Search
  • Skólafélagið Huginn

TÓNLEIKAR Í KVOSINNI Í KVÖLD!

Það er loksins komið að því.... Stórtónleikar tónlistarfélagsins TóMA eiga sér stað og koma þar fram hljómsveitir sem eru að tröllríða tónlistarsamfélaginu á Íslandi um þessar mundir. Agent Fresco, Bróðir svartúlfs og Vicky koma norður og stíga á stokk í Kvosinni, MA og það ætti ENGINN að láta það tækifæri fram hjá sér fara! Miðaverðið er 1000 kr og miðar eru seldir við hurð. Húsið opnar kl 19:30 og vert er að nefna að strákarnir í Tyrfing, sem unnu Viðarstauk, hljómsveitarkeppni MA munu, hita upp rétt fyrir tónleikana. Tónleikarnir sjálfir byrja síðan kl. 20:00! Troðfyllum Kvosina og njótum þess að geta farið á almennilega tónleika í skólanum! Kveðja TóMA

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri