top of page
Search
Skólafélagið Huginn

Framboðslisti fyrir forseta undirfélaga 2024-2025

Ritstjóri/stýra Munins


Úlfhildur Embla Klemenzdóttir


HÆHÆ, ég heiti Úlfhildur Embla og er í 2.A og er að bjóða mig fram í Ritstýru Munins næstkomandi skólaár. Ég er núna búin að vera í munin í 1 ár og er búin að standa mig frekar vel og langar því ógeðslega mikið að halda þessu áfram og vera THE BOSS. Þar sem ég hef reynslu á því að vera í félaginu held ég að þetta muni henta vel í að verða ritstýra. Núna veit ég hvernig þetta virkar, veit hverju þarf að breyta eða gera betur en við gerðum núna, veit hverju ég þarf að byrja á hvenær, veit hvaða fyrirtæki voru dugleg að styrkja og svo framvegis. Aðallega er ég ógeðlsega spennt því ég elska muninn og hlakka til að sjá hvort ég komist inn og hvaða æðislega fólki ég myndi fá að vinna með. Oooog ætla halda svakaleg útgáfupartý hihi. Þess vegna bara x við Úllu í ritstýru munins;).



Fulltrúi tilvonandi þriðja bekkjar í Hagsmunaráð


Íris Björk Magnúsdóttir 


Hææ

Ég heiti Íris Björk og er í 2.S, tilvonandi 3.S

Mig langar að bjóða mig fram sem fulltrúa 3. bekkjar í hagsmunaráð. 

Elska samnemendur mína, ég vil þeim allt það besta og að allt gangi þeim í hag!!


Takk og Bless ÍSSA





Sessilía Sól Kristinsdóttir


X- við Sessu í Hagsmunaráð Þriðjabekkjar












Forseti Umhverfisnefndar


Helga Björg Kjartansdóttir


Ég heiti Helga Björg og ég er í 2.A. Ástæðan fyrir að mig langar að vera forseti umhverfisnefndar er af því að ég hef alltaf þótt vænt um umhverfismál, ég er skáti (og skáti er náttúruvinur), ég var í umhverfisnefndinni í grunnskólanum mínum og ég var varaforseti umhverfisnefndarinnar í 2. Bekk. 






Forseti Leikfélagsins


Unnur Ísfold Kristinsdóttir


Ég heiti Unnur Ísold Kristinsdóttir, ég er að ljúka 2. ári á heilbrigðisbraut og gef kost á mér í stöðu forseta LMA fyrir næstkomandi skólaár. Ég er úr Reykjanesbæ og kom í MA örlítið tvístígandi þar sem ég þekkti engann og það að fara ein á heimavist var ansi stórt skref. 


Ég var búin að vera í tónlistarnámi síðan ég var 8 ára og aðeins kynnst leikhús heiminum en fjölskyldan sem tók á móti mér í LMA fyrsta árið mitt var og er engri lík.  Ég fór hikandi og feimin í prufu fyrir Footloose á busa árinu mínu og með mikilli lukku komst ég inn í leikhóp.  Footloose ævintýrið var eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og verður ávallt hluti af mér.


Núna í vetur fékk ég það tækifæri að starfa sem varaforseti LMA og unnum við að uppsetningu á Gosa í Hofi.  Ég vona að allir hafi séð sýninguna og skemmt sér jafn vel og við sem tókum þátt í uppsetningunni.  Reynslan á bak við tjöldin og á sviðinu var frábær.  Að fá að skapa og setja upp vel heppnað leikverk krefst margra handa og að vinna með risastóru fjölskyldunni okkar sem kom saman í Hofi var bara gæsahúð alla leið. Síðustu 2 leikár hef ég lært og upplifað margt í starfi með LMA sem ég tel að búi mig vel undir verkefni forseta.


LMA er einstakt félag sem veitir nemendum tækifæri til að vaxa og finna sinn stað í félagslífinu og vonandi lífinu, að námi loknu.  Þátttaka reynir á og krefst tíma og vinnuframlags, unnar eru óteljandi klukkustundir til að skapa magnaða sýningu. En LMA er ekki aðeins leikfélag. LMA er fjölskylda, þar sem fólk kemur saman og myndar vinskap til lífstíðar. 

Það væri minn allra mesti heiður að fá að sitja í embætti forseta LMA, ég er metnaðarfull og skipulögð en fyrst og fremst hef ég brennandi ást á LMA fjölskyldunni og öllu því sem henni fylgir. 

Ég vona innilega að þið nýtið kosningaréttinn kæru vinir og setjið X- við Unni Ísold í forseta LMA.



Forseti Málfundafélagsins


Reynir Þór Jóhannsson


Sæl kæru menntskælingar! Reynir heiti ég og er að bjóða mig fram til forseta Málfundafélagsins. Ég var málfóbusi og svo tengiliður félagsins við MORFÍs í vetur og hef mikinn áhuga á að sinna þessu starfi af mikilli ábyrgð. Ég stefni á að verja titil okkar í Morfís næsta vetur og komast sem lengst með Gettu Betur liðið okkar. Ef þú vilt góða umsjón með Morfis og gettu betur liðunum okkar, skynsamlegar ákvarðanir í þjálfaramálum og besta bragabikar hingað til, settu X við Reyni í forseta málfó bæng! 



Forseti Dansfélagsins


Ásta María Viðarsdóttir


Hæhæ ég heiti Ásta María Viðarsdóttir og er í 2.V. Ég er að bjóða mig fram í forseta Príma fyrir næstkomandi skólaár. Ég var markaðstýra príma á skólaárinu sem er að líða og fannst það geggjað. Ég hef líka æft dans seinustu 6 ár, keppt á heimsmeistaramóti í dansi og verið listrænn stjórnandi í Lma. Ég ætla að gera allt sem ég get til að halda dansgleðinni lifandi í MA og vona að sem flestir dansi með Príma á næsta ári

X-við Ástu í Príma.



Forseti Íþróttafélagsins

Dagný Hjaltadóttir


Sæl verið þið öll.

Ég heiti Dagný Hjaltadóttir og er í 2.G, ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forseta íþróttafélagsins hér í MA. Ég er mikil íþróttamanneskja og hef ég æft óteljandi margar íþróttir. Ég æfði handbolta í 11 ár og hefur boltinn kennt mér hversu gott og mikilvægt það er að vinna saman í hóp sem er það sem stjórn íþróttafélagsins gerir. Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á hreyfingu og íþróttum almennt séð. Mér finnst félagslíf vera það sem einkennir skólann okkar og hvar er betri staður til að auka félagslífið en á íþróttamótum þar sem bekkir geta keppt saman sem lið í allskonar íþróttum. Mér finnst mikilvægt að hafa íþróttafélag í skólanum til þess að geta kynnt fólki fyrir bæði Nýjum og spennandi íþróttum. Ég er stundvís, skipulögð, jákvæð og ábyrgðarfull sem er það sem ég tel góðan forseta þurfa að vera. Markmiðið mitt er að halda fjölbreytt og skemmtileg íþróttamót eins oft og hægt er þar sem það er eitt sem mér fannst vanta á þessu skólaári. Ég vil sanna fyrir ykkur hversu miklu máli íþróttamótin skipta fyrir félagslífið hér í skólanum.

Setjið X við Dagnýju í forseta ÍMA fyrir skemmtilegt skólaár með fullt af fjölbreyttum íþróttamótum og endalausa stemmningu!


Viktor Smári Sveinsson


Ég heiti Viktor Smári Sveinsson og er í 2.X. Mig langar að vera formaður ÍMA á næsta ári. Ég hef alltaf verið í íþróttum frá því að ég var ungur og æft nánast allt sem hægt er að æfa. Ég hef mikinn metnað fyrir þessu og mun gera ÍMA great again með því að halda góð og vel skipulögð mót, gera mjög góða og öfluga nefnd og gera fullt meira skemmtilegt. Setjið X við Viktor ef þið viljið besta ár ÍMA frá upphafi og alvöru stemmara.




Forseti TóMA


Daníel Hrafn Ingvarsson


Ég heiti Daníel Hrafn og ég er í 2.A.  

Mig langar að gera spennandi hluti með tóMA á næsta skóla ári og halda áfram góðu starfi tónlistarfélagsins. Söngkeppni, Viðarstaukur og fleira

 






Forseti femínistafélagsins


María Bergland Traustadóttir


Góðan daginn kæru samnemendur.

Ég heiti María Bergland og er í 2.H, ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem forseta femMA. Mig langar að bjóða mig fram í forseta feminístafélag MA því mér finnst að þessi staða er mikilvæg fyrir skólann og nemendur, ég hef lengi horft á fyrrverandi meðlimi femMA og dáðst af þeim störfum sem þau sinna, femMA setur góðann svip á skólann í jafnréttismálum kynjanna. Það skiptir miklu mali að það séu allir öruggir innan veggja skólans væri það heiður að ef ég gæti verið manneskjan sem fólk treystir sér og vill tala við. Ég hef mikinn áhuga á þessu starfi og er mjög spennt fyrir tækifærunum sem maður fær frá þessu, einnig er ég mjög góð að vinna í hóp, ég er jákvæð, ákveði, frábær í að hlusta og góð í að leysa vandamál.


Valborg Elva Bragadóttir


Hæ hæ, ég heiti Valborg Elva Bragadóttir og er í 2. U.

Ég hef verið femínisti síðan ég man eftir mér og langar að leggja mitt af mörkum með því að bjóða mig fram sem formann FemMA.

 

Femínistafélagið er eitt mikilvægasta félag skólans og langar mig að halda áfram því frábæra starfi sem félagið hefur unnið síðustu ár. Ég stefni á að stækka félagið og bæta starfið enn frekar með fleiri viðburðum og öðru skemmtilegu!

 

Það að vera femínisti er svo miklu meira en bara að styðja konur, (þó það sé mikilvægur hluti þess)! Femínistar berjast fyrir mannréttindum allra og því að öll á jörðinni okkar fái sömu tækifæri.

 

Ég tel mig fullfæra í þetta mikilvæga hlutverk og hlakka til að verkefnanna sem því fylgja. Setjið x við Valborgu Elvu.



Forseti Fastanefndar


Emilía Mist Gestsdóttir


Ég heiti Emílía Mist ætla að bjóða mig fram sem forseta Fastanefndar. Ég er í 2.X og hef verið í fastanefnd öll mín ár í MA og langar að enda síðasta árið sem forseti Fastanefndar. Þar sem ég hef verið nú þegar tvö ár í fastanefnd tel ég mig mjög kunnuga störfum og skyldum sem fylgja því að vera í fastanefnd.









Forsetar myndbandafélaga


AmMA


Friðrik Trausti Stefánsson


Ég heiti Tauti Hipp (Friðrik Trausti), og ég ætla að vera forseti amma. Ég býð upp á allskonar, t.d. Bjartmar thirst traps, geggjuð lög og myndbönd, amma rave?? kannski?, kemur bara í ljós ég veit ekki. Ég ætla að taka þetta shit á næsta level, og þá þarf ég þitt atkvæði












AsMA


Sonja Björg Sigurðardóttir


Hæ ég heiti Sonja Björg Sigurðardóttir og ég er í 2.G. Ég er að bjóða mig fram í formann Aðal stelpufélags Menntaskólans á Akureyri. Ég er að bjóða mig fram vegna þess að ég hef áhuga á að gera myndbönd og einnig hef ég verið í félaginu síðustu tvö árin mín í MA og tel ég mig því hafa smá reynslu fyrir þetta hlutverk. Ég vil halda áfram að gera góð video fyrir félagið og búa til skemmtilega heild innan AsMA.








DraMA


Katla Sigurjónsdóttir


Halló ég heiti Katla Sigurjónsdóttir og er í 1.G. Busa Katla var svo ótrúlega heppin að vera boðin í DraMA áður en hún vissi hvort hún væri komin í skólan eða ekki,. Nú er ég búin að vera í DraMA í heilt skólaár og þyki svo vænt um þetta krúttlega félag með fullt af pookie bears! Er búin að vera ekkert eðlilega dugleg í því  að taka upp sketsa, semja lög og klippa myndbönd. Ef þið viljið INSANE myndbönd og CRAZY lög þá er ég sá fullkomni forseti DraMA!

P.s. lofa að koma með comeback frá Aldrei nóg :(




MdMA


Sævar Þór Stefánsson


Jamm ég heiti sævar og er í 2.G

Ég er að sækja um forseta mdma því ég veit að ég get haldið þessu félagi uppi og mun gera mitt besta að skemmta öðrum. 












StemMA


Sigríður Fanney Jónsdóttir


Sæl veriði, ég heiti (sigríður) Fanney og er að

bjóða mig framm í forseta Stelpu

Myndbandafélag MA (STEMMA). Ég mun gera

mitt allra besta að koma með premium content

og ótrúlega skemmtileg lög fyrir ykkur.

Setjið X við (sigríði) Fanney í Forseta STEMMA








Elín Birna Gunnlaugsdóttir


Hæ ég heiti Elín Birna Gunnlaugsdóttir og ég er í 2.G. Ég held að ég væri góður forseti vegna þess að ég er sanngjörn, góðhjörtuð, hugulsöm, trygg og traust. Markmið mitt er að hafa alla í StemMA í jafnri stöðu því ég dýrka stelpurnar mínar í StemMA. Ég held að ég gæti haldið góðri heild og passað að öllum líði vel. Ég myndi gera hvað sem er til þess að stelpunum mínum líði vel. Ég hef aðgang að mjög þægilegri ,,fundaaðstöðu“ heima hjá mér og ég er mjög skipulögð. Ég væri til í að hafa um 12 stelpur í félaginu og stefni á að taka inn stelpur sem ég þekki lítið til að kynnast og verða að vinkonuhópi. 


SviMA


Dagur Árni Heimisson


Dagur Árni Heimisson heiti ég og er í 2.X.  Eins og þið sjáið þá er ég að bjóða mig fram í formann SviMA. Ég er búin að vera í SviMA í heilt ár núna og elska þetta félag af öllu mínu hjarta. Ég er búin að vera í þessu í eitt ár og er búin að vera umkringdur topp einstaklingum á þessu eina ári. Ég mun búa til alvöru nefnd sem hefur alla getu til þess að komast á toppinn. Þetta verður eintóm veisla ! Við sem verðum á næsta ári lofum gríðarlegri stemningu og hlátri í kvosinni þegar SviMA myndbönd fara upp á stóra skjáinn.  

Ást og friður. 



Forseti SauMA


Konráð Hólmgeirsson


Halló, ég heiti Konráð Hólmgeirsson og ég er í 2.S. Mig langar alveg rosalega að verða forseti SauMA af því að ég elska að söng og að syngja og allt tengt því. Ég hef líka frábærar nýjar og gamlar hugmyndir um hvernig Sauma getur orðið eitt af bestu, ef ekki besta, félag skólans.  







Ísold Rún Pálsdóttir


Kæru samnemendur,

Ég heiti Ísold Rún Pálsdóttir og er í 1.L ég er að bjóða mig fram sem forseti sauMA, ég hef mikinn áhuga á kór/söng og er sauMAbusi. Ég byrjaði að æfa söng þegar ég var þriggja ára og í kór í fimmta bekk ég vann líka sem aðstoðar kór stjóri í tíunda bekk þannig ég hef mikla reynslu af bæði kór og söng. Ég hef einnig mikinn águga á félagslífinu og mig langar að gera BANGER árshátíðar atriði. Kjósið rétt og setjið X við Ísold









Forseti PrideMA


Elías Dýrfjörð


Sæl kæru samnemendur.

Ég heiti Elías Dýrfjörð og hef ákveðið að bjóða mig fram í stöðu forseta PrideMA. Ég er í 3.T á heilbrigðisbraut (jú, við höfum sveigjanlegum námslokum að þakka að ég geti boðið mig fram) og hef setið í stjórn PrideMA síðastliðin tvö ár. Á þessum árum hefur verið alveg frábært að fá að kynnast fólki sem hefur sama áhuga á hinsegin réttindum og ég. Það hefur líka verið ótrúlega dýrmætt að geta umgengst fólk með álíka lífsreynslu og ég, en ég vil að fleiri geti upplifað það innan veggja skólans. Ég hef lært ótrúlega mikið á þessum tveimur árum og ég tel að sú þekking geti nýst mér við stjórn félagsins. Mér þykir einstaklega vænt um þetta félag og vona að þið treystið mér til að leiða félagið á komandi skólaári.



Sjoppuráð


Forseti



Freydís Jóna Bergsveinssdóttir


Hæhæ, ég heiti Freydís Jóna. Ég er í 2. FL og er að bjóða mig fram sem forseti sjoppuráðs. Mig langar að hafa skemmtilega sjoppu með mikið af úrvali og sanngjörnu verði þannig að endilega kjósið mig ef þið eruð sammála.










Konráð Hólmgeirsson


Halló, ég heiti Konráð Hólmgeirsson og ég vil bjóða mig fram í forseta sjoppuráðs. Þetta er verkefni sem ég vil taka að mér af því að ég held að það verði skemmtileg áskorun og svo líka til að fá styrk upp í útskrifarferðina. 










Gjaldkeri


Óskar Þórarinsson


Óskar heiti ég og hef ákveðið að bjóða mig fram til gjaldkera í sjoppunefndinni. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram vegna þess að ég hef gaman af bókhaldi og peningamálum og er mjög góður þegar það kemur að reikningi. Einnig er ég mjög ábyrgur og hugsa vel um peninga.



Innkaupastjóri/stýra


Hákon Hilmir Arnarsson


Hæ, ég heiti Hákon Hilmir og er að bjóða mig fram í innkaupastjóra í sjoppuráðinu. Ég er að bjóða mig fram vegna þess að þetta hljómar skemmtilega og ég hef gaman að því að kaupa mat. 










Þriðjabekkjarráð


Forseti


Natalía Rós Friðriksdóttir


Heyy, ég heiti Natalía Rós og ætla að bjóða mig fram

sem forseta þriðjubekkjarráðs. Ég bíð mig fram því ég

er mjög góður leiðtogi og elska að fara til útlanda.

KJÓSIÐ MIG!














Ritari


Emilía Dagbjört Guðmundsdóttir


Hi ég heiti Emilía Dagbjört Guðmundsdóttir og ég er að  bjóða mig fram í ritara 3.bekkjarráðs. Ég er rosa góð í  að skrifa og elska að fara til útlanda. Kjósið mig!
















Gjaldkeri


Herdís Mist Kristinsdóttir


Hæhó Ég heiti Herdís Mist og er að bjóða mig fram sem gjaldkera 3. bekkjarráðs. Ég býð mig fram því ég er mjög góð með peninga og elska að fara til útlanda.

Kjósið mig!


Kristín Emma Kristmannsdóttir


Hæ, ég heiti Kristín Emma og er í 2.A. ég er að bjóða mig fram í gjaldkera 3. Bekkjarráðsins. Ég vinn vel í hóp, er skipulögð, elska að plana hluti og mér finnst gaman að hanna hluti. Einnig er ég snjöll þegar það kemur að penge og fékk helvíti góðar einkunnir fyrir excel prófin mín. Þess vegna held ég að þetta starf sé fullkomið fyrir mig, takktakk 








Samskpitastjóri/stýra


Hákon Hilmir Arnarsson


​​Hæhæ, Ég heiti Hákon Hilmir og ætla að bjóða mig fram sem samkiptarstjóri 3.bekkjarráðs. Ég býð mig fram í þetta því ég er frábær í samskiptum og elska að fara til útlanda. KJÓSA MIG!




603 views0 comments

Comments


bottom of page