Search
  • Skólafélagið Huginn

ÁRSHÁTÍÐ Á FÖSTUDAGINN


Föstudaginn 28. nóvember verður Árshátíð Menntaskólans á Akureyri haldin hátíðleg í Íþróttahöllinni á Akureyri.


Húsið opnar fyrir MA-inga og gesti klukkan 18:15 og dagskráin hefst klukkan 19:00. Þemað í ár er Winter Wonderland og skreytinganefndin ætlar að sjá til þess að enginn verði fyrir vonbrigðum þegar hann mætir í Höllina. Bautinn sér um að elda ofan í fólkið og á dagskránni eru m.a. myndbönd frá SviMA og StemMA, atriði frá PríMA og LMA, Minni karla og kvenna, heiðursgestur og margt fleira.


Að lokinni dagskrá hefst risadansleikur en þar koma fram Stuðmenn og Valdimar Guðmundsson, á meðan Þuríður og Hásetarnir spila fyrir dansi á efri hæðinni. Húsið fyrir ballið opnar klukkan 00:00 og ballið byrjar 00:30 og eru allir framhaldsskólanemar velkomnir. 10. bekkingum er einnig velkomið að mæta og upplifa MA-stemninguna. Miðinn kostar 3.000 kr. og þú getur keypt miða við hurð.


Þetta er ein stærsta áfengis- og vímuefnalausa hátíð landsins, svo ölvun ógildir miðann.

Sjáumst í Höllinni!


Facebook event hér.

0 views0 comments
  • Facebook
  • Instagram
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri