólaárinu sem verður skrifað í sögubækur MA!


Ég treysti mér fullkomlega í þetta verkefni og vona að þú gerir það líka :)

X við Hákon í Huginn.



Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráð 


Elvar Björn Ólafsson


Elvar Björn heiti ég og er eins og er ekki í neinum bekk þar sem ég er staddur í skiptinámi. Ég hef águga á þessari stöðu innan Huginns vegna þess að ég er mikill réttlætissinni og finnst mér mikilvægt að öllum líði vel innan veggja skólans. Ég var í hagsmunaráði í fyrra og tel ég mig nokkuð kunnugan um hvað þetta starf felur í sér.









Vera Mekkín Guðnadóttir


Sælir kæru menntskælingar! Ég heiti Vera Mekkín og er ég á öðru ári á Mála- og Menningarbraut. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í Huginnstjórn sem Forseta Hagsmunaráðs eða Presidium Discipulus fyrir næstkomandi skólaár 2024-2025. Síðustu tvö árin mín í MA voru ein skemmtilegustu ár lífs míns. Ég var bara einhver hræddur busi frá Hafnarfirðinum en eftir fyrsta árið mitt var ég ákveðin að vera virkari í félagslífinu! Ég hef mætt á langflesta viðburði, er í myndbandafélaginu stemMA og var einnig duglegur toppmaður á árshátíðinni í fyrra. Forseti Hagsmunaráðs er mikilvægt starf í Huginnstjórn og er ég tilbúin að taka á mig sá ábyrgð. Staðan felur í sér að passa upp á það að öllum í skólanum líði vel, að leysa vandamál sem koma upp innan veggja skólans og vera jafnóðum bundinn trúnaði gagnvart nemendum sem leita til hagsmunaráðs. Ég vil að nemendur séu óhræddir við að koma til mín með vandamál, kvartanir eða önnur mikilvæg efni, þar sem ég tel að skoðanir og raddir nemenda skulu heyrast vel og séu lykilatriði fyrir gott skólaár.

Ég tel mig vera góðan kost í þessa stöðu og ég hvet ykkur til að kjósa mig.

Setjið X við Veru Mekkín í Forseta Hagsmunaráðs :-)



Þórhallur Arnórsson


Góðan og blessaðan daginn kæru menntaskælingar. Ég heiti Þórhallur Arnórsson, betur þekktur sem Þói, ég er í 2.FL og ég er að bjóða mig fram í embætti forseta Hagsmunaráðs. Alveg síðan að ég steig fyrstu skrefin mín í kvosina hef ég verið staðráðinn í því að taka eins mikinn þátt og ég get í félagslífinu og ég myndi segja að ég hafi staðið mig alveg þokkalega. Ég hef sungið hástöfum í söngsölum, gert ýmsa galna hluti á kvöldvökum, brallað helling með Morfís og lagði það mikla orku í LMA að ég ándjóks braut fót (no regrets). Þar sá ég hvað hagsmunir nemenda skipta miklu máli hvort sem það sé á sviðinu, í kennslustofunum, í Kvosinni eða við eina af lúgunum á Leiru. Þar sem að hagsmunir okkar eru svo mikilvægir skólagöngunni okkar þá ætla ég að sjá til þess að þeir séu í forgangi skólans og ég tel mig sem góðan kost til þess að sjá til þess. Ég er skipulagður, metnaðarfullur, duglegur og helvíti sætur, samkvæmt níræðri ömmu minni. Ef ég verð kosinn ætla ég, í samráði við Hagsmunaráð, að redda trylltum afsláttum og að passa raddir nemenda séu virtar sama hvað en einnig ætla ég sem meðlimur Jafnréttisráðsins að vinna dag og nótt svo að það ríki jafnrétti í skólanum, óháð stöðum fólks innan skólans. Þannig að ekki slóra og kjósið Þóa (ég gat ekki komið upp með betra slagorð þannig að þið verðið bara að sætta ykkur við þetta).




 

 

 





746 views0 comments
bottom of page