Search
 • Skólafélagið Huginn

LÖG SKÓLAFÉLAGSINS & KOSNINGAR

Í dag var haldinn seinni hluti Aðalfundar I um breytingar á lögum skólafélagsins Hugins. Nýju lögin má lesa í heild sinni hér á muninn.is. Einnig viljum við minna á að framboðsfrestur fyrir Aðalfund II rennur út á miðnætti föstudaginn 4. maí. Frekari upplýsingar má lesa í þessum pósti sem á að hafa borist öllum nemendum fyrir helgi:

Sæl öll! Með þessum pósti opnum við fyrir framboð í stjórn Hugins fyrir næsta skólaár. Hverju framboði skal fylgja listi með minnst 10 og mest 25 meðmælendum sem þið skilið í hólf skólafélags Hugins. Framboði er skilað með kynningartexta um frambjóðanda og mynd fyrir vinnslu kosningavefs sem haldið er úti á vefsetri muninn.is. Það skal sendast á netfangið 28ban@ma.is. Embættin sem kosið verður í eru eftirfarandi:
 • Formaður Skólafélagsins,

 • Varaformaður,

 • Gjaldkeri,

 • Ritari,

 • Skemmtanastjóri,

 • Forseti Fjáröflunarnefndar,

 • Meðstjórnandi,

 • Forseti Hagsmunaráðs,

 • Fulltrúar 2. 3. og 4. bekkjar í Hagsmunaráð (þ.e.a.s. núverandi 1. 2. og 3. bekkjar)

 • Fulltrúar 2. 3. og 4. bekkjar í skemmtinefnd (þ.e.a.s. núverandi 1. 2. og 3. bekkjar)

 • Fulltrúar 2. 3. og 4. bekkjar í fjáröflunarnefnd (þ.e.a.s. núverandi 1. 2. og 3. bekkjar)

 • Ritstjóri Munins,

 • Formaður Málfundafélagsins,

 • Formann Leikfélagsins, LMA,

 • Formaður Íþróttafélagsins, ÍMA,

 • Formaður Tónlistarfélagsins, TóMA,

 • Formaður Myndbandafélagsins, MyMA,

 • Formaður Áhugaljósmyndarafélagsins, FálMA,

 • Tveir fulltrúar í skólaráð,

 • Einn fulltrúi í skólanefnd.

Framboðsfrestur stendur fram að miðnætti á föstudaginn 4. maí, eftir það er ekki tekið við framboðum en athugið að hólfin loka klukkan 17 í Gamla skóla og því þurfa undirskriftarlistarnir að verða komnir í hólfið þá. Athugið að áróður og auglýsingar eru með öllu óheimilaðar fyrir miðnætti sunnudaginn 6. maí, þar á meðal á samskiptasíðum, til dæmis Facebook, Twitter og meira að segja Myspace. Þau framboð sem ekki virða þessa reglu mæta viðurlögum og jafnvel ógildingu. Með bestu kveðjum frá Fastanefnd, Andri Yrkill Valsson 4.HI Ágúst Heiðar Hannesson 4.U Bergrún Andradóttir 4.F

Frekari fyrirspurnum skal beint til fastanefndar.

0 views0 comments
 • Facebook
 • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri