top of page
Search

DAGSKRÁ RATATOSKS

Ratatoskur - námskeið

Velkomin á þemadagana Ratatosk. Til að fá mætingu í þessa tíma þarf að mæta á fjögur námskeið og fá miða á námskeiðunum mætingunni til staðfestingar. Það ættu allir að finna  eitthvað við sitt hæfi og hafa gagn og gaman af!Námskeiðin hefjast kl 10:00 og 13:00 - nema annað sé tekið fram.Einungis þarf að skrá sig á námskeið sem eru fjöldatakmarkandi.

Þriðjudagur f. hádegi:

Hot yoga

Hot yoga með Hóffu í Átaki er ein góð byrjun á þriðjudagsmorgni.

Fjöldatakmark: 20 

Podcast

í þessari smiðju er áhugasömum boðið að kynna sér gerð hlaðvarpa.

Umsjón: Margrét Guðbrandsdóttir og Brák Jónsdóttir

Staðsetning: H2

Fimleikar

Við erum 4 stelpur sem ætlum að vera með létt og skemmtilegt fimleikanámskeið. Farið verður í týpiska fimleikaupphitun og svo á áhöld ss trampolín útí KUBBAGRYFJUNA og fleira. Þetta er námskeið sem þú villt ekki láta framhjá þér fara við lofum! PS. Mikilvægt að mæta í íþróttafötum og skór eru ekki leyfðir.

Umsjón: Birgitta, Helena Rut, Tinna Karen og Amanda Helga

Staðsetning: Fimleikahúsið Giljaskóla

Fjöldatakmark: 25

Spunspilanámskeið HáMA

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að vera riddari, galdrakarl, vélmenni, sjóræningi... eða farandsöngvari? Þá ættir þú að mæta á Spunaspilanámskeið HáMA þar sem þú færð tækifæri til að upplifa þessa drauma, vingast öðrum persónum, berjast gegn hryllilegum ófreskjum og finna forna fjársjóði. Hlökkum til að sjá þig!

Umsjón: HáMA

Staðsetning: H1

Sund með Jóni Má

Jón Már. Sundlaug Akureyrar. 07:10.

Stingdu þér til sunds og skelltu þér svo í pottinn með Jóni í spjall um málefni líðandi stundar. Allir borga barnagjald óháð aldri, 200 kr.

Umsjón: Skólameistari

Staðsetning: Sundlaug Akureyrar

Skiptinám í Englandi með Villa

Villi kennari ætlar að halda fyrirlestur um það hvernig það er að vera nemandi í Bretlandi annars vegar og leiklistarnám erlendis hinsvegar. Þ.e.a.s. einn fyrirlestur, þar sem hann fléttar þessu tvennu saman. Þannig ætti fyrirlesturinn að höfða jafnt til þeirra sem langar í almennt bóknám í Bretlandi/langar að vita hvernig er að vera nemandi í Bretlandi og eins þeirra sem hyggja á leikara eða leiklistartengt nám þar eða annars staðar en á Íslandi. Villi stundaði nám í UCL í London og mastersnám í RADA, The Royal Academy of Dramatic Art.

Umsjón: Villi kennari

Staðsetning: H3

Listaverkaganga

Enginn annar en Sverrir Páll mun bjóða uppá listaverkagöngu um MA. Hann mun segja þér allt sem þú vilt vita um flottustu listaverk skólans.

Staðsetning: Hist verður í H5

Fjöldatakmark: 15-20


Píla

Viltu prufa pílu? Skelltu þér á námskeið og smelltu ískaldri pílu bullseye í lok dags!

Umsjón: Jakob Atli og Jóhann Einarsson

Staðsetning: Stúka þórsvallar

Fjöldatakmark: 18

Fifa

Ertu lélegur í FIFA? Eða góður en langar að verða betri. Skelltu þér á námskeið og lærðu öll trixin!

Umsjón: Dion og Viktor Már

Staðsetning: H4

ABBAMA

Dúndur dagskrá í boði hjá aðdáendafélagi ABBA í MA þetta árið, fræðilegi hlutinn er búinn og kominn tími til að fara í verklegt!

Staðsetning: M1 - 10:00

Þriðjudagur e. hádegi

Eitraðar Eyjafrínur

Kómódódrekar eru stærstu eðlur heims og verða allt að þriggja metra langar. Þær eru árásagjarnar með hárbeittar tennur og baneitrað bit. Fyrirlestur um þessar furðuverur verður í H2 klukkan 13:05!

Umsjón: Brák og Margrét

Staðsetning: H2

UN Women

Kynning á UN women á vegum Femma.

Umsjón: Femma

Staðsetning: H4

Eskimo Travels

Kynning um útskriftarferð 3. bekkjar frá Eskimo Travels.

Umsjón: Eskimo Travels

Staðsetning: Kvosin

Fimleikar

Við erum 4 stelpur sem ætlum að vera með létt og skemmtilegt fimleikanámskeið. Farið verður í týpiska fimleikaupphitun og svo á áhöld ss trampolín útí KUBBAGRYFJUNA og fleira. Þetta er námskeið sem þú villt ekki láta framhjá þér fara við lofum! PS. Mikilvægt að mæta í íþróttafötum og skór eru ekki leyfðir.

Umsjón: Birgitta, Helena Rut, Tinna Karen og Amanda Helga

Staðsetning: Fimleikahúsið Giljaskóla

Fjöldatakmark: 25

Reiðnámskeið

Hefur þig alltaf langað til að fara á hestbak en ekki haft þor eða aðstöðu í það? Nú er rétti tíminn til að prófa!

Umsjón: Kolbrún Lind Malmquist og félagar

Staðsetning: Skjónagata 10

Fjöldatakmark: 4

Magadans

Magadans er ekki vel þekktur á Íslandi en vinsældir þess aukast stöðugt. Sabrína Rosazza mun kynna ykkur fyrir dansinum og kenna nokkur grunnspor þannig hægt verði að taka nokkra takta saman í lokin! Þetta verður bara gaman, létt og laggott. Námskeiðið er ætlað hverjum sem er og mælt er með að koma í þægilegum fötum til að geta hreyft sig.

Staðsetning: G22

Litanámsekið

Það er fátt betra eftir erfitt fyrra hádegi á Ratatosk að setjast niður með vinum og lita smá sér til gagns og gamans!

Umsjón: Ragnhildur Inga og Steinunn Alda

Staðsetning: H8

Crossfit Akureyri 13:30

Stutt kynning á crossfit og einfaldur en krefjandi tími þar sem þú færð að kynnast skemmtilegustu hreyfingu sem í boði er. Íþróttaföt nauðsyn. Búningklefar og sturtuaðstaða í boði.

Umsjón: Tryggvi Logason

Staðsetning: Njarðarnes 10

Fjöldatakmark: 20

Fjallið

Fæ ég miða fyrir að fara í fjallið? Já mikið rétt þú færð miða fyrir það. Það fer enginn að grenja yfir því. Frítt í fjallið og leiga á búnaði á hálfvirð í boði Hlíðarfjallsi. Mikilvægt að muna eftir skólaskírteininu.

Hjólanámskeið

Villt þú læra að hjóla? Frábært hjólanámskeið með Bjarka og Fannari, hjólað verður um bæinn þar sem náttúran verður í aðalhlutverki. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk sem og einhleypa. Nestispása í Kjarnaskógi og mikilvægt er að allir mæti með hjól og hjálma. Hist verður í Stefánslundi.

Umsjón: Fannar og Bjarki B

Staðsetning: Stefánslundur

Spunamaraþon LMA

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri verður með sitt árlega spunamaraþon frá 13:00 á þriðjudag til 01:00 á miðvikudag sem hefur notið mikilla vinsælda!

Staðsetning: M1

Miðvikudagur f. Hádegi:

Morgunganga klukkan 7:15

Farið verður í hressandi morgungöngu og svo beint í hafragraut í Kvosinni! Mæting í fatahengið.

Umsjón: Sigurlaug

Staðsetning: Fatahengið í H

Spinning

Já, þið lásuð rétt! Krefjandi og skemmtilegur spinning tími fyrir alla fjölskylduna

Umsjón: Pétur Már Guðmundsson

Staðsetning: Átak skólastíg

Forritun fyrir alla

Tölvunar(stærð)fræði fyrir byrjendum, en lengra komnir væru einnig velkomnir að leita aðstoðar við þeirra verk. Python-tungumálið kynnt og notkun dæmaheimasíðunnar Kattis.

Umsjón: Atli Fannar og Brynjar

Staðsetning: M22

Boginn

ÍMA ætlar að sjá um krónumót í fótbolta. Nánari upplýsingar koma á morgun

Umsjón: ÍMA

Staðsetning: Boginn

Föndurnámskeið

Astrid Maria verður með föndursmiðju þar sem fólk getur komið og skapað eitthvað skemmtilegt í rólegheitum við góða tónlist. Allskyns föndur verður í boði, m.a. að lita og teikna eða vinna saman að stærri myndum eða plakötum!

Umsjón: Astrid

Staðsetning: H3

PríMA

Dansfélagið PríMA verður með skemmtilegt dansnámskeið. Við lofum. SKEMMTILEGT! Kenndur verður stuttur en mjög flottur hiphop dans. Allir geta tekið þátt!!

Umsjón: Príma

Staðsetning: G22

Reggae

Við í Húsbandinu ætlum að halda Reggae námskeið, þar sem við kennum sögu reggae tónlistar, förum í reggae stefnur og hugmyndirnar og enda á smá jam-session.

Umsjón: Húsbandið

Staðsetning: H6

Sölden

Sölden er lítill fallegur bær í austurrísku Ölpunum. Þar var hluti af James Bond myndinni SPECTRE tekinn upp. Þar er frábært skíða- og brettasvæði. Í bænum vinnur ungt fólk hvaðanæva úr heiminum. Þarna get ég útvegað nemendum MA (og öðrum) vinnu eftir stúdentspróf. Ég hef rúmlega tuttugu ára reynslu af þessari vinnumiðlun. Núna eru fjórar íslenskar stelpur að vinna þarna. Þetta er eitthvað sem maður getur lifað á alla ævi. Komdu á kynningu hjá Möggu þýskukennara ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á!

Umsjón: Margrét þýskukennari

Staðsetning: H9

Aflið

Aflið eru samtök fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, kynferðis, heimilisofbeldi, einelti, vanræsklu og þessháttar. Þau ætla að segja frá starfsemi sinni.

Umsjón: Aflið

Staðsetning: H8

Golf

Námskeið í golfi í innanhúsaðstöðu GA, í kjallara íþróttahallarinnar. Farið verður yfir grunninn í golfinu og svo má örugglega prófa gólfhermi klúbbsins.

Umsjón: Eyþór Hrafnar yfirgolfþjálfari ásamt aðstoðarmönnum.

Staðsetning: Kjallari íþróttahallarinnar

Fjöldatakmark: 20

Júdó

Námskeið í júdó í aðstöðu þeirra í Sunnuhlíð. Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur grunnatriði í júdó og einhverjar brellur kenndar.

Umsjón: Dofri Vikar, margfaldur Íslandsmeistari.

Staðsetning: Sunnuhlíð, gengið inn að sunnan

Nám eftir stúdentspróf

Kynning um námsleiðir eftir stúdentspróf, tilvalið fyrir alla sem eru að spá hvert leiðir liggja eftir Menntaskólann hvort sem þú ert að útrskifast í vor eða ekki!

Umsjón: Elítan sjálf, Lena og Heimir fara á kostum.

Staðsetning: H4

Píla

Viltu prufa pílu? Skelltu þér á námskeið og smelltu ískaldri pílu bullseye í lok dags!

Umsjón: Jakob Atli og Jóhann Einarsson

Staðsetning: Stúka þórsvallar

Fjöldatakmark: 18

Miðvikudagur e. hádegi

AFS - Suður og Norður - Ameríka

Skiptinemar segja reynslusögur af upplifun sínum í Suður- og Norður - Ameríku

Umsjón: ??

Staðsetning: H9

CheMA

Við í chema ætlum að halda smá efnafræði show þar sem við ætlum vera með nokkrar tilraunir og hafa geggjað gaman! -Stofa M22 kl. 13:05

Staðsetning: M22

Fjöldatakmörkun : 25 manns

Inngangur að félagshyggju

Saga félagshyggju, aðalhugmyndir og staða í dag.

Umsjón: Valtýr Kári Daníelsson

Staðsetning: H8

Flugskóli Akureyrar

Flugskóli Akureyrar verður með almenna kynningu á starfi skólans. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á flugi eða stefna á flugnám.

Staðsetning: M1

FolfMA

“Folf is not a hobby.

Folf is not a sport.

Folf is a lifestyle!” Mætum hress og kát í hlýjum fötum á Glerárskólavöll og lærum öll helstu trixin.

Umsjón: Ólafur Ingi og Gunnar Eyjólfsson

Staðsetning: Glerárskólavöllur

Fjöldatakmark: 15 diskalausir einstaklingar. Allir sem koma með eigin diska eru velkomnir!

Fjallið

Fæ ég miða fyrir að fara í fjallið? Já mikið rétt þú færð miða fyrir það. Það fer enginn að grenja yfir því. Frítt í fjallið og leiga á búnaði á hálfvirð í boði Hlíðarfjallsi. Mikilvægt að muna eftir skólaskírteininu.

GrænMA kynning

Námsskeið í boði GrænMA.

Bragðgóðir Drykkir

Safaríkir og hressandi drykkir með ljúfum drengjum, lærið að matreiða og blanda saman ljúffeinga og yndislega drykki fyrir unga sem aldna. Mætið í vettlingum.

Umsjón: Egill Örn, Ísak Grand, Bernódus Óli og Ingvar Þ.

Staðsetning: H6

Súrdeigsbakstur

Sölvi Halldórsson mun halda námskeið um Súrdeigsbakstur.

Það verður fjallað um hvernig á að rækta upp sína eigin súrdeigsmóður, hvernig á að halda henni á lífi heima hjá sér, bent á nokkrar góðar uppskriftir, fjallað um samfélagið sem hefur skapast í kringum súrdeigsbrauðbakstur á Íslandi og siðan verður jafnvel boðið upp á súrdeigsbrauð og með því :P

Staðsetning: H4

Parkour

Strákarnir í Parkour Akureyri kenna nemendum tæknina við að stökkva og sýna þeim allskonar flott trix.

Staðsetning: Fimleikahúsið (Giljaskóli)

Hvernig á að finna fólk

Átt þú grískan líffræðilegan afa, æskuvin eða fyrrum elskuhuga eftir einnar nætur gaman sem þú finnur ekki aftur, eða vilt einfaldlega vita hvernig hægt er að finna fólk? Við erum þér til handar! 100% success rate!

Umsjón: Kristófer, Valdimar og Starri

Staðsetning: H3


Ganga á Ystu-víkur fjall með Bigga Shark

Einstakt tækifæri til að fara í fjallgöngu með Sigurði Bjarklind! Hann hefur hingað til gengið á fjallið 255 sinnum! Það kann enginn betur á leiðina og náttúruna sem er í boði, ekki missa af þessu!

ATH! Þetta er bara í boði fyrir 4.bekk :)

Staðsetning: Hittast hjá Ystu-Vík kl. 13:00


Jazz með Wolfgang

Kynning í Blues/Rock/Jazz spuna (improvisation). Áhugasamir mæti með hljóðfæri! Nauðsynleg forþekking: Engin önnur en að geta spilað tónstiga. Hlustendur velkomnir. Umsjón: Wolfgang

Staðsetning: G22

Söngkeppni framhaldsskólanna Norður- og Austurlandi

Laugardaginn næstkomandi kl 20:00 verður keppni 7 skóla af norður- og austurlandi sem drógu sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna. Hver skóli er með tvö atriði á keppninni. Miðaverð er 3000kr.

Flytjendur okkar atriða eru Jón Tumi Hrannar-Pálmason sem hafnaði í fyrsta sæti í forkeppninni og Valgerður María Vatnsdal og Agla Arnarsdóttir sem hlutu annað sætið.

Styðjum okkar keppendur til sigurs og mætum á söngkeppnina!

Staðsetning: HOF



6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page