top of page
Search

Framboðslisti fyrir forseta undirfélaga 2022-2023

Hérna má sjá frambjóðendur til forseta undirfélaga og annara embæta.


Ritstýra Munins


Andrea Dögg Arnsteinsdóttir

Sælir kæru vinir

Ég heiti Andrea Dögg Arnsteinsdóttir og er nemandi í 2.T á heilbrigðisbraut. Ég gef kost á mér í ritstýru Munins og óska eftir þínum stuðningi. 

Fyrir mér er skólablaðið gríðarlega mikilvægur miðill og ég hef horft af aðdáun til þeirra sem vinna að því að gefa út blaðið síðan ég byrjaði í skólanum. Skólablaðið á að mínu mati að endurspegla fjölbreytt menningar- og félagslíf okkar nemenda og varðveita minningar okkar frá menntaskólaárunum. Þá þykir mér það einnig hlutverk blaðsins að sýna frá því sem hæfileikaríkir samnemendur okkar eru að fást við en þar er af nægu að taka. 

Þá er gaman og mikilvægt að taka á málefnum líðandi stundar í blaðinu og passa að léttleikinn sé ekki langt undan. Þegar ég var lítil stelpa langaði mig að verða rithöfundur og eyddi mínum frítíma í að skrifa ótal margar sögur. Nú vil ég nýta tækifærið og rækta þá hæfileika sem ég tel mig hafa. Ég er samskiptafær, vinnusöm og skipulögð. Mér finnst gaman að vinna með ólíku fólki og á tiltölulega auðvelt með að fá fólk í lið með mér til að framkvæma góðar hugmyndir.

Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að félagslífið í MA geti blómstrað en öflugt félagslíf er einmitt eitt af sterkum einkennum skólans. Ég er tilbúin til að takast á við verkefnið, læra nýja hluti og vinna að útgáfu blaðsins með ykkur. Skólablaðið skipar mikilvægan sess og á sér merkilega sögu sem við eigum að halda á lofti. 

Fyrir frábært og skemmtilegt skólablað, settu X við Andreu í ritstýru Munins.



Álfrún Freyja Heiðarsdóttir

Ég heiti Álfrún Freyja Heiðarsdóttir, ég er í 2.A og er að bjóða mig fram í ritstýru Munins fyrir næstkomandi skólaár.

Muninn og skólablaðið er eitt elsta félag MA og þessi hefð skiptir miklu máli fyrir félagslíf skólans. Þess vegna er svo mikilvægt að halda því gangandi og búa til skólablað sem endurspeglar félagslífið og fjölbreytileikann hér. Það skiptir mig miklu máli að hver sem hefur áhuga á að koma fram í blaðinu fái tækifæri til þess, og að sýna þannig hversu mikið félagslífið hér blómstrar á hverjum degi.

Ég er mjög listræn, fær með myndavélina og á ekki erfitt með að koma hugmyndum mínum á framfæri sem er mjög mikilvægt í starfi ritstýru.

Frá því að ég kom fyrst í skólann hef ég alltaf haft mikinn áhuga á skólablaðinu og öllu sem því fylgir. Skólablaðið hefur alltaf verið gríðarlega stór partur af skólanum og hefur endurspeglað hið frækna félagslíf sem hér er og allan þann fjölbreytileika sem sem ríkir í MA.

Kjósið mig fyrir fjölbreytt og falleg skólablöð sem ná anda okkar MA-inga alveg í gegn.

Setjið X við Álfrúnu í ritstýru Munins.




Forseti LMA


Kristján Elí

Góðan daginn mín kæru, ég heiti Kristján Elí Jónasson og ég er í 2.F. Ég er búinn að vera leika síðan ég var ungur drengur og hef ég áhuga að verða forseti LMA þar sem ég vil sjá the Bird man aka Þröst leika. Sögur segja að Þrösturinn ætlar ekki að leika ef hann verður forseti og það bara gengur ekki þar sem hann var klárlega MVP í leikhóp síðast.

Setjið X-við Krissa ef þið viljið sjá the Bird man leika.










Þröstur Ingvarsson

Heilir og sælir kæru menntskælingar.

Þröstur Ingvarsson heiti ég og er í 2.L á sviðslistabraut. Ég er að bjóða mig fram sem forseti leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Ég hef verið í LMA bæði árin mín í skólanum, Hjartagull á fyrsta ári og Heathers á öðru og ég er orðinn alveg asnalega ástfanginn af þessu félagi. Að vera í LMA er töfrandi upplifun þar sem krakkarnir í skólanum fá að láta ljós sitt skína á mjög fjölbreyttum sviðum. Metnaðurinn í LMA er gífurlegur á hverju ári og er það öllum þeim sem koma að þessum sýningum að þakka. Það væri mér sannur heiður að fá að taka þátt í því einn eina ferðina. Einnig er ég spenntur að sjá MA keppa aftur í leiktu betur sem er keppni í spuna, fólk fengi að mæta á spunanámskeið, kynnast fyrirbærinu og svo væri keppt.

Leiðarljós í mínu framboði er að skapa enn eina geggjaða sýningu þar sem hæfileikar, sköpun, gleði og hamingja fær að skína. En það sem er númer 1, 2, 3, 4, og 5 er að skapa umhverfi þar sem öllum líður vel, allir ná að blómstra og njóta sín í botn.

Endilega setjið x við Þröst í forseta Leikfélags Menntaskólans á Akureyri.



Forseti Málfundafélagsins


Krista Sól

Fundarstjóri,

Nei ég segi svona.

Hæbbs, ég heiti Krista Sól og er að bjóða mig fram í forseta Málfundafélags Hugins.

Ég og Magnús Máni ætluðum að vera svaka fyndin og bjóða okkur fram saman í forseta í einhverju flippi. Þar sem í kosningarlögunum stendur “kjósa forseta” haha, reynið að segja mér hvort það sé í eintölu eða fleirtölu.

En fastanefndin tók ekkert rosalega vel í þetta og bannaði okkur það.... BÖÖÖMMEEER.

Fengum líka frekar reið skilaboð frá Jóla....

Því er ég hér, með sæta mynd af mér og Magnúsi saman við Gamla skóla(fokk hvað okkar gamli skóli er miklu flottari en hjá MR).

En allavega, við erum því í þeirri stöðu að annað okkar verður forseti og hitt mun sitja í stjórn og okkur er svosem sama hvort það verður.

Okkur langar að gera Málfó að jafn flottu málfundafélagi og ríkir td í Versló og MR.

Okkur langar að MORFÍs liðið okkar haldi áfram að standa sig jafn ótrúlega vel og þau gerðu í ár (já ég er mjög hlutlaus) og við viljum koma Gettu Betur liðinu okkar aftur í sjónvarp!

Og hvernig mun þetta gerast, jú ef þið setjið

X-við Magnús í Forseta Málfó



Magnús Máni

Komiði sæl,

Ég og Krista Sól ætluðum að láta reyna á smugu í kosningalögunum og bjóða okkur fram saman í embætti forseta Málfó. Fastanefndinni leist ekki á blikuna og ákvað að ógilda framboðið okkar án stuðnings við kosningalögin. Við ákváðum að hætta þá með góða tilraun í stað þess að áfrýja til skólameistara.

Svo hér erum við, ég, Magnús Máni í 1.V. Ég gef kost á mér í embætti forseta Málfó. Málfó fær skemmtileg verkefni upp í hendurnar og leysir félagið þau flest á skemmtilegan og góðan máta. Félagið mætti þó við ákveðinni stefnubreytingu og langar mig til þess að leiða það í átt að aukinni sjálfbærni.

Ef þú treystir mér til að leiða Málfó í gegnum róttæka breytingu á rekstri þess, settu X við Kristu Sól;)




Forseti PríMA


Bjarney Viðja

Heil og sæl, ég heiti Bjarney Viðja og er í 2.L. Ég er að bjóða mig fram sem forseti Príma 2022 – 2023. Ég var í Prímastjórn sem ritari á skólaárinu sem er að líða og hafði ég mjög gaman af því. Ég hef æft dans í rúm 6 ár, þjálfað og tekið þátt í mörgum sýningum og verkefnum meðal annars þá var ég annar danshöfundur í LMA fyrir söngleikinn The Heathers. Ég hef mikinn metnað fyrir þessu félagi og margar hugmyndir sem mig langar að koma á framfæri.

X- við Bjarney í forseta Príma








Forseti ÍMA


Agnes Vala

Agnes Vala Tryggvadóttir heiti ég og er í 2.F. Ég ætla að gefa kost á mér sem forseta Íþróttafélags MA. Ég er að ljúka öðru ári á félagsgreinabraut og hef mikinn áhuga á íþróttum og öllu því sem við kemur heilsu. Afhverju ættir þú að kjósa mig?


Skemmtilegasta félagslíf sem ég hef tekið þátt í í MA er á vegum ÍMA og eru frábæru föstudags mótin mér efst í huga. Mín skoðun er sú að ÍMA sé fyrir alla og að gleðin sé alltaf við völd. Ég vil bjóða upp á fjölbreytta dagskrá með nokkrum stærri viðburðum og mótum. Sem dæmi má nefna strandblaksmót og grill eins og var eitt sinn, jafvel slegið upp heilli helgi með allskonar íþróttum og keppt á milli liða með tilheyrandi gleði og glens. Ekki má gleyma rafíþróttunum sem vaxa töluvert á milli ára og gætum við eflt það enn frekar. Föstudagsmótin væru vissulega á sínum stað.

Mig langar einnig að bæta örviðburðum eða aflraunakeppnum eins og sjómann, dauðastól, koddaslag, upphífinga keppnir í frímó eða mat . Hver elskar ekki smá keppnir og að keyra adrenalínið í gang!?


Ég geri mér fullagrein fyrir því að þetta krefst vinnu, skipulags og tíma og er ég tilbúin að leggja mig alla fram við að gera ÍMA eins frábært og það getur orðið.

Setjið X við Agnesi í forseta ÍMA.



Jóhann Gunnar

Sælir kæru samnemendur.

Ég heiti Jóhann Gunnar og er ég að bjóða mig fram í forseta íþróttafélagsins. Ég er sjálfur mjög mikill íþróttamaður en ég æfi hópfimleika og er því mjög góður að vinna í hóp. Ég er á samning hjá Stjörnunni en með þeim er ég bikar-, deildar-, og Íslandsmeistari. Ég var í landsliðinu í fyrra og keppti ég á evrópumótinu í desember þar sem ég fékk bronsverðlaun. Ég hef oft hjálpað til við að halda fimleikamót hérna á Akureyri sem hefur gefið mér góða reynslu í skipulagningu. Ég er góður í samskiptum, er ákveðinn, og ábyrgðarfullur. Markmiðið mitt er að halda sem flest íþróttamót á næsta skólaári til þess að styrkja félagslíf skólans. Núverandi skólaár var ansi slappt að mínu mati, en það ætla ég að bæta. Íþróttamótin eru mjög mikilvæg fyrir félagslíf skólans, og það mun ég sanna á komandi skólaári.

Setjið X við Jóhann í forseta íma ef þið viljið fá sturluð og fjölmörg íþróttamót á næsta ári.




Forseti TóMA


Dagur Nói Sigurðsson

Ég heiti Dagur Nói Sigurðsson og er að ljúka öðru ári á raungreinabraut og ég er að bjóða mig fram í forseta TóMA.


Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á tónlist, bara frá því ég fæddist og hefur hann bara ágerist því lengra sem líður. Fyrir 4 árum ákvað ég að kenna sjálfum mér á gítar og gekk það vonum framar og tel ég mig vera orðinn býsna sleipur í því. Mig hefur langað að vera partur af tónlistarlífinu í MA frá því ég byrjaði í skólanum en hef ég bara ekki fengið tækifæri til þess fyrr en nú.


En afhverju ætti ég að verða Forseti TóMA?


Jú, það er vegna þess að ég tel mig vera:


-Skipulagður

-Skapandi

-Lausnamiðaður

-Jákvæður

-Og auðvitað brennandi áhugi á tónlist!


Gerum þetta að góðu tónlistarári! X við Dag!



Júlíana Valborg Þórhallsdóttir

Sæl veriði öll, ég heiti Júlíana Valborg Þórhallsdóttir og er born and bred Akureyringur á tónlistarbraut.

Ég ætla svo sannarlega að bjóða mig fram í formann tóMA fyrir næst komandi skóla ár og hef fulla trú á að ég geti blásið lífi í tónlistar líf skólans.

Ég er búin að spila á fiðlu í um 13 ár og hef brennandi áhuga á tónlist og öllu sem henni við kemur.

ég tók þátt í hljómsveit LMA á þessari önn og fann að ég vill spila, græja og gera meira með öðrum nemendum. Ég er búin að hafa ákveðin draum um að vera með í tóMA síðan ég ákvað að fara í MA og tel mig hæfa í öll þau verkefni sem ég mun taka við.


Þetta er mitt framboð og kæri samnemandi, ég minni á að setja x við Júlíönu í formann tóMA<3




Forseti FemMA


Aron Ingi

Sæl verið kæru MA-ingar,

Aron Ingi heiti ég og býð ég mig fram sem forseti femínistafélagsins i MA.

Sjálfur er ég mikill feministi og vill endurvekja þetta fallega félag okkar. Ég tel að hugtakið feminismi sé mjög miskilið orð í okkar samfélagi og langar mig að breyta þvi!

Þannig ég sé ekki neitt annað í stöðunni en að setja X við Aron í formann femínistafelagsins
















RAkel Eir

Sælir kæru Menntskælingar

Ég heiti Rakel Eir Erlingsdóttir og er nemandi í 1. U á náttúrufræðibraut, en er að skipta yfir á sviðslistabraut. Ég ætla að bjóða mig fram í stöðu forseta femínistafélagsins næstkomandi skólaár.

Femínismi er og hefur alltaf verið mér mjög mikilvægur og ákvað ég því að reyna á framboð í stöðu forseta FemMa. Málefni femínistafélagsins eru virkilega mikilvæg. Femínismi og barátta fyrir jafnrétti kynjanna skiptir ekki aðeins máli innan veggja skólans heldur einnig fyrir samfélagð okkar í heild. Jafnréttisbaráttan hefur áorkað miklu en við eigum langa leið að sækja svo fullt jafnrétti náist fram og erum við menntskælingar ekki síður mikilvægir í þessari baráttu en nokkur annar.

Sem formaður FemMa myndi ég vilja gera félagið enn sýnilegra innan veggja skólanns og efla þátttöku félagsins í félagslífinu. Ég vill leggja mikla áherslu á fræðslu um femínisma ekki aðeins fyrir nemendur heldur einnig fyrir starfsfólk skólans. Ég vill stuðla að kynfræðsla verði aukin með sérstakri áherslu á fræðslu um mörk. Einnig finnst mér mikilvægt að koma því til leiða að tíðarvörur séu til staðar fyrir alla þá sem þurfa á þeim að halda, ekki aðeins á kvennasalernum.

Þá finnst mér afskaplega mikilvægt að koma því fram hve mikilvægur femínismi er fyrir okkur öll óháð kyni. Ég vill að femínismin sem komi fram í skólanum falli ekki aðeins að ákveðnum hópum því öll erum við ólík og jafnrétti kynjanna gildir fyrir alla óháð kynhneigð, kynvitund, kynþætti, trúarbrögðum og svo lengi mætti telja. Að lokum finnst mér mikilvægt að femínistafélagið sé í virku og góðu samstarfi við PrideMa, því þetta eru félög sem svo sannarlega haldast í hendur og stuðla bæði að jafnrétti.

Ég tel að ég gæti gert mikið fyrir þetta félag svo ef þið kæru menntskælingar treystið mér fyrir því þá væri sannur heiður að geta orðið partur af þessu stórkostlega félagi.

x við Rakel í FemMa



Forseti SauMA


Ronja Ýr Elmarsdóttir



Forseti PrideMA


Þorbjörg Þóroddsdóttir

Elsku bestu samnemendur,


Ég heiti Þorbjörg og ég er á öðru ári á Sviðslistabraut. Síðasta árið hef ég verið forseti PrideMA og langar mig að halda því áfram á næsta skólaári. Mér þykir ofboðslega vænt um félagið og vil halda áfram að leggja mig alla fram í að það verði frábært.


PrideMA hefur staðið fyrir mjög öflugu og fjölbreyttu starfi á síðasta ári. Sem forseti PrideMA hef ég ásamt frábæru stjórninni reynt að efla, styðja við og byggja upp hinsegin menninguna hérna í MA og reynt að koma málefnum trans einstaklinga á framfæri. Núna ætti t.d. að vera hægt að skrá fornöfn inn á Innu, og verið er að ræða um lausnir á búningsklefunum í Fjósinu.


PrideMA hélt líka dragkeppni í fyrsta sinn í sögu skólans í samstarfi við Hinsegin VMA og frábæra fólkið þar. Við fórum með fornafnafræðsluna - sem fjallar um transleikann og orðaforðann í kringum hann, inn í nýnemafræðslu hjá fyrsta bekk, kynjafræðslu hjá þriðja bekk og inn á kennarafund. Við sátum líka jafnréttisráðsfundi, þar sem við komum á framfæri til skólastjórnenda hverju mætti breyta og bæta.


Það er mikið framundan á næsta skólaári. Mig langar að halda aftur dragkeppni, fara aftur inn í nýnemafræðslu og taka áfram virkan þátt í jafnréttisráðsfundum. Ég er með fullt af hugmyndum sem á eftir að hrinda í framkvæmd, t.d. að halda bíókvöld með hinsegin bíómyndum og hafa alls konar hittinga fyrir meðlimi PrideMA núna þegar engar takmarkanir eru í gildi.


Ég er ákveðin og ég læt hluti gerast. Ég veit hversu mikil vinna fer í þetta félag og ég er tilbúin að gera hana. PrideMA gegnir líka mjög mikilvægu hlutverki í að vernda réttindi trans og hinsegin fólks í skólanum og það er mikilvægt að það sé tekið alvarlega. Ég vona að ég fái stuðning ykkar í að láta þetta allt gerast.


Kosningakveðjur,

Þorbjörg




Forseti Umhverfisnefndar


Ronja Ýr Elmarsdóttir



Fulltrúi hagsmunaráðs tilvonandi annars bekkjar


Kolbrún Ósk

Kríli hæ Kríli hó kæru menntskælingar,

Ég heiti Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir, ég er í 1.FL og ég er að bjóða mig fram sem fulltrúa tilvonandi annarsbekkjar í hagsmunaráð.

Hagsmunaráð er mjög mikilvægt ráð hérna innan menntaskólans. Það verndar hagsmuni og réttindi menntskælinga og ég tel mig vera rétt í starfið. Ég elska að hjálpa fólki við allt mögulegt, ég er sterk í mannlegum samskiptum og ég nálgast hluti með sanngirni og opnum huga og ég er ekki feiminn að láta mínar skoðanir heyrast.

Fyrir mér er mjög mikilvægt að öllum líði vel í skólanum. Ef þið viljið manneskju sem mun leggja sig alla fram í þetta starf þá ættuð þið að setja X við Kolbrúnu Ósk.

Kosningarkveðjur

Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir




Fulltrúi hagsmunaráðs tilvonandi þriðja bekkjar


Karen Dögg

Hæ bestu samnemendur:) Ég heiti Karen Dögg og er að ljúka öðru ári á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram sem fulltrúa tilvonandi þriðja bekkjar í hagsmunaráð.

Ég er góð í að láta rödd mína og annara heyrast og þá einna helst þegar hagsmunir og líðan fólks er það sem þarf að gæta. Ég vil passa upp á það að ef þið viljið koma einhverju á framfæri að þá sé það gert. Ég vil líka vinna með forseta og hinum fulltrúum hagsmunaráðs að því að finna mögulegar lausnir á minnkun álags og einnig hvernig hægt sé að styðja þau sem eiga erftitt með álag (t.d. þegar maður sleppir því að læra fyrir próf því það er svo mikið að gera að maður missir metnaðinn).

Einnig vil ég að enginn sé einn í einu né neinu; ég vil að þið nemendurnir hafi sömu réttindi á sömu aðhlynningu og hinn aðilinn; ef einhverjum finnst hann ekki njóta sömu réttinda vil ég heyra af því og koma því til skila svo hægt sé að laga það.

Ykkar rödd skiptir máli! Setjið X við Karen í fulltrúa í hagsmunaráð;) xoxo




Tveir fulltrúar í skólaráð




Fulltrúi í Skólanefnd




Tveir Fulltrúar í Jafnréttisráð






Forseti Fastanefndar


Ronja Ýr Elmarsdóttir



Fulltrúar í sjoppuráð

Forseti


Anna Hlín

Kæru samnemendur,

Ég heiti Anna Hlín Guðmundsdóttir og er á öðru ári á heilbrigðisbraut og býð mig fram í formann sjoppuráðsins fyrir skólaárið 2022-2023. Sem formaður mun ég halda utan um allt tengt sjoppunni og gera gott vaktaplan. Við í þriðja bekk ætlum að fara í frábæra útskriftarferð og til þess þarf að safna pening. Fyrir geggjað nasl og gott úrval í sjoppunni setjið X við Önnu Hlín í formann sjoppuráðs.










María rós


Góðan daginn

María Rós heiti ég og er í 2.T á heilbrigðisbraut og er að bjóða mig fram sem forseti sjoppuráðsins komandi skóla árs.

Tvö mín helstu áhugamál er að eyða pening og nasla á eitthverju góðu í tíma og því tel ég mig fullkomna í þetta starf.

Gerum sjoppana frábæra aftur, María í sjoppuráð



Gjaldkeri


Birta MAría

Kæru menntskælingar!


Ég heiti Birta María og er í 2.U og hef ég ákveðið að bjóða mig fram í embætti gjaldkera sjoppuráðs, okkar ástkæru sjoppu. Ég held að ég tali fyrir hönd okkar flestra þegar ég segi að við munum koma út úr þessum skóla full af minningum og söknuði sjoppurnar.


Undarfarin ár hef ég orðið vitni að góðri vinnu við sjoppuna, en nú er tími til að gera enn betur. Ég veit fyrir víst að það má finna endalaust af hæfileikaríkum nemendum í Menntaskólanum á Akureyri og tel ég að Sjoppan muni einkennast af verkum þeirra, og tel ég mig hafa þá faglegu hæfni sem þarf til þess að gegna þessu mikilvæga embætti.


Ef þið viljið eftirminnanlega og geggjað sjoppu þar sem hæfileikar nemenda skólans fá að njóta sín mæli ég hiklaust með að setja X-Birta í gjaldkera Sjoppuráðs<3



Katrín Magnea

Ég heiti Katrín Magnea Finnsdóttir og er á öðru ári á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram í gjaldkera sjoppuráðsins fyrir komandi skólaár, 2022-2023. Það er mikilvægt að sjoppuráðið vinni vel saman og ég sem gjaldkeri í því teymi mun sjá til þess að verðin séu sanngjörn fyrir ykkur kæru samnemendur. Við í 3. bekk ætlum okkur í geggjaða útskriftarferð og til þess þurfum við góða sjoppu. Ef þið viljið geggjað möns á góðu verði og nóg af tilboðum setjið X við Katrínu Magneu í gjaldkera sjoppuráðs.








Innkaupastýra


Viktoría

Sælir meistarar ég heiti Viktoría Lynn og er í 2.T, og er ég að bjóða mig fram sem innkaupastýru í sjoppuráð fyrir komandi skóla ári og efa það er eitt sem ég er góð í í skólanum þá er það að kaupa læru-snack, þótt ég læri aldrei. Og síðan elska ég líka bónus þannig ég lofa engu öðru en geggjuðu snacki og nesti í sjöppuni á næsta skóla ári.

þannig kjósið rétt.



Karítas

Hæhæ

Ég er að bjóða mig fram í innkaupastjóra sjoppuráðsins fyrir komandi skólaár.

Til þess að við í 3. bekk getum farið i geggjaða útskriftarferð þurfum við að halda fjáraflanir og ein af þeim er sjoppan. Og til þess að að allir MA-ingar vaði í sjoppuna a hverjim degi, oft á dag, þá þarf alltaf að vera nóg til. Þess vegna býð ég mig fram í innkaupastjóra. Ég elska bónus, möns og sjoppuna.

X-Karítas i sjoppuráð for good möns

















Forsetar Myndbandafélaga


(AmMA) Aðalmyndbandafélag MA


Óskar

Komiði sæl og blessuð, ég heiti Óskar Máni Davíðsson og býð mig fram sem formann AMMA. Ég var í AMMA í fyrra og kann sósuna í leiknum.


Setjið X við wish on the beat

















(AsMA) Aðal Stelpu Myndbandafélag MA


Andrea Dögg

​​Heil og sæl kæru vinir

Ég heiti Andrea Dögg Arnsteinsdóttir og er nemandi í 2.T á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram sem formann AsMa næstkomandi skólaár. AsMa er yndislegt myndbandafélag stúlkna í MA. Ég tel mig fullfæra í það verkefni sem formaður AsMa felur í sér. Einnig hef ég setið eitt skólaár í félaginu og þar með fengið að sjá hvernig allt gengur fyrir sig. Myndbandafélögin okkar eru mikilvægur partur af félagslífi skólans og skemmtum við okkur konunglega við að horfa á myndböndin saman í kvos á frábæru kvöldvökunum okkar. Ég stefni á að gera myndböndin skemmtileg, eftirminnileg og auðvitað halda í gömlu góðu hefðirnar.

Fyrir fyndin og skemmtileg myndbönd, settu X við Andrea í formann AsMa <3









Ólafur Helgi

Sæll ég heiti Ólafur Helgi og er í 3.VX, ég hef ákveðið að bjóða mig fram í forseta Asma.



























DraMA


Sóley

Góðan daginn öll sömul. Ég heiti Sóley Eva Magnúsdóttir og er að bjóða mig fram í stöðu forseta í félaginu DraMA.Takk kærlega fyrir að vera hér í dag. Ekki verður þetta langt né flókið hjá mér í dag. Ekki það að væntingarnar hafi verið miklar þrátt fyrir. en þá er bara að koma sér beint að efninu. kjósið mig. Slay. Takk kærlega fyrir. bless










Lotta

Hæhæ, ég heiti Lotta Karen Hafþórsdóttir og ég er að bjóða mig fram sem formann DraMA næst komandi skóla ár.


Ég og vinkonur mínar vorum að tala um hvað okkur langaði að taka þátt í félagslífinu í MA og komum með sá hugmynd að ég myndi bjóða mig fram í DraMa og er mjög spennt fyrir því hlutverki.

Ég lofa á næsta ári mun koma BANGER video og rífa þetta félag í gang og koma með góð djammlög.

Ps. Það verða skemmtilegar breytingar

X við Lottu í formann DraMA



(MdMA) Myndbandafélag Drengja Menntaskólans á Akureyri


Orri























(StemMA) Stelpu Myndbandafélag MA


Ágúst Hlynur

góða kvöldið Ágúst Hlynur Halldórsson heiti ég og er í 2. F ég ætla að bjóða mig fram í formann myndbandafélagsins Stemma.























Hrefna

Hæhæ, ég heiti Hrefna og ég er að bjóða mig fram í formann stemma 2022-2023.

Ég var í stemma í fyrra og fannst það svo ótrúlega gaman. Að gera sketsa, þætti, lag og svo margt skemmtilegt.

Ég var stemma MVP í fyrra og veit þess vegna hvernig allt virkar og lofa að leggja mig alla fram til að gera hilarious þætti og banger lög á næsta skólaári.

-kjósið rétt x




(SviMA) Sketsa- og Videofélag MA


Bjarmi

I got one message for you! Kjósið Bergþór Bjarma sem formann SviMA that's it that's the message




















Bjarni

Bjarni Guðjón Brynjólfsson í heiti ég og er í 2.T á heilbrigðisbraut. Ég er að bjóða mig fram sem Formaður Sketsa og video félags Mentaskólans á Akureyri eða í félagið sem er betur þekkt sem SviMA. Ég tel mig vera full fær í þetta verkefni og mun ég sinna þessu með príði. Einnig er ég kominn með smá reynslu í reynslubánkan þar sem ég á 1 ár að baki í félaginu. Það var svo rosa gaman að vera með brósunum í bullinu að ég segi bara “Gerum Það Aftur”
















991 views0 comments
bottom of page