Search
  • Skólafélagið Huginn

DARRI, RAKEL OG STEBBI Í 2. SÆTI!

Krakkarnir "okkar", þau Darri Rafn, Rakel og Stefán Ernir, ásamt strengjasveitinni okkar, lentu í 2. sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Höllinni í gær. Stemmingin var ógleymanleg og flutningur krakkanna stórkostlegur. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út þegar krakkarnir stigu og svið og undirritaður staðfestir að tár sáust á hvarmi Menntskælinga í Höllinni þegar þau fluttu lagið Í minni mínu eftir Stefán Erni en textann samdi Darri. Það var svo magnþrungin stund þegar Matti tilkynnti á sviði að dómnefnd hefði mikið velt fyrir sér hvort rapp ætti heima í keppni sem þessari. Fagnaðarlátunum ætlaði svo ekki að slota þegar hann nefndi nafn Menntaskólans á Akureyri. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og eiga mikið hrós skilið. Stjórn Hugins sendir Darra, Rakel, Stefáni, strengjasveitinni og MA-ingum öllum, nær og fjær, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri