Search
  • Skólafélagið Huginn

LANGAR ÞIG TIL JAPANS?

Japönsk yfirvöld bjóða upp á kynnisdvöl í Japan, annaðhvort 5 vikna dvöl, 20. júní til 25. júlí í sumar, eða 5 mánaða dvöl, frá 15. ágúst 2010 til 5. janúar 2011. Styrkurinn nær til ferðakostnaðar, skólakostnaðar og dvalar á japönsku heimili, en annan kostnað verða styrkþegar sjálfir að greiða. Þeir sem til greina koma skulu vera á aldrinum 15-18 ára. Lestu meira, þar eru allar upplýsingar í boðsbréfi Japana og leiðbeiningar um umsóknir. Styrkur til framhaldsskólanema til námsdvalar í Japan 2010 Með það að markmiði að ýta undir nemendaskipti og auka gagnkvæman skilning milli Japans og Evrópu, bjóða stjórnvöld í Japan nú upp á skiptinámsdvalir fyrir evrópska framhaldsskólanema í Japan. Annars vegar er boðið upp á styttri 5 vikna dvöl og hins vegar lengri 5 mánaða dvöl fyrir styrkþega. Á meðan að á dvölinni stendur, munu styrkþegar sækja japanska skóla, dveljast á venjulegum japönskum heimilum og taka þátt í ýmsum viðburðum í Japan. Fyrir árið 2010 verður tekið við umsóknum um bæði lengri og styttri námsdvöl. Tveir íslenskir nemendur fá styrk til styttri námsdvalar. Enn er óákveðið hversu margir munu hljóta styrk til lengri námsdvalar. Upplýsingar um námsdvöl Styttri námsdvöl Námsdvöl hefst 20. júní 2010 og tekur endi 25. júlí 2010. Styrkþegar munu sækja tíma í japönskum framhaldsskóla, fara í ferðir til ýmissa svæða í Japan og dveljast á japönsku heimili. Lengri námsdvöl Námsdvöl hefst 15. ágúst 2010 og tekur endi 5. janúar 2011. Styrkþegar munu sækja tíma í japönskum framhaldsskóla, dveljast á japönsku heimili og taka þátt í ýmsum viðburðum. Að sækja um 1.  Umsækjandi skyldi: (a) vera 15-18 ára frá og með 1. apríl 2010. (b) vera íslenskur ríkisborgari. (c) vera líkamlega og andlega heilsuhraustur. (d) hafa grunnþekkingu á japanskri tungu og menningu, ellegar einbeittan áhuga á að læra tungumálið og kynnast menningunni. (e) geta tjáð sig skilmerkilega á ensku. (f) geta lagað sig að daglegu lífi á japönsku heimili. (g) ekki hafa nein föst áform um að ferðast til Japan í náinni framtíð. (h) ekki vera með japanskan ríkisborgararétt. 2.  Vélritaðri umsókn um skiptinámsdvöl skal skilað til Sendiráðs Japans á Íslandi eigi síðar en 8. febrúar 2010.  Sendiráðið mun meta innsendar umsóknir og standa að viðtölum við umsækjendur sem koma til greina. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sendiráðsins: http://www.is.emb-japan.go.jp/ 3.  Japönsk stjórnvöld munu standa að greiðslu ferðakostnaðar milli Íslands og Japans, útgjalda vegna skipulagðra ferða á meðan á dvölinni stendur og alls tilfallandi kostnaðar vegna skólagöngu í japönskum framhaldsskóla.  Styrkþegar skyldu sjálfir standa straum af öðrum kostnaði. Nánari upplýsingar má nálgast hjá: Sendiráði Japans á Íslandi Sími:510-8600 Fax: 510-8605 Tölvupóstur: japan@itn.is (á íslensku) tomoko.daimaru@internet.is (á ensku)

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri