Search
  • Skólafélagið Huginn

SKIPTIBÓKAMARKAÐUR HAGSMUNARÁÐS

Eins og undanfarin ár stendur hagsmunaráð fyrir sínum árlega skiptibókamarkaði í byrjun skólaársins og að sjálfsögðu verður engin breyting á þetta árið. Fyrir þau ykkar sem ekki vita, þá gengur skiptibókamarkaðurinn út á það að nemendur geti selt og keypt skólabækur án þess að þriðji aðili hafi gróða af. Með öðrum orðum þá fá nemendur þann pening sem fæst fyrir selda bók, beint í vasann en ekki í formi inneignarnótna eins og tíðkast í bókabúðum. Næstkomandi mánudag verður tekið á móti bókum í kvosinni milli kl. 16:15 og 19:00 og sjálfur markaðurinn verður svo eftir skóla á þriðjudag og miðvikudag. Ég hvet ykkur því eindregið öll til þess að koma með gamlar bækur til okkar á mánudaginn svo að við getum gert skiptibókamarkaðinn veglegan og losnað við óþarfa peningaplokk þriðja aðila.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri