Search
  • Skólafélagið Huginn

GÖNGUM TIL GÓÐS

Rauði kross Íslands stendur fyrir landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 6. október næstkomandi. Söfnunin er haldin annað hvert ár og í ár er safnað fyrir börn í neyð, en Rauði krossinn styður við bakið á þeim með ýmsum hætti. Í söfnuninni þarf Rauði kross Íslands að fá til liðs við sig 3.000 sjálfboðaliða til að taka stuttan og hressandi göngutúr með söfnunarbauk og ná sameiginlega að banka upp á hjá öllum heimilum landsins. Rauði krossinn vill hvetja ungt fólk til þess að taka þátt í söfnuninni og láta þannig gott af sér leiða. Þátttaka framhaldsskólanema í þessari söfnun er kjörið tækifæri til þess að lát gott af sér leiða til bágstaddra með einföldum hætti. Það er líka lærdómsríkt að huga að aðstæðum ungmenna annars staðar í heiminum. Rauði krossinn væntir þess að nemendur skólans gerist sjálfboðaliðar 6. október með því að ganga til góðs og safna peningum í söfnunarbaukana. Á heimasíðu Rauða krossins www.redcross.is má finna upplýsingar um söfnunina og þar má einnig skrá sig: Hlekkur fyrir skráninguna:  http://www.raudikrossinn.is/flex/gtg/

TIL BAKA0


0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri