Search
  • Skólafélagið Huginn

HEILSUEFLANDI FRAMHALDSSKÓLI


Eins og flestallir vita þá er MA að vinna í því að verða heilsueflandi framhaldsskóli. Við höfum unnið með það að leiðarljósi að ná markmiði okkar með fræðslu og viðburðum. Eitt af því sem er þó erfitt að breyta í okkar skóla svo við gætum átt möguleika á einhversskonar viðurkenningu sem heilsueflandi framhaldsskóli er sjoppan. 


Í mörgum skólum er sjoppan orðin að einskonar verslun sem er oftar en ekki rekin af utanaðkomandi fyrirtæki. Fyrir þau er þá í rauninni í lagi að fjarlægja allann sykur og óholla fitu úr sínum hillum og setja þar í staðinn eitthvað hollara því þau hafa minna að tapa.

 

Hvað myndi gerast ef við, sjoppan í MA, myndum fjarlægja allt gos, allt bakarísbrauð, allt nammi og pizzur úr okkar sölu? Ágóðinn yrði sama sem enginn. Sjoppan okkar er ekki bara einhver sjoppa. Hún er rekin af nemendum, fyrir nemendur, rétt eins og allt félagslíf í skólanum. Sjoppan er einn stærsti liður fjáröflunar fyrir útskriftarferð 3. Bekkjar.


Það þarf þó ekki að þýða að ekki sé hægt að bjóða uppá fleira en snúða og pizzur. Núverandi sjoppuráð hefur pælt mikið í því hvað sé hægt að bjóða uppá sem er hollt, gott og á viðráðanlegu verði fyrir menntaskólanemendur. Niðurstaðan er að minnka smám saman sykraða gosdrykki og koma með sykurlausa drykki í staðinn, án þess þó að fjarlægja sykruðu drykkina alveg. Einnig verður reynt að bjóða uppá ferska ávexti og jafnvel grænmeti eins oft og hægt er. Til viðbótar við súkkulaðistykkin sem fyrir eru verður einnig hægt að fá hollustustykki og verður einnig reynt að bjóða uppá ávaxtadrykki og hnetur.


Þetta er þó ekki allt í höndum sjoppuráðs. Valdið er í raun í höndum nemenda sem versla í sjoppunni. Ef þið kaupið ávexti þá verður boðið uppá ávexti. Hins vegar ef ekkert selst af þeim þá er voða erfitt að bjóða stöðugt upp á ávexti.


Þið stjórnið hvernig þig hagið ykkar lífi. Sjoppan getur einungis reynt að komast til móts við alla. Valdið er í ykkar höndum kæru nemendur.

1 view0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri