Search
  • Skólafélagið Huginn

SKÓLASETNING


Í dag var skólinn settur í 135. skipti. Alls eru 745 nemendur á skrá, en þar af eru 230 nýnemar.

Eins og Jón Már talaði um á setningunni er MA skóli sem leggur áherslu á að ábyrgðin sé á nemandanum. Þess vegna mælum við með því að nemendur reyni að klára allt heimanámið sitt í skólanum, svo þeir geti farið heim og hugsað um eitthvað annað. Skólinn er opinn fyrir alla nemendur til klukkan 10 á kvöldin og þess vegna er kjörið tækifæri að nýta sér þær fyrir lærdómshittinga. 


Það var Fannar Rafn konsertmeistari sem spilaði undir á meðan fólkið kom sér fyrir, síðan tók ræða skólameistara við en Freyja Steindórsdóttir og Heilagur Tumi enduðu setninguna með því að taka tvö lög. Þau stóðu sig öll að sjálfsögðu mjög vel, enda ekki við öðru að búast.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri