Search

Framboðslisti fyrir forseta undirfélaga 2021 - 2022

Updated: Apr 30

Hér má sjá framboðslista fyrir forseta undirfélaga, nefnda, ráða og myndbandafélaga fyrir skólaárið 2021 - 2022. Á föstudaginn, 30. apríl, kl. 19:00 fáum við að heyra ræður þeirra og konsingar opna strax eftir að öllum ræðum lýkur. Kosningar munu svo loka klukkan 09:00 á laugardaginn, 1. maí. Tilkynnt verður svo úrslitin á laugardag og endurkosningar verða haldnar ef þess þarf.


Ritstýra Munins


Hugrún Eva Helgadóttir

Kæru samnemendur og vinir!


Hugrún Eva Helgadóttir heiti ég og er í 2.H á félagsfræðibraut. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti ritstýru Munins næst komandi skólaárs. Nemendum í MA þykir afar vænt um skólablaðið. Muninn varðveitir helstu minningar og sögur okkar, sem eru svo margar og skemmtilegar. Þessi varðveisla finnst mér skipta gríðarlega miklu máli og það væri minn heiður að skrá niður sögur okkar saman. Ég sjálf hef fylgst með góðri vinnu við gerð skólablaðsins og vil ég viðhalda henni, jafnvel gera hana enn betri!


Ég vil að hæfileikaríkir nemendur geti nýtt sér blaðið sem vettvang fyrir öll þau verk og þá vinnu sem hægt er að hugsa sér. Blöðin einkennast nefnilega af fallegum verkum þeirra. Ég tel mig hafa getuna í að sinna starfi ritstýru og að halda utan um störf ritstjórnar í birtingu gullfallegar blaða!


Kjósið mig í ritstýru Munins fyrir eftirminnilegt og falleg skólablað fullt af bæði minningum, sögum og öllu því sem við finnum upp á. Setjið X við Hugrúnu í ritstýru Munins.Katla Tryggvadóttir


Sælir, kæru samnemendur.


Katla Tryggvadóttir heiti ég og er nemandi í 2. A á mála og menningarbraut. Ég gef kost á mér í embætti ritstýru Munins, skólaárið 2021-2022.


Ég hef setið í ritstjórn Munins, sem markaðsstýra, á skólaárinu sem nú er að líða. Ég hef þegar birt tvö blöð með félaginu og er það þriðja rétt handan við hornið. Tíminn í ritstjórn hefur verið spennandi, skemmtilegur, stundum stressandi, en fyrst og fremst lærdómsríkur. Ég vil endilega leggja mitt af mörkum til næstkomandi blaða og nýta þá reynslu sem ég hef öðlast. Muninn er eitt elsta félagið innan veggja skólans og stendur á gömlum og sterkum grunni. Það er samt alltaf hægt að betrumbæta og það er líka mikilvægt að halda blaðinu í stöðugri framþróun. Ég er tilbúin í þá vinnu. Mig langar að virkja samfélagsmiðla og halda áfram að stuðla að því að skólabaðið okkar sé málgagn okkar allra, nemenda skólans. Ég vil viðhalda gömlum hefðum og styrkja nýjar hefðir, eins og nýnemablaðið sem við í fráfarandi ritstjórn gáfum út í fyrsta sinn. Muninn er minningabankinn okkar <3


Ég er tilbúin að taka á mig þá ábyrgð sem felst í starfi ritstýrunnar og jafnframt þá ábyrgð að halda utan um og skrásetja sögur okkar.


Fyrir frábært skólablað, settu X við Kötlu í ritstýru Munins.Forseti leikfélagsins (LMA)


Eva Hrund Gísladóttir

Elsku Menntskælingar,


Ég heiti Eva Hrund Gísladóttir og er í 2. H á Félagsgreinabraut. Ég er að bjóða mig fram sem forseta leikfélagsins Menntaskólans á Akureyri. Ég hef tekið þátt í sýningum LMA síðan í fyrsta bekk, Inn í Skóginn og Hjartagull, og hef ég gríðalegan áhuga á þessu æðislega félagi. Leikfélagið er frábær staður fyrir ungt fólk að láta ljós sitt skína hvort sem það er að leika, dansa, spila á hljóðfæri, búa til leikmynd, sauma og hanna, vinna með peninga eða að farða og gera í hár. Svo er það árlega Leiktu Betur þar sem fólk mætir á spunanámskeið og keppir svo fyrir hönd MA. Maður kynnist fullt af nýju frábæru fólki í LMA og myndi ég ekki hika við það að fara í prufur eða viðtöl. Metnaðurinn í þessum krökkum er framúrskarandi og er þetta svakalega mikil vinna sem liggur að hverju verki.


Ég bíð mig hér fram sem forseta Leikfélagsins Menntaskólans á Akureyri með því markmiði að öllum líði vel innan félagsins og að gera eitt annað leikrit sem fær fólk til þess að berjast fyrir miðum á sýningarnar.

Endilega settu X við Eva Hrund í forseta Leikfélagsins Menntaskólans á Akureyri.


Forseti Málfundafélagsins (Málfó)


Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir

Sælir Fógetar,


Ég heiti Malín og gef kost á mér sem forseti Málfundafélagsins næstkomandi skólaár. Ég er ekki einungis að bjóða mig fram af því að ég er ein af fáum sem töpuðu í Hugins kosningunum og er í örvæntingu minni að grípa í þetta síðasta hálmstrá til að fá einhver völd, heldur einnig af því mér þykir vænt um Málfó. Ég var í MORFÍs liðinu og fyrra og lærði ótrúlega mikið af því, ég er tilbúin að rífast við hvern sem er, um hvað sem er. Mér fannst ótrúlega gaman að vera í liðinu og á næsta skólaári langar mig að fá að halda utan um það, sem og að kynnast annarri starfsemi Málfó betur.


Ég geri mér grein fyrir því að margir samnemendur mínir hafa lítinn áhuga á Málfundafélaginu en mig langar að breyta því.


Setjið X við Malín í forseta Málfundafélagsins, af því ég elska Málfó og Málfó elskar mig.Telma Ósk Þórhallsdóttir


Ég heiti Telma Ósk Þórhallsdóttir, ég er í 1.U og hef áhuga á að bjóða mig fram í forseta Málfó fyrir skólaárið 2021-2022. Ástæðan af hverju Málfó kallar meira til mín en aðrir hlutir félagslífsins sem MA hefur upp á að bjóða er að Málfó liggur mun nær núverandi áhugamálum mínum en önnur félög. Eins og staðan er í dag er ég fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrarbæjar og sit í stjórn ungra sjálfsstæðismanna á Akureyri. Einnig stunda ég handbolta og þar sem ég keppi með tveimur flokkum svo að ég hef mikið keppnisskap.

Ég geri mér grein fyrir mikilvægu hlutverki Málfó, þýðingu starfseminnar innan skólans og tel mig hæfa til að leiða félagið á komandi ári.Forseti Dansfélagsins (PríMA)


Birta Ósk Þórólfsdóttir

Ég heiti Birta Ósk Þórólfsdóttir og er í 2.VX. Ég býð mig fram sem forseta dansfélagsins PríMA 2021-2022.


Ég var í PríMA stjórn sem ritari á skóla árinu sem er að líða og hafði ég mjög gaman af því þrátt fyrir að við fengum ekki að gera mikið vegna samkomubanns. En vonandi fer þetta ástand að taka enda og þá vil ég bomba dansgleðinni sem ríkir í MA aftur af stað.


Ég hef æft dans í rúm 14 ár, kennt í 4 ár og tekið þátt í mörgum sýningum og verkefnum svo ég tel mig hafa nokkuð góða reynslu. Einnig var ég annar danshöfundur í LMA fyrir Hjartagull.


Ég hef mikinn metnað fyrir þessu dansfélagi og margar hugmyndir sem mér langar að framkvæma.


X - við Birtu í forseta PríMA


Forseti Íþróttafélagsins (ÍMA)


Bergur Guðjónsson


Sæl/l kæri Sam-MA-ingur.


Bergur Guðjónsson heiti ég og er í 2.T og er að bjóða mig fram sem Forseta ÍMA. Ég hef gríðarlegan áhuga á öllum mótum hvort sem það er bandý, squally, fótbolti, skotbolti, E-sport og fleiri. Mótin eru alltaf skemmtileg og langar mig því að sjá til þess að þau verði það áfram hvort sem það verður þessi hefðbundnu föstudagsmót eða stærri viðburðir.


Settu X við Berg í forseta ÍMA.

Forseti Tónlistarfélagsins (TóMA)


Jóhanna Rún Snæbjörnsdóttir

Kæru samnemendur!


Ég heiti Jóanna Rún Snæbjörnsdóttir (aka Jóa) og er á 2. ári á tónlistarbraut, ég er að bjóða mig fram í forseta TóMA fyrir skólaárið 2021-2022. Ég sat í embætti gjaldkera tónlistarfélagsins síðastliðið ár. Ásamt því hef ég tekið þátt í nánast öllum viðburðum skólans sem tengjast tónlist á einhver hátt, þar má nefna viðarstauk, árshátíð, báðar söngkeppnirnar, Inn í skóginn og fékk ég þann heiður að vera annar tónlistarstjórinn í uppsetningu Hjartagulls. Félagslífið í MA kom mér svo sannarlega á óvart þegar ég kom fyrst í skólann, það er svo ofboðslega fjölbreytt. Mig langar hinsvegar að leggja mitt af mörkum að gera tónlistarlíf skólans enn fjölbreyttara, halda fleiri tónleika, halda böll, fá frábæra gesti og reyna að virkja tónlistafólk skólans ennþá betur. Við munum svo sannarlega þurfa á smá tónleikum og böllum að halda þegar allt verður eins og það á að vera.


Svo ef þið viljið manneskju með reynslu og metnaðinn í að gera tónlistarlíf næsta skólaárs eins gott og það mögulega getur orðið þá skuluð þið nýta ykkur kosningarréttinn og setja X við Jóhönnu Rún í forseta TóMA.<3


Óskar Máni Davíðsson

Komið þið sæl, blessuð og umfram allt mökkheit. Ég heiti Óskar Máni Davíðsson, ég er í 1.H og ætla að gefa kost á mér sem formann TóMA á næsta skólaári. Ég hef brennandi áhuga á tónlist og flestu sem henni tengist. Ég hef verið í Tónlistarskólanum á Akureyri í yfir 10 ár og spila á þó nokkur hljóðfæri þar á meðal Rafbassa, básúnu og alt-horn. Ég hef spilað á ýmsum viðburðum af ýmsu tagi. Ég hef marserað í gegnum bæinn í lúðrasveit, spilað í brúðkaupum og svo spilaði ég undir fyrir söngvara á söngkeppni MA fyrr á þessu ári. Ég er góður í samskiptum við aðra og hef margar góðar hugmyndir um hvernig TóMA gæti blómstrað í félagslífinu og fært öllum Menntskælingum gleði og skemmtilegheit.


Ég mun gera mitt besta til þess að gera félagslífið gasalega skemmtilegt og þess vegna vonast ég til að þú kæri samnemandi setjir X við Óskar í Formann TóMA. 

Með von um gott samstarf og fjörugt skólaár, Óskar Máni.


Þráinn Maríus Bjarnason

Heil og sæl.


Ég Heiti Þráinn Maríus Bjarnason. Ég er fæddur og uppalinn í Aðaldal og hef verið að læra á gítar í 10 ár það var í gegnum bróður minn sem ég kynntist mikið af listamönnum sem mótuðu mig sem manneskju og fyrir það er ég gríðarlega þakklátur. Ég ákvað að bjóða mig fram í formann TóMA vegna þess að mig langar að skilja eitthvað eftir mig í skólagöngu minni í MA. Á síðasta skólaári bauð ég mig fram í meðstjórnanda TóMA og fékk þann heiður að vera hluti af seinustu TóMA stjórnog þó að heimsfaraldurinn hafi gert sitt besta til að hindra okkur á vegum okkar, tókst okkur að halda tónlistarlífinu í MA nokkurn veginn á floti. Ég er þrjóskur fram að vissu marki og það er eiginleiki sem mér finnst gott að hafa þegar kemur að því að takast á við vandamál sem virðast erfið og persónulega myndi ég segja að ég væri frekar viðlíkanlegur og skemmtilegur til að vinna með. Ef að þið kjósið mig þá lofa ég að ég mun leggja mitt allra besta að mörkum til að gera tónlistarlífið hér í MA sem ánægjumest og skemmtilegast.Forseti Femínistafélagsins (FemMA)


Katla Tryggvadóttir

Sælir kæru samnemendur.


Ég heiti Katla Tryggvadóttir og er nemandi í 2. A á mála- og menningarbraut. Hér með gef ég kost á mér í stjórnandastöðu femínistafélags Menntaskólans á Akureyri.


FemMA er verulega mikilvægt félag innan veggja skólans. Jafnréttisbarátta og jafnréttissjónarmið eru þó ekki bara mikilvæg í þessum skóla heldur í samfélaginu sem heild. Margt hefur vissulega áunnist á síðustu áratugum en verkefninu er ekki lokið, og framhaldsskólanemendur þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að við náum árangri. Jafnrétti er líka málefni allra, ekki bara kvenna.


Sem stjórnandi FemMa mun ég sinna hefðbundnum verkefnum félagsins, eins og að passa upp á gott aðgengi að tíðarvörum. Mikilvægast fyrir mig er samt aðallega að efla félagið og gera það enn sýnilegra í félagslífi skólans, meðals annars í gegnum samfélagsmiðla. Ég vil gera félagið virkara með því til dæmis að taka þátt í samfélagsumræðu um jafnréttismál og skipuleggja viðburði í tengslum við t.d. alþjóðlegan baráttudag kvenna. Ég vil líka gera FemMA að vettvangi þar sem nemendur skólans geta leitað með allskyns tillögur og ábendingar varðandi mál sem þau telja tengjast félaginu.


Vinnum saman að jafnrétti og bjartari framtíð!


Settu X við Kötlu T. í Forkonu FeMA 2021-2022.


Forseti Söngfélagsins (SauMA)


Hugrún Lilja Pétursdóttir

Sælir kæru samnemendur.


Hugrún Lilja heiti ég og er í 2.I á tónlistarbraut. Ég er að gefa kost á mér í forseta SauMA skólaárið 2021-2022. SauMA hefur heldur betur blómstrað núna á seinustu árum og hef ég tekið virkan þátt í því allt frá því að ég steig inn fyrir veggi menntaskólans, var í kórnum sem busi og sat í stjórn nú á líðandi ári.


SauMA er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja koma saman, skemmta sér og syngja svolítið í leiðinni. Ég vil halda velgengni félagsins á lofti, gera það enn stærra og virkja fleiri. Árshátíðin, söngkeppnin og svo mörg önnur tækifæri bíða kórsins og það væri heiður að fá að leiða SauMA inn í komandi skólaár.


Setjið X við Hugrúnu í forseta SauMA!
Forseti Pridefélagsins (PrideMA)


Þorbjörg Þóroddsdóttir


Halló halló hæ!


Ég heiti Þorbjörg Þóroddsdóttir og er á fyrsta ári á sviðslistabraut. Ég býð mig fram sem formaður PrideMA vegna þess að mér finnst málefnin sem félagið sinnir mjög mikilvæg. Á þessu fyrsta ári mínu í skólanum missti ég mikið af félaginu vegna covid og mig langar að taka næstu tvö ár með trompi. Ég vil að PrideMA mæti sterkt til leiks þegar heimsfaraldurinn dregur sig loks í hlé. Ég vil að það heyrist almennilega í félaginu og að nemendur hafi tækifæri til að sækja viðburði á vegum þess. Ef ég verð kosin mun ég leggja mig alla fram fyrir félagið. Eins og Frank’N’ Further hvatti okkur öll til - ekki leynast, lifðu!
Ástarkveðjur,

Þorbjörg.


Forseti Umhverfisnefndar


Hrefna Dagbjört

Sælir kæru samnemendur.


Hrefna Dagbjört heiti ég og er í 2. F og er ég að bjóða mig fram sem Forseta umhverfisnefndar skólaárið 2021-2022. Ég er að bjóða mig fram af því að umhverfismál hafa alltaf skipt mig miklu máli og langar mig að hafa umsjón með því að skólinn geri sitt besta til að vera eins grænn og hann getur verið. Nú hef ég verið í stjórn umhverfisnefndar seinustu tvö skólaár þannig ég veit nú eitthvað hvað ég er að koma mér út í og veit hvað bíður umhverfisnefndar næsta skólaár.Fulltrúar tilvonandi annars og þriðja bekkjar í Hagsmunaráð


2. bekkur


Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir


Hæ ég heiti Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir og er í 1.U og ég er að gefa kost á mér í tilvonandi hagsmunaráð annars bekkjar. Mér þykir afar mikilvægt að gæta upp á hagsmuni okkar hér í skólanum og væri ég þakklát fyrir ykkar traust á mér að gera það. Ég get lofað ykkur því að koma öllum ykkar skoðunum á framfæri og gera skólaárið ykkar sem skemmtilegast og þægilegast fyrir ykkur.Þorbjörg Þóroddsdóttir


Sæl elsku menntskælingar,


Ég heiti Þorbjörg Þóroddsdóttir og er á fyrsta ári á sviðslistabraut. Ég býð mig fram sem fulltrúi tilvonandi annars bekkjar í Hagsmunaráði. Mér finnst Hagsmunaráð vera mjög mikilvægt og gera góða hluti. Þetta síðasta ár hef ég séð Hagsmunaráð standa sig mjög vel og takast á við flókið verkefni vegna heimsfaraldursins. Þetta ár hefur verið mjög óvenjulegt og það er mjög mikilvægt að hagsmunir nemenda gleymist ekki þegar heimurinn fer að snúast á eðlilegum hraða aftur.


Mig langar að leggja þessu starfi lið og ég tel mig hafa það sem þarf. Ég er með sterka réttlætiskennd og tilbúin að tala máli nemenda.Ef nauðsyn ber myndi ég jafnvel heyja einvígi fyrir ykkar hönd. Eins og Axel í Sódómu ætlaði að segja, ég skal gera allt fyrir alla sem ætla að gera allt fyrir alla!


Ykkar,

Þorbjörg <33. bekkur


Hrefna Dagbjört

Góðan daginn kæru nemendur


Hrefna heiti ég og er að gefa kost á mér sem fulltrúa 3. bekkjar í hagsmunaráð skólaárið 2021-2022. Hagsmunir okkar nemenda skipta gríðarlega miklu máli fyrir okkur og þá sérstaklega núna í þessu 3. ára kerfi þar sem er mikið álag á okkur. Til að gæta hagsmuna okkar er mikilvægt að hafa áreiðanlega einstaklinga í þessu ráði og tel ég mig hafa það sem þarf til að passa upp á okkur öll.


Hlýjar kveðjur frá Hrefnu ❤

Tveir fulltrúar nemenda í skólaráð

Hér vantar fulltrúa fyrir komandi skólaár. Ef þú hefur áhuga mátt þú hafa samband við Elísu Þóreyjardóttur, forseta Hugins.


Einn fulltrúi nemenda í skólanefnd

Hér vantar fulltrúa fyrir komandi skólaár. Ef þú hefur áhuga mátt þú hafa samband við Elísu Þóreyjardóttur, forseta Hugins eða Jón Má skólameistara.


Tveir fulltrúi nemenda í Jafnréttisráð

Hér vantar fulltrúa fyrir komandi skólaár. Ef þú hefur áhuga mátt þú hafa samband við Magneu Vignisdóttur forseta Hagsmunaráðs.


Forseti Fastanefndar


Bergur Guðjónsson


Sælir kæru MA-ingar Bergur Guðjónsson heiti ég og er í 2.T


Ég býð mig fram í forseta fastanefndar. Ég hef setið í fastanefnd núna í 2 ár og langar að halda því áfram sem forseti þess. Mig langar að reyna að hafa fjölmennari lagabreytingafund svo allar raddir skólans geti heyrst hvað varðar lög og lagabreytingar, svo þetta verður ekki eins og í ár, fáir mættu og margir ósáttir.


Settu X við Berg í forseta Fastanefndar.
Forseti myndbandafélaga


(AmMA) Aðal myndbandafélag MA


Birnir Vagn Finnsson

Sælir kæru samnemendur.


Ég er að gefa kost á mér til formanns AmMA. Ég ákvað að bjóða mig fram vegna þess að ég fékk þann heiður að vera í AmMA í einn dag til að spila fótbolta leik á móti SviMA og þennan eina dag sem ég var Í AmMA þá fannst mér ég vera hluti af fjölskyldu. Ég hugsaði með mér afhverju ekki vera hluti af þessari fjölskyldu í heilt skólaár og afhverju ekki bara henda sér í formann. Ég tel mig fullhæfan í formann og vona að þið gerið það líka.
(AsMA) Aðal stelpu myndbandafélag MA


Molly Carol Birna Mitchell


Kæru samnefndur og vinir Ég heiti Molly Carol Birna Mitchell og er í 2H. Ég er að bjóða mig fram sem formann AsMa skólaárið 2021-2022. AsMa er okkar ástkæra stelpumyndbandarfélag og það væri heiður að fá að vera formaður. Myndbandarfélögin eru stór partur af skólalífi MA og alltaf er gaman að horfa á myndböndin á kvöldvökum. Mitt markmið er að halda í góðu hefðirnar og gera myndböndin skemmtileg, fyndin og eftirminnileg. Myndböndin sem ég vil gefa frá mér eiga að sýna félagslífið í MA og þegar við útskrifumst getum við farið á AsMa YouTube-ið og munað sælla minninga. Ef þið viljið skemmtileg og flippuð myndbönd mæli ég hiklaust með að setja X- Molly sem formann AsMa.


(MDMA) Myndbandafélag Drengja Menntaskólans á Akureyri


Orri Hjaltason

Gott kvöld ég heiti Orri Hjaltason og ég ætla að bjóða mig fram í nýtt myndbandafélag sem heitir Myndbandafélag drengja menntaskólans á Akureyri.(StemMA) Stelpu myndbandafélag MA


Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir


Hæhæ, ég heiti Sara Ragnheiður og ég er að bjóða mig fram í formann StemMA næstkomandi skólaár.


Tvær systur mínar hafa verið í StemMA sem kveikti áhuga minn og pabbi minn er leikstjóri svo ég hef fengið gott taste af þessu öllu saman.


Ég lofa non cringefest og geggjuðum myndböndum frá StemMA. Ég vil fá fleiri bangera frá SteMA sem er möst fyrir gott myndbandafélag. Auðvitað eru góðir sketchar mikilvægir líka en alltaf þörf á góðu djammlagi.

X við Söru í formann StemMA.(SviMA) Sketsa- og video félag MA


Örvar Óðinsson

Sælir meistarar.


Örvar Óðinsson heiti ég og er í 2.H á félagsfræðibraut. Ég er að gefa kost á mér sem formann sketsa og videofélags Menntaskólans á Akureyri (SviMA). Ég er að gefa kost á mér í þessa stöðu því ég er hokinn reynslu eftir að ég er búinn að eyða heilu ári í að vera að snáðast í SviMA og hægt er að segja að ég kunni á leikinn.


Vertu KING og settu X við Örvar í formann SviMA.

Tilnefningar til Íþróttamann ársins:


Aldís Kara Jakob Franz Unnur


Minnum á að nýta kosningaréttinn!

482 views0 comments

Recent Posts

See All