Um Skólafélagiđ

Huginn - Skólafélag Menntaskólans á Akureyri  

Huginn er skólafélagiđ í MA. Sumir vilja frekar segja nemendafélagiđ. En eins og svo margt annađ í MA fylgir ţetta hefđinni. Skólafélagiđ sér um félagslífiđ í MA, en félagslífiđ er einmitt ţađ sem gerir MA ađ ţví sem hann er. Ţađ er stjórn Hugins sem skipuleggur og heldur utan um ţetta allt, en innan hennar eru átta embćtti. Stjórn skólafélagsins er ađ finna hér. Hćgt er ađ skođa hver embćttin eru og hvađa hlutverk ţeim fylgja í lögum skólafélagsins.

En stjórnin sér ekki ein um ţetta allt. Á vegum skólafélagsins starfar haugur af undirfélögum, hvert međ sinn tilgang og markmiđ. Ţađ eru nokkur félög sem hafa veriđ lengi í MA og eru alltaf jafn vinsćl, eins og Málfundafélagiđ, Muninn (skólablađiđ), PríMA (dansfélagiđ), LMA (leikfélagiđ), ÍMA (íţróttafélagiđ) og TóMA (tónlistarfélagiđ). En hćgt er ađ skođa öll undirfélög hér til hćgri.

Stćrstu viđburđirnir á vegum Hugins eru árshátíđin, sem er alltaf haldin helgina sem nćst 1. desember, söngkeppnin og ratatoskur, sem kannski er hćgt ađ bera saman viđ opna daga í öđrum skólum. Síđan tökum viđ ađ sjálfsögđu ţátt í Leiktu betur, Gettu betur og MORFÍs. En ţađ sem mestu máli skiptir eru ţessir litlu viđburđir, ţessar hefđir, sem viđ í Menntaskólanum á Akureyri höfum haldiđ viđ í áratugi. Busun, söngsalir, gleđidagar, kvöldvökur, allt ţetta og meira, í MA. 

 

Svćđi