Search
  • Skólafélagið Huginn

MA-INGAR VIKUNNAR

Að þessu sinni erum við með marga MA-inga vikunnar þar sem heil hljómsveit varð fyrir valinu. Það eru krakkarnir í Lopabandinu sem fá þennan heiður að sinni.  Þetta var fyrsta tónlistaratriði gærkvöldsins en þess má geta að söngkonurnar heita Eva Laufey og Rósa Ingibjörg. Hljómsveitin varð tveggja ára þann 16.11 eða Dag Íslenskrar tungu. Kamilla 16 ára píanó og þverflauta Tryggvi 17 ára gítar Breki 16 ára fiðla Sigrún 16 ára fiðla og víóla Diljá Dögg 16 ára þverflauta Hjörtur 16 ára slagverk Steinunn 16 ára fiðla og píanó Baldur 17 ára þverflauta Aldís 17 ára fiðla(var ekki viðstödd viðtalið) Gunnur 16 ára fiðla og rafmagnsbassi (var ekki viðstödd viðtalið) Hvernig byrjaði hljómsveitin?Kamilla: Það var kennarinn okkar í Brekkuskóla í 9 bekk sem hjálpaði okkar að skipuleggja fyrir hátíð í tilefni af Degi íslenskrar tungu í Síðuskóla.  Hún vissi að við vorum alveg sjö í bekknum sem spiluðu á hljóðfæri þannig hún stakk uppá að við æfðum eitt lag og spiluðum saman. Síðan þá hefur hljómsveitin haldið áfram,  stækkað og dafnað.  Við erum orðin svo mikið betri síðan þá, það er rosalegt! En hvernig bættust þá sem voru ekki í þessum bekk við?Kamilla: Það var yfirleitt þannig að ef við lentum í einhverjum vandræðum og vantaði einhver hljóðfæri töluðum við við einstaklinga sem spiluðu á þessi hljóðfæri fengum þau til að spila með okkur. Svo var bara svo frábært að hafa þau, að við leyfðum þeim ekkert að fara Baldur: Við fengum nú bara ekkert um það ráðið, okkur var bara addað í þetta. Hvaðan kom nafnið Lopabandið?Heyrist frá nokkrum: Óguð! Steinunn:Það var þannig að við unnum Brekkuvision og unnum í verðlaun myndatöku. Hann postaði þessum myndum á facebook þar sem við vorum öll í lopapeysum því þetta var mjög þjóðlegt atriði hjá okkur og það var einhver sem kommentaði eitthvað....? Kamilla: Neihei auglýsing fyrir lopa og band vá en sniðugt! Og við bara hey Lopabandið, okkur vantar nafn! Steinunn: Og svo bara festist það við okkur. Breki: Og við gátum ekki breytt því! Kamilla: Okkur var mikið strítt á því fyrst en núna erum við bara stolt af þessu nafni. Hvernig tónlist spilið þið?Kamilla: Í byrjun spiluðum við mest bara íslensk þjóðlög, eins og Kötukvæði, Vísur-Vatnsendarósa og eitthvað í þeim dúr. Núna upp á síðkastið höfum við verið að færa okkur meira út í poppið, en grípum samt ennþá reglulega í íslensku lögin. Það fer líka mikið eftir því hvar við spilum og hverjir eru að hlusta hvað við spilum. Fyrir útlendinga spilum við að mestu leyti bara íslenskt. Hvaða lag finnst ykkur skemmtilegast að spila?Kamilla: Hjálpa þér eftir að við sameinuðum Lopabandið inní það því það er svo fallegt. Og Fix You. Tryggvi: Sail með Awolnation. Breki: Fix You með Coldplay Sigrún: Ég ætla nú að segja Mash upið. Hvaða Mashup?Sigrún: Þetta sem ég útsetti Diljá: Mér finnst Vor í Vaglaskógi skemmtilegast. Baldur: Mér finnst skemmtilegast að spila Narcotic en ég er ekki ennþá búinn að fá Lopabandið í að spila með mér. Annars væri það Sail með Awolnation. Því þá er það eina sem ég geri er að standa uppá sviði og öskra. Hjörtur: Ég tek undir með Baldri því mig langar að spila þarna Narcotic lagið en annars Fix You Steinunn: Ég ætla Hjálpa þér og Fix you Sigrún: Má ég líka segja Hjálpa þér þar sem það er svona okkar lag *bendir á Kamillu og Steinunni* *Hægt er að sjá nokkur þessara laga hér að neðan Hvar spilið þið oftast?Kamilla: Helst á svona kaffihúsatengdum stöðum og svona túrismastöðum. Svo höfum við líka spilað mikið í Hofi og í Brekkuskóla.  En það er kannski svona mest í kringum Hof. Nei ég meina túrisma. Vá þetta er fjórði stjórnarmeðlimurinn sem talar við mig um Lopabandið í dag. Geta þau ekki haldið sig bara við einn? *allir hlæja* #viðelskumþessastjórn Hvar var eiginlega skemmtilegasta giggið ykkar? *Algjörþögn* Kamilla: Mér fannst ógeðslega gaman að spila fyrir framan Viking búðina í sumar. Við fengum svo rosalega mikið tips, útlendingarnir elskuðu okkur! Steinunn: Mér fannst líka geðveikt gaman að spila á Græna hattinum Allir: Já það var geðveikt Í hvað fór tipsið ykkar?Hjörtur: Það hefur ekki farið neitt ennþá. Kamilla: Það er heima hjá mér haha Hjörtur: Ég vil bara benda á það að þegar við spiluðum í Brekkuskóla, þá fengum við eitthvað! Steinunn: Heyrðu já ég er með gjafakort uppá pizzu heima! Hver útsetur lögin ykkar?Baldur: Bara þeim sem langar að útsetja Kamilla: Steinunn og Baldur hafa útsett svona flest. Hjörtur: Það hafa allir útsett lag í þessari hljómsveit nema ég. Og Gunnur. Ekkert ykkar segist vera söngvarinn í hljómsveitinni. Hvern fáið þið til að syngja með ykkur þegar þess þarf? Eva Laufey Eggertsdóttir í fyrsta bekk MA og Rósa Ingibjörg Tómasdóttir á öðru ári í VMA. Þær eru frábærar Hver er fyrirmynd ykkar í tónlist?Kamilla: Ed Sheeran er ógeðslega flottur, svona laid back með engin tilgerðarlæti. Og svo bara flottir þverflautuleikarar yfirhöfuð. Áshildur í Sinfíníuhljómsveitinni og fleiri. Tryggvi: Pass. Nei þú hlýtur að eiga þér fyrirmynd. Það eru til svo margir flottir gítarleikarar. Tryggvi: Ókey flottir gítarleikarar. Baldur: Skrifaðu bara Miley Cyrus Breki: Ég þarf að hugsa mig aðeins um Sigrún: Þetta er vandræðalegt, ég á mér enga svona sérstaka fyrirmynd en ég lít alveg rosalega upp til Guðmundar Óla, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar Diljá: Retro Stefson, þeir eru flottastir! Baldur: Heyrðu það er klárlega Biebmeistarinn Ha? Bípmeistarinn? Hver er það?Baldur: Justin Bieber. Hann kom með Swagið. Hann er ljósið í mínu tónlistarlegu myrkri og leiðir mig áfram. Hjörtur: Ég lít mjög mikið upp til upp til kennarans mín, Emil Þorra Einhver: Hann er meistarinn. Steinunn: Þuríður Helga Ingólfsdóttir Hver er það? Steinunn: Hún var í MA fyrir tveim árum. Sigrún: Það er örugglega líka fyrirmyndin mín Hafið þið einhverjar skemmtilegar sögur í tengslum við hljómsveitina?Steinunn: Einu sinni spiluðum við með engar nótur. Kamilla: Það er ekki bara einu sinni, það hefur gerst svo vandræðalega oft! Breki: Þetta er okkar helsta vandamál! Diljá: Hvernig var það nú þegar við spiluðum í safnaðarheimilinu? Þegar þú komst svo seint? Steinunn: Já ég var í skólanum og kom of seint Diljá: Og svo þegar við vorum komin öll uppá svið þá vantaði allar nóturnar! Fyrir hvað voruð þið að spila þá?Steinunn: Voru það ekki eldri borgarar? Kamilla: Nei, það var einhver kúaráðstefna! Allir: Jáá! Hahah Baldur: Ég held að það verði samt alltaf í persónulegu uppáhaldi þegar Hjörtur hvarf í tvo tíma. Steinunn: Afþví hann týndi kjuðunum sínum! Baldur: Hann leitaði út um allt Hof en fann þá ekki þannig hann tók strætó heim til sín, beið svo eftir strætó í hálftíma. Svo fór hann og keypti sé kjuða en kom samt ekki aftur fyrr en hálftíma eftir það. Svo á næstu æfingu þá fann hann kjuðana sína á bakvið bassamagnarana. Sigrún: Munið eftir því þegar við brutum gítar? Kamilla: Hvenær gerðist það? Sigrún: Í Brekkuskóla í útskriftinni, hann hékk uppá vegg og hann datt niður og brotnaði Kamilla: Jáá ég man. Hverjar eru verstu aðstæður sem þið hafið þurft að spila við?Sigrún: Þegar við vorum að spila úti og það var rosalega hvasst og nóturnar voru alltaf að fjúka! Það var í sumar á 150 ára afmæli Akureyrar Ætlið þið að taka þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna? Umræður sem enda á þessu svari Baldur: Við erum að velta þessu fyrir okkar. En Viðarstauk og Stiðarvauk?Baldur: Heyrðu það fer nú allt eftir því hvort það verður. Stjórn Tóma hefur ekki alveg verið að standa sig. Pínu hræsni kannski þar sem ég var í stjórninni í fyrra. Einhver lokaorð?Kamilla: Við höfum tekið rosalega góðum framförum á síðastliðnum tveim árum og það hafa  margir frábærir einstaklingar, komið inní hljómsveitina og við vonum að þetta haldi áfram að vera svona frábært. Sigrún: Get Ready MA We Are Going To Rock Your World!! Mash-Up með LopabandinuVor í VaglaskógiHjálpa þér

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri