top of page
Search

ÍGRUNDUNARDAGURINN 29. FEBRÚAR



Hefð hefur verið fyrir því að Menntaskólinn á Akureyri sé lokaður 29. febrúar. Fyrir einhverjum hlaupárum síðan skrifaði þáverandi skólameistari, Tryggvi, undir plagg sem ber titilinn "Hvíldardagur". 


Fulltrúar Huginsstjórnar gáfu sig á tal við Jón Má og veltu fyrir sér hvort hefðin væri ekki í gildi ennþá.  Jón Már var fylgjandi því svo lengi sem það væri vilji nemenda. Því var fallist á það að nemendur þyrftu að safnast saman í Gamla skóla og sýna deginum stuðning með söng. Einmitt það gerðu nemendur í dag. Á slaginu 10 kom Jón Már loks af kaffistofunni og ávarpaði hópinn, sem taldi svo gott sem 730 manns. Hann samþykkti þessa ósk nemenda en í leiðinni kom hann því á framfæri að honum finndist ekki rétt að kalla þetta hvíldardag, fólk á menntaskólaaldri þyrfti ekki hvíldardag. Þetta væri frekar dagur til að ígrunda og hugsa um námið, lífið og tilveruna. 


Til að gera langa sögu stutta þá fellur kennsla niður næstkomandi mánudag, 29. febrúar. Þess ber að geta að ígrundunardagurinn nær ekki bara til nemenda en skólahúsin verða lokuð og ekki hægt að ná á kennurum, nema þá mögulega með tölvupósti.

Njótið nú og nýtið daginn vel.

4 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page