Search
  • Skólafélagið Huginn

BUSUN VS BUSAVÍGSLAVikudagur birti á dögunum grein sem fjallaði um að engar "busavígslur" yrðu haldnar á Akureyri. Þar var tekið viðtal við Jón Má skólameistara og er óhætt að segja að sú frétt hafi verið misskilin af flestumlesendum blaðsins. Það virðist sem blaðamaður hafi tekið sér það bessaleyfi að villa fyrir lesendum sínum, viljandi. Það sem blaðamaðurinn átti við var einfaldlega það að þessi athöfn hefur breyst svo mikið að það er ekki lengur hægt að kalla þetta busavígslu, nú er þetta einfaldlega busun. 


Menntaskólinn á Akureyri heldur enn í nokkrar hefðir tengdar busavígslu í þeim búningi sem hún var fyrir mörgum árum síðan. Hins vegar er þetta ekki lengur sami hluturinn, það ætti í raun að kalla þetta "nýnemaleika" eða eitthvað álíka til að sporna við öllum misskilningi, en flestum finnst það ekki jafn sláandi nafn og busun. Skólinn leggur upp með að busunin sé skemmtileg og á engan hátt niðurlægjandi fyrir busana. 


Það er óhætt að segja að busunin hafi gengið smurt fyrir sig þetta árið og allt heppnaðist eins og við var að búast. Busunin fór fram þriðjudag og miðvikudag (16. og 17. september) en aðal dagurinn var á miðvikudaginn. Myndir frá busuninni koma inn á næstu dögum!

Stjórn Hugins vill nýta tækifærið til að þakka busaráðinu fyrir gott samstarf á meðan á þessu stóð en ráðið skipulagði meira og minna alla busunina.

1 view0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri