Search
  • Skólafélagið Huginn

ALÞJÓÐLEG ATHAFNAVIKA

Alþjóðleg athafnavika er haldin á Íslandi 16.-22. nóvember í samstarfi fjölmargra aðila og verður á þeim tíma forvitnileg dagskrá haldin á Amtsbókasafninu, í Ketilhúsinu og Háskólanum á Akureyri. Í fréttatilkynningu um dagskrána segir: Lausn vandamála felst í athafnasemi. Með Alþjóðlegri athafnaviku á Íslandi geta allir lagt hönd á plóg við að færa fram eitthvað jákvætt til samfélagsins. Drifkraftur og athafnasemi í Ketilhúsinu fimmtudaginn 19. nóv. kl. 15-18 Ráðgjafatorg: Aðilar frá Byggðastofnun, NORA, Norðurslóðaáætluninni (NPP), Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, Menningarráði Eyþings, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum á Akureyri, Akureyrarstofu og Norrænu upplýsingaskrifstofunni munu vera á staðnum og veita upplýsingar um sína starfssemi og stuðningsumhverfi frumkvöðla og atvinnulífs á Norðurlandi. Framkvæmd og sköpunargleði: Kynnt verða nokkur góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku athafnalífi. kl. 15.00: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun. kl. 15.30: Gebris - nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu. kl. 16.00: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Trossan. kl. 16.30: Snjótöfrar og Jólasveinarnir í Dimmuborgum. kl. 17.00: North Hunt - skotveiðitengd ferðaþjónusta.kl. 17.30: Sævör ehf. - Náttúrutengd köfun í ferðaþjónustu. Auk þessara aðila verða fyrirtækin Ektafiskur og Bergmenn á staðnum og kynna starfsemi sína. Nánari dagskrá vikunnar er að finna á www.akmennt.is/nu María Jónsdóttir Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is Heimasíða: www.akmennt.is/nu Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor Kaupvangsstræti 23 600 Akureyri Island. Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.

TIL BAKA0


0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri