Search
  • Skólafélagið Huginn

VIÐBURÐIR SÍÐASTLIÐNA VIKU

Síðastliðin vika hefur verið ansi viðburðarík, svona miðað við venjulega viku í MA. Á föstudaginn fór um það bil 70 manna hópur í rútu til Reykjavíkur en tilgangur ferðarinnar var að fylgjast með og styðja strákana okkar í Gettu Betur. Á leiðinni suður voru stífar klappæfingar og lög samin um keppendur undir stjórn Öldu, Telmu og Íseyjar. Þeir sem fylgdust með keppninni í sjónvarpi gátu með sanni sagt að klapplið MR átti ekki sjéns í okkar fólk. Keppninni lauk 19-31 og MA beið lægri hlut, en þrátt fyrir það erum við afskaplega stolt af þeim Erni Dúa, Jóhanni Viðari og Jóhanni Ólafi. Eftir keppnina tók svo við heimferð með stuttu stoppi á KFC og voru ferðalangarnir komnir til Akureyrar um fjögurleytið á laugardagsmorgni. Þrátt fyrir að hafa ferðast allann daginn létu nokkrir strákanna það ekki fá og sungu viðstöðulaust í þrjá tíma, öll þau lög sem þeir kunnu. Samferðamönnum þeirra fannst þetta ansi fyndið í fyrstu en þegar líða tók á annan klukkutímann voru flestir í kringum þá sofnaðir. Á mánudeginu var bolludagur eins og alþjóð veit og gaf stjórnin bollur í frímínútum. Það vakti mikla lukku og runnu þær ljúflega niður. Á miðvikudeginum var öskudagur en MA-ingar fá ekki frí í skólanum til að fara syngja fyrir nammi eins og grunnskólanemar bæjarins. Þess í stað komu allir saman á sal og höfðu gaman saman. Byrjað var á einstaklingsbúningskeppni og bar fyrstubekkingurinn Pálmi John Price sigur úr býtum sem maður í rúmi með konu. Í bekkjarkeppninni vann 4.F með búningana sína en þau voru strokubörn á www.mbl.is. Eftir þetta var kötturinn sleginn úr tunnunni og farið í limbó. Svo var endað á einu klassísku öskudagslagi. Bjarnastaðabeljunum. Í dag var svo dansað löngu frímínútum. Tilefnið er alheimsbylting sem kallast Milljarður rís gegn ofbeldi. Tilgangur þessarar byltingu er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi um allann heim. Klukkan 12:15 í dag mun milljarður fólks standa fyrir viðburðum um allann heim. Í Hörpu og Sjallanum mun vera dansað og kom fram hugmynd um að MA-ingar ættu að hittast í Kvosinni og dansa. Hins vegar eru flestallir í mat eða tíma á þannig slegið var upp dansveislu í löngufrímínútum í dag undir stjórn Hólmfríðar íþróttakennara og aðstoðarmanna hennar.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri