Search
  • Skólafélagið Huginn

COVID HAUSTÖNN 2020

Updated: Feb 9

Eins og flestir vita var stór partur af haustönninni kenndur í fjarnámi og ekkert félagslíf innan veggja skólans leyft vegna samkomutakmarka. Nemendur skólans létu það hins vegar ekki stoppa sig og voru fjarviðburðirnir ekki af verri endanum


Undirfélagakynning 2020

Undirfélagakynning var haldin hátíðleg í kvosinni í september þar sem hann Zakarías stóð sig með prýði sem kynnir. Henni var streymt fyrir nemendur en nokkur undirfélög fengu að koma í kvos og njóta kvöldvökunnar þar en vegna samkomutakmarka var ekki hægt að fá alla. .


Bíóvaka Skemmtó

13. nóvember síðastliðinn var fyrstu kvöldvöku Skemmtó streymt rafrænt á Facebook síðu

Hugins. Þessi kvöldvaka var bíókvöldvaka þar sem fyrstu myndbandsþættir myndbandafélaganna voru frumsýndir. Myndbandafélögin AmMA, AsMA, StemMA og SviMA sýndu öll sína fyrstu þætti og þeir komu allir vel út og fengur góðar undirtektir.

Linkur: Bíóvaka SkemmtóBingókvöld Hugins

Huginn hélt sitt fyrsta bingokvöld í þónokkur ár þann 25. nóvember. Bingoið var haldið rafrænt og streymt á Facebooksíðu Hugins og yfir 100 manns tóku þátt, bæði nemendur og kennarar. Bingóstjórar voru þær Cristina og Berglind og stóðu þær sig með prýði. Það voru veglegir vinnigar í boði og það er óhætt að segja að vinningshafar hafi farið sáttir á koddann þetta kvöld.

Linkur: Bingókvöld Hugins
Jólatónleikar TóMA

Tónlistarfélag skólans, TóMA hélt hátíðlega jólatónleika þann 6. desember. Það voru þau Eik Haralds söngvari , Áslaug María trommari, Þráinn Maríus gítarleikari, Bergur Ingi bassaleikari, Jóhanna Rún píanóleikari, Íris Orra sem blés í lúðrin og Sunneva Kjartans sem strauk selló auk þess sem hún sönglaði nokkur vel valin lög, sem sáu um tónleikana ásamt góðum tæknimönnum. Undirfélög og kennarar sendu einnig inn jólakveðjur til áhorfenda nær og fjær sem voru sýndar á streyminu. Tónleikarnir í heild sinni heppnuðust ótrúlega vel og voru margir sem tóku tímann frá til að horfa.

Linkur: Jólakvöldvaka TóMAÚtgáfa haustblaðs Munins

Mánudaginn 7. des gaf Muninn út skólablað haustannar. Útgáfan var ekki með eðlilegu móti vegna covid en Muninn hugsaði í lausnum og gáfu blaðið út með drive-through’i sem heppnaðist vel og nemendur á Akureyri fengu blaðið sátt í hendurnar. Utanbæjarnemar fengu blaðið í Pósti.Jólakvöldvaka Skemmtó

21. des hélt Skemmtó sína aðra kvöldvöku skólaársins. Kvöldvökunni var streymt rafrænt á Facebooksíðu Hugins. Á dagskrá var leikurinn djúpa laugin, kappát milli fulltrúa frá AmMA og fulltrúa frá AsMA og svo endaði kvöldvakan á jólaþáttum með myndböndum frá AmMA, AsMA, LumMA, StemMA og SviMA. Þetta var síðasti viðburðurinn á vegum Hugins á haustönninni og hann var vel sóttur.

Linkur: Jólakvöldvaka Skemmtó136 views0 comments

Recent Posts

See All
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri