top of page
Search

FRAMBOÐSLISTI FYRIR FORSETA UNDIRFÉLAGA OG ANNARA EMBÆTA


Hérna má sjá frambjóðendur til forseta undirfélaga og annara embæta. 



Ritstýra Munins


Teresa Regína Snorradóttir


Kæru samnemendur, 


Ég heiti Teresa Regína Snorradóttir og ég gef kost á mér í embætti ritstýru Munins. 

Muninn blaðið er MA-ingum afar kært, enda innheldur það helstu fréttir skólans, heldur utan um minningar, segir frá félagslífinu innan skólans, auk annara skemmtilegra þátta. Muninn blaðið er afar dýrmæt hefð og því verður að viðhalda á sem allra besta hátt svo það glati ekki eiginleikum sínum. Mig langar að viðhalda velgengni skólablaðsins ásamt því að betrumbæta það á sem allra besta máta. 

Mitt markmið fyrir skólablaðið er að að blaðið verði fjölbreytt, litríkt og skemmtilegt. Mig langar að fjalla um ýmsa hluti sem ekki hefur verið fjallað um áður. Eins og allskyns uppátæki og einnig fjalla um líðan hjá nemendum skólans. Ég vil að allir fái tækifæri á að koma sínum hugmyndum á framfæri með möguleika á umfjöllun og birtingu í blaðinu.

Ég bið nemendur skólans að kjósa mig þar sem ég er afar metnaðarfull, skipulögð, hugmyndarík og ákveðin, ásamt því að vera með mikla sköpunargáfu. Mig langar að vera partur af þeirri heild sem viðheldur hefðum og einkennum MA sem okkur öllum eru svo kær.

Að lokum þá væri það mér sannur heiður að verða ritstýra Munins og vera bæði blaðinu og ykkur MA-ingum fjær og nær til sóma og ég er tilbúin að leggja blóð, svita og tár fyrir okkar elskulega og dýrmæta skólablað. 


Xoxo – Teresa 



Elísabet Alla


Kæru menntskælingar!


Ég heiti Elísabet Alla og er í 2.F og hef ég ákveðið að bjóða mig fram í embætti ritstýru, okkar ástsæla skólablaðs, Munins. Ég held að ég tali fyrir hönd okkar flestra þegar ég segi að við munum koma út úr þessum skóla full af minningum og söknuði og því er Muninn tilvalinn vettvangur til þess að líta aftur til gamalla tíma, þegar við munum öll sakna MA. 

Undarfarin ár hef ég orðið vitni að góðri vinnu við gerð blaðsins, en nú er tími til að gera enn betur. Ég veit fyrir víst að það má finna endalaust af hæfileikaríkum nemendum í Menntaskólanum á Akureyri og tel ég að Muninn muni einkennast af verkum þeirra, hvort sem það sé á sviði ljósmyndunar, textasmíða eða einhverju gjörólíku. Húmor, tíska, samstarf við nemendur, sem og nýjar og spennandi hugmyndir munu prýða blaðið og tel ég mig hafa þá faglegu hæfni sem þarf til þess að gegna þessu mikilvæga embætti.

Ef þið viljið eftirminnanlegt og geggjað skólablað þar sem hæfileikar nemenda skólans fá að njóta sín mæli ég hiklaust með að setja X-Elísabet í ritstýru Munins<3



Katla Tryggvadóttir



Kæru samnemendur, komið þið margblessuð og sæl! Katla Tryggvadóttir heiti ég og er nemandi í 1. A . Ég gef kost á mér í embætti ritstýru Munins skólaárið 2020-2021. Stjórnendum skólablaðsins hefur tekist vel með blöðin í gegnum árin. Ég vil viðhalda því góða gengi og leggja mitt af mörkum til að tryggja okkar ástkæra Muninn bjarta framtíð. Það sem ég lít á sem eitt mikilvægasta markmið Munins liggur í raun í orðinu “skólablað”. Þá á ég við að blaðið skuli leitast við að ná til alls skólans og að það sé jafnframt málgagn allra nemenda. Ég vil leggja áherslu á að efla samfélagsmiðla félagsins til að auðvelda nemendum að hafa áhrif á innihald blaðsins. Vissuð þið að Muninn kom fyrst út árið 1927? Það þýðir að blaðið er hátt í hundrað ára! Það er ekki bara hár aldur fyrir skólablað heldur líka fyrir tímarit á Íslandi. Muninn er með öðrum orðum mikilvæg arfleifð og rétt eins og veggir Gamla skóla geymir hann sögur menntskælinga. Mér finnst mikilvægt að Muninn haldi áfram að skrá þessar sögur. Kjósið mig í ritstýru svo ég megi stuðla að því að sögurnar okkar - sem eru svo margar, fallegar og skemmtilegar - fái að vera partur af þessari merku arfleifð. Setjið X við Kötlu í ritstýru.



