Framboðslisti fyrir forseta undirfélaga 2023-2024
Hérna má sjá frambjóðendur til forseta undirfélaga og annara embæta.
Ritstjóri/stýra Munins
Sara Mjöll Jóhannsdóttir

Kæru samnemendur
Ég heiti Sara Mjöll Jóhannsdóttir og er í 2.T. Frá því ég steig fyrst inn fyrir veggi skólans hef ég verið heilluð af félagslífinu sem við erum svo heppin að búa við og langar mig nú að fara all-in og býð ég mig því fram í embætti ritstýru okkar allra besta skólablaðs, Munins. Á minni menntaskólagöngu hef ég séð hvað skólinn okkar býr yfir mörgum hæfileikaríkum, kraftmiklum og skemmtilegum einstaklingum og saman gætum við búið til eitt magnaðasta skólablað sem sögur fara af. Ég er opin fyrir nýjum og ferskum hugmyndum og vill tryggja það að allir finni eitthvað við sitt hæfi í skólablaðinu. Starf ritstýru krefst mikillar leiðtogahæfni, skipulags og jákvæðni og tel ég mig geta sinnt starfinu vel og gert gott blað enn betra. Þar að auki er ég mjög listræn og hef klárlega hugmyndaflugið til þess að henda enn einni neglunni í prentun. Ég get lofað þér því kæri nemandi, að ég mun alltaf setja starf mitt sem ritstýra í forgang. Fyrir eftirminnilegt skólablað þar sem hugmyndaríkir nemendur fá að njóta sín og risa útgáfu-pullupartý mæli ég hiklaust með að setja X-Sara við ritstýru Munins <33
Hildur Sigríður Árnadóttir

Sælir elsku menntskælingar
Ég heiti Hildur Sigríður Árnadóttir og ég er nemandi í 2.T á Heilbrigðisbraut. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í ritstýru Munins á komandi skólaári. Ég hef virkilega mikinn áhuga á þessu hlutverki og því sem fylgir að vera ritstýra skólablaðsins. Frá því ég byrjaði í skólanum hef ég alltaf haft mikla ástríðu fyrir skólablaðinu. Það er eitthvað við það sem heillaði mig strax og hef ég verið staðráðin í því að verða partur af því. Eins og við flest vitum er skólinn okkar þekktur fyrir fjölbreytt og blómstrandi félagslíf og er skólablaðið einn helsti miðill skólans. Þar fáum við innsýn í félagslífið í skólanum og þar endurspeglast þær minningar sem munu fylgja okkur út lífið. Ég tel mig vera fullhæfa í þetta hlutverk. Ég er mjög skipulögð og listræn og ég vil gera hlutina vel. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu hlutverki og tækifærinu sem því fylgir.
Ég dáist af þeirri vinnu sem er lagt í að gera þetta frábæra skólablað að því sem það er og vil
ég leggja mitt af mörkum til að halda þessari frábæru hefð gangandi.
Ég vil færa ykkur skemmtileg og metnaðarfull skólablöð á næstkomandi skólaári.
Því treysti ég á ykkur kæru samnemendur að kjósa rétt og setja x við Hildi í ritstýru Munins.
Trausti Freyr

Sælir kæru Menntskælingar, vinir og mögulega óvinir.
Ég heiti Trausti Freyr og er í 2.UV og er að bjóða mig fram sem ritstjóra Munins fyrir næstkomandi skólaár.
Skólablöðin góðu sem gefin hafa verið út síðan 1927 eru virkilega dýrmæt. Þau varðveita allt það helsta sem gerst hefur í skólanum og endurspegla frábæra félagslífið sem skólinn býður upp á. Það eru þessir hlutir sem geri blaðið svona frábært að mínu mati.
Ég hef gaman af því að skapa, er helvíti fær á tölvuna og á auðvelt með að koma hugmyndum mínum og annara á framfæri. Ég hef einnig virkilega gaman af því að vinna með frábæru fólki og trúi því að ég væri góður í hlutverk ritstjóra Munins.
Mig langar að gera gott blað enn betra með frábærri ritstjórn og því ættuð þið að setja
X við Trausta í ritstjóra Munins.
Fulltrúar tilvonandi annars bekkjar
Þriðja bekkjar í Hagsmunaráð

X- við Hildi í Hagsmunaráð Þriðjabekkjar
Forseti Umhverfisnefndar

Hæhæ gæs
Ég heiti Kolbrún og er í 2.FL
Ég vil ekki að umhverfis nefndin deyji út þannig ég er
að bjóða mig fram sem formann umhverfisnefndar. Þetta félag þarf að vakna til lífs!
Forseti Leikfélagsins
Diljá María Jóhannsdóttir

Elsku samnemendur og vinir!
Diljá María Jóhannsdóttir heiti ég og er að klára annað
árið mitt á raungreina- og tæknibraut. Ég gef kost á
mér í embætti forseta Leikfélags Menntaskólans á
Akureyri fyrir næstkomandi skólaár. Frá því að ég
flutti til Akureyrar hef ég haft mikinn áhuga á félaginu
og valdi MA með það í huga að ég gæti orðið hluti af
leikfélagi MA. Ég er búin að vera svo heppin að fá að aka þátt í uppsetningu LMA síðustu tvö ár, bæði Heathers og Footloose og er orðin fáránlega ástfangin
af þessu félagi. Leikfélag MA er einstakt fyrirbæri þar sem nemendum gefst tækifæri til þess að láta ljós sitt skína á öllum sviðum; hvort sem það er að koma fram, dansa, syngja, spila, sauma, smíða, hanna, farða, ljósast, nefndu það, það er eitthvað sem hentar öllum. Það sem mér finnst svo einstakt við LMA er að þetta er ekki bara leikfélag. Þarna koma ólíkir nemendur með mismunandi bakgrunn saman og skapa eitthvað alveg sértakt með fagmennsku og metnaði sem hæfir atvinnuleikhúsi. Að launum tökum við heim með okkur reynslu, minningar og vináttu til lífstíðar. Árlega heldur leikfélagið spunanámskeið og keppir fyrir hönd MA í leiktu betur fyrir sunnan sem er fáranlega skemmtilegt. Ég hvet alla flippkisa til að taka þátt í námskeiðinu og frelsa spunameistarann sem býr innra með okkur öllum. Ég er vinnusöm, skipulögð og metnaðarfull í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég brenn fyrir að sjá skólann okkar setja upp metnaðarfulla sýningu á hverju ári sem fyllir salinn af samnemendum og öðrum bæjarbúum og gerir aðra menntaskóla græna af öfund. Með von um að þið nýtið öllsömul kosningarétt ykkar og setjið x - við Diljá Maríu í formann LMA.
Forseti Málfundafélagsins
Benjamín Þorri

Sælir kæru samnemendur. Ég heiti Benjamín Þorri og er í 1.V. Ég gef kost á mér í embætti forseta Málfundafélagsins. Ég hef í vetur tekið þátt í Gettu betur starfinu í kringum liðið okkar og hef því bæði nokkra reynslu af því að starfa í félaginu og svo er ég líka ýmsum kostum gæddur sem geta nýst Málfó. Málfundafélagið er eitt elsta starfandi undirfélagið í skólanum og því mikilvægt fyrir skólann að hugsa vel um það og hlúa að bæði Morfís og Gettur betur liðunum sem keppa fyrir skólans hönd fyrir tilstilli Málfó. Það er flott vinna sem á sér stað innan félagsins og ég mun gera mitt allra besta til að viðhalda henni næsta vetur. Skelltu því X við Benjamín í forseta Málfundafélagsins ef þú telur að ég sé rétta manneskjan í verkið.
Reynir Þór Jóhannsson

Reynir heiti ég og er í 1.FL og ætla að bjóða mig fram sem forseti Málfundafélags Huginns, ég er malfóbusi og ætla því að reyna að taka við keflinu.
Rakel Alda

Kæru samnemendur,
Ég heiti Rakel Alda, er í 2.UV og er að bjóða mig fram í forseta málfundafélagsins fyrir komandi skólaár. Ég tel að ég geti haldið vel utan um vinnu skólans þegar kemur að Morfís og Gettu Betur og verið með góða yfirsýn yfir það. Ég tel mig fullhæfa í starfið þar sem ég er metnaðarfull, skipulögð, og útsjónarsöm. Auk þess var ég í Gettu Betur liði skólans í ár og kynntist fráfarandi stjórn ágætlega. Ég ætla að vekja meiri athygli á félaginu innan skólans og hvet ég alla til að taka þátt í Gettu Betur eða Morfís.
Setjið X- við Rakel í forseta Málfundafélagsins fyrir skólaárið 2023-2024.
Forseti Íþróttafélagsins
Lana Sif

Hæ hæ elsku bestu MA-ingar, ég heiti Lana Sif og er í 2.T á heilbrigðisbraut og ætla að gefa kost á mér sem forseti ÍMA fyrir skólaárið 2023-2024. Ég hef alltaf verið í íþróttum, alveg frá því að ég man eftir mér og hef ég prófað mögulega allar íþróttir sem eru í boði en núna æfi ég aðeins golf og er að gera mjög vel þar. Ég veit að ég er rétta manneskjan í hlutverkið þar sem ég er metnaðarfull og hef brennandi áhuga á nánast öllum íþróttum og mig langar að leggja mitt af mörkum til félagslífins í MA. Ég hef mikla reynslu af því að vinna með öðru fólki þar sem ég hef starfað sem golfkennari og hef þurft að tækla margt eins og t.d. erfiða foreldra og krakka sem berja mann með golfkylfu. Við að vinna við þetta starf fékk ég reynslu í að skipuleggja viðburði og vera sjálf skipulögð. Þið ættuð að kjósa mig vegna þess að ég er metnaðarfull, góð í samskiptum, skipulögð og ætla gera ÍMA betra en það hefur verið með fjölbreyttum íþróttamótum og góðum vinningum ;)
Setjið x við Lönu Sif sem forseta ÍMA
María Guðrún

Heil og sæl kæru samnemendur og annað íþróttaráhugafólk. Ég heiti María Guðrún úr 2.T og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í formann ÍMA fyrir næstkomandi skólaár. Sjálf er ég mikil íþróttakona, æfi íshokkí með SA og prófaði hinar og þessar íþróttir þegar ég var yngri. ÍMA stendur fyrir stórum part af félagslífinu hérna í MA með sínum vinsælu föstudagsíþróttarmótum í höllinni, ég veit hreinlega ekki um betri daga í vikunni en föstudaga með ÍMA móti. Öll íþróttafjölbreytninn sem mót hafa boðið uppá, fótbolti, blak, karfa, bandí, handbolti og ég veit ekki hvað meira enda er fjölbreytninn mikilvæg þar sem íþróttir eru fyrir alla og ættu allir að geta fundið mót sér til skemmtunar (og sigurs (já ég er mikil keppnismanneskja)). Auk þess að halda áfram að láta íþróttarfjölbreytni ÍMA skína langar mig að gera íþróttamann MA sýnilegri og jafnvel gera meira úr því. Ég er metnaðarfull og skipulögð og hef þann góða eiginleika að koma ró á æsing og ósætti þar sem ég hef verið að þjálfa litla krakka.
Ef þið elskið föstudaga jafn mikið og ég settu þá X við Maríu í formann ÍMA.
Forseta TóMa
Daníel Hrafn Ingvarsson

Ég heiti Daníel Hrafn Ingvarsson og er í 1.A.
Mig langar til þess að sækja um sem formaður TóMA vegna þess að ég hef gífurlegan áhuga á tónlist, er með hljómsveitar reynslu og ég er góður skipuleggjandi.
Ég myndi vilja halda áfram því góða starfi sem hefur verið í gangi hér á síðasta skólaári.
Einnig langar mig að halda Sveitaball TóMA og hafa amk einn söngsal með heilli hljómsveit á önn.
Forseta femínistafélagsins
Rakel Eir Erlingsdóttir

Kæru menntskælingar
Ég heiti Rakel Eir Erlingsdóttir og býð mig fram í
stöðu forseta Femínistafélagsins. Síðan ég man eftir mér hef ég verið full af jafnréttiskennd og þar af leiðandi haft mikinn áhuga á femínisma. Þegar ég byrjaði í MA sem lítill, feiminn busi blasti fyrir mér stórt og fjölbreytt félagslíf MA. Ég var um leið staðráðin í að taka eins mikinn þátt og ég gæti. Ég hef tekið þátt í PríMa, SauMa, MilfMa;) og LMA. Þar hef ég setið í stjórn ásamt því að vera forseti FemMa. Hjarta MA er félagslífið, án þess værum við bara einhver meðal skóli. Í öllum samfélögum er mikilvægt að ríki jafnrétti, ekki síst í samfélagi eins og þessu, menntaskóla með félagslíf líkt og ríkir hér. Femínismi og barátta hans er málefni allra og því mikilvægt að nemendur hafi rými til að láta rödd sýna heyrast og hafa áhrif. Upplifunin að vera í þessu félagi síðastliðið ár var hreint út sagt stórkostleg. Ég kynntist frábærum stelpum og saman höfum við afrekað mikið. Hefði ekki getað þetta án ykkar . Ég vil endilega taka þátt í þessari vinnu aftur á næsta ári og er með fullt af markmiðum en þau fáið þið að heyra í ræðunni minni;) Af hverju ættu þið að treysta mér til forseta? Ég hef metnað og legg mig alla fram í það sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er með reynslu og veit því hvað virkar, hvað gekk vel og hvað má gera betur. Þá reynslu get ég nýtt mér til að gera enn betur og ásamt ykkur öllum búa til frábært skólaár með félagslífi þar sem ekki aðeins er ótrúlega gaman heldur ríkir jafnrétti fyrir okkur öll. Því segi ég bara setjið x við Rakel í FemMa
María Sóllilja Víðisdóttir

Komið sæl kæru samnemendur.
Ég heiti María Sóllilja, en hef alltaf verið kölluð Sóla og ég er að ljúka mínu öðru
ári á sviðslistabraut. Ég hef ákveðið að bjóða kost á mér í stöðu forseta
Femínistafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri.
FemMA er mér mjög kært félag og hefur verið partur af allri minni
menntaskólagöngu hér í MA, þar sem ég var FemMA businn í fyrsta bekk og nú í öðrum bekk er ég varaforseti félagsins. Mig langar að leggja mitt af mörkum fyrir félagið og mín markmið fyrir FemMA eru að félagið afreki enn meira rétt eins og að stuðla að jafnrétti allra kynja innan veggja skólans, að félagið verði meira opinbert og haldi fleiri viðburði.
Ég vil að ykkar raddir heyrist hærra, til að jafnrétti hér í skólanum geti verið
framúrskarandi og ég vil að þið vitið að þið getið alltaf leitað til okkar ef það vakna
einhverjar spurningar um allt eða bókstaflega ekkert. Sama hvað það er, tekur
FemMA ykkur með opnun örmum í algjörum trúnaði.
Setjið X-við Maríu Sóllilju í forseta FemMA
Tveir fulltrúar nemenda í skólaráð
Einn fulltrúi nemenda í skólanefnd
Tveir fulltrúar nemenda í Jafnréttisráð
Forseta Fastanefndar
Sigrún Rósa Víðisdóttir

Hæhæ ég hef ákveðið að gefa kost á mér í fastanefnd þar sem ég er fulltrúi 2. bekkjar í Fastanefnd og veit því hvernig hlutunum er háttað.
Setjið x við Sigrúnu í forseta fastanefndar
Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir

Heluuuuuuuu
Ég heiti Kolbrún Ósk og er í 2.FL og ég er að bjóða mig fram í forseta Fastanefndar.
Ég ætla að vera frekar honest hérna, sko gæs ég er að skrifa þetta til að ég hafi einhvern kynningar texta. Ég er að skrifa þetta og er virkilega sleep deprived og með mega hausverk þannig þetta verður rollercoster. Strap yourselves in.
Ég skal sjá til þess að kosningarvakan á næsta ári verði bangr og mun útskýra allt svo vel
þannig á endanum munið þið kunna allt utan af. Nei svona for real, kostningar hjá MA eru
osom posom og það er geggjað að sjá hversu margir bjóða sig fram og kjósa. Það myndi vera sannur heiður að sjá um kosningarnar. Ég er líka geggjuð að þaga yfir leyndarmálum þannig að vita hverjir eru kosnir og þagað yfir því er easy peasy. En ég ætla að segja þetta gott í bili.
Pease out brothers <3
Kosningarkveðjur
Kolbrún
Forseta Myndbandafélag
(AmMA) Aðalmyndbandafélag MA
Marinó Bjarni Magnason

Ég heiti Marinó Bjarni Magnason og er að bjóða mig fram í formann AMMA og er í 2.UV. Ég er að bjóða mig fram því ég er handviss um að það verði virkilega rosalega mjög gaman. Amma er besta myndbandafélag MA og væri það ákveðin veisla að vera partur af því.
Kieran Logi Baruchello

Sælir kælir,
Ég lifi fyrir félagslífinu í Menntaskólanum á Akureyri. Ég er endalaust að djamma með samnemendum mínum en þeir hafa eflaust séð mig fara í splitt þegar ég er í mjólkurglasi. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í forseta AmMA og ég treysti mér í það að halda myndbandafélaginu í toppstandi og ég vona að þið gerið það líka.
p.s. ég kann að gera backflip
(AsMA) Aðal Stelpu Myndbandafélag MA
Birna Dísella Bergsdóttir

Hæhæ kæru samnemendur og vinir.
Ég heiti Birna Dísella og er í 2.X. Ég býð mig fram til forseta AsMA skólaárið 2023-2024. Ég hef verið meðlimur í AsMa í vetur og veit því fyrir hvað félagið stendur og hvernig hlutum er háttað. AsMa er hópur af hressum stelpum sem hefur það að markmiði að skemmta sér og öðrum í skólanum með frábærum myndböndum og öðrum uppátækjum. Þátttaka í myndbandafélagi er einmitt góð leið til að leggja sitt af mörkum til félagslífsins í skólanum og ég býð mig fram vegna þess að ég vil vera virk í félagsstarfinu. Þó að AsMa sé ungt félag er það þegar orðið ómissandi partur af kvöldvökum skólans, líkt og önnur myndbandafélög. Með framboði mínu er ég að fara hressilega út fyrir þægindarammann og ég vonast til þess að leiða félagið næsta vetur og halda áfram því frábæra starfi sem núverandi og fyrrverandi forsetar hafa unnið.
Ég vona að ég hafi stuðning ykkar og lofa að ef þið setjið X við Birnu, mun ég gera mitt allra, allra besta til að næsti vetur verði fullur af fjöri, gleði og góðum myndböndum.
DraMA
Rakel Eir Erlingsdóttir

Hæhæ, sá bara að engin ætlaði að taka við drama svo sem manneskja sem átti að vera í drama en hætti við á öðru ári ætla ég að bjóða mig fram:)
Kjosið mig eða eitthvað
(MdMA) Myndbandafélag Drengja Menntaskólans á Akureyri
Guðmundur Steinn Egilsson

Ég heiti Guðmundur Steinn Egilsson og er í 2. G. Ég vil vera formaður MDMA því að ég elska MDMA.
(StemMA) Stelpu Myndbandafélag MA
Agnes Inga Kristjánsdóttir

Hæ, ég heiti Agnes og er að bjóða mig fram í forseta stemma, mikilvægustu og mest krefjandi stöðu í skólanum. Ég er hard working mf og var í stemma í fyrra. Ef þið viljið að stemma blómstri þá kjósiði mig. Ég mun passa að þið fáið gott content og insane lög.
Vote for Agnes í forseta StemMA:)
(SviMA) Sketsa- og Videofélag MA
Logi Gautason

Logi Gautason 2.G – Mig langar að sækja um að vera formaður SviMA útaf það er veisla og ég var í SviMA í ár og veit þá hvað þarf að gera betur. Langar að gera sick dæmi á næstu önn.
Dagur Guðnason

Góðan Daginn ég heiti Dagur Guðnason og ég er í 1 A og ég er að bjóða mig fram sem formann sviMA. SviMA síðustu árin hafa ekki verið upp á sitt besta. Því þarf að koma alvöru breyting. Ef ég verð kosin þá skal ég gera mitt allra besta að skila góðum myndböndum á
réttum tíma, koma með góð lög og geðveikt fynda sketsa. Það eru Allir að segja að sviMA sé löngu dautt kjósið mig og ég mun endurlífga það. X við Dagur
Forseta SauMA
Ylfa Marín Kristinsdóttir

Ég heiti Ylfa Marín Kristinsdóttir, ég er í 1.FL og er að sækja um Forseta sauMA. Ég hef verið í kór frá því að ég var sjö ára og unnið sem aðstoðar kórstjóri hjá Akureyrarkirkju. Ég fór í sauMA núna í ár og sá hvernig þetta virkar, þá fékk ég strax þá hugmynd að fara í stjórn. Þegar ég fór að hugsa hvað ég myndi gera í SauMA, fór ég strax að hugsa um árshátíðina. Ég hugsaði hvað er skemmtilegt þema sem allir hafa eitthvað gaman af og er þægilegt að búa til atriði og raddanir fyrir. Þá voru hugmyndirnar mínar að hafa Abba eða frægustu lög áratuganna. Þar kemur eitthvað fyrir alla, þar sem bæði Abba og lög áratuganna eru það mismunandi og allir gætu haft gaman af einhverju. Ég er mjög félagslynd og get unnið með alskonar fólki, hópavinnur eru mjög léttar fyrir mig. Ég er líka einnig góð í að setja minn fót niður og taka stjórn þegar það á við. Eins og ég minntist á hef ég unnið við það að stjórna kór og nýtist það vel í þetta. Ég vona að þið takið mig til umhugsunar. Takk fyrir.
Forseta PriMA
Klaudia Kozuch

Góðan daginn, ég heiti Klaudia Kozuch og er að klára annað ár á náttúrufræðibraut í 2.UV. Er að bjóða mig framm sem forseta Príma fyrir næstkomandi skólaár. Ég hef ákveðið að bjóða mig framm sem forseta Príma því mér finnst gaman að dansa og semja nýja dansa. Mig langar að Príma verður ekki bara sýnileg á árshátíðinni, heldur dansað kannski líka á öðrum viðburðum. Ég myndi gera mitt besta að halda þessu félagi gangandi, koma með nýjar hugmyndir og hafa fjölbreytni og fjör í Príma:)
Setjið X við Klaudiu í forseta Príma
Eva Lind

Hæ hó kæru samnemendur.
Ég heiti Eva Lind og er á öðru ári á sviðslistabraut og ég er að bjóða mig fram sem forseta Príma 2023-2024. Ég hef æft dans í meiri en 10 ár, og hef keppt 2x á dans heimsmeistara móti eða Dance World Cup. Á þessum rúmlega áratug sem ég hef æft, hef ég mikla reynslu og þekkingu á hvernig á að vinna í hóp með mismunandi fólki sem hafa mismunandi reynslu. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að búa til dansa og kenna öðrum og bara flippast með danshópnum mínum. Ég er metnaðarfull og er alltaf til í að hjálpa öðrum. Ef ég verð kosinn sem forseti Príma mun ég setja mikinn metnað og alltaf reyna mitt besta fyrir þetta félag. Settu X við Evu í forseta Príma
Fulltrúar í sjoppuráð
Forseti:
Selma Sól

Elsku menntskælingar Ég heiti Selma Sól og er að bjóða mig fram sem formann sjoppuráðsins fyrir skólaárið 2023-2024. Sem formaður ætla ég að sjá um sjoppuna og öllu sem kemur henni. Ég tel mig vita hvað góð sjoppa þarf að hafa og ég ætla að sjá til þess að það verði gott og fjölbreytt úrval af góðu mönsi á næsta ári. Ég vil gera mitt allra besta að taka við hugmyndum ykkar kæru menntskælingar um hvað þið viljið hafa í sjoppunni og koma þeim á framfæri. Ef þið viljið hafa frábært nasl í sjoppunni á næsta ári setjið þá X við Selmu Sól í formann sjoppuráðs.
Stella Baldvinsdóttir

Hæhó kæru samnemendur! Stella Baldvinsdóttir heiti ég og er ég á öðru ári á félagsgreinabraut. Ég er að bjóða mig fram sem formann sjoppuráðs fyrir næstkomandi skólaár þar sem ég tel mig frábæra í þá stöðu. Ég ætla að gera æði vaktarplan fyrir sjoppuna ásamt samt því vera með gott möns og gott úrval fyrir ykkur. Ásamt því mun ég halda vel utan um flottu fínu sætu sjoppuna okkar. Fyrir frábæra útskriftarferð og gott möns (og kannski hvítan monna) þá er það bara lauflétt X við Stellu í formann
sjoppuráðs!
Gjaldkeri :
Steinunn Svanhildur Heimisdóttir

Ég heiti Steinunn Svanhildur Heimisdóttir og er í 2.FL. Ég vil bjóða mig fram sem gjaldkera í sjoppuráðið skólaárið 2023-2024. Ég vil bjóða mig fram vegna þess að sjoppan er orðin stór hluti af frímínútum í MA og nemendur nýta hana mjög mikið. Það er alltaf nóg að gera og vörur eru oft fljótar að fara og þess vegna finnst mér mikilvægt að passa vel upp á fjármál sjoppunar. Ég tel mig vera hæfa til þess að passa upp á fjármálin vegna þess að ég hef tekið fjármála áfanga ásamt því að ég hef reynslu af því að þurfa að passa upp á og ráðstafa mínum eigin pening. Ég ætla að gera mitt besta við að ráðstafa pening sjoppunar sem best og passa að hann fari í eitthvað sem nemendur MA vilja og geta notið góðs af m.a. með því að búa til góða fjárhagsáætlun. Ég er mjög skipulögð og kann að taka á mig mikla ábyrgð og því finnst mér ég geta ráðið vel við gjaldkerastöðuna og sinnt henni af áhuga og samviskusemi
Elísabet Eik

Hæhó, Ég heiti Elísabet Eik og er á örðu ári á félagsfræðibraut. Ég er að bjóða mig fram semgjaldkeri sjoppuráðs skólaárið 2023 - 2024. Ég hef mikinn áhuga á stærfræði, excel og fjarmálum. Ég hef lokið einum grunnáfanga í fjármálalæsi og er núna að klára excel áfanga í stærfræði. Ég er búin að vera sjá um minn eigin rekstur (gera neglur) í rúmlega ár og þar hef ég gert mína eigin fjárhagsáætlun og bókhald. Þar hef ég lagt mig mikið framm í að fara sem best með peninginn en sömuleiðs bjóða upp á þá bestu þjónustu sem ég get og stefni ég á að gera það líka ef ég fengi stöðu gjaldkera í sjoppuráðinu. Ég myndi leggja mig fram við að hafa allt mönsið í sjoppunni á sem besta verði þar sem ég þekki það vel að vera fátækur námsmaður..... en á sama tíma safna nóg af penge fyrir útskriftaferðina. En annars ætla ég bara gera mitt besta til að halda þessari sjoppu geggjaðri og halda uppi stemmara.
Setjið X við Elísabetu í gjaldkera sjoppuráðs.
Innkaupastýra:
Máney Lind Elvarsdóttir

Ég heiti Máney Lind Elvarsdóttir er í 2. FL og ákvað að sækja um sem innkaupastýra í sjoppuráð 2023-2024. Úrvalið í sjoppunni hefur aukist mikið frá því ég byrjaði í skólanum sem er mjög jákvætt og vil ég vera partur af því að gera hann ennþá betri fyrir svanga og þreytta mentskælinga sem þurfa möns og orku til að komast í gegnum daginn. Ég tel mig geta sinnt þessari stöðu vel og samviskusamlega af því ég er skipulögð, dugleg og skiptir mig miklu máli að það sé til nóg fyrir alla í sjoppunni.
Krister Máni Ívarsson

Hæ ég heiti Krister og vill vera í sjoppuni
Ég lofa ap hafa monster ef ég ma vera í sjoppuni
Sigrún Rósa Víðisdóttir

Hæhæ!
Ég er að bjóða mig fram í innkaupastýru sjoppuráðs fyrir komandi skólaár.
Á komandi skólaári kemur að því að við í 3. bekk förum í útskriftarferð en til þess að koma því að veruleika þurfum við að halda utan um okkar ástkæru sjoppu. Ég er tilbúin í að fara í geggjaðar bónusferðir til þess að það verði alltaf til geggjað möns í sjoppunni fyrir ykkur elsku samnemendur.
Setjið X við Sigrúnu Rósu í Innkaupastýru Sjoppuráðs ef þið viljið að það sé alltaf til nóg af gotterí í sjoppunni
3. bekkjarráð
Forseti:

Omg hæ
Ég er Kolbrún og er í 2.FL eða eins og við erum þekkt: dýragarðurinn. Ég er að bjóða mig fram sem forseta þriðjabekkjarráðs. Ég er pínu að leita mér af tilgangi í lífinu og þegar ég sá þriðjabekkjarráðið byrti aðeins fyrir mér. Og hvar er best að finna tilgang í lífinu en að plana útskriftarferð. Og sjá um peysur og margt fleira. Einnig er ég fátækur námsmaður með einstæða móðir og það yrði osom að fá aðeins hjálp með fjármál hvað varðar útskriftarferðina. Ég er til í að leggja þá vinnu sem þarf til að sinna þessu starfi eins vel og hægt er. Ég hef ekki meira í bili elsku menntskælingar nema bara gerum bangr útskriftarferð!
Kær kveðja
Kolbrún
PrideMA:
Stormur Thoroddsen

Sæl öll sömul
Ég heiti Stormur Thoroddsen og er á öðru ári á sviðslistabraut. Ég er að bjóða mig fram í forseta PrideMa en þar hef ég sjálfur setið í stjórn síðustu tvö ár. PrideMA er frábært félag sem heldur utan um hinsegin nemendur skólans, réttindi þeirra og sýnileika. Það væri mér sannur heiður að fá að leiða það næsta skólaár. Ég fæ aldrei nóg af dragkeppnum, bíókvöldum, fræðslum og að sitja á jafnréttisráðsfundum til þess að tala um hag bæði hinsegin nemenda og allra almennt. Ég hef reynslu og er spenntur að þróa PrideMA áfram á komandi skólaári með aðstoð ykkar og framtíðar stjórn. Mér þætti voða vænt um ef að þið settuð X við Storm:)