top of page
Search

FORSETAHEIMSÓKN

Í dag heimsótti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff, Menntaskólann á Akureyri í tilefni af því að forvarnardagurinn var í dag haldinn í fyrsta skipti í framhaldsskólum landsins. Dagskrá dagsins hófst með söngsal, síðan sögðu Hólmfríður forvarnarfulltrúi og Jón Már skólameistari nokkur orð og loks ávarpaði forsetinn nemendur. Frekari upplýsingar um forvarnardaginn má finna á heimasíðu verkefnisins, forvarnardagur.is og einnig viljum við minna á myndbandakeppnina sem var fjallað um í fyrri grein. Í umsjónartímum sínum næstkomandi föstudag mun fyrsti bekkur síðan funda um hvað geti tafið eða komið í veg fyrir það að ungt fólk hefji áfengisneyslu.

 
 
 

コメント


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page