top of page
Search

BUSUN LOKIÐ

Í gær hófst loksins eðlilegt skólastarf eftir vel heppnaða busavígslu og busaball en eins og síðstu ár þá var busunin í vægari kanntinum og virðing höfð í fyrirrúmi. Nýjar refsingar voru teknar upp og busum sem ekki fóru eftir boðum böðlanna var skipað að poppast, fá svínaflensuna eða fæða barn. Busasirkusinn, ratleikurinn og busaréttirnar voru á sínum og að öllu þessu loknu voru busarnir vígðir sem nýnemar. Nýnemarnir fóru síðan í göngu um bæinn en hápunktur hennar var þegar þeir löbbuðu upp menntaveginn. Busunni lauk með frábæru busaballi þar sem Magnús Artúró og Magnús Valur héldu uppi fjörinu.

 
 
 

Comments


HUGINNSIDA.png
  • Facebook
  • Instagram

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri

bottom of page