Search
  • Skólafélagið Huginn

SKRÁNING Í PRIMA BIKARINNSkólafélagið Huginn og Dansfélag Hugins, PríMA hafa ákveðið að endurvekja PríMA bikarinn sem er freestyle danskeppni en keppnin var síðast haldin árið 2012. PríMA bikarinn verður haldinn 13. maí næstkomandi í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Keppt verður í bæði einstaklings og hópaflokki og skiptast flokkarnir í 7. - 10. bekk í grunnskóla og svo í  1. bekk í menntaskóla og uppúr. Sviðið sem kept verður á er 6x8 metrar á stærð. Dansarar eiga að semja dansana sína sjálfir en ekki með hjálp kennara eða annara. Þáttökugjald er 1000 krónur á hvern þáttakanda. Tímalengd í einstaklingsflokki er 2 mínútur og í hópaflokki er tímalengdin 3 mínútur. Athugið að ekki er leyfilegt að nota reykvél í atriði. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Dómarar og kynnar verða tilkynntir síðar. Ef að keppendur sem að eru ekki frá Akureyri vantar gistingu stendur þeim til boða að gista í MA á kostnaðarverði. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á svandis@nett.isog einnig á að senda lögin sem að keppendur ætla að dansa við á hana.


Skráning fer fram í linkunum hér að neðan


Grunnskólar

Einstaklingsflokkur

Hópaflokkur


Framhaldsskólar

Einstaklingsflokkur

Hópaflokkur0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri