top of page
Search

Framboðslisti Hugins 2023-2024
Inspector/Inspectrix scholae / Forseti

Álfhildur Rós Traustadóttir

Halló, kæru MA-ingar. Ég heiti Álfhildur Rós og er á öðru

ári á félagsfræðibraut. Mig langar að bjóða mig fram sem

Inspector scholae fyrir skólaárið 2023-2024 vegna þess að

mig langar að taka þátt í félagslífinu og leggja mig fram við

að gera skólaárið sem eftir er fyrir mig og ykkur sem

eftirminnilegast með alls konar uppátækjum sem Huginn

tekur sér fyrir hendur. Það er mikilvægt að leggja sig allan

meirifram við námið í MA en ekki má gleyma félagslífinu,

skólinn er jú þekktur fyrir frábært félagsstarf á vegum

Hugins og margir hafa valið MA bara út af félagslífinu. Að

taka þátt í félagslífinu styrkir vinasambönd og mann sjálfan. Við verðum að stunda félagslíf til að halda góðri geðheilsu, það hressir, bætir og kætir Ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í félagslífinu ég vil að við pössum upp á félagslífið og höldum því gangandi. Það að verða forseti Huginsstjórnar snýst um að halda vörð um félagið og undirfélög þess. Ég er til í að hlusta á ykkur og vera opinn fyrir öllum hugmyndum til að gera skólann og félagslífið sem best fyrir okkur öll. Þess vegna býð ég mig fram sem Inspector scholae. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því og mun ég standa mig vel þar sem ég er mjög samviskusöm og skipulögð. Ég er tilbúin í að taka þessa ábyrgð.


Settu X við Álfhildi Rós sem forseta Huginstjórnar!


Krista Sól Guðjónsdóttir

Kæru menntskælingar.

Ég heiti Krista Sól, er í 2.FL og er ég að bjóða mig fram í stöðu forseta Huginsstjórnar eða Inspector scholae fyrir komandi skólaár.

Þegar að litla busa Krista steig fyrst fæti inn í MA fyrir tæpum tvemur árum bókstaflega flæddi yfir hana rosalegt úrval af félagslífi. Allt frá myndbandafélögum og yfir í MORFÍs, kvöldvökum og í keppnir af ýmsu tagi. Litla busa Krista var staðráðin í að taka eins mikið þátt í félagslífinu og hún mögulega gat.

Sem ég gerði og hef tekið þátt í allskonar. Ég hef staðið upp í pontu í Háskólabíó sem ræðumaður í úrslitum MORFÍs, verið toppmaður á báðum árshátíðum, tekið þátt í LMA, setið sem forseti

Málfundafélagsins og svo ótal margt fleira.

Það er einmitt þetta sem gerir MA að MA, því án félagslífsins og krakkanna sem mynda það gætum við allteins verið tjaaa, bara einhver handahófskenndur skóli.

Nei án allra skota og skætings. Við erum toppskóli á landsvísu ekki einungis í námi heldur líka félagslífi og það verður að halda áfram!

Það væri mér sannur heiður að fá að standa fremst í flokki fyrir áframhaldandi frábæru félagslífi.

Ég vona að ég fái það tækifæri að sýna hvað í mér býr á næstkomandi skólaári, svo að við getum gert frábært ennþá betra!

Þannig ég kynni mjög mikið að meta ef þið settuð X við Kristu sól sem forseta HuginsExuberans Inspector/Inspectrix / Varaforseti

Tómas Óli Ingvarsson

Sæl kæru menntskælingar, Ég heiti Tómas Óli Ingvarsson og er að klára mitt annað ár á raungreina- og tæknibraut. Ég gef kost á mér í varaforseta Huginsstjórnar, Exuberans inspector, skólaárið 2023-2024. Ég valdi Menntaskólann á Akureyri vegna hefðanna og félagslífsins, besta ákvörðun sem ég hef tekið. Seinustu tvö árin hef ég tekið virkan þátt í félagslífinu, t.d. sungið í söngkepninni og Viðarstauk, snáðast í kringum Gettu Betur liðið og margt fleira. Það væri mér sannur heiður að fá að standa næst fremstur í flokki fyrir áframhaldandi frábæru félagslífi.

Setjið X við Tómas í varaforseta í kosningum
Quaestor scholaris / Gjaldkeri

Lara Mist Jóhannsdóttir

Sæl kæru samnemendur Lara Mist heiti ég og er í 2.FL, flestir sem þekkja mig vita að ég hef mikinn áhuga á stærðfræði og er viðskiptafræðin á minni sterku hlið ásamt algebru. Ég greip áhugann við stærðfræði fljótt í æsku og hefur hún ávalt verið uppáhalds fag mitt og hef ég góðan grunn í henni. Ég fékk líka góðann grunn frá fjármálalæsis áfanga sem ég tók hér á síðustu önn, þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem gjaldkeri, eða Quaestor Scholaris Huginsstjórnar skólaárið 2023 - 2024. Ég er ábyrg og metnaðarfull og ef ég fæ verkefni í hendurnar þá geri ég alltaf mitt besta. Mitt markmið sem gjaldkeri væri að halda utan um fjármál nemendafélagsins, sjá um að þeim yrði eytt á skynsamlegan hátt og skipuleggja þau vel ásamt því að gera næsta skólaár að því besta fyrir samnemendur mína. Ég vona að þið notið öll kosningarétt ykkar og setjið X við Löru í Gjaldkera.


Sólveig Alexandra Jónsdóttir

Halló hæ, kæru MA-ingar. Ég heiti Sólveig Alexandra en er alltaf kölluð bara Sandra. Ég er að klára mitt seinna ár á náttúrufræði braut í 2.UV og er að bjóða mig fram í Quaestor scholaris eða gjaldkera huginsstjórnar skólaárið 2023-2024. Ég valdi að bjóða mig fram í Huginstjórn vegna þess að ég hef mikinn áhuga á félagslífinu, er metnaðarfull og skipulögð þegar ég vil það. MA er skóli sem er þekktur fyrir félagslífið og er það ástæðan afhverju ég valdi þennan skóla í upphafi eins og örugglega flest allir. En þótt mér finnst námið oftast áhugavert þá þarf að brjóta það upp með gleðidögum og söngsölum til að halda góðum anda í skólanum. Mín sterka hlið í náminu er stærðfræði og efnafræði þess vegna tel ég mig geta sinnt störfum gjaldkera mjög vel. Ég á 3 mjög frek systkini og hef þá mikla reynslu að vinna í hóp og að reyna að koma að sameiginlegri niðurstöðu. Því tel ég mig koma með góða kosti inn í stjórnina. Ég mun alltaf gera mitt allra besta að koma hugmyndum nemenda á framfæri þar sem við erum öll partur af því að halda félagslífinu sem eftirminnilegast.

Setjið x – við Söndru í gjaldkeraSólbjört Tinna Cornette

Hæ hó kæru samnemendur,

Ég heiti Sólbjört Tinna og er á öðru ári á Raungreina og tæknibraut. Ég er að gefa kost á mér sem gjaldkera Huginsstjórnar, eða quaestor scholaris fyrir næstkomandi skólaár 2023 - 2024.

Félagslífið er það sem einkennir MA og er það eina af meginástæðum þess að ég valdi það að koma hingað. Þessi síðustu tvö ár hafa aðeins látið mig elska MA meira og hef ég tekið virkan þátt í félagslífinu, meðal annars við það að setja upp sýninguna Footloose og verið í stjórn FemMA. Ég vil að næstkomandi ár verði ríkt af félagslífi og stórskemmtilegt fyrir nemendur skólans.

Ég geri mér grein fyrir að það er mikil ábyrgð sem fylgir þessu starfi, en þið getið treyst því að ég get axlað þá ábyrgð þar sem ég er metnaðarfull og skynsöm, sérstaklega hvað varðar fjármál. Ég mun passa það að skynsamlega verður farið með peninganna svo nemendur geti notið góðs af.

Það væri mikill heiður að fá að sinna starfi gjaldkera Huginsstjórnar og viðhalda þeim æðislegu hefðum sem einkenna þennan frábæra skóla.

Fyrir öðru geðveiku skólaári, setjið X- við Sólbjörtu Tinnu í stöðu gjaldkera :)


Scriba scholaris / Ritari


Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir

Salve condiscipuli! Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir heiti ég og er í 2. FL. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í Huginn í stöðu ritara. Eða ef þið eruð í MR og viljið vera öðruvísi þá er ég víst að bjóða mig fram í stöðu Scriba scholaris. Þessi tvö ár sem ég hef verið í MA eru búin að vera tryllt. Ég hef tekið eins mikinn þátt og ég get í félagslífinu. Ég er búin að vera í Stemma, hljómsveit LMA og MORFÍs liðinu og svo má ekki gleymast að ég er auðvitað einn af dyggum formönnum Milfma, sem er jú MJÖÖÖÖG mikilvægt hlutverk. En vitiði hvað er líka mjög mikilvægt hlutverk? Jú Ritari Huginsstjórnar Ég veit að ég er akkúrat rétta manneskjan í jobbið en afhverju? Jú það skal ég ykkur segja kæru samnemendur. Í fyrsta lagi er ég mjög skipulögð og dugleg og sem ritari er mikilvægt að geta stjórnað mörgum verkefnum og séð um tímamörk. Og ég er bara fullviss um að ég geti tekist á við það starf með auðveldum hætti. Í öðru lagi finnst mér auðvelt að vinna með fólki úr öllum áttum og hef vinalega og vona ég/ held ég/ nokkuð viss um/ góða framkomu. Ég veit að ég get byggt upp sterk tengsl við samstarfsmenn og hagsmunaaðila, sem er mikilvægur þáttur í þessu hlutverki. Að lokum hef ég brennandi áhuga á þessu starfi og er staðráðin í að vinna frábært starf til að gera næsta skólaár að því besta fyrir okkur öll. Ég er reiðubúin að leggja á mig þann tíma og fyrirhöfn sem þarf til að tryggja að skipulagið gangi smurt fyrir sig og að allir eigi gott, ef ekki bara besta skólaárið sitt hingað til. Ef þið viljið gucci félagslíf og árshátið setjið x við Heiðrúnu Hafdal í ritara!


Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýra


Magnús Máni Sigurgeirsson

Hvernig hljómar rennibraut frá Möðruvöllum í Kvosina eða Herbert Guðmundsson í Kvosinni í hádegishléinu?

Ég mun ekki sjá til þess að það gerist en ég mun hins vegar halda ágætar kvöldvökur og spila fjölbreytta tónlist í mörgu!

Kjósum reynsluna, setjum X við Magnús Mána í skemmtanastjóra!

P.s. Svo langar mig svakalega að leigja hoppukastala fyrir góðviðrisdaga:)Collega scholae / Meðstjórnandi

Sjöfn Hulda Jónsdóttir

Hæhæ, Sjöfn Hulda heiti ég og er á öðru ári á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram í embætti meðstjórnanda, Collega Scholae, Huginstjórnar fyrir komandi skólaár. Ástæðan fyrir því að MA varð fyrir valinu var vegna þessa gríðarlega mikilvæga þætti sem félagslífið er og á mínum tveimur árum hér í MA hef ég tekið eins mikinn þátt í því og ég get. Mæti ég á flest alla viðburði á vegum skólans. Ég var í MORFÍs liðinu bæði árin mín, í stjórn málfundafélagsins, ég var toppmaður á árshátíðinni og ég er í myndbandafélaginu StemMA. Hlutverk meðstjórnanda er að vera tengiliður undirfélaga, og tel ég mig hafa þónokkuð góða reynslu til þess að vita hvað vel er gert og úr hverju þarf að bæta svo að félagslíf skólans verði enn betra en það er í dag. Ég er vinnusöm, metnaðarfull, jákvæð, skipulögð og með góða félagsfærni. Þessir eiginleikar og reynsla mín af félagslífinu, er að mínu mati einmitt það sem til þarf til að sinna stöðu meðstjórnanda og því bind ég vonir um að þið sjáið ykkur fært að binda traust ykkar til mín.

Með von um góðar móttökur setjið X við Sjöfn Huldu í meðstjórnanda <3


Rakel Alda Steinsdóttir

Kæru samnemendur,

Ég heiti Rakel Alda, er í 2.UV og hef mikinn áhuga á störfum Huginsstjórnar, nánar tiltekið meðstjórnanda starfinu. Ég tel að ég geti haldið vel utan um störf undirfélaganna og verið í góðu sambandi við þau. Ég ætla að gera mitt allra besta við að koma skoðunum nemenda á framfæri í mínum stjórnarstörfum og hjálpa félagslífinu að blómstra á næsta ári. Ég tel að gleðidagar, söngsalir og önnur uppbrot frá kennslu sé það sem gerir skólann okkar svo framúrskarandi, þetta er það sem hvetur okkur áfram í skólagöngunni þar sem hún getur oft verið krefjandi. Ég hef mætt á alla þá viðburði í félagslífinu sem ég hef getað frá því að ég byrjaði í MA. Ég var einnig í Gettu betur liði MA í ár sem gaf mér meiri innsýn inn í vinnu Málfó. Ég er dugleg, metnaðarfull, útsjónarsöm og tel að ég geti gengt starfi meðstjórnanda með prýði.


Setjið X- við Rakel í meðstjórnanda Huginsstjórnar skólaárið 2023-2024.


Erus pactum/ Markaðsstjóri/stýraÞórir Örn Björnsson

Jú, sælir kæru MA-ingar,

Ég heiti Þórir Örn og er að ljúka mínu öðru ári á raungreinabraut. Ég er að bjóða mig fram í embætti markaðsstjóra (Erus Pactum) Huginsstjórnar fyrir komandi skólaár. Ég tel mig frábæran valkost í starfið því ég hef góða reynslu í svipuðu starfi. Ég er einnig mikill áhugamaður um pizzur og mun leggja mig fram að gefa ykkur góðar pizzur á kvöldvökum. Eina sem ég bið um er traust ykkar í þetta mikilvæga starf. Leyfið mér að sjá um alla díla og stúss, það væri minn heiður. Stór hluti af starfi Markaðsstjóra er að hafa gott skipulag á hlutunum og ég tel mig meira en hæfan í að sinna því starfi vel. Félagslífið í MA er svo dýrmætt og ég vil fá að leggja mitt af mörkum til að halda því líflegu og skemmtilegu.

Eina vitið er að setja X við Þóri Örn sem þinn virðulega Erus Pactum!


Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráðsEnok Atli Reykdal

Ég hef mikinn hug á að taka frekari þátt í félagslífi Menntaskólans á Akureyri og langar að bjóða mig fram í embætti forseta Hagsmunaráðs skólaárið 2023-2024. Ég hef áhuga á að koma fram fyrir hönd nemenda og tala fyrir þörfum þeirra og hagsmunum. Ég tel að raddir okkar nemenda eigi að heyrast vel og mun ég sjá til þess sem forseti Hagsmunaráðs.

Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir

Hæms fellow menntskælingar

Ég heiti Kolbrún Ósk og ég er í 2.FL. Ég er að bjóða mig fram sem Presidium Discipulus eða Forseta Hagsmunaráðs.

Ég er búin að sitja í Hagsmunaráði í eitt ár núna sem fulltrúi 2. Bekkjar og einnig var ég í LMA og var þar trúnaðamaður. Ég elska LMA og ég er truly blessed fyrir að hafa fengið að stýra eltiljósi og smíðað leikmyndina. Auðvitað má ekki gleyma SimsMA sem er náttúrulega ótrulega mikilvægt félag.

Starf Forseta Hagsmunaráðs er mikilvægt hlutverk og sér um að vera í samráði vð aðstoðarskólameistara við gerð á próftöflu, starfa tímabundið með fastanefnd og vera þeim innan handar, vera Hagsmunafulltrúi fyrir hönd MA hjá Sambandi Íslenskra framhaldskólanema, skoða beytingar á kennsluháttum og möguleg áhrif þeirra á félagsmenn, og síðan en ekki síst að vera bundinn trúnaði fyrir nemendur sem vilja annað hvort koma einhverju á framfæri, senda inn kvartanir eða hvað annað sem er og leysa vandamál sem kunna að koma upp innan skólans. Ég lenti alltof oft í því í ár að ég segi fólki að ég sé í hagsmunaráði þá svara þau „ hvað er það?“ sem er ekki nógu gott því að hagsmunaráðið á að vera save space fyrir nemendur og á að vera til staðar fyrir nemendur, sem það er, en ráðið er ekki nógu sýnilegt. Ég tel mig hafa tök á því að sinna þessu starfi eins vel og mögulega hægt er. Ég stefni á að gera Hagsmunaráðið sýnalegra innan veggjar skólasins. Ég vil að nemendur geti leytað til Hagsmunaráðsins með vandamál, áhyggjur, skoðanir, kvartanir og fleira. Þannig ef þið viljið að Hagsmunaráðið verði í góðum höndum setjið þá X við Kolbrúnu Ósk í Forseta Hagsmunaráðsins1,219 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page