Search
  • Skólafélagið Huginn

FRAMBOÐSLISTI FYRIR KOSNINGAR HUGINS 2018

a. Inspector scholae / FormaðurGísli L. Höskuldsson

Sælir kæru samnemendur

Gísli heiti ég, er nemandi í 2.H og býð mig fram til formann Hugins eða Inspector Scholae. Allt frá því að ég steig fyrst fæti inn í skólann hefur félagslífið heillað mig, og ég hef verið ötull í þátttöku frá fyrsta degi. Nú langar mig til þess að miðla af mér til skólafélagsins, og vona ég að félagsmenn treysti mér til þess. Félagslífið í skólanum er mér mjög dýrmætt, og ég er svo sannarlega tilbúinn að gera allt sem í valdi mínu stendur til þess að viðhalda því og efla. Ég hef óbilandi trú á ykkur, og ef mér hlotnast sá heiður að gegna embættinu veit ég að okkur mun takast að gera eitthvað stórkostlegt. Ég treysti mér fullkomlega til þess að leiða það góða starf sem mun eiga sér stað á næsta ári og vinna úr verkefnum eins vel og unnt er. Það er ekkert vafamál að ef við vanrækjum félagslífið og sinnum því ekki af vilja og dugnaði deyr það fljótt út, en sömuleiðis eru engin takmörk sett fyrir þeim hæðum sem við getum náð.

Með það að leiðarljósi vona ég að þið setjið X við Gísla í Inspector.Jörundur Guðni Sigurbjörnsson

Bonjour mesdames et messieurs.

Ég heiti Jörundur Guðni Sigurbjörnsson og er að bjóða mig fram sem Inspector Scholae. Þegar kemur að félagslífi skólans hef ég marga fjöruna sopið en fæðingin var löng því þegar ég hóf mína menntaskólagöngu einskorðaðist mitt félagslíf við handbolta en þegar meiðsli fóru að segja til sín fór ég að taka meiri þátt í félagslífi skólans og sé aldeilis ekki eftir því. Ég var tregur til þess að taka af skarið og stiga út fyrir þægindarammann. Þessi vegur félagslífs er fjölsóttur en alltaf má gera betur, nýir tímar kalla á nýjar áherslur og þurfum við að virkja félagslífið sem aldrei fyrr, nú þegar þriggja ára skólakerfið er búið að krassa þetta partý. Setjum gott fordæmi fyrir komandi stjórnir, sjálfur mun ég stýra þessu skemmtiferðaskipi sem Menntaskólinn er, út og suður í leit að fullkomnu jafnvægi á félagslífið.

Es. Ég heiti því að enginn gleðidagur mun einskorðast við epli og miðsalur mun fá andlitslyftingu í formi biljardborðs!

Settu X við Jörund Guðna í Inspector Scholae og þú munt finna hamingjuna!Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir

Komið sæl kæru MAingar! Kolbrún Ósk heiti ég og ætla að bjóða mig fram sem Inspectrix scholae fyrir skólaárið 2018-2019. Ég er 19 ára, á raungreinasviði og er að fara að leggja mig alla fram við að gera næsta skólaár ógleymanlegt. Ég á 2 hunda og uppáhalds mönsið mitt eru súkkulaði rúsínur. Ég er með asthma og vinnuvélaréttindi og þegar ég var lítil hélt mamma mín að ég væri andsetin. Með nýja skólakerfinu fylgja miklar breytingar og þörf er á nýjum og skemmtilegum hefðum hér í Menntaskólanum á Akureyri. Ég er með það markmið að gera þær eins frábærar og hægt er og ég vona að sem flestir vilji hjálpa mér að gera það að veruleika. Já, það er stórt ár framundan svo kjósum rétt! Setjum X við Kolbrúnu í Inspectrix Scholae!

b. Exuberans Inspector / VaraformaðurHéðinn Garðarsson

Kæru samnemendur,

Héðinn Mari Garðarsson heiti ég og er í 3.A. Ég er að gefa kost á mér til embættis Exuberans Inspector eða varaformanns Hugins á næstkomandi skólaári. Ég er mjög spenntur fyrir embættinu vegna þess hversu fjölbreytt, en jafnframt krefjandi verkefni fylgja því. Félagslífið í Menntaskólanum á Akureyri þykir mér einstakt og á engan hátt sjálfgefið. Ég hef alla tíð tekið virkan þátt í félagslífinu á ýmsan hátt. Ég hef tekið þátt í ÍMA-mótum, sett upp árshátíðir og spilað á söngkeppninni svo fáein dæmi séu nefnd. Á næsta ári eru margar áskoranir fyrir hendi og tel ég mig fyllilega undirbúinn til þess að takast á við þær af fullum krafti. Ég mun svo sannarlega leggja mitt af mörkum til þess að varðveita félagslíf okkar menntskælinga og gera það enn betra.

Ég vona að þið, kæru samnemendur, setjið X við Héðinn í Varaformann.Ýmir Valsson

Sælir samnemendur,

Ég heiti Ýmir Valsson og er að bjóða mig fram í varaformann Hugins samhliða Jörundi Guðna sem býður sig fram í Inspector Scholae. Ég er á sálfræðikjörsviði á þriðja ári. Ég var í Dalvíkurskóla og sat þar tvö ár í nemendaráði. 

Ég ætla að sinna embættinu eins vel og hægt er. Ég hef mikinn áhuga á því starfi sem Huginn vinnur og lofa að reyna að gera komandi skólaárið skemmtilegt og fjölbreytt. Ég mun berjast fyrir því að gera skólann að góðum, skemmtilegum, sanngjörnum og réttlátum stað. Hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn sinn.

Virðingarfyllst,

Ýmir Valsson.Gunnar Ingi Sverrisson

Til allra þeirra sem málið varðar! Gunnar Ingi Sverrisson heiti ég og er í 3.T. Ég mun bjóða mig fram til Huginsstjórnar fyrir komandi skólaár en embættið sem ég óska eftir því að gegna er Varaformaður/Exuberans Inspector. 

Alveg frá því að ég var vígður með Inspector-sverðinu, og því formlega orðinn MA-ingur, hef ég verið heillaður af þessum skóla. Hvort sem það eru lagatextarnir sem ég lærði of seint, reglurnar um kvosina sem ég vissi ekki að ég væri að brjóta, eða ónefndir meðlimir Huginsstjórnar sem slettu á mig tómatsósu og köstuðu mér af sviðinu í hrúgu af mínum eigin böðlum.

Stór hluti af glæsileika skólans er stjórn Hugins, en hún gegnir mikilvægu starfi í mínum huga og tel ég mig fullkomnlega tilbúinn til þess að takast á við þau verkefni sem henni fylgja. Ásamt því að vera búinn þeim eiginleikum sem krafist er af stjórnarmeðlimum, hef ég eignast dýrmæta reynslu í gegnum störf mín í þriðjabekkjarráðinu og þátttöku mína í skólatengdum viðburðum af ýmsu tagi.

Ég er tilbúinn til þess að leggja mig allan fram og vona ég að þið gefið mér tækifæri til þess, en ég get fullvissað ykkur um það að því muni ekki fylgja eftirsjá.Eva Dröfn Jónsdóttir

Sælir kæru samnemendur. Eva Dröfn Jónsdóttir heiti ég, er nemandi í 3.U og gef kost á mér í embætti Exuberans Inspector eða varaformanns Huginsstjórnar.

Nú spyr ég ykkur, kæru MA-ingar, hvernig varaformann mynduð þið velja ykkur? Hvaða eiginleikum þarf hann að búa yfir? Svörin eru líklegast eins fjölbreytt og þið eruð mörg. Hinsvegar eru nokkrir hlutir sem ég held að við getum öll verið sammála um. Við viljum öll einstakling sem er ákveðinn og óhræddur við að takast á við áskoranir, einhvern sem vinnur vel með fólki og finnst gaman að kynnast enn fleirum, manneskju sem er tilbúin til að leggja sig alla fram svo allt verði eins vel gert og hægt er. Svo heppilega vill til að ég er einmitt gædd þessum eiginleikum, ásamt mörgum fleirum sem ég tel að munu nýtast mér vel í þessu embætti. Ég hef alltaf litið upp til Huginsstjórnar og nú er komið að mér að fá að rækta félagslíf skólans með ykkur kæru MA-ingar. Ég treysti mér 110% til að sinna þessu og ég vona að þið gerið það líka og setjið X við Eva í varaformann Huginsstjórnar.

c. Quaestor scholaris / GjaldkeriÓlöf Rún Pétursdóttir

Kæru MAingar

Ólöf Rún Pétursdóttir heiti ég og er að bjóða mig fram sem gjaldkera Hugins skólaárið 2018-2019. Til þess að geta sinnt starfi gjaldkera þarf m.a. að vera skipulagður, ábyrgur og metnaðarfullur. Allt þetta á við um mig og ég tel mig því vera fullfæra um að geta sinnt þessu embætti mjög vel.

Mér finnst starf Hugins stjórnar vera virkilega spennandi og það er mjög mikilvægt að stjórnarmeðlimir séu jákvæðir og duglegir svo að félagslífið í skólanum haldist eins gott og það er. Að vera í stjórn er krefjandi verkefni, og sérstaklega í ár þar sem tveir árgangar eru að útskrifast. Ég er meira en tilbúin að takast á við þetta verkefni og vona að þið, kæru samnemendur, treystið mér til þess að gegna embætti gjaldkera næsta skólaár.Alfreð Steinmar Hjaltason

Heil og sæl kæru samnemendur! Alfreð Steinmar Hjaltason heiti ég og gef kost á mér í embætti gjaldkera Huginsstjórnar fyrir komandi skólaár. Hægt er að segja að félagslífið í MA hafi tekið á móti mér með opnum faðmi sem agnarsmáu kríli og hef ég haldið fast í þetta faðmlag alla mína skólagöngu. Að mínu mati er eitt mikilvægasta verkefni Huginsstjórnar að virkja nemendur til þátttöku í okkar frábæra og fjölbreytta félagslífi, sem gerir það sterkara fyrir vikið og er ég tilbúinn í það verkefni. Þá helst nú, þar sem við stöndum á tímamótum þriggja og fjögurra ára kerfisins, er þörf á sterkri og heilsteyptri Huginsstjórn, sem stendur eins og klettur við bak nemenda. Ástæðan fyrir því að mér er treystandi í þetta mikilvæga embætti er sú gríðarlega ástríða og áhugi sem ég hef fyrir verkefninu og í mér býr mikill metnaður og vilji til að gera betur. Mínir persónulegu eiginleikar, ásamt þeirri reynslu sem ég hef öðlast í stjórn LMA í öðrum og þriðja bekk, gera hlutverk gjaldkera eins og smíðað í mínar hendur.

d. Scriba scholaris / RitariBirta Júlía Þorbjörnsdóttir

Kæru samnemendur

Ég heiti Birta Júlía, er í 2.V og býð mig fram í embætti ritara Huginsstjórnar, skólaárið 2018-2019. Ástæðurnar fyrir því að ég er að bjóða mig fram eru allnokkrar, en fyrst og fremst vil ég stuðla að góðu félagslífi og halda áfram með frábært starf fráverandi stjórnar.

Starf ritara er fjölþætt og ég tel mig hæfa í að sinna þessu starfi með sóma. Ég er skipulögð, metnaðarfull og mikilvægast af öllu þá hef ég einlægan áhuga fyrir þessu starfi. Einnig er ég góð að vinna með öðrum og því langar mig að fá ykkur í lið með mér til að gera næstu árshátíð að þeirri eftirminnilegustu á ykkar skólagöngu.

Metnaður, áhugi og tími er eitthvað sem ég hef til þess að sinna þessu starfi og því get ég lofað ykkur að ég mun leggja mig 150% fram í þessu embætti.

Setjið X við Birtu í ritara Huginsstjórnar.Sverrir Jóhannsson

Sælir kæru samnemendur. Ég heiti Sverrir Jóhannsson, er í  3.C og ég gef kost á mér í ritara Hugins eða Scriba scholaris skólaárið 2018/19. Starf ritara er krefjandi, en ég tel mig fullfærann í að sinna því af festu og áræðni. Ég hef tekið virkan þátt í félagslífi skólans og hef það í hávegum, enda var félagslífið helsta ástæða þess að ég valdi að koma í MA. Félagslífið í skólanum er á heimsmælikvarða og ég vil stuðla að því að það haldist frábært og færi sig upp á næsta stig.   Árshátíð Menntaskólans er besti tími ársins að mínu mati og ritari Hugins fær það hlutverk að setja hana upp, skreyta íþróttahöllina og vera veislustjóri. Öll þessi vinna finnst mér spennandi og ég vona að þið gefið mér tækifæri til að upplifa árshátíðina frá þessu sjónarhorni. Þetta skólaár hefur verið frábært og fráfarandi Huginsstjórn á gott hrós skilið. Ég vil stuðla að því að félagslífið verði enn betra á næsta ári og með ykkar hjálp er ég viss um að mér takist það.Freyr Jónsson

Jú sæl, Freyr heiti ég og er að gefa kost á mér í ritara Huginsstjórnar. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og ég vissi að MA væri hinn fullkomni skóli fyrir mig. Það að vera hluti af félagslífinu sem er í þessum skóla eru ótrúleg forréttindi og er ég virkilega glaður að hafa valið þennan skóla til að taka við af grunnskólagöngunni. Þó það sé alltaf kalt í kvosinni þá finn ég alltaf fyrir ákveðni hlýju innan með mér. Sú hlýja er að mínu mati andi og stolt nemenda Menntaskólans á Akureyri. Það er þess vegna sem ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram til að halda áfram þessu æðislega verki sem Huginn er að gera. Ég er ekki óvanur því að setja upp árshátíðina okkar og hef ég hjálpað til við að setja upp tvær, árið 2016 og árið 2017. En það er einmitt í verkahring ritara að vera veislustjóri á þessari yndislegu hátíð.   Ég vona að þú kæri menntskælingur finnur þessa hlýju og kjósir þann sem þú treystir á til að halda henni áfram. Settu X við Frey í ritara Huginsstjórnar 2018-2019.

e. Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýraHelgi Björnsson

MacDaginn kæru samnemendur Helgi Björnsson heiti ég og er í 2.F og er ég að bjóða mig fram í embætti skemmtanastjóra skólaárið 2018-2019. Félagslíf MA hefur verið mér mjög kært bæði ár mín í MA. Frá komu minni í skólann hef ég reynt að taka eins mikinn þátt í öllu sem félagslífið hefur upp á að bjóða. Í skemmtinefndinni lærði ég mjög mikið um að skipuleggja og halda kvöldvökur. Einnig tók ég þátt í uppsetningu á árshátíðinni okkar síðastliðinn desember og hefur mér fundist fátt skemmtilegra en að brasa í viðburðum skólafélagssins. Þar sem að ég er búinn að eiga spotify premium í 2 ár núna tel ég mig tilbúinn að taka á mig þá ábyrgð að spila tónlist í löngu og á ýmsum öðrum viðburðum. Mig langar að virkja sem flest undirfélög og hafa löngu frímínútur sem skemmtilegastar og hægt er.

Ef þú vilt skemmtilegt og viðburðamikið MA settu X við Helga Bjöss í Skemmtanastjóra!Almar Jóhannsson

Sel og blesuð

Almar heiti ég og ætla að bjóða mig fram í skemmtanastjóri. Það er aðeins eitt sem mér þykir skemmtilegra en að skemmta mér, og það er að skemmta öðrum. Það mætti nánast orða það þannig að ef ég missi af laugardegi í skemmtun að þá væri ég að brjóta hjátrú ritaða í stein og er það mér lífs nauðsyn að skemmta. Ef þið kjósið Almar í skemmtanastjóra verður hver dagur hjá ykkur eins og laugardagskvöld hjá mér. Mér líkar næstum jafn vel við ykkur MA-inga og ykkur líkar við mig svo stöndum saman, höldum partýlestinni gangandi og setjið x við mig.Helga Rún Jóhannsdóttir

Kæru MA-ingar Ég heiti Helga Rún og er á öðru ári á nátturufræðibraut og býð mig fram í embætti skemmtanastjóra. Það er ekki að ástæðulausu en ég hef öðlast afar öfluga reynslu í öllu sem tengist embættinu og því að sitja á stjórn í minni MA skólagöngu.

Ég á auðvelt með að vinna með fólki og tel ég mig hafa mikla reynslu á því hvernig skólafélagið starfar. Ég hef alltaf verið góð í samskiptum og ég hlusta vel á það sem fólk hefur að segja. Ég er ábyrg og get auðveldlega tekið gagnrýni og nýti mér hana til þess að gera betur. Mér þykir mjög vænt um MA og skólafélagið okkar góða og ég vil halda áfram að byggja þetta frábæra nemendafélag upp á þeim góða grunni sem fyrri stjórn er búin að leggja.

Ég mun vinna alla mína vinnu með skemmtanagildi skólagöngu nemenda að leiðarljósi og vil að allir nemendur séu sáttir við og fái að njóta félagslífsins sem hægt er að gera mikið meira úr.

X- við Helgu í skemmtanastjóra og skemmtanalífið mun ná nýjum hæðum

f. Collega / MeðstjórnandiHulda Margrét Sveinsdóttir

Kæru samnemendur,

Hulda Margrét heiti ég og býð mig fram í stöðu meðstjórnanda Huginsstjórnar skólaárið 2018-2019. Meðstjórnandi er aðal tengiliður Hugins við undirfélögin. Ég tel mig geta sinnt þessu starfi með prýði og mun leggja mig alla fram í að hjálpa undirfélögunum, jafnt stórum sem smáum, að efla félagslífið enn frekar í skólanum. Það eru einmitt þau sem krydda upp á hversdagsleikann, hvort sem það er Muninn að gefa út skólablað, KaffMA að bjóða uppá kaffi og kleinur eða Skemmtó með kvöldvökur og lengi mætti telja upp. Ég veit að þið, kæru samnemendur, hafið fullt af hugmyndum fram að færa og mun ég gera allt til þess að hjálpa til með að láta þær verða að veruleika.

Ég vil virkja sem flesta til að taka þátt í félagslífinu, því allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er einmitt nauðsynlegt þar sem meirihluti skólans er í þriggja ára kerfinu, að nemendur taki virkan þátt í félagslífinu og njóti áranna hér í MA.

Mig langar að nýta alla þá dýrmætu reynslu sem ég hef öðlast síðustu ár í gegnum LMA, ýmsum ungmennaráðum og skólanefndum í að gera næsta skólaár að mögnuðu skólaári þar sem allir geta notið sín.

Hlakka til að sjá ykkur á áróðursdaginn og hvet ykkur til að setja X við Huldu í meðstjórnanda næstkomandi miðvikudag.Gunnar Freyr Þórarinsson

Komið sæl kæru MA-ingar, ég heiti Gunnar Freyr Þórarinsson, er í 3.T og gef kost á mér í stöðu meðstjórnanda Huginnstjórnar skólaárið 2018-2019.

Ég hef verið virkur þátttakandi í félagslífi skólans síðustu ár, sótt kvöldvökur, söngsali, verið hluti af leikfélaginu og hjálpað til við uppsetningu á árshátíðinni.

Félagslíf Menntaskólans á Akureyri er mitt hjartans mál og þess vegna býð ég mig fram í stöðu meðstjórnanda. Meðstjórnandi er helsti tengiliður stjórnarinnar við undirfélög skólans stór sem smá og tel ég mig hafa alla burði til þess að geta sinnt því starfi með miklum sóma. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að bæta og efla félagslífið á næsta skólaári og vona að þið treystið mér til þess, ég veit að ég geri það.

g. Erus Pactum/ Eignastjóri/stýraElín Björg Eyjólfsdóttir

Ég heiti Elín Björg Eyjólfsdóttir og er í 3.A. Ég er að bjóða mig fram í Eignastjóra. Ég er skemmtilega skondin og skrítin ung stúlka sem er einnig bjartsýn, jákvæð og traust manneskja. Ég hef mikinn áhuga á söng og leiklist og einnig finnst mér voða gaman í fótbolta. Ég hef gaman að því að vera í nemendafélagi eða stjórn eins og huginsstjórn er, var tvisvar í nemendafélaginu í grunnskóla og hafði mjög gaman af því og fékk mikla reynslu í reynslubankann.

Ég kom í MA á öðru ári, var í MH á fyrsta ári og tek eftir mjög miklum mun á félagslífinu í þessum tveimur skólum. Félagslífið í MA er frábært og langar mig að taka betur þátt í því. Ég hef alltaf haft gaman af því að skipuleggja hluti. Ég er frekar hress manneskja og algjör félagsvera. Ég er mjög góð í, og finnst mjög gaman, að vinna með öðru fólki, einnig er ég mjög góð í því að hlusta og taka allar skoðanir sem vakna til greina. Ég er umhyggjusöm og finnst ekkert skemmtilegra en að kynnast nýju fólki.

Mér finnst mjög mikilvægt að sambandið á milli stjórnar og nemenda sé sterkt og myndi ég gera mitt besta til þess að sjá til þess. Það er krefjandi að vera í stjórn og þar sem það eru 2 árgangar að útskrifast á komandi skólaári er það enn fremur krefjandi, en þó það sé krefjandi er það einnig skemmtilegt og ég elska krefjandi og skemmtileg verkefni og því tel ég mig fullkomlega hæfa og tilbúna í það að sinna þessu verkefni.Silvía Rán Björgvinsdóttir

Elsku MA-ingar og aðrir góðir hálsar

Ég heiti Silvía Rán Björgvinsdóttir og er nemandi í 3.bekk á sögukjörsviði. Ég býð mig fram til embættis Erus Pactum eða Eignastýru Huginsstjórnar fyrir árið 2018-2019.

Eignarstjóri/stýra sér um skipulagningu og framkvæmd fjáraflana, samningagerða og einnig hefur yfirumsjón á eignum skólafélagsins ásamt fleiru. Starf eignastjóra krefst metnaðar, skipulagningar og ákveðni. Allir þessir eiginleikar eru mikilvægir þegar kemur að fjáröflunum og samnigaviðræðum. Ég hef tekið þátt í ýmsum fjáröflunum í gegnum tíðina og tel ég mig hafa reynsluna í þetta starf.

Kæru samnemendur, ég treysti sjálfri mér í þetta verkefni og ég vona innilega að þið gerið það líka.

Ég hvet ykkur til að setja X við Silvíu í Eignastýru og gerum þetta skólaár flippaðTelma Lind Bjarkadóttir

Ég heiti Telma Lind Bjarkadóttir og er nemandi í 2.H og býð mig fram til embættis Erus pactum eða eignastjóra Huginsstjórnar fyrir næstkomandi skólaár. Huginsstjórn hefur alltaf heillað mig og þætti mér geggjað að geta notað síðasta skólaár mitt í menntaskólanum til að bæta félagslíf skólans.

Eins og á við um flest okkar, þá á félagslífið stórann þátt í því að ég geng í þennan skóla og því þarf að viðhalda. Ég er skipulögð og ábyrg og hef bæði metnað og tíma til að sinna starfi eignastjórans.

Eignastjóri sér um samninga, eignir skólafélagsins og að afla fjár svo eitthvað sé nefnt. Mín væri ánægjan að sinna þessu og gefa ykkur þar að leiðandi geggjaða gleðidaga, geggjaðar kvöldvökur og eitthvað miklu fleira geggjað.

Settu X við Telmu í eignastjóra.

h. Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráðsStefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Ég heiti Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir og er í 2.F. Ég er að bjóða mig fram í Forseta hagsmunaráðs fyrir skólaárið 2018-2019. Ég er úrráðagóð og eru hagsmunir nemenda skólans mér mjög kærir. Ég vil passa uppá það að það sé komið vel fram við alla, að allir séu jafnir og auðvitað vil ég líka taka þátt í því að gera næsta skólaár besta skólaárið til þessa! Hasta La VictoriaMargrét Árnadóttir

Sæl og blessuð kæru samnemendur, Margrét Árnadóttir heiti ég og er nemandi í 3.D. Ég er að bjóða mig fram í embætti Presidium discipulus eða forseta hagsmunaráðs Huginsstjórnar fyrir komandi skólaár. Mér hefur alltaf þótt ótrúlega vænt um félagslífið hér í MA og vill ég taka þátt í að halda því uppi og bæta það enn meira! Hagsmunaráð er mjög mikilvægt og verður að vera sýnilegt og hægt að treysta á það. Ég hef alltaf verið með mikla jafnréttiskennd og finnst fátt jafn leiðinlegt þegar það er brotið á hagsmunum mínum sem og annarra! Nú erum við á tímamótum, þar sem tveir árgangar útskrifast næsta vor, og er mjög mikilvægt að við stuðlum að því að allir komi vel út úr þessum breytingum. Það munu verða hagsmunarárekstrar sem er mikilvægt að leysa á sanngjarnan hátt. Ég tel mig fullhæfa til að sinna því starfi þar sem ég hef metnaðinn, skipulagið og skynsemina. Lofa síðan að sjálfsögðu að redda ykkur geggjuðum skólaafsláttum af öllu á milli himins og jarðar!!! Settu X við Margréti og næsta skólaár verður LIT

i. Ritstjóri/stýra MuninsElísabet Jónsdóttir

Kæru samnemendur. Elísabet heiti ég og er að bjóða mig fram í ritstýru Munins. Ég er á raungreinasviði í 3.VX en gríp hvert tækifæri sem gefst til að velja áfanga sem tengjast öllu öðru en raungreinum. Ég á kött, hamstur og tvær litlar systur. Ég veit ekki hvert af þeim er uppáhalds, líklega er það hamsturinn. Í öðrum bekk fór ég í skiptinám til Ekvador, en það er land sem ég vissi ekki að væri til fyrr en ég sótti um. Þar hélt ég úti bloggsíðu og við það vaknaði áhugi minn á skrifum fyrir alvöru. Frá því að ég byrjaði í MA hef viljað bjóða mig fram í Muninsstjórn en aldrei gert það. Núna ætla ég að láta verða af því. Ég er ábyrg, metnaðarfull og, eins og vinir mínir geta staðfest, á ég það til að vera pínu stjórnsöm. Allt eru þetta kostir sem ég tel hæfa góðri ritstýru. Ég vil halda áfram frábæru starfi fyrri ritstjórna Munins og vona að þið gefið mér tækifæri til þess. Setjið X við Elísabetu í ritstýru Munins! Ásthildur Ómarsdóttir

Komiði nú sæl, Ásthildur Ómarsdóttir heiti ég og ætla að bjóða mig fram í embætti ritstýru Munins. „En af hverju ættir þú að vera ritstýra Munins, Ásthildur?“ Það er sko einfalt mál. Ég hef skrifað ýmislegt, allt frá ljóðum og textum yfir í tölvupósta og krúttlegar afmæliskveðjur á facebookinu. Ég tel mig einstaklega hæfa í þetta mikla starf sem framundan er, þar sem ég er skipulögð, full af metnaði og það er alltaf hægt að stóla á mig. Mér finnst gaman að læra nýja hluti og er mjög hugmyndarík, þó ég segi nú sjálf frá, sem skiptir gríðarlegu máli í uppsetningu blaðsins. Svog Kann eg líga að stavva.

En hér eru nokkur stefnumál sem mér finnst mikilvægt að komi fram.

  • Mig langar að... gera eitthvað brakandi-ferskt.

  • halda a.m.k. tvö útgáfudjömm.

  • bæta samfélagsmiðla Munins s.s. búa til nýja og flotta instagramsíðu jafnt og facebooksíðu.

  • fara í samstarf við undirfélög sem huga t.d. að textaskrifum og ljóðlist.


Ég lofa ykkur að ég mun leggja mig alla fram í að gera Muninn enn betri en hann nú þegar er og hvet ykkur til að setja X- við Ásthildi í ritstýru Munins. Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir

Heil og sæl. Sigrún Ósk heiti ég og er í 3.A. Ég er að bjóða mig fram í ritstýru Munins vegna þess að ég hef brjálaðan áhuga fyrir allskonar skrifum og mig hefur alltaf langað að taka þátt í gerð Munins og nú ætla ég að gera þann draum að veruleika. Sem ritstýra Munins mun ég halda í þá hefð að hafa blaðið skemmtilegt og fjölbreytt. Ég mun líka leggja mikla áherslu á það að efnið ykkar sé í blaðinu, hvort sem það er einhverskonar list, ljóð og svo framvegis. Muninn er ein af mörgum hefðum skólans sem ég er ástfangin af og ég vil gjarnan taka þátt í því að efla anda skólans og félagslíf hans.Hrund Óskarsdóttir

Sæl öll,

Ég heiti Hrund Óskarsdóttir og er í þriðja bekk U, á heilbrigðiskjörsviði. Ég gef kost á mér sem ritstýru Munins næstkomandi skólaár, 2018-19.

Ég hef áhuga á að ritstýra skólablaðinu sem er sameiningartákn okkar, þar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég á auðvelt með að setja mig í spor annara, virða skoðanir þeirra og sjá mismunandi sjónarhorn. En þetta er einmitt nauðsynlegt veganesti fyrir verkefnið.

Á næstkomandi skólaári vona ég að við getum öll verið spennt fyrir blaðinu og stolt af því. Öflugt skólablað er ekki einungis mikilvægt fyrir nemendur skólans heldur einnig góð kynning út á við. Til að standa undir nafni þarf skólablað að þróast í takt við tímann.

Ég treysti á ykkar stuðning og hlakka til að vinna þetta verkefni með ykkur :D

Yfir til þín,

Hrund Óskarsdóttir (x-við Hrund í ritstýru Munins)

j. Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Hagsmunaráð

Fulltrúi 2. bekkjarLilja Margrét Óskarsdóttir

Ég Lilja Margrét Óskarsdottir hef ákveðið að gefa kost á mér í Hagsmunaráð. Ég sat í Hagsmunaráði núna síðastliðinn vetur og hefur það verið einstaklega gefandi og þroskandi starf og hefur verið gaman að fá að sitja í þessu ráði.

Mér finnst mjög mikilvægt að öllum liði vel í skólanum og að passað sé upp á hagsmunir nemenda séu hafðir í fyrirrúmi og að það séu einhverjir innan skólans sem nemendum finnast þeir geta leitað til þegar er brotið á þeim eða eitthvað bjátar á, Hagsmunaráð er nokkurn veginn þessi björg.

Það er alltaf hægt að leita til okkar sama hvað stórt eða smátt, það skiptir ekki máli! Það sem skiptir mestu máli er að okkur liði vel og það séu einhverjir sem tala okkar máli þegar kemur að hagsmunum okkar.

Mig langar til að tala okkar máli og passa að hagsmunum okkar sé framfylgt.

Fulltrúi 3. bekkjarBaldur Logi Gautason

Ég heiti Baldur Logi Gautason og er í 2.X og ætla að bjóða mig fram til fulltrúa tilvonandi þriðja bekkjar í Hagsmunaráð. Ég hef mikinn áhuga á félagslífi skólans og vil taka þátt í hagsmunabaráttu nemenda þar sem það skiptir mig miklu máli. Ég er ekki með mikla reynslu á svona en tel mig vera rétta manneskjan í þetta starf þar sem ég á auðvelt með að vinna með fólki og sem fyrirliði sundfélagsins míns hef ég þá reynslu að fá álit frá æfingarfélögum. Ég er skipulagður og metnaðarfullur og tel ég mig geta sinnt þessu starfi mjög vel. 

Fulltrúi 4. bekkjar

k. Formaður Skemmtinefndar og fjórir meðstjórnendur

FormaðurMargrét Fríða Hjálmarsdóttir

Kæru samnemendur, ég heiti Margrét Fríða Hjálmardóttir og er í 2.G á félagsfræðibraut. Ég er bjóða mig fram sem formaður skemmtinefndar 2018-2019.

Ég er í ÍMA og í heimavistarráðinu eins og er og hefur mig alltaf langað að skipuleggja félagslíf okkar ennþá meira og finnst mér því tilvalið að bjóða mig fram í skemmtinefndina. Ég hef smá reynslu sem formaður en ég var formaður nemendaráðs og félagsmiðstöðvaráðs 2015-2016 í grunnskóla Grindavíkur. Skemmtilegast við MA eru hefðirnar og finnst mér kvöldvökurnar vera eitt af skemmtilegustu hefðunum í MA.

Fyrir hönd skólans er ég tilbúin að leggja mig alla fram til að halda félagslífinu í MA svona skemmtilegu og gera það enn betra og vona ég að þú gerir það líka.

X- Margréti Fríðu í Formann Skemmtinefndar

Meðstjórnendur


Eyrún Lilja Aradóttir

Hæhó, Eyrún hér!

-I’m raley looking fowerd to meeting you-

Ég er á mála og menningar braut ef þið tókuð ekki eftir því^

Ég er að bjóða mig framm í meðstjórn skemmtinefndarinnar góðu. En til að næsta ár geti orðið ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGT þarf duglega, vinnusama og ákveðna flippkisa(mjá) til að skipuleggja þessa ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU viðburði. Hversu ákveðin, dugleg og vinnusöm er ég spyrjið þið kannski? Tja ég hef gelt kiðling! Búmm. Thats me.

Burt með þessa ygglibrún, settu X við Eyrún <3

P.s. Þið getið stólað á mig að hafa Range Rover power point kynningu á kvöldvökum! #rangeroverforlifeKatrín Birta

Ég heiti Katrín Birta og er á 1. A á Mála- og Menningarbraut. Ég er 17 ára og er frá Núpi í Berufirði, það er fyrir austan og eins og allir vita þá kunna Austfirðingar að skemmta sér! Ég kann einnig marga skemmtilega brandara eins og þennan hér: Hvað kallarðu fíl með banana í eyrunum? Hvað sem þú vilt, hann heyrir ekkert í þér hvort sem er. Ég er að bjóða mig fram sem meðstjórnanda í Skemmtananefnd. Fyrir fleiri lélega brandara, kjósið mig!Laufey Lind Ingibergsdóttir

Kæru samnemendur, ég heiti Laufey Lind Ingibergsdóttir og ég ætla að bjóða mig fram sem meðstjórnanda í skemmtananefnd. Ég er í 1. A, er á Mála- og menningarbraut og kem frá Skagaströnd.

Ég hef mikið reynt að vera virk í félagslífinu og sem dæmi má nefna hef ég mætt á allar kvöldvökurnar, tók þátt í uppsetningu LOVESTAR með LMA, mætti á MORFÍs fundi o.s.f.v.

Ég hef reynslu af skipulagningu viðburða og mun sú reynsla koma að góðum notum.   

Félagslífið er stór og mikilvægur hluti skólalífsins og væri það heiður að geta hjálpað til að efla það næsta skólaár.Júlíus Þór Björnsson Waage

Kæru kjósendur. Júlíus heiti ég og er ég að bjóða mig fram í stöðu meðstjórnanda skemmtinefndar. Ég er mikill áhuga og stuðningsmaður skemmtunar og er ég fullviss að þessi staða fari mér ágætlega. Ég vinn vel í hópum og legg mig ávalt allan fram. Ég vill að allir séu velkomnir og skemmti sér vel á kvöldvökum. Lofa fáránlega skemmtilegumm kvöldvökum! 

l. Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Umhverfisnefnd

Fulltrúi 4. bekkjar

Þórður Tandri Ágústsson

Fulltrúi 3. bekkjar

Haukur Brynjarsson

Fulltrúi 2. bekkjarHekla Rán Arnaldsdóttir

Ég heiti Hekla Rán Arnaldsdóttir og er kríli á leið í annan bekk í félagsfræði.

Á fyrsta ári var ég í umhverfisnefnd og gekk það mjög vel, mig langar innilega að vera áfram til þess að koma fleiru í gang og er stefna mín að breytingin á umhverfismálum í MA verði frammúrskarandi og til fyrirmyndar allra aðra skóla sem fyrirtækja. Ég stend fyrir því að alltaf sé hægt að gera meira og er aldrei hægt að vera of góður við umhverfið. Breytingin sem að var á flokkun í skólanum við það eitt að gera flokkunarstöðvarnar aðgengilegri, breyta merkingunum og bæta við ál-dalli voru æðislegar að sjá og með því gerði ég mér grein fyrir að margt lítið gerir miklar breytingar sem að skipta gríðarlegu máli. Hugmyndir mínar fyrir breytingar sem leiða að betra umhverfi í skólanum okkar eru endalausar og vona ég að geta framkvæmt sem allra flestar á næsta skólaári.

m. Formaður Leikfélagsins


Alexander L. Valdimarsson

Sælir kæru samnemendur. 

Ég heiti Alexander L. Valdimarsson og er að bjóða mig fram í embætti formanns LMA skólaárið 2018-2019.

Sjálfur hef ég haft áhuga á leiklist frá því að ég man eftir mér. Þá hef bæði spilað á nokkur hljóðfæri, leikið, og séð ótalmargar leiksýningar bæði hérlendis og erlendis. Ég hafði aðeins verið í MA í örfáar vikur þegar ég kynntist LMA, en síðan þá hef ég leikið bæði í Anný og Lovestar, ásamt því að hafa kynnst öllu því sem viðkemur að setja upp slík verk. LMA er mér afar kært og því langar mig til þess að leiða félagið á næsta skólaári, setja félaginu ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.   

Ég veit að þekking mín og fyrri reynsla mun koma til með að nýtast mér vel og  því lít ég björtum augum til næsta skólaárs.

n. Formaður Málfundafélagsins  


Rakel Anna B

Ég heiti Rakel Anna og er í öðrum bekk á félagsfræðibraut. Ég gef kost á mér í embætti formanns málfundafélagsins okkar.

Helstu hlutverk málfundafélagsins eru yfirumsjá með bæði Gettu betur og MORFÍs, svo sem þjálfaraval og inntökupróf fyrir bæði lið. Ásamt því sér málfundafélagið um innanskólakeppnir í bæði ræðumennsku og vitsmunum, einnig þekkt sem Mímisbikarinn. Ekki má gleyma málfundunum sem málfundafélagið stendur fyrir þegar að kostningar bera að garði.

Ég var í MORFÍs liði skólans síðastliðinn vetur og heillaðist gjörsamlega að keppninni og hef því brennandi áhuga á að sinna verkefnum sem að því koma. Þá hef ég tileinkað mér skipulögð og markviss vinnubrögð sem nýtast mér einstaklega vel til að ná settum markmiðum.

Málfundafélagið er mikilvægt í flóru undirfélaga hér í skólanum og hefur upp á skemmtileg, eflandi og krefjandi verkefni að bjóða.

Ég er tilbúin til að leggja mig alla fram við að sinna þessu starfi og vona að þið treystið mér til þess.

o. Formaður DansfélagsinsPetra Reykjalín 

Ég heiti Petra Reykjalín og er í 2. G. Mig langar að bjóða mig fram í Formann dansfélagsins PríMA. Ég var í stjórn í fyrra og mér fannst það ótrúlega gaman og langar mér því að vera formaður þetta árið. Ég hef hugmyndir varðandi árshátíðaratriðið og langar að gera það mjög flott.

p. Formaður ÍþróttafélagsinsHilmir Kristjánsson

Hæhæ, ég heiti Hilmir Kristjánsson og er í nemandi í 3.A. Ég sækist eftir stöðu formanns Íþróttafélags Menntaskólans á Akureyri (ÍMA). Nýjar bandýkylfur? Ekki málið! Fleiri dýnur í Kvosina? Að sjálfsögðu! Kjóstu mig, Hilmi Kristjánsson og upplifðu drauma þína verða að veruleika! X við Hilmi Ká? Ójá!

r. Tveir fulltrúar nemenda í skólaráðBóas Kár Garski Ketilsson

Góðan dag, 

Ég heiti Bóas Kár Garski Ketilsson, er í 1.F, kem frá Reyðarfirði og er fæddur 2002. Ég hef setið í Ungmennaráði Fjarðabyggðar og Félagsmiðstöðvaráði Zveskjunnar. Mig langar að taka þátt í þeim umræðum sem snúa t.d. að námsumhverfi nemanda og vinnuaðstöðu kennara.Ágúst Þór Þrastarson

Kæru samnemendur.

Ágúst heiti ég Þrastarson nemandi í 2.X og ætla ég að bjóða mig fram í Skólaráð. Margt þarf að koma á framfæri vegna þriggja ára skólakerfisins og vil ég funda með öðrum stjórnendum til að koma breytingum á framfæri. Ég tel mig vera hæfann í þetta starf og myndi koma því á framfæri sem þið nemendur viljið.

Settu X við Ágúst í Skólaráð.

Ágúst OUT!

s. Einn fulltrúi nemenda í skólanefndArnar Ólafsson

Arnar heiti ég Ólafsson og ætla að bjóða mig fram í skólanefnd. Ég skal lofa ykkur því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta það sem að þessi staða leyfir mér að bæta í þessum skóla (þó svo að þetta sé lit skóli sko). Ég ber hagsmuni ykkar nemenda fyrir brjósti og tel mig hafa það sem þarf til þess að gegna þessu embætti vel. Ég kann ekki að segja „r“ en ég held að það sé ekki að fara að hindra mín störf, allavegana ekki mjög mikið.

Með von um þitt atkvæði, lifið heil, Arnar.

t. Tveir fulltrúar nemenda í Jafnréttisráð, einn af hvoru kyni

Karlkyns fulltrúiJón Ingvi Ingimundarson

Komið sæl. Jón Ingi heiti ég og er að bjóða mig fram í jafnréttisráð. Ástæðan fyrir því er að ég tel jafnrétti vera eitt það mikilvægasta sem einkennir Menntaskólann á Akureyri og ég vill halda áfram að vinna það góða starf sem ráðið hefur unnið hingað til. Ég vill halda áfram að tryggja að nemendum verði ekki mismunað vegna kynþáttar, kynhneigðar eða kyns, og að ef það gerist þá geti nemandi leitað til okkar í Janfréttisráðinu og við munum takast á við málið eins vel og við getum.

Setjið x við Jón Ingva í jafnréttisráð.

Kvenkyns fulltrúiKatrín Þórhallsdóttir

Kæru samnemendur, ég heiti Katrín Þórhallsdóttir og er í fyrsta bekk á félagsfræðibraut og ég er að bjóða mig fram í jafnréttisráð. Ástæðan fyrir þessu framboði er að jafnrétti skiptir mig miklu máli og hvað þá jafnrétti í mínum skóla sem ég vil vernda og viðhalda svo nemendur skólans verði ekki fyrir misrétti. Það á ekki að skipta máli hvaða kyn, uppruna eða kynhneigð þú ert, þú átt aldrei að verða fyrir misrétti og vil ég koma í veg fyrir það.

Settu X við Katrínu Þórhalls í jafnréttisráðBrynja María Bragadóttir

Kæru samnemendur!

Ég heiti Brynja María Bragadóttir og er á þriðja ári á heilbrigðiskjörsviði. Ég er að bjóða mig fram í jafnréttisráð þar sem ég hef sterka jafnréttiskennd og ég vil stuðla að jafnrétti innan veggja skólans, hvort sem það er jafnrétti kynja, kynþátta, kynhneigðar eða annað. Jafnrétti ykkar eru mér mjög kær og því langar mig að leggja allt mitt af mörkum til að vera til staðar fyrir ykkur.

Settu X-Brynja í jafnréttisráð.


Hekla Rán Arnaldsdóttir

Ég heiti Hekla Rán Arnaldsdóttir og er að útskrifast af fyrsta ári í félagsfræði.

Ég bíð mig framm sem fulltrúa í jafnréttisráð þar sem ég hef alltaf verið jafnréttissynni og langar til að ákvarðanir sem að teknar eru á vegum skólans séu teknar með því sjónarhorni þar sem að jafnrétti kvenna og karla jafnt sem aldurs skiptir gríðarlegu máli. Mig langar til að komast að því hvað má gera betur og gera það því að skólinn er okkar annað heimili og hver ákvörðun sem að tekin er á vegum skólans skiptir hverjum eina og einasta nemanda máli. Þess vegna langar mig að bjóða mig framm og láta rödd mína heyrast og skoðanir.

1 view0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri