top of page
Search

RATATOSKUR 2018

RATATOSKUR 2018

Velkomin á þemadagana Ratatosk sem verða haldnir þriðjudaginn 20. og miðvikudaginn 21. mars! Til að fá mætingu í þessa tíma þarf að mæta á fjögur námskeið og fá miða á námskeiðunum sem staðfestir mætinguna. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og hafa gagn og gaman af! Námskeiðin hefjast kl. 10 fyrir hádegi og 13:00 eftir hádegi - nema annað sé tekið fram. Einungis þarf að skrá sig á námskeið sem eru fjöldatakmarkandi. Fyrstu tveir tímarnir verða kenndir bæði á þriðjudag og miðvikudag.

Bragabikarinn

Nú er komið að Bragabikari Málfundafélagsins sem er innanskóla-MORFÍs keppni! Hún er í ár samtvinnuð ratatoski og fæst því miði fyrir þáttöku. Fyrirkomulagið hljóðar svo:

Þetta er riðlakeppni með 3-4 í liði. Hver viðureign er aðeins ein umferð, frummælendur tala í 4 mínútur en aðrir í 3.min. Ykkur verður úthlutað umræðuefni þegar kemur að keppni.

Ef þið eruð komin með lið, þá megið þið tilkynna ykkur til Egils Arnars á Facebook, eða í gegn um netfangið 14eoi@ma.is.

Við munum einnig hjálpa fólki að mynda lið ef það þarf hjálp við það. 

Nánari dagsetningar koma í ljós þegar nær dregur.

Umsjón: Málfundafélagið

ÞRIÐJUDAGUR

Morgunsund (klukkan 7:15) - Akureyrarlaug

Stingdu þér til sunds og skelltu þér svo í pottinn með Jóni í spjall um málefni líðandi stundar. Allir sem mæta þurfa einungis að borga barnagjald óháð aldri (250 kr.)

Umsjón: Jón Már

ÞRIÐJUDAGUR FYRIR HÁDEGI - 10:00

Fótboltamót ÍMA - Boginn

FÓTBOLTAMÓT Í BOGANUM! Íþróttafélagið ætlar að halda fótboltamót í Boganum! Það eru 6 saman í liði, hverjir sem er meiga vera saman í liði (óháð bekkjum og árgöngum)! Þeir sem vilja taka þátt meiga senda Margréti Árnadóttur skilaboð á facebook! Það verða verðlaun fyrir sigurvegarann og heyrst hefur að kennarar ætli að vera með lið!

Umsjón: ÍMA

AFS Evrópa/Asía - H9

Hér verður fjallað um skiptinám, ýmsir mæta og segja sögur frá sínu skiptinámi og svara spurningum sem brenna á fólkinu.

Umsjón: AFS

Call of Duty - M22

Call of duty námskeiðið er fyrir alla, hvort sem þú hefur aldrei spilað leikinn og vilt prófa eða vilt verða betri. Bæði verður spilað Nazi Zombies og custom match milli 2ja eða fleiri liða. Leikurinn sem verður spilaður er Call of duty: WWII

Umsjón: Hrannar, Valentin, Fannar, Friðrik og Sigurður

Fjöldatakmörkun: 16

“Hvað ætti ég eiginlega að lesa?” - H6

Arnar Már mælir með bókum af öllum stærðum og gerðum; ástarsögum, glæpasögum, ljóðabókum, fræðibókum, klassík og bókum sem ómögulegt er að flokka.

Umsjón: Arnar Már

Pottaspjall með Almari og Jóni - Akureyrarlaug

Hefur þú gaman af léttu snatti? Jafnvel spjalla um enska boltann eða Enska boltann? Er þinn helsti áhugi að tala við einhvern um komandi tíma og hversu gaman það verður/var í útskriftarferðinni þinni? Komdu þá í pottaspjall til Almars og Jóns Heiðars. Almar er þekktur sem mikill spjallari sem hættir ekki að tala og finnur alltaf skemmtilegar leiðir til þess að lífga upp á stemninguna. Jón er hinsvegar einhver besti hlustari á landinu en er ekki hræddur við að tjá sig um málefnin sama þótt hann sé sammála þeim eða ekki.

Umsjón: Almar og Jón

Minesweeper - H2

Kennt verður hvernig minesweeper leikurinn virkar og nokkrar aðferðir til þess að komast lengra í leiknum með því að hugsa út fyrir kassann. Gott er að taka með tölvu. Við ætlum að halda þetta námskeið, því nokkrir í bekknum okkar skildu ekki leikinn og langaði okkur að kenna þeim, sem og öðrum sem vilja læra þennan leik hvernig hann virkar og hvernig hægt er að vinna hann á sem hraðastan hátt.

Umsjón: Daði Már, Baldur Logi og Áslaug Helga

Fjöldatakmörkun: 10

Nám eftir stúdentspróf - H8

Kynning um námsleiðir eftir stúdentspróf, tilvalið fyrir alla sem eru að spá hvert leiðir liggja eftir Menntaskólann hvort sem þú ert að útrskrifast í vor eða ekki!

Umsjón: Heimir og Lena

Hugrún, Geðfræðslufélag - M1

Fulltrúar frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu flytja fræðslufyrirlestur um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði. Fyrirlesturinn er gerður fyrir ungt fólk. Umfjöllunin er auðskiljanleg, á spjallformi, nær yfir vítt svið og sérstök áhersla er lögð á úrræði sem geta nýst ungu fólki.

Umsjón: Hugrún - Geðfræðslufélag

Plöntunámskeið - H5

Hvernig skal umpotta plöntum, taka afleggjara og fleira. Fróðleikur fyrir áhugafólk um plöntur, byrjendur sem og lengra komna.

Umsjón: Lína Petra, Karen Dögg, Sara Koldís og Katla Hrönn

Fjöldatakmörkun: 20

Fimleikar - Fimleikahúsið (Íþróttamiðstöð Giljaskóla)

Fimleikanámskeið: Upphitun, teygjur, trampolín og sprell í fimleikahúsinu. Skylda að vera í íþróttafatnaði. Allir velkomnir, byrjendur jafnt sem reynsluboltar!

Tveir tímar, 10-11:30 og 12-13:30, hámarksfjöldi er 30 manns í hvorn tímann.

Umsjón: Auður Anna, Brynja María, Heiðbjört Ragna og Kolfinna Mist

Fjöldatakmörkun: 30

Spinning - Átak við Skólastíg

Við ætlum að halda hörku spinning sem er í hæfi fyrir alla. Endilega komið og svitnið með okkur.

Umsjón: Ásdís Eir og Harpa Lind

Fjöldatakmörkun: 50 

Djass með TóMA - H1

Við í Tónlistarfélaginu ætlum að halda djass námskeið þar sem við förum í helstu undirtegundir, skoðum lykilfólkið og hlustum á tóndæmi.

Umsjón: Stjórn TóMA

ÞRIÐJUDAGUR EFTIR HÁDEGI - 13:00

Workshop: Kúnstin að kynna - H7

Sem nemandi í Menntaskólanum á Akureyri hefur þú væntanlega haldið óteljandi kynningar í ýmsum námsgreinum og þú ert því smám saman að verða þaulæfð/ur þegar kemur að því að standa og tala.

Í þessum vinnubúðum verður hins vegar kafað enn dýpra ofan í kúnstina að kynna. Saman förum við yfir helstu atriðin sem skipta máli þegar kemur að því að kynna ákveðið viðfangsefni. Auk þess sem farið verður yfir hvernig þú getur beitt líkama þínum og röddu í kynningum, bæði til að færa sjálfa kynninguna á hærra stig en einnig til að læra að takast á við erfiðar og/eða jafnvel stressandi aðstæður, sem kynningar geta verið.

Með því að taka þátt í „Workshop: Kúnstin að kynna“ munt þú ganga út með ýmis hagnýt tól í verkfæratösku kynninganna.

Umsjón: Kristinn Berg Gunnarsson

Fjöldatakmörkun: 12

Call of Duty - M22

Call of duty námskeiðið er fyrir alla, hvort sem þú hefur aldrei spilað leikinn og vilt prófa eða vilt verða betri. Bæði verður spilað Nazi Zombies og custom match milli 2ja eða fleiri liða. Leikurinn sem verður spilaður er Call of duty: WWII

Umsjón: Hrannar, Valentin, Fannar, Friðrik og Sigurður

Fjöldatakmörkun: 16

4x4 Jeppaferð - Mæting á bílaplan MA

Þetta er ekki flókið. Hrikalegir menn á leið í hrikalega jeppaferð. Aldrei að vita nema það verði boðið uppá grillmat líka. ATH! Umsjónarmenn redda bílum.

Umsjón: Bernódus, Baldvin og Gylfi

Fjöldatakmörkun: 16

Sölden - H9

Sölden er lítill fallegur bær í austurrísku Ölpunum. Þar var hluti af James Bond myndinni SPECTRE tekinn upp. Þar er frábært skíða- og brettasvæði. Í bænum vinnur ungt fólk hvaðanæva úr heiminum. Þarna get ég útvegað nemendum MA (og öðrum) vinnu eftir stúdentspróf. Ég hef rúmlega tuttugu ára reynslu af þessari vinnumiðlun. Þetta er eitthvað sem maður getur lifað á alla ævi. Komdu á kynningu hjá Möggu þýskukennara ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á!

Umsjón: Margrét þýskukennari

Kvikmyndaskólinn - H8

Kynning á námi sem boðið er uppá í Kvikmyndaskóla Íslands:

  • Leikstjórn/framleiðsla

  • Skapandi tækni

  • Handrit/leikstjórn

  • Leiklist fyrir kvikmyndir

Ert þú með frábæra hugmynd að kvikmynd eða sjónvarpsþætti?

 Hvað þarf til?

  • Handrit

  • Framleiðandi

  • Leikstjóri

  • Kvikmyndatökumaður

  • Leikarar

  • Sköpunarkraftur

  • Klippari

  • Samvinna

  • Hljóðmaður

  • Myndbrellur

  • Leikmynd

  • Smá töfrar

Sýnum nokkur vel valin verk útskrifaðra nemenda KVÍ

Umsjón: Kvikmyndaskóli Íslands 

Cowspiracy - H2

Horft verður á heimildamyndina Cowspiracy. Myndin fjallar um umhverfismál sem snúa að matarræði. Í lokin verður svo jafnvel tekið einhver um ræða ef áhugi liggur fyrir.

Umsjón: Anna Lilja, Sabrina, Berglind Björk og Katla Þórarinsdóttir

Hversu vel þekkir þú súkkulaði? - H3 Súkkulaðinámskeið! Finnst þér súkkulaði það besta í þessum heimi? Ef svo er þà er þetta námskeið fyrir þig! Við ætlum að segja frá súkkulaði, mismunandi tegundum og framleiðendum og síðan verður smá getraun hvaða þáttakandi þekkir okkar uppáhalds súkkulaði best! Hlökkum til að sjá ykkur!!

Umsjón: Hrafnhildur Gunnars og Amalía Sigurrós

Fjöldatakmörkun: 25

Brjóstsykursgerð - Rósenborg - Kostar 4000kr á mann

Gamla góða bróstsykursnámskeiðið sem margir fóru á í grunnskóla. Nemendum verður boðið uppá að búa til sinn eigin brjóstsykur í öllum stærðum og gerðum. Svo fær maður að sjálfsögðu að eiga góðgætið sjálfur!!

Fjöldatakmörkun: 8

Sushi námskeið - H4

Stutt námskeið fyrir áhugamenn um sushi. Farið verður yfir sushi og annað varðandi það. Einnig verður sýnt hvernig á að rúlla.

Umsjón: Ari Orrason, Daði Már, Patrekur Atli og Baldur Logi

Plöntunámskeið - H5

Hvernig skal umpotta plöntum, taka afleggjara og fleira. Fróðleikur fyrir áhugafólk um plöntur, byrjendur sem og lengra komna.

Umsjón: Lína Petra, Karen Dögg og Katla Hrönn

Fjöldatakmörkun: 20

LemonQuiz - H6

Vel valdar spurningar um allt á milli himins og jarðar, verðlaun í boði fyrir flest rétt svör! 1-2 saman í liði.

Umsjón: Rakel Róberts, Þóra Kristín, Sindri Unnsteins, Dagný og Haukur Gylfi

Varúlfur - Muninskompan

Við í Muninn ætlum að fara með ykkur í gamla góða Varúlfsleikinn!!! Til að spila leikinn þarf einbeitingu og rökhugsun en það allra mikilvægasta er góða skapið.

Umsjón: Ritstjórn Munins

Píla - Þórsheimilið Hamar

Pílusérfræðingarnir Björgvin "The Mighty" Hannesson og Andri "The Power" Sævarsson verða með pílu fræðslu. Farið verður yfir það helsta sem þarf að vita þegar píla er spiluð. Mikið fjör verður á staðnum þannig takið góða skapið með.

Fjöldatakmörkun: 20

Hvernig skal takast á við lífið gegnum tónlist 101 með TóMA - H1

Lærðu listir lífsins og öðlastu nýja hugmyndafræði með hjálp tónlistarinnar. Hvort sem þú þarft að tjá hugarástand eða opna þessa einu krukku sem er eitthvað leiðinleg þá er hægt að leita til tónlistarinnar.

Umsjón: Stjórn TóMA

MIÐVIKUDAGUR

Morgunganga klukkan 7:20 - Mæting í fatahengið

Farið verður í hressandi morgungöngu með Sigurlaugu aðstoðarskólastjóra og svo beint í hafragraut í Kvosinni í boði Unnars og Hóffu! Þetta er 2,5 km ganga sem hressir bætir og kætir og gefur frísklegt og gott útlit. Tekur um hálftíma ef gengið er þokkalega rösklega. Mögulega geta útsjónarsamir farið styttri leið ef þeir kjósa og gengið þá hægar. Mæli samt með lengri og hraðari göngu.

Umsjón: Sigurlaug Anna

MIÐVIKUDAGUR FYRIR HÁDEGI - 10:00

Parking 101 - G22

Við munum veita ráð og kennum krökkum í MA hvernig best er að leggja í stæði á MA planinu og koma með allskonar tips sem hafa reynst okkur vel í gegnum árin. 

Umsjón: Hulda Kristín og Karen Sif

Munchkins - H2

Á námskeiðinu lærir fólk allt það sem þarf til þess að spila Munchkins.

Umsjón: Pálmi Price og Sigurjón Svavar

Fjöldatakmörkun: 10

Fortnite - M22

Ætlum að vera með 3 eða 4 ps4. Keppnin mun fara fram í "Duo mode" og ganga út á þau sem survive-a lengst og eru með flest kill vinna. Það verða eitt til tvö rounds á hvert lið (fer eftir tíma). Ef einhver lið eru jöfn í efsta sæti er bráðabani með sama hætti og sigurvegarnir fá verðlaun. 

Umsjón: Pétur Steinn, Pétur Arnar og Kristján Gabriel

Fjöldatakmörkun: 15 lið í skráningu.

Körfuboltamót (kl.11:00) - Fjósið

Körfubolti i fjósinu! Skiptum i 4 lið og spilum eins lengi og tími leyfir. Allir velkomnir, góðir sem lélegir.

Umsjón: Haukur Brynjarsson

Fjöldatakmörkun: 12

The Methods of Rationality - H7

Þetta verður kynning um rökhugsun sem mun fara út í hvað á að gera og ekki gera í rökhugsun þar á meðal mismunandi gerðir af hlutdrægni. Þetta er fyrir alla sem vilja og ef þú vilt vinna við eitthvað vísinda starf i framtíðinni hvort sem það séu félagsvísindi eða náttúruvísindi eða þú hefur áhuga á að rökræða rétt er gott fyrir þig koma á þetta. Það verður mikið spurt í salinn.

Umsjón: Hlynur Sigfússon og Valgarður Nói

Skák - G11

Skák námskeið fyrir þá allra hörðustu!

Umsjón: Andri Már og Brynjar Skjóldal

Fjöldatakmörkun: 8

AFS - Norður og Suður Ameríka - H9

Hefur þú áhuga á að fara í skiptinám? Við ætlum að vera með stórskemmtilega kynningu um AFS og fyrrverandi skiptinemar munu deila sínum reynslusögum!

Umsjón: Elísabet Jónsdóttir, Kolbrún Ósk, María Hafþórs, Brynja María, Helga Klemenzd, Embla Sólrún, Áslaug Erlingsdóttir og Alfreð Steinmar.

Aðferð Newtons - H3

Fyrirlestur um afar hagnýta leið til þess að leysa jöfnur, sem og fegurð stærðfræðinnar!

Umsjón: Jóhann Sigursteinn aka Jói stæ

Eurovision Pubquiz - H8

Fjölbreyttar spurningar úr eurovision sögunni. Hlökkum til að sjá þig!

Umsjón: EuroMA

Spunaspil - H1

Hefur þú verið forvitin/n um svokölluð 'spunaspil' á borð við Dungeons and Dragons en ekki getað prófað þau? Eða hefur þú gaman af þeim en hefur engan til að spila þau með? Þá er þetta námskeið fyrir þig! Við í stjórn HáMA munum stýra 2-3 lítil ævintýri allan miðvikudaginn.

Umsjón: HáMA

Fjöldatakmörkun: 18

Minnkum plastnotkun! - H6

Förum yfir hvernig hægt er að minnka plastnotkun og búa til taupoka til að fara með búðina í stað þess að nota plastpoka undir grænmeti og ávexti.

Umsjón: Umhverfisnefnd 

Handavinnustund með nýjum kennara - Kaffistofa kennara í gamla skóla

Handavinnustund í græna herbergi inn í kennarastofu með kruðeríi og kósíheitum. Allar tegundir handavinnu velkomnar og til staðar verða nokkur sett af prjónum og garni fyrir byrjendur til að læra grunninn í prjónaskap. Námskeið sem hentar jafnt byrjendum og lengra komnum sem vilja slaka á í amstri dagsins.

Umsjón: Arnfríður Hermannsdóttir 

KaffMA fyrirlestur - H4

Kynning á lífsins unaði og listisemdum 

Umsjón: KaffMA

Salsanámskeið - M12

Við ætlum að kenna grunninn í salsa frá Kúbu, Costa Rica og Kólumbíu. Við munum fara í grunn sporin, nokkra snúninga og læra sð dansa í takt við tónlistina. Þetta er ótrúlega gaman.

Umsjón: Stefanía Sigurdís, Sveinn Áki, Wolfgang enskukennari og Ivan Mendez

MIÐVIKUDAGUR EFTIR HÁDEGI - 13:00 

Workshop: Kúnstin að kynna - H7

Sem nemandi í Menntaskólanum á Akureyri hefur þú væntanlega haldið óteljandi kynningar í ýmsum námsgreinum og þú ert því smám saman að verða þaulæfð/ur þegar kemur að því að standa og tala.

Í þessum vinnubúðum verður hins vegar kafað enn dýpra ofan í kúnstina að kynna. Saman förum við yfir helstu atriðin sem skipta máli þegar kemur að því að kynna ákveðið viðfangsefni. Auk þess sem farið verður yfir hvernig þú getur beitt líkama þínum og röddu í kynningum, bæði til að færa sjálfa kynninguna á hærra stig en einnig til að læra að takast á við erfiðar og/eða jafnvel stressandi aðstæður, sem kynningar geta verið.

Með því að taka þátt í „Workshop: Kúnstin að kynna“ munt þú ganga út með ýmis hagnýt tól í verkfæratösku kynninganna.

Umsjón: Kristinn Berg Gunnarsson

Fjöldatakmörkun: 12

Herramannanámskeið - H5

Námskeiðið er ætlað ungum karlmönnum sem vilja fræðast frekar um klæðnað, snyrtilegheit og almennan herramannsbrag. Kennsla mun fara fram á bindishnýtingu, rakstri o.þ.h. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og eru allir velkomnir óháð kyni :) 

Umsjón: Jörundur og Ýmir Valsson

Flugskóli Akureyrar - H8

Flugskóli Akureyrar verður með almenna kynningu á starfi skólans. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á flugi eða stefna á flugnám.

Umsjón: Eiríkur Árni

Fast and the furious - H2

Horft verður á tvær bestu myndirnar. Hverjar verða fyrir valinu er dulin ráðgáta.

Umsjón: Aron Elí og Tómas Veigar

ABBA Singstar - H6 

Ef þér finnst abba æðislegt komdu og skemmtu þér með okkur :)

Umsjón: AbbaMA

Spuni - G22

Klassískur spuni í boði LMA. Fyrir þá sem vilja koma kynnast þessu snilldar leikhússporti verðum við með óbeint námskeið á miðvikudaginn eftir hádegi. Hæfniskröfur eru engar og mjög auðvelt er að læra reglurnar á staðnum. Við ætlum að spinna í 3 tíma eða svo og miði fæst fyrir hvern klukkutíma en það má auðvitað vera lengur og ná sér í fleiri miða. Þau stuðboltarnir Brynjólfur, Ragnhildur og Stefanía úr Leiktu Betur liðinu okkar ætla að vera með okkur þannig stuðið verður í hámarki! Hlökkum til að sjá ykkur!

Umsjón: LMA

Brjóstsykursgerð - Rósenborg - Kostar 4000kr á mann

Gamla góða bróstsykursnámskeiðið sem margir fóru á í grunnskóla. Nemendum verður boðið uppá að búa til sinn eigin brjóstsykur í öllum stærðum og gerðum. Svo fær maður að sjálfsögðu að eiga góðgætið sjálfur!!

Fjöldatakmörkun: 8

Spunaspil -  H1

Hefur þú verið forvitin/n um svokölluð 'spunaspil' á borð við Dungeons and Dragons en ekki getað prófað þau? Eða hefur þú gaman af þeim en hefur engan til að spila þau með? Þá er þetta námskeið fyrir þig! Við í stjórn HáMA munum stýra 2-3 lítil ævintýri allan miðvikudaginn.

Umsjón: HáMA

Fjöldatakmörkun: 18

Blandaðar bardagaíþróttir - Sjafnarhúsið (Austursíða 1)

Vilt þú læra að glíma eins og Gunnar Nelson, sparka eins og Conor Mcgregor og boxa eins og mayweather? Þá ertu heppinn því við, Haukur og Alfreð, erum tilbúnir að deila með þér vitneskju okkar. Við tryggjum þér að námskeiði loknu munu allir frá litlum óþolandi krakka með dólg upp í Ingvar Inspector bera óumdeilanlega óttaslegna virðingu fyrir þér vitandi að þú getir fengið þau til að grátbiðja um miskunn á innan við mínútu.

Umsjón: Haukur og Alfreð

Cop or Drop með Dion og Agli - M1

Ert þú stíllaus? Hefurðu ekki farið í djammsleik? 

Dion og Egill eru með lausnina fyrir þig. 

Við ætlum að sýna ykkur leiðina til að lifa.

Umsjón: Dion Helgi og Egill Alexander

Skák - H3

Skák námskeið fyrir þá allra hörðustu!

Umsjón: Andri Már og Brynjar Skjóldal

Fjöldatakmörkun: 8

Tækniperranámskeið Sölva - H9

Vilt þú taka þátt í útvarpsviku TæMA í Apríl? Eða viltu einfaldlega kynnast hinum villtu undrum tækni hljóðs og ljóss?

Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig hljóðblöndun fer fram með kennslu á hljóðmixera og kynningu á hljóðvinnsluforritum og sem því fylgir.

Í apríl verður einnig útvarpsvika þar sem nemendum býðst kostur að vera með sinn eigin útvarpsþátt. Þetta námskeið er mikilvægur undirbúningur fyrir það en framhaldsnámskeið verður í apríl fyrir þá sem vilja taka þátt.

Ekki þarf að taka þátt í útvarpsviku með þáttöku á hljóðtækninámskeiðinu. Eina sem þarf er góða skapið!

Umsjón: Sölvi “aux” Carlssonur og Patti “XLR” Njálssonur

Fjöldalimit: Bara ekki allir i skólanum kannski því það eru önnur námskeið og svona

Gongslökun - Knarraberg ATH. BYRJAR 12:00 OG ER TIL 13:15

Ef þú ert búinn að missa allan metnað og alveg að gefast upp á skólanum og þarft virkilega að slappa af, þá er gong slökun í slæðum eitthvað fyrir þig. Gong slökun er gömul hljóðmeðferð frá Asíu þar sem spilað er á gong mjúklega svo hægt sé að slaka vel á. 

Umsjón: Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Fjöldatakmörkun: 13

Hlíðarfjall

Fæ ég miða fyrir að fara í fjallið? Já mikið rétt þú færð miða fyrir það. Það fer enginn að grenja yfir því. Frítt í fjallið og leiga á búnaði á hálfvirði í boði Hlíðarfjalls. Mikilvægt að muna eftir skólaskírteininu.

Umsjón: Hlíðarfjall

MIÐVIKUDAGUR - ANNAÐ

Metakvöld - kl. 20:00

MA tekur á móti VMA í kvosinni þar sem við sýnum þeim hver er raunverulega besti framhaldskólinn á Akureyri. Miði fæst fyrir mætingu.

9 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page