top of page

LÖG SKÓLAFÉLAGSINS

 I. Nafn og tilgangur

 

1. Skólafélagið heitir Huginn og starfar sem nemendafélag Menntaskólans á Akureyri sbr. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla. 

 

2. Félagsmenn eru nemendur Menntaskólans á Akureyri og greiða þeir félagsgjöld í félagið. Einungis félagsmenn geta boðið sig fram. 

 

3. Tilgangur félagsins er að skipuleggja og efla félagslíf undir merkjum skólans og gæta hagsmuna félagsmanna. 

 

II. Stjórn félagsins

 

1. Stjórn Hugins skal skipuð átta félagsmönnum sem fara með framkvæmdarvald milli Aðalfunda.

 

Embætti félagsins eru:

 

a. Inspector/Inspectrix scholae / Forseti skal skipuleggja og stjórna fundum skólafélagsins. Hann skal hafa góða yfirsýn yfir félagslíf skólans hverju sinni sem og bera ábyrgð á öllu sem Skólafélagið Huginn framkvæmir. Hann er jafnframt tengiliður stjórnar við skólayfirvöld, önnur nemendafélög og fjölmiðla. Forseti er fulltrúi nemenda í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri. Forseti hefur loka atkvæðisrétt. Forseti skal skal sýna dansatriði í kvos að minnsta kosti einu sinni á önn. 

 

b. Exuberans inspector/inspectrix / Varaforseti er staðgengill Forseta ásamt því að gegna hlutverkum annarra embætta ef embættismenn hafa ekki tök á því sjálfir. Varaforseti skal hafa umsjón með öllum samfélagsmiðlum Hugins og sjá um markaðssetningu og kynningu á öllum viðburðum þess. Varaforseti er vefstjóri/stýra vefsíðunnar huginnma.is. Varaforseti þarf að vera rauðhærður, ef hárliturinn er ekki til staðar verður hann að vera það í anda. Varaforseti skal snáðast í Kvos við hvert tilefni, sérstaklega ef sá varaforseti er rauðhærður.

 

c. Quaestor scholaris / Gjaldkeri sér um fjárreiður og að færa þær til bókhalds. Gjaldkeri skal gera fjárhagsáætlun fyrir kjörtímabil stjórnarinnar og skal hann hafa góða yfirsýn yfir fjármál félagsins. Gjaldkeri skal starfa náið með fjármálastjóra/stýru skólans. Gjaldkeri skal leiða launaviðræður við þjálfara MORFÍs og Gettu betur. Nemandi sem gegnir embætti gjaldkera Hugins þarf að vera á 18 ári þegar stjórnarskiptin fara fram.

 

d. Scriba scholaris / Ritari skal halda fundargerðarbók um fundi stjórnar og halda utan um fundargerðir stjórnar. Ritari er veislustjóri/stýra árshátíðar MA og hefur umsjón með skreytingum og öllu sem viðkemur hátíðinni.

 

e. Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýra er tengiliður stjórnar við húsverði skólans og tæknimenn. Skemmtanastjóri/stýra hefur umsjón með Kvosinni og er tengiliður undirfélaga og annarra félagsmanna varðandi notkun hennar undir viðburði eða tilkynningar, í samráði við húsverði. Skemmtanastjóri/stýra skal hafa umsjón yfir Skemmtinefnd Hugins og funda með þeim í byrjun hverrar annar, til að skipuleggja viðburði komandi skólaárs.

 

f. Collega scholae / Meðstjórnandi er tengiliður stjórnar skólafélagsins við undirfélög og hefur umsjón með framvindu MORFÍs og Gettu betur í samvinnu við Málfundafélagið. Meðstjórnanda er skylt að halda fund með forsetum undirfélaga í byrjun skólaárs hvers og kynna lög skólafélagsins og aðra komandi viðburði sem undirfélög taka þátt í. 

 

g. Erus pactum/ Markaðsstjóri/stýra  sér um skipulag og framkvæmd fjáröflunar á vegum skólafélagsins. Markaðsstjóra/stýru er skylt að sjá um samningagerð fyrir hönd Hugins og skal henni að mestu vera lokið fyrir skólasetningu ár hvert og allir samningar með útgjöldum skulu vera bornir undir fjármálastjóra/stýru skólans. Auk þess hefur Markaðsstjóri/stýra umsjón með auglýsingum fyrir vefsíðu félagsins; huginnma.is. Öll fjáröflun undirfélaga, nefnda og ráða skal vera í samráði við Markaðsstjóra/stýra og skal ekki stangast á við samninga sem stjórn Hugins hefur gert á því kjörtímabili. Markaðsstjóri/stýra skal hafa umsjón með eignaskrá Hugins. Markaðsstjóri/stýra skal halda utan um eignir Skólafélagsins og sjá um merkingar og tryggingar þeirra. Meðlimir Skólafélagsins geta fengið eignir félagsins að láni í gegnum Markaðsstjóra/stýru.

 

h. Presidium discipulus / Forseti Hagsmunaráðs skal sinna sínum störfum eins og getið er um í grein IV um Hagsmunaráð. Forseti Hagsmunaráðs fer með framkvæmdavald Hagsmunaráðs og er jafnframt forseti þess. Forseti Hagsmunaráðs skal hafa umsjón með samningaviðræðum um afslátt í fyrirtækjum fyrir félagsmenn Hugins. Forseti Hagsmunaráðs skal í upphafi kjörtímabils kynna sér lög Skólafélagsins og sjá um að þeim sé framfylgt innan stjórnar Skólafélagsins. Einnig skal Forseti Hagsmunaráðs starfa tímabundið með Fastanefnd og vera henni innan handar við endurskoðun laga ár hvert. Forseti Hagsmunaráðs gegnir stöðu Hagsmunafulltrúa fyrir hönd MA hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema sbr. 11. kafla laga SÍF um Hagsmunafulltrúa. Forseti Hagsmunaráðs er fulltrúi skólafélagsins í Jafnréttisráði og Uglusjóðsnefnd. Forseti Hagsmunaráðs skal vera bundinn trúnaði gagnvart nemendum sem koma með tillögur að breytingum eða senda inn kvartanir.

 

2. Í verkahring stjórnar Hugins er að:

 

a. Boða undirfélög að kynna sig á undirfélagavöku og auglýsa þar eftir fulltrúum fyrsta bekkjar. Þar skulu kosnir fulltrúar fyrsta bekkjar í Umhverfisnefnd, Hagsmunaráð, Femínistafélagið, Íþróttafélagið og Fastanefnd. 

 

b. Stjórn Hugins skal í byrjun skólaárs sjá um að kynna fyrir nýnemum félagsstarfsemi þá sem fer fram innan skólans.

 

3. Stjórn Hugins tekur ekki pólitíska afstöðu í starfi sínu né efni sem það gefur út en meðlimir stjórnar Hugins mega þó láta persónulega skoðun í ljós. Meðlimir Hugins stórnar er ekki heimilt að segja skoðun sína á frambjóðendum næstu stjórnar. 

 

4. Það er skylda Huginsstjórnar að hafa eitthvað skemmtilegt í gangi í löngu frímínútum a.m.k. 3 í mánuði. leik, gjörning o.fl. Ef Huginsstjórn sér sér ekki fært um að halda utan um þessa viðburði þá er það þeirra ábyrgð að fá eitthvað annað undirfélag innan skólans til að sjá um viðburðinn. 

 

5. Huginstjórn skal fyrir stjórnarskipti halda fund með nýkjörni stjórn og upplýsa nýju stjórninni fyrir lögum, reglum, skyldum og öðru tengt rekstri og framkvæmd félagsins

 

III. Fjármál

 

1. Öllum nemendum skólans er skylt að greiða félagsgjöld í félagið sem innheimtast á sama hátt og önnur skólagjöld. Eindagi þeirra skal vera 25. ágúst ár hvert. Nemendur sem kjósa að segja sig úr skólafélaginu geta fengið félagsgjald sitt endurgreitt til og með fjórtán dögum eftir fyrsta kennsludag.

 

2. Fjármunum skólafélagsins má eingöngu verja í félagsstarfsemi skólans og eflingu þess.

 

3. Félagið gefur út félagsskírteini handa öllum félagsmönnum með auðkennisupplýsingum viðkomandi til staðfestingar á að hann sé félagsmaður. Á öllum skólaskírteinum skal standa International Student Card svo nemendur geti nýtt afslætti erlendis. Ef ekki er möguleiki fyrir nemanda að fá rafrænt kort skal skólaráð gefa út útprentað kort fyrir nemandann. 

 

4. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagsmönnum eða undirfélögum fjárstyrki til að standa straum af kostnaði félaga og viðburða. Óheimilt er að veita styrk til útskriftarferða. Umsókn um styrkveitingar skal berast stjórn skriflega með rökstuðningi fyrir veitingunni. Ef styrknum er varið á annan hátt en samkvæmt umsókn getur stjórn Hugins krafist endurgreiðslu á honum. Fari styrktarbeiðni yfir fimmtíu þúsund krónur skal Huginnstjórn bera ákvörðun sína undir skólastjórn áður en styrkur er veittur.

 

5. Stjórn Hugins getur krafið félög innan skólafélagsins um bókhald þeirra hvenær sem er, hvort sem þau njóta styrkja eður ei.

 

6. Uppgjör skólafélagsins skal vera gert opinbert almenningi, þ.e.a.s. birt á vefi nemenda. Í uppgjörinu skal koma fram hversu mikinn pening hvert og eitt undirfélag fékk á skólaárinu. 

 

7. Stjórn Hugins skal ekki veita vettvangsferðum eða öðrum námstengdum ferðum sem skólinn skipuleggur fjárstyrk.

 

8. Fjárlagafundur skal vera haldinn í lok hver skólaárs. Á þeim fundi skal endurskoða fjármál skólafélagsins og í kjölfar tekin ákvörðun um hvort skuli breyta félagsgjöldum. 

 

IV. Nefndir og ráð

 

1. Fastanefnd

 

a. Fastanefnd fylgist með að nefndir, ráð og stjórnir innan Hugins sinni sínum hlutverkum skv. lögum og reglum skólafélagsins. Fastanefnd gegnir einnig hefðbundnum kjörstjórnarstörfum fyrir félagið.

 

b. Forseti fastanefnar skal vera kosinn á seinni kosningunum. 

 

c. Fastanefnd úrskurðar um brot á lögum skólafélagsins. Úrskurði fastanefndar má áfrýja til skólameistara.

 

d. Lagabreytinga tillögum skal skilað inn fullunnum eigi síðar en þremur dögum fyrir Aðalfund I til Fastanefndar og skulu þær tillögur hanga uppi í a.m.k. tvo daga fyrir lagabreytingafund þar sem allir félagsmenn geta séð.

 

e. Fastanefnd hefur heimild til þess að breyta stafsetningar- og málfarsvillum án þess að samþykkja þurfi þær á lagabreytingafundi.

 

f. Fastanefnd er þó skylt að tilkynna um slíkar breytingar. Merking laganna má ekki breytast án þess að um það sé kosið.

  

 

2. Hagsmunaráð

 

a. Hagsmunaráð er nemendaráð Menntaskólans á Akureyri.

 

b. Hagsmunaráð er málsvari heildarhagsmuna félagsmanna og geta þeir leitað til ráðsins með hagsmunamál sín.

 

c. Í Hagsmunaráði situr einn fulltrúi hvers árgangs, fulltrúar Jafnréttisráðs og forseti Hagsmunaráðs sem jafnframt er forseti þess.

 

d. Hagsmunaráð fjallar um breytingar á kennsluháttum og möguleg áhrif þeirra á félagsmenn, vandamál sem kunna að koma upp í félaginu eða innan skólans og önnur mál sem nemendur eða skólastjórn æskja að Hagsmunaráð taki afstöðu til.

 

e. Hagsmunaráð skal vera í samráði við aðstoðarskólameistara við gerð próftöflu haust- og vorannar.

 

f. Hagsmunaráð felur forseta sínum að krefjast skólafundar, ef það vill fá álit nemenda á einstökum málum sem skólastjórn hefur til meðferðar.

 

g. Hagsmunaráð skal afla upplýsinga og gagna eftir þeim málum sem liggja fyrir á skólafundum. Slík gögn skulu liggja fyrir á fundunum.

 

h. Hagsmunaráð skal taka afstöðu til viðbragða skólastjórnar eða viðkomandi aðila við ályktun skólafundar og taka ákvarðanir ásamt stjórn Hugins um hugsanlegar aðgerðir málinu til áréttingar.

 

i. Hagsmunaráð ásamt Skemmtanastjóra/stýru og skólastjórn áskilur sér rétt til að ritskoða efni sem er gefið út undir nafni Hugins. Efnið er samt sem áður á ábyrgð þeirra einstaklinga eða hópa sem gefa það út.

 

3. Skemmtinefnd

 

a. Skemmtinefnd Hugins sér um kvöldvökur. Hún skal vinna í nánu samstarfi við stjórn Hugins.

 

b. Skemmtinefnd skipa skemmtanastjóri/stýra Hugins og fjórir meðstjórnendur sem kosnir eru á aðalfundi Skemmtinefndar. 

 

c. Skal nefndinni úthlutað fjármagn frá Hugin í byrjun annar.

 

d. Forseti Skemmtinefndar fer með framkvæmdavald nefndarinnar ásamt því að sjá um fjárreiður hennar í samstarfi við gjaldkera Hugins.

 

4. Umhverfisnefnd

 

a. Umhverfisnefnd skal vera skipuð formanni Umhverfisnefndar, einum kennara/starfsmanni og þremur meðstjórnendum.

 

b. Forseti Umhverfisnefndar skal vera kjörinn á Aðalfundi II og sér í kjölfar þess um kosningu á meðstjórnendum Umhverfisnefndar í upphafi kjörtímabils nýrrar Umhverfisnefndar. Umhverfisnefndin skal vinna í samstarfi við kennara, starfsmenn og stjórnendur í Menntaskólanum á Akureyri.

 

c. Markmið Umhverfisnefndar skal vera að fylgja settum lögum og reglugerðum um umhverfisvernd og setja markmið til að ná þeim. Ásamt því skal Umhverfisnefnd bjóða upp á fræðslu um umhverfismál og virkja nemendur og starfslið skólans til þátttöku í umhverfismálum.

 

d. Umhverfisnefnd skal vinna eftir umhverfissáttmála skólans.

 

5. Markaðsnefnd Hugins

 

a. Markaðsnefnd Hugins skipa markaðsstjóri/stýra Munins, markaðsfulltrúi Leikfélagsins og Markaðsstjóri/stýra Hugins, sem jafnframt er Forseti nefndarinnar.

 

b. Markaðsstjóri/stýra getur að hverju sinni boðið öðrum undirfélögum og nefndum, sem málið varðar, að skipa fulltrúa í nefndina.

 

c. Markaðsnefnd Hugins skal samræma fjáröflun og markaðsstarf Hugins og þeirra undirfélaga sem eiga setu í nefndinni.

 

6. Málfundafélagið

 

a.  Málfundafélagið skipa forseti sem kjörinn er á Aðalfundi II skv. 37. grein, gjaldkeri, tengiliður við Gettu betur, tengiliður við MORFÍs og ritari. Gjaldkeri þarf að vera á 18 ári þegar kosið er í stjórn . Kjör allra stjórnarmeðlima Málfundafélagsins nema forseta fer fram á aðalfundi þess, sem haldinn skal árlega á vorönn að loknum Aðalfundi II.

 

b.  Allir stjórnarmenn Málfundafélagsins hafa jafnan atkvæðisrétt. Skiptist atkvæði jafnt veltur ákvörðunin á atkvæði forseta.

 

c.  Málfundafélagið hefur yfirumsjón með skipulagningu málfunda á vegum Hugins. Einnig hefur það yfirumsjón um þátttöku MA í MORFÍs og Gettu betur í samvinnu við meðstjórnanda. Meginhlutverk þess er að auka áhuga nemenda á keppnunum, t.d. með því að halda ræðunámskeið eða innanskólakeppnirnar Bragabikarinn og Mímisbikarinn.

 

d. Tengiliður Gettu betur skal vera fulltrúi MA í stýrihópi Gettu betur, eigi MA rétt á fulltrúa þar.

 

e.  Tengiliður MORFÍs skal sjálfur fara eða útnefna fulltrúa úr MA sem fer á aðalfund MORFÍs á hverju hausti. Sá aðili fer jafnframt með atkvæðisrétt skólans á þeim fundi.

 

f. Forseti Málfundafélagsins skal vera í virkum samskiptum við forseta og gjaldkera Hugins varðandi samninga, fjármál eða mikilvægar dagsetningar þegar kemur að MORFÍs eða Gettu Betur keppnum, minnst 2 vikum fyrir keppnir.

 

g. Málfundafélagið skal halda fjáraflanir fyrir ár hvert eins og önnur undirfélög. Málfundafélagið hefur fullan rétt á styrkumsóknum á huginnma.is eins og önnur undirfélög.

 

7. Fulltrúi félagsins í skólanefnd

 

a. Fulltrúi Hugins í skólanefnd er kosinn á Aðalfundi II sbr. 37. gr. Skal hann starfa eftir reglum nefndarinnar og með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.

 

b. Fulltrúi í Skólanefnd skipar sér sjálfur varamann og skal tilkynna valið til skólastjórnenda.

 

 

 

8. Fulltrúar félagsins í skólaráði

 

a. Fulltrúar Hugins í skólaráði eru; Forseti Hugins, Forseti Hagsmunaráðs og tveir fulltrúar nemenda sem kosnir eru á Aðalfundi II. Skulu þeir starfa eftir reglum ráðsins og með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.

 

b. Fulltrúar Hugins í skólaráði skipa sér sjálfir varamenn og skulu tilkynna valið til skólastjórnenda.

 

9. Jafnréttisráð

 

a. Fulltrúar nemenda í Jafnréttisráði eru tveir. Þeir skulu kosnir á Aðalfundi II sbr. 37. gr. Skulu þeir starfa með hagsmuni nemenda og skólafélagsins að leiðarljósi.

 

b. Fulltrúar í Jafnréttisráði skulu sitja í Hagsmunaráði.

 

c. Fulltrúar skulu ekki hafa varamenn nema þeir séu formlega samþykktir af Forseta Hagsmunaráðs.

 

d. Fulltrúi Jafnréttisráðs skal sitja fundi með stjórn Hugins og skólastjórnendum að minnsta kosti einu sinni á önn til að koma á framfæri jafnréttissjónarmiðum og gæta jafnréttis við ákvarðanatöku og að því sé framfylgt á viðburðum Hugins.

 

V. Undirfélög

 

1. Öllum félagsmönnum er heimilt að stofna félög, sem heyra undir Huginn, með samþykki stjórnar. Formenn hvers félags bera ábyrgð á því að félögin fylgi lögum skólafélagsins. Stjórn Hugins ber skylda til að senda út póst til allra nemenda sem leggja til að stofna félag til að fá staðfestingu á að nemandinn liggi á bak við félagið. 

 

2. Forseti og meðlimir undirfélags mega krefjast eininga fyrir störf sín ef þau hafa sýnt fram á eftirfarandi:

 

 1. Félagið er virkt og leggur sitt af mörkum til félagslífs skólans.

 2. Félagið fundar reglulega og fundaskrár eru haldnar á fundum þar sem fram koma hverjir eru mættir, hver stýrir fundinum og tímasetning fundar.

 

3. Skólastjórn skal sjá um úthlutun á einingum til undirfélaga, eins og LMA, ÍMA, Málfundafélagið, Muninn o.fl. eftir virkni þeirra. 

 

4. Forseti Hagsmunaráðs getur kallað til sín fundarskjöl undirfélaga fyrir úthlutun eininga með skólastjórnendum. 

 

5. Ef undirfélag hefur þörf á gjaldkera skal félagið sjá til þess að velja réttann aðila í það verk og tilkynna val sitt til gjaldkera Hugins. Gjaldkeri undirfélag þarf að vera á átjánda ári þegar stjórnarskipti fara fram. Aðeins má gegna stöðu gjaldkera í einu undirfélagi ár hvert.

 

6. Einstaklingur þarf að ganga í Menntaskólann á Akureyri og borga félagsgjöld til að vera aðili í undirfélagi.

 

7. Undirfélag þarf að hafa starfað í a.m.k. eitt skólaár til að geta stofnað reikning undir skólafélaginu Huginn.

 

8. nýkjörinn Forseti undirfélagsins skal halda aðalfund þar sem kosið verður í stjórn félagsins. Forseti ákveður sjálfur hversu margir verða í stjórn. bera þarf töluna undir meðstjórnanda Hugins. frávik á þessu er þegar fjöldi stjórnarmeðlima er nú þegar skilgreindur. 

9. Undirfélög skulu vera í samráði við stjórn Hugins þegar kemur að breytingum eða stórum ákvarðanatökum og ef ósætti ríkir innan stjórnar undirfélagsins.

 

10. allir í stjórn undirfélagsins hafa jafan atkvæðisrétt en ef atkvæðum skiptist jafnt er það atkvæði forsetans sem er notað til að skera út um úrslit 

 

VI. Muninn

 

1. Muninn sér um útgáfu skólablaðsins Munins. 

 

2. Forseti stjórnar Munins er ritstjóri/stýra blaðsins og er kosinn á Aðalfundi II sbr. 37. gr. Ritstjóri/stýra er ábyrgðarmaður blaðsins.

 

3. Stjórn Munins er ritstjórn blaðsins og er kosin á aðalfundi Munins. Í henni situr ritstjóri/stýra auk sjö annarra. 

 

4. Ritstjóri/stýra boðar til aðalfundar í samráði við nýja stjórn Hugins eigi síðar en þremur vikum eftir stjórnarskipti Hugins.

 

5. Önnur embætti innan ritstjórnarinnar skulu vera eftirfarandi:

 

 1. Aðstoðarritstjóri/stýra, en hann skal vera í nánu samstarfi við ritstjóra/stýru og vera innan handar fyrir aðra meðlimi stjórnarinnar eins og ritstjórinn/stýran er.

 2. Ritari en hann skal halda utan um og rita fundarskjal Munins

 3. Gjaldkeri en hann skal halda um fjármál og skal einnig vera í nánu sambandi við markaðstjóra/stýru.

 4. Uppsetningastjóri/stýra en hann ber ábyrð á að setja upp blaðið í viðeigandi forrit (inDesign). Það er ekki undir honum komið að setja allt blaðið upp sjálfur, heldur hefur megin umsjón með uppsetningu og góða yfirsýn yfir blaðið.

 5. Markaðsstjóri/stýra en hann skal sjá um auglýsingar í blaðið og samskipti við fyrirtæki. Markaðsstjóri/stýra og gjaldkeri skulu vera í nánu samstarfi.

 6. Greinastjóri/stýra en hann skal ritskoða blaðið málfarslega.

 7. Meðstjórnandi

 

6. Gjaldkeri Munins þarf að vera komin á 18 ár þegar komandi skólaár hefst. 

 

7. Ávallt skal leitast við að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast.

 

8. Stjórn Munins tekur ekki pólitíska afstöðu í starfi sínu né efni sem það gefur út en meðlimir stjórnar Munins mega þó láta persónulega skoðun í ljós.

 

9. Skólablaðið Muninn skal vera efnislega ritskoðað af einum fulltrúa frá Hagsmunaráði, Jafnréttisráði fyrir útgáfu.

 

10. Muninn og Huginn munu vera góðir vinir og gera fallega hluti fyrir hvort annað a.m.k 2 á önn, t.d. koma með mat, hengja falleg skilaboð á hurðina hjá hvort öðru, hafa söngstund o.fl. 

 

11. Ritstjórn Munins skal vera í samráði við stjórn Hugins þegar kemur að breytingum eða stórum ákvarðanatökum, eins og að búa til ný blöð og ef ósætti ríkir innan ritstjórnar. 

 

VII. LMA

 

1. Stjórn leikfélagsins er skylt að bera val á leikriti og leikstjóra undir stjórn Hugins áður en ákvörðun er tekin. Stjórn Hugins hefur synjunarvald ef Huginn sér að það er LMA í hag t.d. vegna fjárhagslegra örðuleika. 

 

2. LMA er ekki heimilt að taka inn fleiri en 15% af fjölda félagsmanna skólans inn í ferlið sitt (uppsetningu á leikritinu, þ.e.a.s. leikhópur, teymi, dansarar, hljómsveit og aðrir). Sem dæmi 75 nemendur af 500. 

 

3. Stjórn leikfélagsins skal vera í samráði við stjórn Hugins þegar kemur að breytingum eða stórum ákvarðanatökum, t.d. ef ósætti ríkir innan stjórnar LMA. 

 

4. Félagsmeðlimir geta borið vantraustsyfirlýsingu á alla þá sem gegna hlutverki innan félagsins til stoðteymis.

 

5. Nemandi sem gegnir embætti gjaldkera LMA þarf að vera á 18 ári þegar stjórnarskipti eiga sér stað.

 

6. Allir samningar leikfélagsins þurfa að fara í gegn hjá fjármálastjóra MA 

 

VIII. Myndbandafélög

 

1. Kjósa skal í forseta myndbandafélaga sem vilja sýna á kvöldvökum, árshátíð og öðrum viðburðum skólafélagsins á aðalfundi II. 

 

2. Forsetar myndbandafélganna halda aðalfund félagsins eftir kosningar þar sem kosnir eru meðlimir í stjórn myndbandafélagsins.

 

3. Forseti hvers myndabandafélags ákveður sjálfur fyrir aðalfund myndbandafélagins hversu margir meðlimir verða kosnir í stjórn, ei megi þeir vera fleiri en átta.

 

4. stjórn myndbandafélagins er heimilt að bæta við meðlimum í félagið og eru þau eru valin af stjórn félagsins.(fastanefnd,nemendur)

 

5. Nýkjörnir forsetar skulu hljóta öll gögn sem fyrrum forseti myndbandafélagsins hefur hlotið. 

6. Aðeins sex myndbandafélög fá sýningarrétt ár hvert til þess að sýna á viðburðum á vegum Hugins og hafa þau myndbandafélög sem hafa verið virk árið fyrir kosningar forgang í þau pláss. Sæki þau ekki um kosningu að ári loknu má nýtt myndbandafélag taka það pláss gefið að þau uppfylli öll skilyrði sjöundu greinar.

 

7. Til að myndbandafélag geti fengið að sýna á kvöldvökum og öðrum viðburðum á vegum Hugins þurfa þau að uppfylla ákveðin skilyrði:

 

 1. Kjósa þarf í myndbandafélagið bæði forseta og stjórn.

 2. Myndbandafélagið þarf að vera virkt yfir skólaárið.

 3. Myndbandafélagið þarf að kynna sig á undirfélagskynningunni með myndband.

 4. Myndbandafélög þurfa að hafa skilað myndbandi sínu inn til hagsmunaráðs a.m.k degi fyrir sýningu til þess að fá sýnigarrétt á hverjum viðburði.

 

IX. Aðalfundir og kosningar

 

1. Aðalfundur félagsins er tvískiptur í Aðalfund I og Aðalfund II og stýrir Fastanefnd þeim.

 

a. Til aðalfunda skal boðað með minnst viku fyrirvara.

 

b. Aðalfund I skal halda minnst tveimur vikum fyrir Aðalfund II.

 

c. Aðalfund II skal halda minnst einni viku fyrir síðasta kennsludag.

 

d. Aðalfundur I er lagabreytingafundur félagsins.

 

e. Aðalfundur II er kjörfundur félagsins.

 

2. Kjörgengir og kosningabærir til embætta félagsins eru allir félagsmenn með takmörkunum laga þessara.

 

3. framboðum skal skila til fastanefnd og þeim skal fylgja undirskriftum, mynd og kynningartexta.

 

4. fjöldi undirskrifta fer eftir embættum:

 1. lágmarki 50 undirskriftir fyrir embætti í Huginsstjórn.

 2. lágmarki 25 undirskriftir fyrir forsetaembætti undirfélaganna og myndbandafélagann.

 

5. fastanefnd er heimilt til að víkja frá undirskrifta kröfu ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

 1. ef um er að ræða minna félag og ef illa hefur gengið að ná framboði fram á árunum á undan.

 2. engin framboð berast 2 dögum fyrir kosninga.

 

 

6. Fráfarandi stjórnarmeðlimum Hugins og undirfélaga, aðilum fastanefndar og öðrum sem koma að framkvæmd Aðalfundar II er óheimilt að lýsa yfir stuðningi við frambjóðendur.

 

7. Aðalfundur II, er skiptur í tvennt, fyrri og seinni hluta. Aðalfundur II varir í viku og í þeirri viku skal halda framboðsræður fyrir Huginsstjórn sér og í forsetaembætti undirfélaganna sér. Líða þarf a.m.k einn dagur á milli þess að úrslit í Huginsstjórn séu kynnt og framboðsræður í forseta undirfélaganna.

 

Í fyrri hluta skulu kosnir eftirfarandi embættismenn Hugins:

 

a. Inspector/Inspectrix scholae / Forseti 

 

b. Exuberans Inspector/Inspectrix / Varaformaður

 

c. Quaestor scholaris / Gjaldkeri

 

d. Scriba scholaris / Ritari

 

e. Erus gaudium / Skemmtanastjóri/stýra

 

f. Collega scholae / Meðstjórnandi

 

g. Erus pactum/ Markaðsstjóri/stýra

 

h. Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráðs

 

Í seinni hluta skal kjósa í eftirfarandi embætti:

 

a. Ritstjóra/stýru Munins

 

b. Fulltrúar tilvonandi annars og þriðja bekkjar í Hagsmunaráð

 

c. Forseta Umhverfisnefndar

 

d. Forseta Leikfélagsins

 

e. Forseta  Málfundafélagsins

 

f. Forseta Dansfélagsins

 

g. Forseta  Íþróttafélagsins

 

h. Forseta TóMA

 

i. Forseta femínistafélagsins

 

j. Tveir fulltrúar nemenda í skólaráð

 

k. Einn fulltrúi nemenda í skólanefnd

 

l. Tveir fulltrúar nemenda í Jafnréttisráð

 

m. Forseta Fastanefndar 

 

n. Forseta myndbandafélaga 

 

o. Forseta SauMA

 

p. Forseta PrideMA

 

 

8. Fastanefnd tekur við framboðum í embættin frá því minnst tveimur vikum fyrir Aðalfund II þar til þremur dögum fyrir hann. Þá skal fastanefnd í samráði við stjórn Hugins sjá um kynningu á þeim fyrir nemendum skólans fyrir Aðalfund II.

 

9. Fastanefnd skal halda framboðsfund sama dag og Aðalfund II þar sem allir frambjóðendur geta kynnt sig.

 

10. Embættismannaskipti í stjórn Hugins skulu fara fram eigi síðar einni viku fyrir síðasta kennsludag vetrarins.

 

11. Til að hljóta kosningu í stjórn skólafélagsins Hugins eða ritstjóra/stýru Munins þarf frambjóðandi að fá minnst 50% atkvæða. Þó er hægt að ná kjöri með minna en 50% atkvæða fái frambjóðandi þriðjungi fleiri atkvæði, af heildaratkvæðum, heldur en sá sem næstur honum kom. Nái enginn frambjóðandi þessum skilyrðum skal efnt til annars kjörfundar þar sem kosið skal aftur milli þeirra tveggja er flest atkvæði hlutu. Skal það gert eigi síðar en tveimur skóladögum frá fyrri kjörfundi. Séu aðeins 2 í framboði skal sá með fleiri atkvæði vera kjörinn

 

12. Frambjóðendur í embætti sem kosið er um á Aðalfundi II mega hefja áróður á miðnætti á áróðursdegi, sem er dagurinn fyrir Aðalfund II. Allur áróður skal vera fjarlægður áður en kosning hefst. Allur áróður skal bannaður á milli fyrri og seinni kjörfundar. Til áróðurs telst myndir og/eða plaköt í skólahúsum og á heimavist, efni á ábyrgð frambjóðanda á samfélagsmiðlum, að gefa varning merktan framboðinu, þjónustu í nafni framboðsins og hvers lags önnur auglýsing á framboði. Brot á þessum lögum varða við ógildingu á framboði.

 

13. Frambjóðendur skulu fylgja almennum reglum skólans varðandi umgengni og framkomu gagnvart þeim sem kosningarnar varða. Við alvarleg brot á þessum reglum áskilur fastanefnd sér, í samráði við skólastjórnendur, þann rétt að ógilda framboð.

 

14. Frambjóðendum fyrir aðalfund II er óheimilt að hafa áróður með frambjóðendum fyrir aðalfund I. 

 

 15. Úrslit kosninga skal tilkynna í heild sinni. 

 

 

16. Kjörnir meðlimir skulu kynna sér lög skólafélagsins og kunna skil á sínum skyldum og réttindum.

 

X. Skólafundir

 

1. Skólafundir eru fundir þar sem allir félagsmenn hafa setu- og atkvæðisrétt. Skólafundir fjalla um hagsmunamál nemenda, embættisafglöp, svo og ýmis önnur mikilsverð mál, sem upp kunna að koma. Fundina skal boða með minnst tveggja kennsludaga fyrirvara.

 

2. Skólafundur skal haldinn ef tíund félagsmanna krefjast þess skriflega við fastanefnd. Stjórn Hugins getur jafnframt boðað skólafund.

 

3. Formaður Hugins setur skólafundi og skipar fundarstjóra/stýru. Kennarar hafa málfrelsi á skólafundum en ekki atkvæðisrétt.

 

4. Félagsmenn geta borið fram vantraustsyfirlýsingu á öll þau embætti sem kosið er í á Aðalfundi II og einnig stjórn Hugins sem heild, en til þess þarf skriflega kröfu tíundar félagsmanna. Skal þá boðað til sérstaks skólafundar sem fastanefnd stýrir. Þeir sem hlut eiga að máli hafa rétt á að tjá sig um það á fundinum áður en atkvæði eru greidd um vantraust. Einfaldan meirihluta Skólafundar þarf til að lýsa yfir vantrausti á embættismann Hugins eða aðra embættismenn sem telst þá laus frá störfum og heldur Fastanefnd kosningar eigi síðar en viku seinna.

 

5. Fulltrúar nemenda í skólastjórn túlka svo niðurstöður skólafundar á fundi skólaráðs.

 

IX. Almenn ákvæði

 

1. Leyfi þarf að fá hjá meðlim í stjórn Hugins áður en auglýsing eða annað efni er hengt á töflur Hugins. Stjórn Hugins hefur leyfi til að fjarlægja efni/auglýsingar sem hengt er á töflur Hugins. Misbjóði nemendum auglýsingar eða annað efni sem hengt er á töflurnar skulu þeir koma kvörtun til einhvers meðlims Hugins og stjórn Hugins sker úr um vafamál á næsta fundi.

bottom of page