top of page
Search

FRAMBOÐSLISTI HUGINS 2020-2021

Kosningar munu fara fram 27 apíl 2020. 

Inspector scholae/Inspectrix scholae/ Forseti 

Halldóra Kolka PrebensdóttirHæ kæru MAingar, ég heiti Kolka og ég býð mig fram í Forseta Hugins. 

Síðan ég tók ákvörðun um að bjóða mig fram, þá hef ég verið að spyrja mig “En af hverju langar mig í þetta embætti?”. Ég veit að þetta mun eiga vel við mig, en af hverju? Svo sá ég fljótt að þetta er bull spurning.

“Af hverju ekki?” er miklu betri spurning, því annars gerum við bara það sama og venjulega og helst það sama og allir aðrir - og þá komumst við aldrei að því hvað einhver er skemmtileg, og hvað annar er góður að syngja og vinur hans í raun ekki eins slæmur og við héldum. 

Þegar kemur að félagslífi og það að lifa lífinu, þá er það mín skoðun að meira er betra. Næstu mánuði þá eigum við eftir að glíma við allskonar nýtt út af samkomubanni og því þarf aðsetja extra orku í að finna leiðir til að búa til einhverja nýja tegund af félagslífi. Og þá þýðir ekkert að vera að spyrja “af hverju ættum við að prófa þetta?” heldur skulum við drífa okkur í gang og bara prófa “allt”. Af hverju ekki?

Og þar kem ég inn. Kann kannski ekki best í að syngja, vera með uppistand eða halda ræður umpólitík… en ég kann og elska að skipuleggja og skal lofa ykkur að það verður ekki dauð stund ífélagslífinu ef þið kjósið mig í forsetann.

Drífum í þessu :-) 

Setjum X við Kolku í forseta Hugins

Ína Soffía HólmgrímsdóttirSæl öll 

Ína Soffía heiti ég. Ég er á öðru árinu mínu á mála- og menningarbraut og gef kost á mér sem Forseti Huginsstjórnar skólaárið 2020 - 2021. Eins og við öll vitum þá er það félagslífið hér í skólanum sem gerir MA að þeim skóla sem hann er. Ég er búin að kynnast félagslífinu mjög vel og er búin taka þátt í allskonar vitleysu á þessum tveimur árum sem ég hef verið hér, meðal annars var ég fulltrúi 1. bekkjar í stjórn FemMA, lék með LMA í vor og sat svo í ritstjórn Munins í ár.

Vegna ástandsins í heiminum erum við búin að missa núna af nokkrum viðburðum sem eru okkur öllum mjög kærir. Því miður fá útskriftarnemendurnir ekki að upplifa þá aftur en við hin getum svo sannarlega gert það. Við fáum annan séns og finnst mér því mikilvægt að næsta skólaár verði það skemmtilegt að við munum aldrei vilja fara úr kvosinni sama hversu köld hún er. Ég treysti mér fyrir því að takast á við það sem næsta skólaár býður upp á og vera hægri hönd ykkar allra í gegnum súrt og sætt.

Ég vona að þú, elsku samnemandi, treystir mér fyrir þessu og setjir X við Ínu í forseta Hugins 2020-2021.

Viktor Máni DavíðssonSæl verið þið, ég heiti Viktor Máni og ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem Inspector Scholae á komandi skólaári. Þetta hefur verið markmið númer eitt síðan að ég byrjaði í öðrum bekk. Ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra þegar að ég segi að ekkert sé jafn gott klukkan 8:10 á morgnanna en það að sé tekið á móti manni með heitar kleinur og kakómalt, svo leyfið mér að vera sá sem að kemur brosi á ykkar varir.

Ég þakka núverandi stjórn fyrir frábæra en jafnframt erfiða tíma vegna heimsfaraldurs sem nú reikar yfir. Það að feta í fótspor þeirra er ekki mitt plan heldur ætla ég að sjá til þess að næsta skólaár verði enn betra en það sem komið hefur. Ég hef alltaf náð að sinna náminu vel og átt nægan tíma til að sinna áhugamálum mínum, því er tilvalið að nota þann tíma sem að ég hef í það að gera ykkur glaðan dag og gott skólaár. Markmið mín eru því einföld, halda góðum móral, vera sýnilegur og passa að allir geti notið sömu réttinda því öll erum við jú nemendur í Menntaskólanum á Akureyri.

Einu get ég þó lofað ykkur, ég verð einn allra lélegasti söngvari í sögu Menntaskólans til að syngja á söngsal. Ég hvet ykkur, kæru kjósendur, að setja X við Viktor í forseta Huginsstjórnar því ekki viljið þið missa af því.

Exuberans Inspector/ Inspectrix/ Varaforseti

Ólafur HalldórssonKomiði sælir elsku samnemendur.

Ég heiti Ólafur Halldórsson, betur þekktur sem Óli, og er í 2.F á félagsgreinabraut. Ég er að bjóða mig fram í embætti varaforseta eða exuberans inspector Huginsstjórnar fyrir skólaárið 2020-2021. 

Hlutverk varaforseta í stjórn er fyrst og fremst að vera staðgengill forseta og annara stjórnarmeðlima ef þeir hafa ekki tök á að sinna sínu hlutverki sjálfir. Augljóslega krefst embættið því fjölhæfs einstaklings og tel ég mig vera slíkan. Ég hef mikla reynslu af fjölbreyttu starfi í félagslífi, bæði síðan í grunnskóla og félagsmiðstöð, en líka frá þessu skólaári en ég er í skemmtinefnd MA. Hlutverk varaforseta er einnig að auglýsa og kynna viðburði Hugins. Ef þið kjósið mig í embættið munu viðburðir aldrei fara framhjá ykkur og mun ég kynna ykkur þá á sem besta og skemmtilegasta máta sem hægt verður!

Ég fór í MA eins og flestir útaf félagslífinu. Alveg síðan ég fór á útskriftarhátíðina í MA hjá systur minni þegar ég var 13 ára og sá hvað fráfarandi nemendum fannst þetta gaman, hef ég verið hugfanginn af félagslífinu í MA. Það er svo einstakt og geggjað, en líka mjög brothætt og það þarf að passa upp á það. Ef ég kemst í stjórn mun ég leggja mig allan fram við að gera gott félagslíf enn betra með þeim spennandi hugmyndum sem ég er með!

Ef þú vilt ábyrgan, hæfan og fjörugan varaforseta í stjórn, settu þá X við Óla Halldórs :)

Ólafur TryggvasonGóðan daginn elsku samnemendur. Ég heiti Ólafur Tryggvason, er í 2.I og ég býð mig fram í embætti varaforseta í hugins stjórn 2020-2021. Ég sótti um MA fyrir félagslífið eins og svo margir aðrir og hef sinnt því að bestu getu. Ég hef tekið virkan þátt í hinum ýmsu félagsstörfum sem skólinn býður upp á t.d. Leikriti LMA, kynnir á söngkeppninni, skemmtinefnd MA og árshátíðar undirbúningi svo eitthvað sé nefnt. 

Með titlinum varaforseti kemur mikil ábyrgð en í starfinu felst að vera staðgengill allra aðra stjórnarmeðlima sem og auglýsa viðburðina okkar. Ég treysti mér full vel til þess að sinna þessu embætti með sóma og metnaði. Verði ég kjörinn mun ég gera allt sem í valdi mínu stendur til að efla og betrum bæta félagslífið eins vel og ég get.

Kæri kjósandi ég vona að þú treysti mér fyrir þessari miklu ábyrgð og setir X- við Ólaf Tryggvason í embætti Varaforseta.

Quaestor scholaris / Gjaldkeri

Halldór Jökull ÓlafssonHæ ég Heiti Halldór Jökull Ólafsson og er í 2. VX og ég er að bjóða mig fram í embætti gjaldkera Huginn stjórnar 2020-2021.

Já ég veit hvað þú ert að hugsa annar x-ari að bjóða sig fram í gjaldkera en ég meina hvað get ég sagt við erum dálítið góð í stærðfræði sem getur verið góður eiginleiki þegar það er verið að meðhöndla peninga. Ég hef líka rosalegan áhuga á fjármálum og allir vita að ef þú hefur virkilega áhuga á einhverju leggur maður sig alltaf 120% fram og ég get lofað ykkur því að ég mun leggja mig 120% fram. Ég hef rosalega gaman að félagslífinu og byrjaði strax að hafa gaman að því og hefur mér langað alveg síðan í byrjun menntaskóla göngu minnar að taka sem mestan þátt í því og þætti mér rosalega gaman að reyna að betur bæta það. 

Það væri mjög vel þegið ef þú myndir setja X við Halldór í Gjaldkera ég get lofað þér því að þú munt ekki sjá eftir því. X-Halldór

Katrín Rós Arnarsdóttir 


Sæl kæru MAingar. 

Katrín Rós heiti ég og er í 2.F á Félagsgreinabraut. Ég ætla að gefa kost á mér í embætti gjaldkera Huginsstjórnar fyrir komandi skólaár. Eins og nafnið gefur tilkynna felst hlutverk gjaldkera í að sjá um fjármál og bókhald, auk þess að gera fjárhagsáætlanir fyrir skólafélagið. Gjaldkeri sér einnig um launaviðræður við þálfara Morfís og Gettu betur. Mér finnst þetta embætti virkilega spennandi meðal annars vegna þess að ég hef áhuga á fjármálum💸 💸 Embættið krefst ábyrgaðar og metnaðar og tel ég mig búa yfir þeim hæfileikum sem þarf. 

Ég heillast mjög af félagslífi skólans og þessum mögnuðu hefðum. Mér finnst mikilvægt að halda félagslífinu góðu og vil leggja mitt af mörkum.  Ég mun passa upp á að fjármálin verði í góðum farvegi en á sama tíma sé félagslífið gott. Ég mun leggja mig alla fram við að gera næsta skólaár sem skemmtilegast og ógleymanlegast .

X við Katrínu í gjaldkera og næsta ár verður ógleymanlegt;)

Berglind Halla ÞórðardóttirHeil og sæl kæru samnemendur, Berglind Halla heiti ég og gef kost á mér í embætti gjaldkera ( Quaestor scholaris ) í  Huginsstjórn næstkomandi skólaár 2020-2021. 

Mér hefur alltaf fundist félagslífið í MA mjög heillandi og ekki síst allar hefðirnar. Ég er mikil félagsvera og hef gaman af því að vinna með fólki. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skipuleggja viðburði og finna upp á nýjum hugmyndum í bland við gamlar. Mínir helstu styrkleikar eru heiðarleiki, skipulagning, ég er ákveðin og það sem ég tek mér fyrir hendur hef ég mikinn metnað fyrir að gera vel. Ég tel að þetta séu allt eiginleikar sem er gott að gjaldkeri okkar ástkæra félags búi yfir. Ekki skemmir fyrir að ég hef mikinn áhuga á fjármálum og er mjög góð í því að passa peninga.  

Kæru Menntslkælingar, setjið X við Berglindi í gjaldkera og vinnum saman að því að gera gott félagslíf enn betra.

Scriba scholaris / Ritari

October Violet Ylfa MitchellSæl kæru samnemendur

October Violet Ylfa heiti ég, nemandi í 2.F og býð ég mig fram sem ritara eða Scriba scholaris í Hugsins stjórn á næstkomandi skólaári.

Menntaskólinn á Akureyri er skóli sem hefur lengi verið þekktur fyrir gamlar hefðir og gott félagslíf. Ég er tilbúin að leggja mitt á mörkum við að halda þessum hefðum og gera félagslífið ennþá betra. 

Að vera ritari Hugins stjórnar er mikið og krefjandi starf og tel ég mig vera mjög hæfa í það. Mér finst ekkert skemmtilegra en að skippuleggja viðburði og það væri sannur heiður að fá að skipuleggja árshátíð skólans. Mér hefur alltaf fundist árshátíðin vera hápunkur skólaársins og því finst mér afar mikilvægt að þessi mikli viðburður heppnist sem lang best og verði sem eftirminnanlegastur. Ég er afar skippulögð, vinnusömu og hugmyndarík og hef allan tíman og metnaðinn í þetta einstaka og skemmtilega verkefni.

Þess vegna máttu endilega setja x við October í ritara:) 

Athena Lind Heil og sæl kæru MA-ingar!

Athena Lind heiti ég og býð mig fram sem ritara / Scriba scholaris Huginsstjórnar komandi skólaárs. Félagslífið í MA er afar einstakt og fær okkur nemendur til að kynnast nýju fólki og eiga skemmtilegar samverustundir með öðrum nemendum skólans. Ég væri meira en til í það að viðhalda því og einnig stuðla að miklu betra félagslífi.

Starf ritara er krefjandi hlutverk og ég tel mig fullhæfa í að sinna því næst komandi skólaár. Ritari sér einnig um að veislustýra árshátíð og sér til þess að allir njóti sín og upplifi ógleymanlegt árshátíðarkvöld.  

Go crazy go stoopid og setjið X við ATHENU.

Sæbjörg JóhannesdóttirKæru samnemendur

Ég heiti Sæbjörg Jóhannesdóttir og er að bjóða mig fram í embætti ritara eða Scriba scholaris, í Huginsstjórn skólaárið 2020-2021. Ég er frá Ólafsvík á Snæfellsnesi en þegar ég er á Akureyri bý ég á vistinni. Ég er í 2. F og er á félagsfræðibraut. Áhugamálin mín eru helst að sofa og borða eins og hjá flestum öðrum en mér þykir líka ofboðslega gaman að skipuleggja viðburði. Menntaskólinn á Akureyri er þekktur fyrir sitt einstaka félagslíf sem er ríkt af frábærum hefðum. Þar á meðal er árshátíðin sem er flaggskip nemendafélagsins. Árshátíðin er heilög athöfn MA-inga þar sem allir koma saman og skemmta sér.

Þegar ég fæ eitthvað verkefni þá legg ég mig alla fram til að hafa lokaútkomuna eins nálægt fullkominni og ég get. Ég er metnaðarfull og þið getið treyst á að ég muni leggja mig alla fram um að rita fundargerðir Hugins sem best. Ég hef rosalega gaman að því að vinna með skemmtilegu fólki og þess vegna hefur stjórn Hugins alltaf heillað mig. 

Kjósum rétt kæru samnemendur, setjið X við Sæbjörgu í ritara

Cristina-Silvia CretuGóðan dag,

Cristina heiti ég og er að gefa kost á mér í embætti Ritara Huginsstjórnar. 

Ég vil fyrst og fremst hrósa fráfarandi Huginsstjórn (a.k.a. SaggMA) fyrir frábært skólaár og vonandi getum við saman, kæri kjósandi, gert næsta ennþá betra.

Starf ritara krefst skipulags, vandvirkni, þolinmæði og gríðalegan metnað. Ég hef fengið þann heiður að vera í stjórn skreytingarnefndar, í markaðsteymi LMA, uppsetningastýra Munins og partur af fleiri öðrum verkefnum sem hafa gefið mér innblástur og reynslu svo að ég tel mig fullhæfa í hlutverk Ritara.

Þess vegna ættir þú að setja X við Cristinu í Ritara.

Erus gaudium / Skemmtanastjóri

Bjartur Baltazar HollandersHeil og sæl kæru menntskælingar.

Bjartur Baltazar Hollanders heiti ég AKA Pablo frá Azkaban. Ég er að gefa kost á mér í embætti skemmtanastjóra//erus gaudium skólaárið 2020 - 2021. 

Eins og flestir í MA valdi ég þennan magnaða skóla vegna þess að hann er góður grunnur í lífinu sama hvert þú stefnir en einnig geymir hann þann fjársjóð sem er hið stórkostlega félagslíf innan veggja skólans. Á þessu skólaári tók ég virkan þátt í meðal annars uppsetningu árshátíðarinnar og Inn í skóginn frá LMA. Það var satt að segja eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef unnið að. 

Síðan ég byrjaði í MA hefur embætti skemmtanastjóra alltaf heillað mig. Hans stærsta markmið er að setja jú, bros á andlit ykkar. En einnig vinnur þetta embætti mikið með skjávarpa, hljóðkerfi og fleira. Sem betur fer er það mín sérgrein og ætla ég í fyrsta skipti að vera stoltur af því að vera tæknitröll.

Ég vil sjá til þess að kvöldvökur muni standa upp úr á næsta skólaári sem og löngu. Mig langar ekki aðeins að halda okkar gömlu góðu hefðum heldur langar mig líka að skapa nýjar. Ég var svo heppinn að skapast með mjög víðan tónlistar smekk og myndi ég því spila eitthvað sem vonandi allir myndu fíla í löngu.  Að lokum myndi ég treysta sjálfum mér fyrir þessu embætti því ég er jákvæð og traust manneskja og tel ég enga hindrun of stóra.

Ef þú vilt fylla á fjörið, settu X- við Bjart sem skemmtanastjóra Huginnstjórnar 2020-2021! ;)

Páll Svavarsson Halló hæ!

Palli heiti ég og er að bjóða mig fram í embætti skemmtanastjóra ("Erus gaudium" fyrir nölla).

Ástæðan fyrir því að ég valdi MA sem framhaldskólann minn fyrir rúmlega tveimur árum var einföld: Félagslífið.

Síðan þá hef ég tekið virkan þátt í félagslífinu við hvert tækifæri. Ég var meðal annars kosinn inn í Skemmtó þar sem við höfum séð um flest allar kvöldvökur. Svo hef ég komið að uppsetningu tveggja síðustu LMA leikrita, árshátíðarinnar og söngvakeppninnar síðustu tvö árin. Ég er formaður TæMA svo ég hef góða þekkingu á tæknimálum og stofnaði einnig undirfélagið GlíMA með miklum tilþrifum ;)

Skemmtanastjóri þarf umfram allt að vera skemmtilegur og því er mikilvægt að þið kjósið með hjartanu og tryggið skemmtilega stjórn á næsta ári.

Svo ef þið viljið reynslubolta sem er stútfullur af hugmyndum á nýja skólaárinu þá skuluð þið taka þátt í netkosningunum og setja X við Palla!

Collega scholae / Meðstjórnandi

Zakaría Soualem Sæl verið þið kæru MA-homies. Zakaría Soualem heiti ég og gef kost á mér sem meðstjórnandi Huginnsstjórnar næstkomandi skólaárs.

Fyrir ykkur sem kunna ekki að bera nafn mitt fram þá er ég oftast kallaður bara Zakki.

En að öllu gamni slepptu var það æðislega félagslífið sem heillaði mig við MA, best af öllu þá undirfélöginn. Og varð til þess að ég gekk í skólann.

Starf meðstjórnanandans felst í því að vera tengiliður Huginsstjórnar við undirfélögin, því tel ég mig tilvalinn í meðstjórnanda embættið þar sem ég er virkur þáttakandi þessa félaga meðal annars tók ég þátt við uppsetningu árshátiðarinnar, leikfélagsins LMA og að vera kynnir á söngkeppninni. Og hef sýnt fram á það að ég get lagt mitt af mörkum til félaga skólans. 

Því væri mér mikill heiður að fá að beturumbæta og koma mínum hugmyndum fram til að efla hið einstaka félagslíf Menntaskólans Á Akureyri.

Og því vona ég að þú kæri kjósandi kjósir Zakaría í meðstjórnanda.

Aníta Mary Gunnlaugsdóttir BriemSælir kæru MA-ingar 

Ég heiti Aníta Mary Briem og er í 2.G á félagsgreinabraut og ég gef kost á mér í embætti meðstjórnanda Huginstjórnar, skólaárið 2020-2021. Ég tel stjórn Hugins vera mjög mikilvæga fyrir félagslíf skólans og hefur mig alltaf langað til að taka þátt í því starfi sem fer framm í Huginstjórn. Einnig langar mig að hafa áhrif á gera næsta skólaár að alvöru veislu. 

Að vera meðstjórnandi er fjölbreytt og skemmtilegt verkefni sem gegnir því hlutverki að vera tengiliður Huginstjórnar við öll undirfélög skólans, bæði þau stóru félög líkt og LMA og einnig þeim smærri undirfélögum álíka FrasMA. 

Mitt markmið er að gæta hagsmuni allra undirfélaga og varðveita þau smærri þar sem þau eru ekki síður mikilvæg undirstaða að góðu félagslífi í Menntaskólanum. Ég vil gera mitt allra besta í að rífa okkar undirfélög upp og gera þau að enn stærri hluta skólans.

Áhugi minn á undirfélögum skólans er einmitt sú ástæða sem mér finnst þetta embætti henta mér vel og ætla ég að gera allt sem ég get til þess að þróa undirfélögin á betri og skemmtilegri hátt. Ég er skipulögð, ábyrg og metnaðarsöm og þess vegna tel ég mig tilbúna til að sinna starfi meðstjórnanda. 

Svo settu X við Anítu í stöðu meðstjórnanda.

Erus pactum / Markaðsstjóri

Úlfur Ólafsson 2.TSælir kæru MA-ingar

Ég heiti Úlfur Ólafsson, er í 2.T og ég býð mig fram í embætti markaðsstjóra Huginsstjórnar, Erus Pactum fyrir komandi skólaár. Það er morgunljóst að félagslíf skólans er okkur öllum kært og sjálfur hef ég verið duglegur aðtaka þátt í því, hvort sem það er að mæta á kvöldvökur, dansa með PríMA eða syngja eins og engill með kórnum. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að viðhalda og bæta félagslífið. Ég tel mig fullfæran til þess að takast á við þær áskoranir og þau verkefni sem fylgja því að sitja í stjórn Hugins og mun gera mitt allra besta til þess að gera næsta skólaár eftirminnilegt verði ég kosinn.

Því vona ég kæru samnemendur að þið nýtið ykkur kosningarréttinn og setjið X- við Úlfur í Erus Pactum.

Kolbrún María Garðarsdóttir Sssææælliiirrrr! MA-ingar 

Ég heiti Kolbrún María Garðarsdóttir og er nemandi í 2.I. Ég er að bjóða mig fram til embættis sem markaðsstýra (Erus pactum) Huginsstjórnar fyrir árið 2020-2021. Mig hefur alltaf langað að taka þátt í Huginnstjórn og gera félagslíf okkar MA-inga eitthvað sem við munum alltaf muna eftir! Sérstaklega hefðir, hefðir er eitthvað sem mér þykir vænt um og vil ég halda okkar hefðum í MA.

Félagslíf á stórann þátt í því að ég sé í þessum skóla, ég veit að það á ekki bara um mig, þess vegna þarf að viðhalda félagslífinu sérstaklega núna þegar 2019-2020 skólaárið fór ekki alveg eins og ætlað var og þarf að rífa stemmarann aftur upp.  Ég er skipulögð, ákveðin og ábyrg, ég hef mikinn metnað og er ég tilbúin að sinna þessu starfi að minni allra bestu getu. 

Markaðsstjóri/stýra sér um skipulagningu og framkvæmd fjáraflana, samningargerða og hefur einnig yfirumsjón á eignum skólafélagsins ásamt fleiru. Þetta starf krefst metnaðar, skipulagningar og ákveðni. Þessir eiginleikar eru mikilvægir þegar kemur að fjáröflunum og samningaviðræðum. Ég hef tekið þátt í allskonar fjáröflum og tel ég mig hafa reynsluna í þetta starf. 

Svo jæja kæru samnemendur mínir það væri sko mín sönn ánægja að sinna þessu starfi, ég er tilbúin að vinna sem eitt lið í Huginnsjórninni og gera þetta ár eftirminnilegt! Ég er tilbúin að gefa ykkur klikkaða gleðidaga, klikkaðar kvöldvökur og bara allt það klikkaða! Og ef þú treystir mér eins mikið og ég treysti sjálfri mér gerðu þá það sem stendur fyrir neðan, ég lofa þér að þú munt ekki sjá eftir því !

Settu X við Kolbrún í Markaðsstýru

Júlía Agar HuldudóttirÉg heiti Júlía Agar og er á öðru ári á félagsgreinabraut. Ég er að bjóða mig fram í embætti Markaðsstýru (Erus pactum), Huginsstjórnar fyrir næstkomandi skólaár. Alveg síðan að ég byrjaði í skólanum hefur mér alltaf fundist gaman að taka þátt í félagslífinu, enda stór partur af ástæðu minni fyrir að velja þennan skóla og koma alla leið hingað til Akureyrar úr Fljótunum. En mér hefur alltaf þótt mjög vænt um skólann og félagslífið og allt þar á milli. 

Hlutverk Markaðsstýru snýst m.a. um að sjá um ýmsa samninga (t.d. skólaafslætti) og halda utan um eignir skólafélagsins. Ég tel mig geta sinnt þessu starfi mjög vel af því að ég er mjög skipulögð, ábyrg, metnaðarfull og auðvitað skemmtileg!

Ég vil gera næsta skólaár ógleymanlegt og vona ég að þið treystið mér til þess og setjið X við Júlíu í Markaðsstýru.

- Júlía A

Presidium discipulus / Forseti Hagsmunaráðs

Jóna Margrét GuðmundsdóttirKæru samnemendur,

Jóna Margrét Guðmundsdóttir heiti ég og er nemandi á öðru ári á raungreinabraut. Ég gef kost á mér í embætti presedium discipulus (forseta hagsmunaráðs) skólaárið 2020-2021. 

Ástæðan fyrir því að ég flutti alla leið frá Búðardal til Akureyrar og hóf skólagögnu mína í MA voru sögusagnirnar af félagslífinu sem mér höfðu borist. Í fjölskyldu minni er mikil MA hefð og því lá það beinast við að fara í MA og elsku samnemendur, við vitum það að við erum ekki að ljúga þegar við segjum að félagslífið er kjarninn í skólanum okkar. Á þessum stutta tíma hef ég gert svo ótrúlega skemmtilega hluti sem að hafa gefið mér dýrmæta reynslu. 

En þegar að það er mikið að gera þá á kvíðinn það til að kíkja í heimsókn, því að sjálfsögðu gefur námið ekkert eftir. Þá er gott að geta reitt sig á hagsmunráð skólans því öll eigum við rétt á að raddir okkar heyrist. Finnst þér af og til, eða jafnvel oftar, eins og að þú sért að gefast upp vegna óhemjumikils álags? Færðu samviksubit ef að þú missir dag úr skóla? Finnst þér stundum vera brotið á þér, elsku samnemandi? Ef svo er þá eigum við eitthvað sameiginlegt. 

Það er margt frábært við skólann okkar en eins og einhver sagði þá er alltaf hægt að gera betur. Með mína sterku réttlætiskennd treysti ég mér til og tel mig vera hæfa til þess að sitja í stjórn nemendafélags Menntaskólans á Akureyri sem forseti hagsmunaráðs. 

Ef að þú treystir mér til þess að hjálpa þér við að koma því sem að þér liggur á hjarta á framfæri, þá endilega settu X við Jónu Margréti sem forseta hagsmunaráðs.

Bergur Ingi ÓskarssonKæru samnemendur, Bergur Ingi Óskarsson heiti ég og býð mig fram í stöðu forseta hagsmunaráðs í huginsstjórn fyrir næstkomandi skólaár. 

Hugmyndin um að vera í huginsstjórn hefur heillað mig lengi, þannig að mér þætti frábært að nýta síðasta skólaárið mitt í að gera það sem allra best fyrir nemendur skólans. 

Í starfi forseta hagsmunaráðs vil ég hjálpa öllum að eiga jafna möguleika til þess að tjá sig innan sem utan veggja skólans rétt eins og ég vil hjálpa þeim sem verða fyrir broti á sínum hagsmunum. 

Ég geri mér fulla grein fyrir allri þeirri ábyrgð sem fylgir þessari stöðu en tel ég mig fullkomnlega hæfan til þess að sinna þessu starfi.

Ef þú vilt afslátt á Kurdo Kebab settu X við Berg

Elvar Freyr FossdalÉg, Elvar Freyr Fossdal gef hér með kost á mér í stöðu forseta hagsmunaráðs fyrir skólaárið 2020-2021. Síðastliðið skólaár hef ég verið fulltrúi annars bekkjar í hagsmunaráði og hef vegna þess fengið að kynnast því hvernig hagsmunaráð starfar. Ég er búin að vera að velta þessari stöðu mikið fyrir mér undanfarna mánuði og hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er fullfær um að sinna þessari stöðu af krafti.

Ég hef mikla jafnréttiskennd og trúi því hundrað prósent að velferð og öryggi nemenda ættu að vera í algjörum forgangi innan veggja skólans og ég vil sjá til þess að því verður framgengt. Mitt helsta markmið sem forseti hagsmunaráðs væri að gera hagsmunaráð sýnilegra, því að hagsmunaráð er gagnlaust fyrir þá sem vita ekki einu sinni af því. Ég mun sjá til þess að  hver og einn nýnemi muni bæði vita af og gera sér grein fyrir tilgang hagsmunaráðs fyrir fyrstu prófatíð þeirra, því að ég man eftir því að þegar ég var nýnemi þá vissi ég ekkert út á hvað hagsmunaráð snerist um fyrr en á seinni önn og vil ég koma í veg fyrir að fleiri lendi í þeirri stöðu.

Mitt helsta gildi er heiðarleiki og mér finnst það vera mjög mikilvægt fyrir þessa stöðu. Ég er ákveðinn og þrjóskur og ég mun nýta mér það til að sjá til þess að hagsmunum nemenda sé gætt.

150 views0 comments

תגובות


bottom of page