Forseti LMA


Eik Haraldsdóttir



Kæru samnemendur og vinir 

Ég heiti Eik Haraldsdóttir og er í 2.F. á tónlistarbraut. Ég vil gefa kost á mér í forseta leikfélags Menntaskólans á Akureyri.  Ég hef lengi haft áhuga á leikfélaginu og fékk þann heiður að taka þátt í uppsetningum síðustu tveggja ára, Útfjör og Inn í skóginn, og varð ég ástfangin af þessu frábæra félagi.

LMA er einn stærsti þáttur í félagslífinu í Menntaskólanum, ef ekki sá stærsti, og getur enginn neitað því að uppsetningar leikfélagsins eru stórfenglegar. Leikfélagið heldur líka spunanámskeið fyrir áhugasama og keppir fyrir hönd MA í Leiktu betur sem ég vil vekja meiri áhuga á.

LMA er ekki bara leikfélag, heldur félag stútfullt af metnaðarfullu og hæfileikaríku fólki kemur saman til að skapa frábæra sýningu. LMA tekur fólk að sér og kennir þeim ekki bara að koma fram, syngja, dansa, spila, smíða, sauma, hanna, mála og farða heldur einnig að sýna metnað, umburðalyndi og kynnst fullt af flottu og skapandi fólki.

Ég vil gefa kost á mér í forseta leikfélags Menntaskólans á Akureyri af því að ég leiða leikfélagið og nýja stjórn með það að markmiði að  félagið blómstri og taki vel á móti öllum þeim sem hafa metnað og áhuga. 

Endilega settu X við Eik í forseta leikfélagsins og setjum upp bestu sýningu LMA árum saman.



Forseti Málfundafélagsins


Sóley Brattberg Gunnarsdóttir



Kæru MA-ingar, komiði blessuð og sæl. Ég heiti Sóley Brattberg Gunnarsdóttir og er á náttúrufræðibraut, nánar tiltekið í 1.T. Ég gef kost á mér í embætti forseta Málfundafélagsins.

Ég fékk þann heiður að vera í skuggaliði MORFÍs á skólaárinu sem er að líða og gjörsamlega heillaðist bæði af keppnunum og vinnunni sem lögð er í þær sem og félagslífinu sem umlykur Málfó. Bæði lærði ég ótrúlega mikið og eignaðist vini út lífið sem ég er þakklát fyrir. Ástæðan fyrir að ég býð mig fram í forseta Málfundafélagsins er sú að ég vil leggja mitt af mörkum til þess að gefa öðrum sömu upplifun og kynna bæði MORFÍs og Gettu betur fyrir komandi MA-ingum. Þetta er nefnilega auk þess að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt algjörlega skotheld leið að félagslífi MA, sem mér finnst mikilvægt að fleiri fái að kynnast.

Mér finnst mér bera skylda að endurgreiða Málfó greiðann sem það gerði mér þegar ég var kynnt fyrir starfi þess með því að halda áfram að rækta félagið og leyfa fleirum að kynnast því. 


Setjið X við Sóleyju í forseta Málfó<33


Björn Gunnar Jónsson



Góðan daginn, Björn Gunnar Jónsson heiti ég (öðru nafni Bjössi Lax) og ég ætla að gefa kost á mér til forseta Málfundafélagsins. Alveg síðan ég byrjaði í MA hef ég gefið mig að Málfundafélaginu og störfum félagsins. Ég var í skugga liði MORFÍs tímabilið 2018-2019 og tók því þátt við undirbúning hverrar keppni fyrir sig. Með þessari reynslu öðlaðist ég kærleik í garð félagsins og tók þátt að fremsta magni við hvert tækifæri sem gafst. Ég var í MORFÍs liði skólans í ár og tók þar með dyggan þátt í þeirri mikilvægu starfisemi sem málfundafélagið er að sinna. Ég mætti einnig á allar Gettu Betur keppnir á þessu tímabili og öskraði úr mér lungun í fagnaðarlætunum. Ég tel að starfið sem Málfundafélagið er að vinna sé gríðarlega mikilvægt og byggir ýmist upp gagnrýna hugsun, ritfærni, almenna þekkingu og mikinn vinskap. Ég tel að með minni reynslu af félaginu þá get ég eflt félagið til muna og gert það sýnilegra en nokkru sinni fyrr. Áhugi minn á þeim ýmsu störfum sem málfundafélagið er að vinna að hefur ekki dvínað og því bið ég ykkur kæru menntskælingar að kjósa viturlega og setja X við Bjössa Lax í Forseta Málfundafélagsins


Forseti PríMA

Lovísa Mary Kristjánsdóttir 



Ég heiti Lovísa Mary Kristjánsdóttir og er í 2.H. Ég býð mig fram sem formann dansfélagsins eða PríMA fyrir næstkomandi skólaár. 

Ég var í PríMA stjórn á líðandi ári og hafði mjög gaman af því og var ég alltaf mjög virk í öllum viðburðum og starfsemi félagsins. Á seinasta skólaári efluðum við félagið og gerðum nýja skemmtilega hluti. Ég vil ég halda þeirri stefnu áfram og vil ég líka gera þau plön að veruleika sem urðu ekki úr vegna samkomubannisins. Til dæmis að halda PríMA bikarinn, PríMA samkvæmi og vera með fleiri viðburði í löngu.

Ég hef æft dans í 9 ár og verið í fjölmörgum sýningum og tel ég mig vera mjög hæfa í að sinna hlutverkinu vel. Ég vil gera næsta skólaár að gríðarlega skemmtilegu PríMA ári.


X- við Lovísu í formann dansfélagsins

Sunneva Kjartansdóttir



Jú sælir kæru samnemendur


Sunneva Kjartansdóttir heiti ég og er í 2. A. Ég býð mig fram sem Forseta PríMA 2020-2021. 

Þó ég hafi vissulega ekki verið í príma stjórn líðandi árs þá dáist ég að þessu félagi og hef verið í tveimur dönsum í príma atriðinu bæði árin mín. Ég hef verið að æfa dans í 12 ár og kennt hann í 3 ár. Einnig hef ég tekið að mér nokkur dansverkefni innan skólans t.d. samdi ég stjórnaratriðið á söngkeppninni;) og var annar danshöfundur LMA fyrir Inn í skóginn.

Ég er nú þegar komin með þónokkrar hugmyndir meðal annars fyrir árshátíðaratriðið, ratatosk og góðgerðarvikuna. 

En já, love to dance. Lofa að gera eitthvað gott með þetta félag!


X- við Sunnevu!


Forseti ÍMA


Atli Snær Stefánsson



Atli Snær Stefánsson heiti ég og er í 2.I. Ég ætla að gefa kost á mér í stöðu formanns Íþróttafélags Menntaskólans á Akureyri.

Fyrsta árið mitt í skólanum var ég í ÍMA og tel ég mig hafa reynslu í þessu jobbi (shoutout Hilli ex formaður ÍMA).

Stærri viðburði og mót? Gjafaleikir og veislur? Grill, djús og strandblak í kjarna? Ferð í Hlíðarfjall? Óhefðubundin mót t.d. Dodgeball, píla, borðtennis, esport, bekkpressukeppni, squally eða spikeball? Og ofc klassísku fössaramótin. Ekki málið !

Ssshhh færð að vita fleiri hugmyndir ef að þú kýst rétt

Tíu fingur upp til guðs að þessi önn verði veisla

X-Atli í formann ÍMA

Forseti TóMA

Íris Orradóttir



Sælir kæru MA-ingar nær og fjær.

Ég heiti Íris og gef kost á mér sem formann Tónlistarfélagsins. 

Tónlistarlíf MA hefur heldur betur blómstrað þetta skólaárið og átt mikilvægan þátt í félagslífinu. Sjálf fékk ég að vera meðstjórnandi með 6 öðrum meisturum í TóMA og hefur árið hjá okkur aldeilis verið viðburðarríkt. Nú vil ég taka við keflinu sem formaður og lofa ég halda uppi stuðinu, virkja og hvetja tónlistarmenn skólans til þáttöku og veita nemendum og starfsfólki toppafþreyingu. 

Góðar stundir, smellið x á Írisi ;)

Forseti FemMA



Ég heiti Margrét Embla og ætla að bjóða mig fram sem forseta FemMA. Ég er að fara á annað ár á náttúrufræðibraut en ég kláraði fyrsta bekk vorið 2019. Ég var ekki í Menntaskólanum á Akureyri síðastliðið skólaár heldur var ég í skiptinámi í Brasilíu.  Þar lærði ég margt sem er ekki hægt að læra á skólabekk en kemur engu að síðar að góðum notum. 

Við njótum öll góðs af því að markvisst er verið að vinna gegn kynjamismunun á Íslandi en ekki eru allar þjóðir jafn heppnar. Í Brasilíu upplifði ég mismun aðeins vegna þess að ég er fædd stelpa en ekki strákur, því miður er það raunveruleika stelpna um allan heim. FemMA er því mikilvægt félag til að sporna við misrétti gagnvart nemendum Menntaskólans á Akureyri. 

Ég er skipulögð, jákvæð og með opið hugafar sem eru allt kostir í þetta embætti. Ég er tilbúin að leggja mitt að mörkunum til að tryggja jafnrétti og öryggi allra innan veggja skólans. 


Setjum x við Margréti í forseta FemMA!


Forseti umhverfisnefndar

Júlía Birna



Komiði sæl kæru samnemendur.

Ég heiti Júlía Birna og er í 2. I og ég er að bjóða mig fram sem forseta umhverfisnefndar skólaárið 2020-2021.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að hugsa vel um jörðina okkar og umhverfið. Það vita flestir hvernig ástandið er á jörðinni í dag en við getum öll hjálpast að og lagt okkar að mörkum til þess að bæta það. MA er umhverfisvænn skóli en ég er með margar hugmyndir til þess að gera ennþá betur og gera það skemmtilegt. 


Tveir fulltrúar í skólaráð

Engin tilnefning

Fulltrúi skólanefnd

Engin tilnefning



Tveir fulltrúar í Jafnréttisráð (einn af hvoru kyni)


Margrét Unnur 



Heilir og sælir elsku MA-ingar.

Margrét Unnur heiti ég, er á félagsfræðibraut, og býð mig fram sem fulltrúa í jafnréttisráðið í skólanum okkar.

Ég er nýkomin heim frá Costa Rica þar sem ég var skiptinemi síðastliðið skólaár. Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur í elsku skólanum okkar og leggja mitt af mörkum til að gera MA að þeim skóla sem við viljum að hann sé. Þar held ég að þátttaka mín í jafnréttisráðinu geti aðeins haft jákvæð áhrif á þá stefnu sem við viljum taka með skólann. Jafnrétti hefur alltaf verið mér afar mikilvægur þáttur í því samfélagi sem við búum í og eftir að hafa búið í Costa Rica hef ég áttað mig á því að jafnrétti er ekki eitthvað sem við fáum upp í hendurnar, sama hvort um sé að ræða til dæmis jafnrétti kynja, kynhneigðar, kynþáttar eða félagslegrar stöðu þá þarf alltaf að berjast fyrir jafnréttinu og er ég tilbúin að leggja það á mig til þess að það verði sem mest jafnrétti innan veggja skólans okkar.

Ég vona því að þið setjið X við mig, Margréti Unni, sem fulltrúa nemenda í jafnréttisráðið.

Laust fyrir strák


Fulltrúi hagsmunaráð tilvonandi annars bekkjar

Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir



Kæru samnemendur ég heiti Sigurbjörg Halldóra, ég er í 1.X og sækist eftir því að verða fulltrúi annars bekkjar í hagsmunaráði næstkomandi skólaár. 

Ég sat í skólaráði í grunnskóla, hef verið fulltrúi Vesturlands í Ungmennaráði Samfés síðastliðin tvö ár og lík setu minni þar í haust, auk þess tók ég þátt í ungmennaþingi alþingis og hélt þar ræðu um kynjajafnrétti. Það sem seta mín í þessum ráðum hefur gefið mér og ég gæti nýtt í hagsmunaráði, er að ég er vön að tala fyrir hönd ungmenna og finnst mér mjög mikil vægt að mál þeirra komist á framfæri. Ég er tilbúin að leggja mig alla fram í þetta verkefni enda er það allra mikilvægast að öllum líði vel innan veggja menntaskólans. 

Með ósk um stuðning ykkar kæru MA-ingar 

Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir

Birgitta Rún 



Sælir kæru samnemendur, 

Ég heiti Birgitta Rún og er að klára mitt fyrsta ár á náttúrufræðibraut. Ég er að gefa kost á mér sem fulltrúi tilvonandi annars bekkjar í hagsmunaráð næstkomandi skólaár.

Mig langar að taka virkan þátt í lífi skólans og tel ég hagsmunaráð spila stóran hlut í því. Sem nemendur myndum við skólann og ættu hagsmunir okkar því að vera í forgangi. Ég vil leggja mitt að mörkum til að sú sé raunin og að samnemendum mínum líði sem allra best innan veggja skólans.

Ég tel mig fullhæfa til að koma varfærnismálum samnemenda minna á framfæri.

Halldóra Dögg Sigurðardóttir



Halldóra heiti ég og er í 1. H en ég ætla að bjóða mig fram sem fulltrúa annars bekkjar í hagsmunaráð.

Ég treysti mér fullkomlega í að tala fyrir hönd næstkomandi annars bekkjar með hagsmuni okkar nemanda að leiðarljósi. Seinasta skólaár hefur verið ótrúlega skemmtilegt en á sama tíma afar krefjandi. Nú þegar þjappað hefur fjagra ára námi í þrjú ár krefst mikillar samvinnu nemenda og skólastjórnar í átt að sátt og samlyndi því í Menntaskólanum á Akureyri fer ekki bara fram bóklegt nám, við nemendur sem einstaklingarr fáum að dafna og láta ljós okkar skína, við lærum á bókina sem og lífið.  

Ég er óhrædd við að segja mínar skoðanir og fæ illt í hjartaf ef brotið er á hagsmunum okkar nemenda. Svo tel mig fullkomlega tilbúna að takast á við starf hagsmunaráðs í átt að betri upplifun allra nemenda.

Settu X – Halldóra við fulltrúa 2. Bekkjar í hagsmunaráði, þú munt sko ekki sjá eftir því!


Hagsmunaráð tilvonandi þriðja bekkjar

Jóhanna Ragnheiður Sigurbjörnsdóttir



Sæl, kæru samnemendur ég heiti Jóhanna Ragnheiður Sigurbjörnsdóttir og er á Náttúrufræðibraut. Ég er að bjóða mig fram í fulltrúa þriðja bekkjar í hagsmunaráð fyrir komandi skólaár.

Ég hef lengi viljað að fara í þetta ráð vegna þess að það er svo mikilvægt að öllum líði vel í skólanum og að ekki sé verið að brjóta á hagsmunum okkar sem gerist alltof oft. Ég sem nemandi á náttúrufræðibraut á nýju þriggja ára kerfi þekki mjög vel of mikið álag. Kvíðinn á það til að koma einu sinni og einu sinni ef álag er of mikið, þá er svo gott að heyra í hagsmunaráði og sérstaklega ef það er brotið á þér. 

Ég ætla því að gefa kost á mér fyrir hönd ykkar sem fulltrúi þriðja bekkjar í hagsmunaráð

Elvar Fossdal



Sæl

Ég, Elvar Fossdal býð mig fram í stöðu fulltrúa þriðja bekkjar fyrir næsta skólaár, ég sit núna í stöðu fulltrúa annars bekkjar og vil halda áfram að þjóna samnemendum mínum með því að halda áfram í hagsmunaráði ( þrátt fyrir niðurlægjandi tap mitt á miðvikudaginn.) Ég vil halda áfram að sjá til þess að MA sé öruggt umhverfi fyrir alla, án undantekninga.



160 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page