top of page
Search

ÁRSHÁTÍÐINNI LOKIÐ

Ótrúleg veisla fór fram á dögunum en það var árshátíð Menntaskólans á Akureyri. Var hún sú veglegasta, enda ekkert sparað. Þema kvöldsins var geimurinn og tókst skreytingarnefnd vel upp við að lífga upp úr á íþróttahöllina. Herlegheitin hófust er fjórðu bekkingar löbbuðu inn í salinn og sungu tvær vel valdar ballöður. Dagskráin var sú besta en óvænta atriðið stóð uppúr, þar sem Adolf Ingi söng seiðandi lag í kvennmannsnærfötum. Er veislunni lauk hófst ball þar sem Nýdönsk lék fyrir dansi. Vímuefnalaus sungum við krakkarnir og skemmtum okkur hátíðlega er Björn Jörundur tók sín frægustu lög. Það má með sanni segja að stjórn Menntaskólans hafi rifið árshátíðina upp á hærra plan.


2 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page