Search
  • Skólafélagið Huginn

VIÐARSTAUKUR 2015


TóMA ætlar að halda Viðarstauk í Kvosinni kl. 20:00 þann 28. apríl! Viðarstaukur er tónlistarkeppni þar sem bæði hljómsveitir og einstaklingar geta tekið þátt. Við verðum með þrjá flotta dómara og efstu þrjú sætin hljóta veglega vinninga! Ekki þarf að vera MA-ingur til að mega taka þátt, en þó þarf a.m.k. helmingur flytjenda hvers atriðis að vera þess eðlis.


Þú getur skráð þig í keppnina með því að senda póst á toma@ma.is. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um það hvaða lag/lög þeir vilja spila (hámark 3 lög á atriði), hverjir ætla að spila það/þau, og hvaða búnað þarf til að flytja þau (t.d. míkrófóna og magnara). Við hvetjum alla til að vera óhræddir við að skrá sig, það þýðir ekkert að þora ekki.

Ef spurningar vakna þá má alltaf hafa samband við stjórn TóMA, t.d. á toma@ma.is.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri