top of page

SIÐAREGLUR SKÓLAFÉLAGS MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI OG UNDIRFÉLAGA ÞESS:

Menntaskólinn á Akureyri setur nemendum við skólann siðareglur sem skulu virtar þegar skólafélagið og undirfélögin starfa undir merkjum skólans og þegar staðið er að skipan meðlima í undirfélögin. Siðareglurnar byggja á mannréttindum sem taka mið af stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Siðareglurnar eru ætlaðar nemendum til stuðnings og leiðbeiningar í hverju því starfi sem skólafélagið og undirfélög þess taka sér fyrir hendur.

Eftirfarandi reglur voru staðfestar á skólaráðsfundi, 1.október 2020. 

  1. Allir nemendur skólans eru jafnir og njóta sömu mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. 

  2. Öll kyn skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

  3. Ábyrgðaraðilum og/eða stjórnarmeðlimum skólafélagsins og undirfélaga ber að sýna meðlimum þeirra virðingu með tilliti til siðareglna og varðveita allar þær persónuupplýsingar sem þau kunna að búa yfir.

  4. Einkunnarorð Menntaskólans á Akureyri, virðing, víðsýni og árangur, skulu höfð í heiðri við stofnun og starfsemi undirfélaga.

 

Með stofnun undirfélags undir merkjum skólans gangast nemendur við því að starfa eftir þeim siðareglum sem tíundaðar eru hér að ofan, hvort sem er innan veggja skólans eða utan. Stofnun slíkra félaga ber að miða að því að efla félagslíf skólans með heilsusamlegum og ábyrgum hætti. Skólafélag Menntaskólans á Akureyri og undirfélög þess einsetja sér það að vinna gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur hugsanlega verða fyrir.

bottom of page