Search
  • Skólafélagið Huginn

DIMISSIO 2011

Í dag kvöddu fjórðubekkingar skólann með hinu árlega Dimissio. Eftir að hafa sungið saman á Sal í Gamla skóla voru fjórðubekkingarnir bornir af nemendum fyrsta bekkjar til þrautabrautar í Kvosinni, en hún var inni þetta árið vegna veðurs. Stjórn Hugins og ÍMA leiddi þá gegnum brautina með dyggri hjálp annarra nemenda. Fjórðubekkingarnir borðuðu saman klukkan hálf tólf og strax klukkan hálf eitt voru teknar myndir af bekkjunum. Klukkan eitt kvöddu nemendurnir kennara sína með gjöfum og fóru síðan á traktorum um bæinn. Klukkan 7 í kvöld hefst síðan Dimissio-kaffi þar sem nemendur fjórða bekkjar og kennarar munu borða kökur og heita rétti saman. Vorpróf hefjast síðan mánudaginn 23. maí.


1 view0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri