Search
  • Skólafélagið Huginn

BRUNNÁRHLAUP OG HEILSUEFLANDI FRAMHALDSSKÓLI


Í dag gekk Menntaskólinn á Akureyri inn í átakið Heilsueflandi framhaldsskóli, en markmið þess er að stuðla markvisst að velferði og góðri heilsu framhaldsskólanema. Höfuðáhersla er lögð á fjögur atriði, næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir á ári og í ár verður lögð áhersla á næringu. Meðfylgjandi mynd sýnir Jón Má Héðinsson skólameistara draga fána Heilsueflandi framhaldsskóla að húni. Í tilefni af deginum var dagskrá í Kvosinni þar sem hljómsveitin Gollan hennar Gunnar spilaði tvö lög, síðan sýndu nokkrir drengir parkour takta og sjö stelpur sungu nokkur lög. Að lokum stýrðu Jón Már og Hólmfríður hópdansi í Kvosinni. Eftir það var farið út, fáni dreginn að húni og síðan hitað upp fyrir hið árlega Brunnárhlaup.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri