Search
  • Skólafélagið Huginn

FÉLAGAKYNNING MA

Síðastliðið fimmtudagskvöld stóð Huginn fyrir félagakynningu í Kvosinni. Mæting var ágæt og forsprakkar margra skemmtilegra félaga stigu á stokk. Mörg voru ný af nálinni, t.d. DjöflMA og FjúgMA, önnur aðeins eldri og ekki má gleyma þessum gömlu góðu eins og LMA og Málfundafélaginu sem verða áfram starfrækt í vetur með glæsibrag.Við hvetjum alla þá sem langar skrá sig í félög að láta endilega slag standa! Undirfélög Hugins:AmMA- stendur fyrir Aðalmyndbandafélagið í MA. Fyrsta myndband félagsins hefur þegar litið dagsins ljós og von er á fleiri slíkum. BiebMA- Aðdáendur söngvarans og hjartaknúsarans Justins Bieber í MA. BobMA- Áhugafólk um bandý og blak í MA. CheMA- Hið eldfima efnafræðifélag MA. DjöflMA- Djöfladýrkendur í MA. DuMA- Disneyunnendur í MA, FálMA- Félag áhugaljósmyndara í MA FeaMA- Samtök þeirra sem eru Forever alone. FifMA- Félag þar sem fólk hittist og spilar tölvuleikinn fifa. Haldin verða mót og haft gaman af leiknum. FjúgMA- Félag áhugafólks um útivist FriendsMA- Hver elskar ekki Friends? FríMA- Rúgbýfélag MA. GoddMA- Hver elskar ekki Goddinn? HíMA- Félag hægrimanna í Menntaskólanum á Akureyri. ÍMA- Íþróttafélag Menntaskólans á Akureyri er eitt elsta félag skólans og stendur fyrir ótal viðburðum á hverju ári, svo sem bandýmóti, handboltamóti og frjálsíþróttamóti. JarMA- Jaðaríþróttir í MA. KaffMA- Kaffiunnendur í MA LolMA ? félag fyrir þá sem spila leikinn League Of Legends. LMA- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, eitt elsta og rótgrónasta félag skólans. Félagið stendur fyrir uppsetningu glæsilegrar leiksýningar á vorönn auk fjölda annarra smærri viðburða. MA-kvartettinn- MA-kvartettinn hefur nú verið endurvakinn fyrir tilstuðlan Dags Þorgrímssonar og Bjarna Karlssonar. Málfundafélagið- Félagið heldur utan um þátttöku skólans í Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna, velur í ræðulið og stendur fyrir bekksagnakeppni. MarMA- Stendur fyrir maraþonum í bíómyndaáhorfi, t.d. LOTR og Starwars. MineMA ? félag fyrir þá sem spila leikinn Mine Craft. Muninn- Skólablað Menntaskólans á Akureyri hefur verið gefið út síðan 1927. Jafnan eru gefin út tvö blöð á skólaári, eitt fyrir jól og annað um vor. MyMA- Myndbandafélag MA. Heldur utan um upptöku á ýmsum atburðum skólafélagsins , til að mynda árshátíðinni, ásamt HljóMA.NorbMA- Unnendur kvikmyndarinnar Norbit í MA. OttMA- Stofnað til heiðurs Ottó Frey Gunnarssyni. PríMA- Dansfélag Menntaskólans á Akureyri, hefur verið starfrækt síðan 2001. SauMA- Kór Menntaskólans á Akureyri. Heldur kóræfingar einu sinni í viku og syngur á árshátíðinni og fleiri viðburðum. SkákMA- Félag Skákáhugamanna í MA. SkóMA- Hver elskar ekki skó? SkiMA- Félag skiptinema í MA. StarMA- Aðdáendafélag Star Wars myndanna í MA. TelMA- Telmur í MA- ath ekki Thelmur! TetrisMA- Tetrisáhugafólk í MA. TóMA- Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri. Heldur tónleika á hvorri önn í Kvosinni, og hafa til dæmis Retro Stefson og Agent Fresco spilað þar. TvíMA- Tvíburar í MA. ÞríMA ? Þríþrautir í MA. ?- Stærðfræðifélag Menntaskólans á Akureyri. 1.desMA- Félag þeirra sem vilja berjast fyrir að endurvekja hátíðarhöld á 1. des, fullveldisdegi Íslendinga.

1 view0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri