Search

Söngkeppni MA 2021

Þann 2. febrúar var Söngkeppni MA haldin hátíðleg í kvosinni. Ellefu atriði stigu á svið og stóðu sig öll með glæsibrag. Atriði kvöldsins í réttri röð voru svona:


Arna Rún - You Know I´m No Good.

Þröstur Ingvars - Don´t Look Back In Anger.

Kolbrún María og Júlía Birna - Breaking Free.

Jóna Margrét - Alone.

Athena Lind - Impossible.

Hrefan Loga - Motion Sickness.

Laufey Lind og Snæfríður Dögg - Dear Happy.

Hreinn Orri, Örvar Óðins, Einar Ingvars og Kári Gauta - When I Was Your Man.

Strákarnir í AmMA - Misty Mountains.

Þormar Ernir og Þorsteinn Jakob (TOR) tóku frumsamda lagið Haltu mér, Slepptu mér.

Eik Haralds - Like A Star.Í dómarahléinu steig sigurvegarinn frá því í fyrra, Brynjólfur Skúla, á svið og tók lagið Presley.

Á eftir Brynjólfi stigu skipuleggjendur keppninnar, stjórn Hugins og stjórn TóMA, á svið og dönsuðu fyrir áhorfendur svakalegann dans. Segja má að dansinn hafi verið aðalnúmer kvöldsins enda byrjuðu stífar æfingar tveimur vikum fyrir keppni ;)


Dómarar keppninnar voru þau Árni Beinteinn, Kristinn Óli Harðarson og Þórdís Björk.

Eftir dómarahléið voru úrslitin tilkynnt en þriðja sætið tóku þeir Þormar og Þorsteinn. Jóna Margrét hreppti annað sætið og sigurvegari Söngkeppnar MA 2021 var okkar Eik Haralds sem mun svo keppa fyrir hönd MA í söngkeppni framhaldsskólanna þegar fram líða stundir. Á heimasíðu Hugins fór einnig fram kosning um vinsælasta atriðið þegar öll atriði höfðu lokið sér af en þeir Hreinn, Örvar, Einar og Kári báru sigur úr býtum þar.


Kynnar í ár voru þær Daney Eva Ómarsdóttir og Kolbrún María Garðarsdóttir og stóðu þær sig með prýði allt kvöldið.


Húsbandið að þessu sinni skipuðu þau Hrefna Logadóttir (gítar), Matiss Leo Meckl (trommur), Óskar Máni Davíðsson (bassi), Styrmir Þeyr Traustason (hljómborð) og Þorsteinn Jakob Klemenzon (gítar). Gaman er að segja frá því að fjögur af fimm í þessu bandi eru í 1. bekk og því verða nóg af hæfileikum í skólanum næstu árin.Venjulega er keppnin haldin í Hofi og fullt af fólki mætir og horfir á en að sökum Covid var það ekki hægt í ár. En að sjálfsögðu var leyst úr því og sett var upp stóra sviðið í kvosinni, HS kom til bjargar og haldið var þetta magnaða show. Keppnin heppnaðist ótrúlega vel og við Huginn og TóMA erum mjög þakklát fyrir alla sem komu að henni á einhvern hátt.

Linkur á livestream-ið: https://www.youtube.com/watch?v=2f8SJFmMb74&t=112s7 views0 comments

Recent Posts

See All
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri