top of page
Search

NÝ LÖG SAMÞYKKT

Fyrri aðalfundur Skólafélagsins Hugins var haldinn 6. apríl. 


Fyrri aðalfundurinn er lagabreytingarfundur og var farið yfir og endurbætt ýmsa liði í lögum félagsins.


Það sem má helst nefna er að embætti Forseta fjárölfunarnefndar var breytt í Eignastjóra og fjáröflunarnefnd var lögð niður. Forseti eða formaður fjáröflunarnefndar hefur átt sæti í stjórn Hugins síðan árið 2004.


Einnig voru tvær nýjar nefndir settar inn í lögin, Miðstjórn Hugins og Umhverfisnefnd. Miðstjórn Hugins skal vera skipuð stjórn Hugins, formenn virkustu undirfélaganna og einum nemanda úr hverjum árgangi. Hún mun vonandi hjálpa til við að betrumbæta félagslífið í skólanum og virkja og hvetja undirfélögin enn frekar.

3 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page