Search
  • Skólafélagið Huginn

STÓRA REYKELSISMÁLIÐ

Starfsmenn jafnt sem nemendur skólans hafa undanfarið orðið varir við ærið grunsamlega reykelsislykt í húsinu. Bendir það til að í skólanum gangi laus samviskulaus hrotti - glæpamaður sem svífst einkis. Ekki er þó ljóst hvort um einn bíræfinn aðila eða svæsið glæpagengi er að ræða. Fnykurinn sem fyllir vit nemenda hefur ekki enn verið efnagreindur, en Sigurður Bjarklind er kominn í málið og niðurstöður munu liggja fyrir von bráðar.  Nemendur hafa sést ráfa umkomulausir um ganga skólans í reykelsisvímu og því er talið að reykelsin innihaldi ólögleg fíkniefni. Einnig eru getgátur um tengsl á milli hárrar fallprósentu í prófatíð og eiturgufanna. Húsverðir skólans hafa lagt nótt við dag við að upplýsa glæpinn en á tímabili var ungur piltur grunaður um athæfið. Pilturinn reyndist saklaus og hefur verið sleppt úr varðhaldi.

Ljóst er að þetta ástand verður ekki liðið til lengdar þar sem reykelsi eru með öllu bönnuð innan veggja Menntaskólans á Akureyri. Ef einhver telur sig sekan um athæfið er sá hinn sami beðinn um að gefa sig fram hið snarasta.


0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri