Search
  • Skólafélagið Huginn

VIÐ ERUM KOMIN Í SJÓNVARPIÐ!Þau Jóhann Ólafur, Helga Þórs og Sindri Þór tryggðu MA í kvöld sæti í 8. liða úrslitum Gettu Betur. Þetta var síðasta keppnin sem fer fram í útvarpinu, þar sem 8 liða úrslitin verða sýnd á RÚV. Fyrsta keppni verður haldin miðvikudagskvöldið 28. janúar. MA vann lið FÍV með 14 stigum, eða 29-15.


Aðrir skólar sem eru komnir áfram eru FS - Fjölbrautaskóli Suðurnesja FG - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og FVA - Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi.


Síðustu viðureignirnar í 16 liða úrslitum fara svo fram annað kvöld og þá verður hægt að draga í umferðir í 8 liða úrslitunum.
0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri