Search
  • Skólafélagið Huginn

FRAMBOÐ NEMENDA MA 2013-2014

Framboð nemenda til ýmissa embætta eru hér að neðan gerð opinber;    


Inspector scholae/ Formaður


Freysteinn Viðar Viðarson (3XY)

Ég undirritaður býð mig fram til formanns nemendafélagsins Hugins á næstkomandi skólaári. Ég hef mikinn áhuga á félagslífi MA og tilbúinn að leggja mitt af mörkum fyrir nemendur og skólann. Viðburðir í skólanum er okkur nemendum mikilvægir hvort sem þeir eru tengdir náminu eður ei. Því tel ég það lykilatriði fyrir anda skólans að samkomur séu haldnar og vil ég fjölga þeim eins og kostur er. Einnig vil ég að söngkeppnin sé haldin hér á Akureyri og metnaður sé lagður í hana eins og árshátíðina okkar. Mín trú er sú að hlutverk formanns sé ekki að stjórna öllu, heldur frekar að hlusta og þjóna hagsmunum og vilja nemenda skólans og tel að ég geti staðið mig vel í því. Ég er mikill vinnuþjarkur og agaður og vanur að leggja hart að mér við öll þau verk sem ég tek mér fyrir hendur. Í mörg ár hef ég vaknað fyrir allar aldir og átt langan vinnudag þar sem ég hef æft sund þar til í ár. Ég hef undanfarin ár æft 20 tíma á viku, ásamt því að vera í skóla og vinnu. Það er kannski ekki til eftirbreytni en með þessu sýni ég að ég er vanur mikilli vinnu og mun leggja mig 100% fram í embætti því sem formennska skólafélagsins Hugins er.Tómas Bjarnason 3.D  

Sælir nemendur, Ég heiti Tómas Bjarnason og er í 3. bekk. Ég býð mig fram til Inspector Scholae fyrir skólaárið 2013-2014. Á næsta skólaári verður endurnýjun skólans fullkomnuð, þ.e.a.s. allir þeir sem voru á gömlu námsskránni verða brottskráðir, en við sem erum á nýju námsskránni tökum við skólanum í nýrri, betrumbættri mynd. Það er okkar hlutverk að setja viðmið fyrir restina til að fylgja, því við erum brautryðjendakynslóðin og eigum að bera kyndil skólans með stolti. Við erum fyrirmyndir, og eigum að hegða okkur sem slíkar. Ef þið kjósið mig skal ég sjá til þess að okkar árgangur verði í framtíð og nútíð hafður til fyrirmyndar. Það þarf að virkja alla nemendur til þess að árgangur geti starfað sem ein heild í átt að flottu og skemmtilegu skólaári, og ef þið kjósið mig skal ég sjá til þess að það verði gert. Ég mun virkja undirfélögin, og hafa alltaf eitthvað fyrir alla. Ég mun virkja hópeflið, og þjappa skólanum betur saman. Ég mun virkja einstaklinga, til þess að allir fái tækifæri og þori að skara fram úr. Og ég mun virkja mína stjórn, og sjá til þess að næsta skólaár verði ógleymanlegt.  

   


Oddgeir Páll 3.X


Oddgeir Páll er nemandi í 3. X. Hann hefur mikla reynslu í því að vera í stjórn, en hann hefur undanfarið ár setið í stjórn Hin - Hinsegin Norðurland, þar sem hann hefur skipulagt ýmsa viðburði, þ.á.m. kvöldvökur, Litlu-Jól, Árshátíð og suðurferðir á Gay-Pride þar sem félagið fékk verðlaun fyrir atriði sitt í annað skiptið. Hann hefur einnig farið mikinn í félagslífi skólans þar sem hann er í stjórn MarMA, en hefur með þeim haldið hin ýmsu kvikmyndamaraþon ásamt því að vera í hóp þeirra sem redduðu MA-ingum forsýningu á Hobbitann, svo vann hann náið með Morfís liðinu í ár. Hann er duglegur, stundvís og verandi í X-inu er hann vanur því að sofa takmarkað. Hann hefur starfað með ótal undirfélögum, er metnaðarfullur og skipulagður og tilbúinn að leggja sig allan fram til þess að standa sig?, þetta klassíska. Ég vil samt sem áður reisa undirfélögin upp úr þeirri lægð sem legið hefur yfir félagslífinu. Ég mun standa vörð um hefðir skólans með öllum tiltækum ráðum. Busunin mun aldrei verða lögð niður, ratatoskur mun verða eins og hann var og þær hefðir sem gera skólan einstakan munu lifa áfram. Okkar skóli, okkar hagur, okkar val.


Exuberans Inspector/ Varaformaður        


Guðmundur Oddur 3.C  

Ég heiti Guðmundur Oddur og ég er að bjóða mig fram sem Exuberans Inspector eða varaformann. Allt frá því að ég var í fyrsta bekk hefur mig langað að bjóða mig fram í stjórn nemendafélagsins og nú fæ ég loksins tækifæri til þess. En af hverju ættir þú, kæri nemandi Menntaskólans, að kjósa mig? Ég tel mig hafa sterkan persónuleika og ég sinni því vel sem ég tek mér fyrir hendur. Það félagslíf sem er í gangi í Menntaskólanum á Akureyri er öflugt en það má alltaf bæta hlutina og virkja nemendur og gefa þeim meiri séns á að stjórna félagslífi skólans. Starf varaformanns felur í sér að vera alltaf til staðar, hjálpsamur, traustvekjandi og opinn fyrir öllu. Ég tel mig uppfylla þessi skilyrði og meira til. Það væri mér sönn ánægjaað gegna embætti varaformanns nemendafélags MA á næsta kjörtímabili. Settu X við Guðmund.


Baldur Þór Finnsson 3.D

Baldur Þór Finnsson heiti ég og er í 3.D. Ég er að bjóða mig framí varaformann, eða Exuberans Inspector ef við viljum vera eitthvað classy, í stjórn Hugins veturinn 2013-2014. Aðalástæðan er sú að ég hef komist að því á skólagöngu minni í MA hvað það er mikilvægt að taka virkan þátt í félagslífinu og hversu mikilvægur maður sjálfur getur verið fyrir það félag eða þá starfsemi sem maður tekur þátt í. Ég var t.d. einn af hinum fræknu Toppmönnum sem strituðu langt fram eftir nóttu bæði við að setja upp og taka niður síðastliðna árshátíð og bara við það kynnist maður helling af nýju fólki og ég skemmti mér konunglega. Núna í 3. bekk gekk ég einnig í dansfélagið í MA sem kallast PríMA. Þetta átti aðallega að vera upp á partýin að gera en eftir að hafa hangið með, æft með og sýnt dans með þessum krökkum úr PríMA sá ég bara hversu vitlaus ég var að hafa ekki byrjað af svona miklum krafti í félagslífinu í 1. bekk. Stjórn Hugins ber að miklu leyti ábyrgð á því að halda félagslífi innan veggja skólans gangandi og hafa það fjölbreytt og skemmtilegt. Það er eitthvað sem að ég mun einblýna á ef ég kemst í stjórn.


Quaestor scolaris/ Gjaldkeri  


Sara Thorarensen 3.T  

Vinir mínir hafa lagt það í vana sinn að kalla mig þýska stálið vegna þess að ég er grjóthörð, sjálfstæð, skipulögð og ákveðin. Raunverulega nafnið mitt er þó Sara Thorarensen og ég er fædd og uppalin í Paderborn í Þýskalandi. Mér finnst gaman að vinna með öðrum og legg mig 110% fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er í 3. T á raungreinarsviði og hef ákveðið að bjóða mig fram sem gjaldkera þar sem því fylgir mikil ábyrgð og tel ég mig fullfæra um að sinna því starfi. Veljið skynsemi, veljið heiðarleika, veljið metnað. Veljið þýskt, kjósið Söru í gjaldkerann.  


Hulda María 3.XY  

Ég heiti Hulda María og er í 3.XY. Ég býð mig fram í embætti gjaldkera skólafélagsins fyrir næsta skólaár. Ég bý yfir þó nokkuð mikilli reynslu á þessu sviði þar sem að ég er núverandi gjaldkeri þriðjabekkjarráðs og mætti segja að okkur hafi gengið eins og í sögu í vetur. En sjálf er ég þó bara ósköp venjuleg stelpa frá Mývatnssveit sem tekur lífinu með mikilli ró en hef samt alltaf metnað fyrir því sem ég tek mér fyrir hendur. Á sama tíma og ég mun gæta fjármuna skólafélagsins ykkar þá vil ég gera félagslífiðnæsta vetur betra en nokkur tímann fyrr. Over and out X - HuldaKristófer Atlason 3.A

Kristófer Atlason heiti ég og er í 3.A. Ég ætla að bjóða mig fram í gjaldkera. Mig hefur alltaf langað að fara í stjórn síðan ég kom í skólann. Ég var reyndar ekki viss hvort að mig langaði í gjaldkerann eða í meðstjórnandann en svo varð gjaldkerinn fyrir valinu að því að mér fannst það áhugaverðara. Ég er oft mjög tregur og hætti ekki að tuða fyrr en eitthvað er látið eftir mér sem ætti að vera kostur hjá gjaldkeranum. Auk þess þá er ég mjög skipulagður og finnst gaman að taka að mér krefjandi verkefni. Ég hef verið í mjög líku embætti í grunnskóla þar sem ég sá um að hringja í fyrirtæki og rukka þá fyrir auglýsingar fyrir símaskrá skólans.


Baldvin í Gjaldkera!

Hann hefur mikið peningavit eins og flestir sem þekkja hann vita. Hann er gríðarlegur heili og frábær karakter. Það þarf ekki að segja meir. Settu X við Gjaldvin!

Scriba scholaris/ Ritari    


Unnur Anna 3.T

Hæ hæ! Unnur Anna heiti ég, er í 3.T og ætla að bjóða mig fram sem scriba scholaris þetta vorið. Ég er fædd árið 1995 á Akureyri og uppalin á Akureyri líka. Ég hef kynnt mér starf ritarans í stjórn Hugins mjög vel og veit að í þeirri stöðu gæti ég staðið mig mjög vel. Ég æfi dans, kenni dans, er varaformaður PríMA og gjaldkeri sjoppunnar. Ég hef alltaf mjög mikið að gera og er því mjög góð að vinna undir miklu álagi. Ég er mjög góð að skipuleggja, er algjör föndrari og dundari og tel því að ritarastarfið muni henta mér mjög vel. Mín helstu áhugamál, eru kannski augljóst á því sem ég hef skrifað hér, dans, föndur, bakstur, allt listatengt og að sinna félagslífinu. Ég hef margar hugmyndir varðandi árshátíð og öðru sem tengist félagslífi skólans og vona að ég geti deilt þeim með stjórn Hugins og vonandi framkvæmt sem flestar.    


Þórhildur 3.A

Þórhildur heiti ég og er í 3.A. Ég býð mig fram sem scriba scholaris, eða ritara, skólafélagsins Hugins fyrir skólaárið 2013- 2014. Ég hef verið virk í skreytingarnefnd fyrir árshátíðir síðustu þriggja ára og hef alltaf haft mjög gaman af því að föndra og halda þematengdar veislur með skemmtilegum skreytingum. Ég hef einnig tekið þátt í ýmsum atburðum innan veggja skólans í vetur og má þar nefna að ég er formaður BiebMA og vinn við uppsetningu LMA í ár á leikritinu Þrek og tár við förðun og hárgreiðslu. Þá er ég einnig í þriðjabekkjarráði og sinni þar starfi tengiliðs. Ég hef haft mikla ánægju af því starfi og tel mig hafa öðlast góða reynslu í að sinna ábyrgðarfullu starfi fyrir nemendur skólans. Ég er skipulögð og dugleg að glósa og punkta niður í hina ýmsu lista og tel mig því geta sinnt starfi ritara fyrir Huginn með prýði. Einnig vil ég gera árshátíð MA 2013 þá glæsilegustu í sögu menntaskólans og halda vefsíðu Munins virkri og flottri. Settu X við Þórhildi í ritara !


Erus gaudium/ Skemmtanastjóri  


Aðalsteinn 3.D

Hææææmmm Ég heiti Aðalsteinn og er að bjóða mig fram í embætti skemmtanastjóra á komandi skólaári. Ástæður fyrir að kjósa mig eru eftirfarandi: Ég er í skemmtinefnd (vúbb vúbb) Ég mun borga þér fyrir það Herbert Guðmundsson Kosningaloforð mín eru eftirfarandi: Fá DJ Soppy Joe (Jóhann Viðar Hjaltason) í búrið að minnsta kosti tvisvar í viku Styttri raðir í hamborgara Betra veður Ég mun gera mitt besta til að gera félagslíf nemenda í MA eins gott og mögulegt er


Collega/ Meðstjórnandi  


Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir 3.A

Ég heiti Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir og er að bjóða mig fram í meðstjórnanda. Afhverju meðstjórn? Fyrst og fremst því ég hef áhuga. Einnig vil ég mynda góða tengingu milli stjórnar og undirfélaga. Ég vil efla undirfélögin og með því efla félagslífið. Ég vil fá námskeið frá undirfélögum inn í Ratatosk. Ég vil sjá ljósmyndamaraþon, stuttmyndakeppnir og fleira í þeim dúr. Síðast en ekki síst vil ég hjálpa til við að gera næstu stjórn eins öfluga og hægt er og þ.a.l. næsta skóla ár ógleymanlegt. Ég tel mig vera hæfa til að sinna störfum meðstjórnanda og ég vona að þið treystið mér til þess og kjósið mig!    


Eyrún Lára Hansen 3.A

Ég heiti Eyrún Lára Hansen og er að bjóða mig fram sem meðstjórnanda. Örstutt um persónuna: - Ég er frá Akureyri og elska sjónvarpsþætti meira en allt... ja eða næstum allt. Hingað til hef ég verið lítill tengiliður utan stjórnar Hugins en ég er reiðubúinn í að stíga einu skrefi lengra og vera partur af stjórninni sjálfri næsta skólaár. Ég tel mig vera tilvalda í þetta embætti vegna þess að ég er mjög skipulögð (og því góður tengiliður) og einnig er stundvísin númer 1, 2 og 3 hjá mér. Mundu að fylgja hjartanu og hafa X-ið á réttum stað


Presidium Pactum/ Forseti fjáröflunarnefndar  


Bryndís Rún

Ég heiti Bryndís Rún og er í framboði til forseta fjáröflunarnefndar Hugins. Hokin af reynslu úr lífi, starfi og góðum barmi. Ég hef á mér orðspor fyrir ómannlegan metnað og ég ætla mér að leggj?ann allan í félagslíf Menntskælinga, enda er það eitthvað sem við MA-ingar getum verið stolt af.  


Nanna Lind 3.XY

Nanna Lind Stefánsdóttir, sveitastelpan er í 3. XY og mætti halda að hún hafi unnið í einhverju helvítis gena lottói, því hún getur bókstaflega allt. Frá því að ég kynntist Nönnu hef ég alltaf tekið eftir dugnaðinum og metnaðinum sem hún leggur í allt sem hún gerir. Hvort sem það er að steikja egg eða vinna 10 mót í röð yfir sumarið. Ef hún setur sér markmið er því oftast lokið á stuttum tíma svo hún geti sett sér nýtt. Nú er markmiðið hennar að verða Forseti fjáröflunarnefndar sem er algjör snilld, því ef Nanna myndi halda utan um alla peningana mína þá væri ég viss um að þeir væru á réttum stað og tel ég mig fullvissa um að upphæðin myndir margfaldast. Hún veit upp á hár hvernig á að fara með peninga, enda oft kölluð Nanzy prútt. Hún ætlar að redda öllum bestu afsláttunum fyrir ykkur og sömuleiðis skemmta ykkur alla daga. MA-ingar ekki gera mistök, setjið X - ið við Nönnu Lind og ykkur mun hagnast.


Presidium discipulus/ Forseti hagsmunaráðs  


Hildur María Hólmarsdóttir 3.T  

Elsku Menntskælingar! Ég heiti Hildur María Hólmarsdóttir, er í 3.T og býð mig fram í embætti forseta hagsmunaráðs. Ég hef afar sterka réttlætiskennd en ég tel að það sé mikilvægur kostur til að geta sinnt embættinu vel. Ég vil að hagsmunaráð sé aðgengilegt fyrir ykkur og ég mun leggja mig alla fram við að vernda hagsmuni ykkar sem allra best. Ég er skipulögð, metnaðarfull og mun vinna að því að gera viðburði næsta skólaárs sem skemmtilegasta. Settu X við Hildi í Hagsmunaráð!


Magnús Víðisson 3.A

Ég heiti Magnús Víðisson og er í 3. A. Í ár býð ég mig fram sem forseta hagsmunaráðs eða Presidium discipulus. Ég er félagslyndur og á auðvelt með að vinna með alls konar fólki og ég er manneskja sem lifir á stressi og er bestur undir pressu og tel ég það vera mikilvægan kost ef maður ætlar að vera í stjórn. Ég hef haft áhuga á félagslífi Menntaskólans síðan ég gekk í hann haustið 2010. Í fyrra var ég fulltrúi 2.bekkjar í skemmtinefnd og í ár er ég einmitt fulltrúi 3. bekkjar í fjáröflunarnefnd og í ár er ég hluti af sjoppuráði þar sem við höfum náð góðum árangri. Þess má geta að ég var í nemendaráði Glerárskóla í 3 ár og í 10. bekk var ég formaður. Ég tel að hagsmuni nemenda beri að gæta og vil ég gera allt í mínu valdi til að gera nemendum til hagsbóta. Þetta er mjög mikilvægt málefni og tel ég mig vera tilbúinn í þetta stóra verkefni sem fyrir höndum ber. Ég hvet þig kæri lesandi til þess að kjósa mig nú í komandi kosningum og lofa ég því að þú munt ekki sjá eftir því. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til þess að gera næsta skólaár sem ógleymanlegast og það skemmtilegasta sem þið hafið upplifað.  

 

Gulli 3.XY

Hæhæ ég heiti Gulli og er í 3.XY. Kjósið mig.


Ritstjóri Munins   


Asra Rán Björt

Ég heiti Asra Rán Björt og er að bjóða mig fram sem ritstýra Munins. Ég hef starfað í Munin síðasta skólaár sem ritari og hef því góða reynslu af að vinna að blaðinu. Áhugasvið mitt liggur að stóru leyti við skrif og gæti þess vegna vel hugsað mér að vinna með það eitthvað nánar þegar þar að kemur.


Formaður Tónlistarfélagsins  


Sylvía 3.A

Ég heiti Sylvía og býð mig fram sem formaður TóMA. Ég er í 3. A og var í stjórn tónlistarfélagsins þetta skólaárið og hef rosalega mikinn áhuga á tónlist. Við gerðum því miður ekki jafn mikið og ég hefði viljað í vetur en náðum þó að endurvekja eina skemmtilegustu hefð skólans, Viðarstauk! Mig langar til þess að hafa keppnina enn veglegri á næsta ári og jafnvel reyna að hafa hana tvískipta í rafmagnaða og órafmagnaða keppni eins og hún var alltaf. Mig langar líka til þess að halda einhverja geðveika tónleika næsta vetur og reyna að fá meiri lifandi tónlist inn í skólann.


Formaður Íþróttafélagsins


Árni Gunnar Ellertsson    

Ég heiti Árni Gunnar Ellertsson og er fæddur og uppalinná Akureyri. Ég æfi fótbolta með Þór og hef gert það í yfir 12 ár. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á íþróttum og langar mig til að nýta hann sem formaður íþróttafélagsins. Mig langar til að efla íþrótta starf skólans og virkja með því fleiri nemendur. Með þessu getum við gert þetta frábæra félagslíf innan skólans enn betra. Kveðja Árni Gunnar 2.T  


Bjartur Aðalbjörnsson 3.D

Ég heiti Bjartur Aðalbjörnsson og er í 3. bekk. Ég kem frá Vopnafirði og spila á fótbolta á sumrin. Ég tók að mér starf formanns ÍMA í febrúar og tel mig hafa staðið mig vel. Mig langar að gera ÍMA að stærra og öflugra félagi innan skólans. Ég vil koma á fleiri viðburðum og efla alla nemendur í skólanum til þáttöku í íþróttum. Ef ég verð áfram formaður get í lofað því að ÍMA verður miklu stærra en það hefur verið í þau þrjú ár sem ég hef verið í þessum skóla.


Formaður Leikfélagsins


Arna Ýr Karelsdóttir

Ég heiti Arna Ýr Karelsdóttir og er að bjóða mig fram sem formann LMA. Af hverju? Ég tók þátt í starfi félagsins í ár, fannst það virkilega skemmtilegt og langar að halda áfram. Ég er með margar skemmtilegar hugmyndir sem tengjast starfsemi leikfélagsins og ég hef áhuga á að fá tækifæri til að móta starfsemi LMA og að geta hrint þessum hugmyndum í framkvæmd. Ég hef mikla reynslu af áhugaog atvinnuleikhúsi og starfinu sem þar fer fram bæði á sviðinu, bak við tjöldin og inni á skrifstofu. Þess vegna tel ég mig vita nokkurn veginn hvað ég er að fara út í. LMA er eitt af þeim félögum MA sem mér hefur fundist mest spennandi að starfa með, félagið hefur gert marga skemmtilega hluti og fjölmörg verkefni bíða enn. Mig langar að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri vinnu.


Formaður Málfundafélagsins  


Eyrún Björg

Ég heiti Eyrún Björg og er í öðrum bekk. Ég er að bjóða mig fram í formann Málfundafélagsins, en fyrir þá sem ekki vita þá er það félagið sem stendur fyrir og heldur utan um þáttöku skólans í MORFÍs sem er Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Ég var í liði MA síðastliðið keppnisár og tel mig geta sinnt þessu starfi vel. Ég hef reynslu, brennandi áhuga, mikinn metnað og vill efla starf félagsins til mikilla muna. Gerum næsta MORFÍs ár okkar ár!


Einn fulltrúi nemenda í skólanefnd  


Bryndís Rún

Ég heiti Bryndís Rún og ég býð mig fram sem áheyrnarfulltrúa nemenda í skólanefnd fyrir næsta skólaár. Ég var áheyrnarfulltrúi í skólanefnd 2010-2011 og er áheyrnarfulltrúi núna svo ég hef reynslu af störfum skólanefndar og örugglega ein af þeim fáu sem að vita hvað skólanefnd í raun og veru gerir. Ég mun tryggja að hagsmunir nemenda munu alltaf vera hafðir að leiðarljósi.


Tveir fulltrúar nemenda í skólaráð  


Hafþór Freyr

Ég heiti Hafþór Freyr Líndal og hyggst bjóða mig fram sem fulltrúa nemenda í skólaráð. Ástæðan fyrir framboði mínu er einföld, ég vil fá að vinna í þágu nemenda Menntaskólans á Akureyri. Að mínu mati er skólaráð sá vettvangur þar sem ég mun ná að skapa framfarir innan veggja skólans. Ég hef starfað í hinum ýmsu ráðum m.a. ungmennaráði á vegum Heimili og skóla, landssamtaka foreldra sem hefur undirbúið mig vel fyrir störf í skólaráði MA.    


Sólveig Rán

Ég heiti Sólveig Rán í 2.T og býð mig fram sem fulltrúi nemenda í skólaráð.

           

Eir Starradóttir

Ég heiti Eir Starradóttir, er í 3. U og bý á Svalbarðsströnd. Ég hef áhuga á að bjóða mig fram í skólaráð þar sem málefni skólans skipta mig máli og ég tel mig hafa eitthvað til málanna að leggja.


Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Skemmtinefnd  


Heiðar Aðalbjörnsson

Ég heiti Heiðar Aðalbjörnsson og er 16 ára strágur áfélagsfræðibraut við Menntaskólann á Akureyri. Ég er fæddur og uppalinn á Vopnafirði en vegna skorts á framhaldskólum þar á bæ ákvað ég að stunda nám við Menntaskólann á Akureyri. Ástæða þess að ég er að bjóða mig fram í skemmtanaráð er sú að ég vil gera mannlífið innan MA ennþá skemmtilegra. Ég hef ákveðið að hafa engin kosningaloforð nema það eitt að spila singing in the rain að minnsta kosti tvisvar í mánuði. Stundum fer ég út í rigninguna afþvíbara. Bless.


 

Gísli Gylfason  

Ég heiti Gísli Gylfason og mig langar til þess að bjóða mig fram sem fulltrúi þriðja bekkjar í skemmtanaráð. Ég er á félagsfræði braut í 2.C. Ég kem frá Mosfellsbæ, en bý á heimavistinni til þess að geta stundað nám á Akureyri. Mig langar að leggja mitt fram til þess að gera félagslífið í Menntaskólanum á Akureyri eins skemmtilegt og öflugt og hægt er.  


Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir

Ég, Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, ætla að bjóða mig fram í fulltrúa tilvonandi fjórða bekkjar í skemmtinefnd.


Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Fjáröflunarnefnd  


Jana Arnarsdóttir

Ég heiti Jana Arnarsdóttir og er í 2.A. Mín áhugamál eru mismunandi og fara all over the place. Þó ég hafi búið á Akureyri síðan 2007, neita ég að kalla sjálfa mig Akureyring því ég er í húð og hári Eyrbekkingur (Eyrarbakki er nálægt Selfossi). Ef þið finnið orð til að lýsa mér þá væri fínt að láta mig vita því vanalega er mér bara lýst sem Jönu ... Ég hef verið núna tvö ár í fjáröflunarnefndinni og finnst mér það vera fullkomið að halda áfram í þessu, því þetta er eitthvað sem mér finnst alveg lúmskt gaman af.    


Þórunn Nanna

Ég heiti Þórunn Nanna og er í 3.U. Ég kem frá Raufarhöfn og hef mikinn áhuga á að fara í fjáröflunarnefnd fyrir hönd tilvonandi 4. bekkjar.


Fulltrúar tilvonandi annars, þriðja og fjórða bekkjar í Hagsmunaráð  

Erla Mist Magnúsdóttir

Ég heiti Erla Mist Magnúsdóttir og býð mig fram til embættis fulltrúa annars bekkjar í Hagsmunaráði. Ég hef setið í ráðinu á þessu skólaári og séð hversu mikilvægt það er og vil leggja mitt af mörkum við að bæta hagsmuni okkar nemenda skólanum.        Alexandra Sól Ingólfsdóttir

Alexandra Sól Ingólfsdóttir heiti ég (2. A) og vil hér með bjóða mig fram í tilvonandi hagsmunaráð 3.bekkjar. Ég tel mig muna geta sinnt hagsmunum 3.bekkjar mjög vel og er tilbúin að takast á við bæði þau leiðinlegu og skemmtilegu viðfangsefni sem upp munu koma. Ég er dugleg og skipulögð og hlakka til að taka þátt í félagslífi skólans enn frekar.


   

Ég heiti Alma Stefánsdóttir og er í 3. bekk U. Ég hef mikinnáhuga á að sitja í hagsmunaráði næsta skólaár fyrir hönd tilvonandi 4.bekkjar og leggja mitt af mörkum þar.


Alma Stefánsdóttir SÍFari I og II, fulltrúar MA í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema  


Alma Stefánsdóttir

Ég heiti Alma Stefánsdóttir og er í 3. bekk U. Ég kem frá Akureyri og síðastliðið skólaár hef ég verið í Þriðjabekkjarráði að skipuleggja útskriftarferð okkar í 3.bekk næsta sumar. Hef mikinn áhuga á að fara í SÍF og hafa áhrif á þeirra starf.    

   

Kjartan Hjalti

Ég heiti Kristján Hjalti, er í 3.y og ætla að bjóða mig fram sem annan af fulltrúum MA í SÍF (samband íslenskra framhaldsskólamena). Ástæðan fyrir því að ég vil bjóða mig fram í þetta hlutverk er að ég var engan veginn nógu mikið inn í félagslífinu fyrstu tvo bekkina. Það var svo í 3. bekk sem að ég ákvað að fara að taka einhvern þátt og er búinn að reyna að vera virkur núna undanfarið, og þá aðalega í gegnum HljóMA. Ég vann til dæmis mest allan tímann sem unnið var frá því við fengum höllina á miðvikudagskvöldið fyrir árshátíðina. Einnig vann ég mikið í sambandi söngkeppnina um daginn. En þá vann ég bæði í uppsetningunni, gæslunni og frágangnum. Ég var líka annar af sviðsmönnunum á söngkeppni MA. Svona eftir á að hyggja hefði ég viljað taka mun meiri þátt í félagslífinu á meðan ég var í fyrsta og öðrum bekk. Það þýðir þó ekki að hugsa um það núna en þetta hefur leitt það af sér að ég hef gríðarlegan áhuga á því að vera fulltrúi MA í SÍF og ég tel að verði ég valinn muni ég gera allt sem ég get til þess að standa mig sem best og vera skólanum til sóma.-   


Þórunn Nanna Ragnarsdóttir

Ég heiti Þórunn Nanna Ragnarsdóttir og er í 3. bekk U á náttúrufræðibraut. Ég kem frá Raufarhöfn og hef mjög mikinn áhuga á að fara í SÍF og leggja mitt af mörkum.


Karlkyns fulltrúi nemenda í Jafnréttisráð  


Jóhann Viðar Hjaltason

Ég heitir Jóhann V. Hjaltason og er nemandi í 3.D. Ég býð mig fram sem fulltrúa í Jafnréttisráði á komandi skólaári. Ég hef gengt þessari stöðu í allan vetur við góðan orðstír og því sækist ég eftir að vera aftur í ráðinu. Ég er kunnugur jafnréttistefnu Menntaskólans og einnig jafnréttislögunum.


Kvennkyns fulltrúi nemanda í Jafnréttisráð

 

Asra Rán Björt

Ég heiti Asra Rán Björt og er að bjóða mig fram í jafnréttisnefnd MA. Ég átti sæti í fyrsta jafnréttisráði sem stofnað var innan veggja MA og hef því góða reynslu af því starfi.  

       

Ágústa Hrönn Hjartardóttir

Ég heiti Ágústa Hrönn Hjartardóttir og er á félagsfræðibraut í þriðja bekk. Ég er að bjóða mig fram sem fulltrúi nemenda í jafnréttisráði MA. Ég tel afar mikilvægt að jafnrétti sé gætt á öllum vígstöðum og ekki síst innan veggja skólans.Verði ég kosin mun ég leggja alla mína krafta í að stuðla að jafnrétti kynjanna og auka þannig jákvætt viðhorf til jafnréttis.    


Herdís Júlía

Ég heiti Herdís Júlía og er í 3. A og ég ætla bjóða mig fram semkvenkynsfulltrúi í jafnréttisráð. Mér er mjög annt um jafnréttismál og finnst það verðugt verkefni að berjast fyrir auknu jafnrétti innan skólans sem og utan. Mér er það ofarlega í huga að leiðrétt verði launamunur kynjanna og jafnframt að gætt verði að því að laun karla verði ekki lægri en laun kvenna í kjölfarið svo við lendum ekki í sama bobbanum aftur. Ég hef þónokkra reynslu af að vinna með mannréttindi en árið 2010 fór ég til Þýskalands ásamt fögrum hópi Íslendinga þar sem ég tók þátt í verkefni á vegum Evrópu unga fólksins. Í Þýskalandi hittum við nokkra Þjóðverja sem voru með okkur á 10 daga námskeiði sem hét Human Rights. Það væri mér sannur heiður að fá að vera fulltrúi ykkar nemanda í jafnréttisráði.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri